Morgunblaðið - 18.09.1979, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
Olafur Hansson
prófessor sjötugur
Meðal íslendinga hafa á öllum
öldum verið menn sem þjóðsögur
mynduðust um í lifanda lífi. Orð-
fimi sumra varð tilefni þessa eða
afrek af öðru tagi. Nokkrir nutu
þekkingar sinnar, sem talin var
með ólíkindum. Einn þeirra er
afmælisbarn dagsins Ólafur
Hansson prófessor.
Ólafur fæddist í Reykjavík hinn
18. september 1909 og er af borg-
firskum og norskum ættum. Hann
tók stúdentspróf árið 1928 og
stundaði síðan háskólanám í Osló
og Berlín og lauk eand. mag. prófi
frá Oslóarháskóla árið 1933. Síðan
hafa kennslustörf verið viðfangs-
efni hans, þótt drjúgur tími hljóti
einnig að hafa farið til fræðiiðk-
ana og ritstarfa. Ólafur var skóla-
stjóri gagnfræðaskólans á Nes-
kaupstað 1934—36, en réðst þá að
Menntaskólanum í Reykjavík og
kenndi þar sögu og þýzku unz
hann var skipaður prófessor í
almennri mannkynssögu við Há-
skóla Islands. Þá grein hafði hann
reyndar kennt þar um árabil, er
hann fékk prófessorsembættið eða
frá 1951. Af ritverkum Ólafs
munu kennslubækur hans þekkt-
astar svo og bækur hans um
heimsstyrjöldina síðari og bækur í
bókaflokknum Lönd og lýðir
Mannkynið og Noregur. Þá hefur
Ólafur samið Árbók íslands í
Almanaki Þjóðvinafélagsins und-
anfarin mörg ár, en það verk er
með þeim hætti, að skráning þess
hlýtur að krefjast mikils tíma og
árvekni.
Hér að framan er sagt að
kennsla hafi verið lífsstarf Ólafs.
Hann var skemmtilegur kennari,
sem kunni, eins og alþekkt er, að
vekja áhuga nemenda sinna á
námsefninu og jós ótæpt af fróð-
leiksbrunni sínum í kennslustund-
um. Enginn skyldi þó halda að
kennsla Ólafs hafi einkennst af
fróðleikstíningi einum. Hann
hafði geysigóða yfirsýn í kennslu-
greinum sínum og dró fram aðal-
atriði á skipulegan hátt. Munu
þeir nemendur sem nutu kennslu
hans í þýzku sem byrjendur í 3.
bekk, vera á einu máli um að
skýrleiki hans í kennslu nafi
auðveldað þeim að mun að tileinka
sér undirstöðuatriði þessa erfiða
tungumáls. Samband hans við
nemendur var og með þeim hætti,
að kynnin af kennaranum hvöttu
þá til dáða. Yfirburðir kennarans í
kennslugreinunum voru á allra
vitorði, en sjálfur vildi Ólafur ekki
mikið úr því gera, notað frekar
hæfileika sína til þess að byggja
upp sjálfstraust nemenda sem
auðveldlega hefðu getað fyllst
minnimáttarkennd gagnvart
þeim, enda var auglýsinga-
mennska eigin verðleika Ólafi
fjarri skapi.
Ólafur virðist hafa áhuga á
ólíklegustu hlutum og lætur sér
fátt óviðkomandi eins og góðum
húmanista vel gegnir. Honum
lætur jafnvel að rabba um ferða-
lög sín um landsbyggðina á árun-
um fyrir stríð, sem refskák og
baktjaldamakk stjórnmálamanna
nútímans. Öll umræðuefni eru
rædd af hleypidómaleysi og án
boðunar stórasannleika eða
heimsfrelsunar, enda líklegt að
Ólafur hafi fyrir löngu komist að
þeirri niðurstöðu að Messíasar-
hlutverkið væri ekki öllum hent.
Þetta hefur ekki breytzt þótt
æviárin séu orðin jafnmörg og
raun ber vitni um. Undirritaður
vill nota þetta tækifæri til þess að
senda Ólafi, frú Valdísi Helga-
dóttur konu hans og Gunnari syni
þeirra innilegar hamingjuóskir
vegna þessa tímamóta í ævi hans.
L.B.
Þeir eru mér hver öðrum
minnisstæðari sögukennarar mín-
ir í gagnfræða- og menntaskóla,
Knútur Arngrímsson, Sverrir
Kristjánsson og Ólafur Hansson
prófessor, menn sömu kynslóðar
og miklir húmanistar. Nú er
Ólafur sjötugur í dag og lætur þá
af sínu langa og farsæla starfi við
að fræða ungt skólafólk um sögu
heimsins. Allir þessir ágætu menn
koma oft í huga minn, þegar
minnzt er frábærra lærifeðra,
gagnmenntaðir hver á sína
vísu og sérstæðir persónuleikar.
Fræðslustarf þeirra var sam-
tvinnað á margan hátt og kom
einna bezt fram í því, að þeir
höfðu nána samvinnu um að rita
kennslubækur í sögu fyrir skóla-
stig þau, sem þeir höfðu haslað sér
völl á: Knútur og Ólafur sömdu rit
fyrir gagnfræðaskóla, sem notuð
voru árum saman og hefur þar
enginn farið fram úr þeim síðan,
en Sverrir og Ólafur báðir saman
eða Ólafur einn rituðu sögubækur
fyrir menntaskóia. Af þessu má
sjá, að áhrif þeirra hafa verið
mikil í mótun söguþekkingar á
okkar tíð, og það er ekki lítilsvirði,
því að án sögulegrar þekkingar í
mörgum greinum getur enginn
skilið, hvað þá kveðið upp dóm um
það, sem gerist í nútíðinni. Sagan
er óhjákvæmilegur grundvöllur
þess, að menn líti fordómalaust á
hlutina og geri sér grein fyrir því,
að fátt er nýtt undir sólinni. Með
sögulega þekkingu og skilning að
bakhjarli skynja menn, að
hlutirnir, — hvort sem um sögu-
legar persónur, kenningar eða
viðburði er að ræða, — eru ekki
annað hvort góðir eða vondir,
svartir eða hvítir, réttir eða rang-
ir, heldur oft á tíðum allt þar á
milli.
Ég nefni þetta hér vegna þess,
að mér finnst þessi skilningur hafi
alla tíð verið dæmigerður fyrir
Ólaf Hansson, svo að þeir
nemendur, sem hafa notið fræðslu
hans og kennslu hafa fengið
drjúgt veganesti í lífinu. Sögu má
kenna með ýmsum hætti, og
Ólafur hafði sinn persónulega
hátt á í menntaskóla, sem manni
kom á óvart í byrjun og kunni
kannski ekki að meta nægilega þá
stundina, en hefur síðar sann-
færzt um, að var ótvírætt
árangursrík leið að markinu og
stórgagnleg. Við minnumst þess
ætíð nemendur hans, er hann kom
hress og glaður í bragði inn í
skólastofuna, lét nemendur rekja
stuttlega lexíu dagsins, en eyddi
síðan drjúgum hluta tímans í að
fræða okkur um alþjóðleg orö og
hugtök, sem sett hafa mark sitt á
stjórnmála- og menningarsöguna
frá fornöld til nútíðar. Þessa
aðferð hafði hann svo fullkomlega
á valdi sínu, beitti henni áreynslu-
laust og á eðlilegan hátt, án þess
að hafa nokkra bók við að styðj-
ast, því að þekking hans er ótrú-
lega víðfeðm og minnið svo traust
að með ólíkindum er, enda má
óhikað segja, að þegar sögukenn-
ari lætur kennslubókina ekki
stýra alfarið kennslu sinni, upp-
hefjist hið sanna nám. Nemendur
alla þekkti Ólafur fljótlega betur
en nokkur annar og kunni skil á
þeim út í yztu æsar og er það ekki
lítilsverður stuðningur fyrir kenn-
ara í samskiptum við fjölbreyttan
nemendahóp. Hann hafði einlægt
svör við spurningum okkar, — það
var aldrei komið að tómum kofan-
um, þar sem Ólafur var. Þess
vegna er hann okkur öllum
óvenjulega eftirminnilegur, og
það, sem manni kann að hafa
fundizt áfátt í gamla M.R.,
hverfur eins og dögg fyrir sólu,
þegar minnzt er kennslunnar hjá
Ólafi Hanssyni.
Ég er einn í hinum stóra og
þakkláta hópi menntaskóla-
nemenda hans. Hér við bætist, að
hann var einnig kennari minn í
mannkynssögu í Háskóla íslands
um nokkurra ára skeið, og þar átti
ég enn betur eftir að kynnast
nýrri hlið á sérstæðum kennara,
sem kunni bæði fag sitt,
staðreyndir sögunnar, og hafði
hæfileika til að miðla þeim til
stúdenta sinna og vekja áhuga
þeirra í þeirri grein, sem þeir
höfðu kjörið sér. Um leið urðu
kynnin persónulegri og nánari en
verið hafði í menntaskólanum, og
þau kynni urðu líka enn frekar til
að stækka manninn í augum
nemandans vegna góðvildar hans
og hlýleika, hins manneskjulega
þáttar, sem er ómetanlegur fyrir
ungt og óharðnað fólk. Allt þetta
hefur fengið frekari staðfestingu í
því samstarfi, sem við Ólafur
höfum átt í Háskólanum eftir að
ég varð þar prófdómari í sögu
fyrir nokkrum árum. Fyrir það
samstarf er ég einnig þakklátur,
það hefur verið lærdómsríkt og ég
sakna þess, að það skuli ekki vera
lengra.
Nú þegar prófessor Ólafur er
orðinn sjötugur og lætur því af
starfi fyrir aldurs sakir, eru engin
ellimörk á honum að sjá, hann er
jafn lifandi og áhugasamur um
samtíðina og minnugur á fortíðina
sem áður, og það er ósk mín, að
hann eigi marga góða daga
framundan til að auðga anda sinn
og velta fyrir sér mannlífinu á
sinn filosofíska og humoristíska
hátt af þeim sjónarhól, sem langt
og farsælt líf hefur skilað honum
upp á.
A þessum merkisdegi í lífi Ólafs
eru þeir ófáir, sem senda honum
hlýjar kveðjur og mikla þökk fyrir
ógleymanlega kennslu og kynni.
Persónulega vil ég segja, að það
hefur verið mér óblandin ánægja
að hafa átt hlut að útgáfu af-
mælisrits honum til heiðurs
sjötugum; það kemur út nú í dag, á
afmælisdaginn, á vegum Sögu-
félags en að tilhlutan Sagnfræði-
stofunar Háskóla Islands,
Sagnfræðingafélagsins og Sögu-
sjóðs Menntaskólans í Rpykjavik.
Rit þetta, sem nefnist Söguslóðir,
er allviðamikið og í það rita 25
fræðimenn, nemendur og sam-
starfsmenn prófessors Ólafs, sem
vilja með því auðsýna honum
verðskuldaða viðurkenningu sína
og þökk fyrir kennslu hans og
framlag í þágu sagnfræði á
íslandi. Ritinu fylgir heillaóska-
listi með meira en eitt þúsund
nöfnum og ber fátt skýrara vitni
um þann stóra aðdáendahóp, sem
Ólafur á um allt land. í Söguslóð-
um er og að finna skrá yfir
ritsmíðar Ólafs og er það langur
listi nær hálfrar aldar ritferils,
sem sýnir, að hann hefur ekki
setið auðum höndum um dagana,
þótt kennslunni væri sleppt.
Ég sendi Ólafi Hanssyni og
fjölskyldu hans einlægar
hamingjuóskir og kærar kveðjur á
þessum tímamótum í lífi hans um
leið og ég vonast til að mega eiga
með honum samstarf og njóta
kunningsskapar hans lengi enn.
Einar Laxness.
Fyrir meir en þrjátíu árum varð
kunningjum mínum í Menntaskól-
anum í Reykjavík tíðrætt um
sögukennara sinn Ólaf Hansson.
„Hann veit allt“ sögðu þeir með
aðdáun. Enn í dag ljóma andlit
námsmeyja Ólafs, er hann berst í
tal.
Frá æskuárum hef ég metið
sögu mest allra námsgreina og
þarafleiðandi litið upp til sagn-
fræðinga. Mér var því forvitni á að
sjá með eigin augum títtnefndan
Ólaf Hansson.
Einn góðan veðurdag gekk ég
uppað gamla M.R. ásamt kunn-
ingja mínum og var þar vokandi
um hríð utan dyra í von um að sjá
þennan dýrðarmann. Og mér varð
að ósk minni: Ólafur kom útúr
skólanum að nokkrum tíma liðn-
um. Ég einblíndi á manninn, er
hann gekk sem leið liggur niður í
Lækjargötu, mikill og glæsilegur
að vallarsýn. Þessum manni lang-
aði mig til að kynnast.
Fyrsti samskipti okkar Olafs
voru þó lítt persónuleg, raunar
spaugileg. Ég sat í stúdentsprófi í
eðlisfræði í M.R. vorið 1953. Prófið
hófst 15 mínútum síðar en ákveðið
var. Ég sat lengi, var orðinn einn
eftir í skólastofunni ásamt Ólafi
Hanssyni, er sat yfir. Skyndilega
gekk hann til mín og sagði: „Eruð
þér ekki að verða búinn, tíminn er
liðinn." Ég sagðist eiga rétt á að
sitja 10 mínútum lengur og svar
hans kom eldsnöggt: „Reynið þá
að flýta yður.“ Þetta fannst mér
framlágum utanskólamanni, allt
að því nagandi blýantinn yfir
verkefninu, þunnar trakteringar!
Mér rann í skap, en viti menn,
hvað sem olli, þá lá lausnin á
dæminu, sem ég glímdi við, allt í
einu Ijós fyrir! Og ég var mannin-
um þakklátur, er upp var staðið.
Síðar átti ég eftir að kynnast
Ólafi Hanssyni. Þá var ég nem-
andi hans í sagnfræði við Háskóla
íslands á árunum 1954—59. Á þau
kynni hefur aldrei fallið skuggi.
Skemmst er frá því að segja, að
hann er einhver ágætasti maður,
sem ég hef þekkt. Hann er stór-
brotinn alþýðlegur höfðingi, vitur
og allra manna lærðastur, minni
hans greypt í stál, eins og alþjóð
er kunnugt. Kannski hef ég dáðst
mest að þekkingu hans á fólki,
hvort heldur um er að ræða
fjarlægar þjóðir og menningu
þeirra eða einkenni ætta og ein-
staklinga á íslandi. Mér er enn í
fersku minni, hve undrandi ég
varð, þegar hann rakti móðurætt
mína eftir ferð um Jökuldal fyrir
mörgum árum. Þá kom mér sjálf-
um margt á óvart. Líklega er þó
mest um hitt vert, hve góður
drengur og hégómalaus maðurinn
er.
I þessari stuttu afmæliskveðju
er ekki unnt að lýsa honum til
neinnar hlítar, cn ekki mun of-
mælt, þótt sagt sé, að fáir hafi
haft varanlegri og djúptækari
áhrif á nemendur sína — og ég
hygg alla þá, er honum hafa
kynnst — en Ólafur Hansson.
Ólafur var eftirminnilegur
sögukennari, bráðskemmtilegur,
víðsýnn, laus við smásmygli. Fyr-
irlestrana flutti hann blaðalaust,
svo mikil var þekkingin og minnið
trútt. I sögukennslunni, var mat
hans á mönnum og málefnum
hlutlægt. Hann predikaði aldrei,
innrætti ekki skoðanir, en gefa
stúdentum sýn tíl ýmissa átta,
þannig að þeir gætu sjálfir dregið
ályktanir. Hann hóf sagnfræðina
sem grein aldrei til skýjanna
berum orðum. Engu að síður
fannst okkur stúdentum, undir
handleiðslu hans, að sagan væri
drottning húmanistiskra fræða og
við sannfærðumst um, að þjóðir
sem eiga sér sögu deyja ekki, þótt
þær séu fátækar af þessa heims
gæðum og yfir þær steypist hung-
ur, hallæri og erlend áþján.
Ólafur Hansson hefur ekki lagt
metnað sinn í það að safna í
kornhlöður, velferðar- og lífsþæg-
indasjónarmið eru honum fjarri.
Það er með hann sem forfeður
vora ýmsa, er létu eftir sig lítinn
veraldarauð en þeim mun meiri
andleg verðmæti.
Með þessum fáu orðum var ekki
fyrst og fremst ætlað að mæra
Ólaf sjötugan, enda ekki á mínu
færi að gera það svo sem ég hefði
viljað og vert væri. Það munu
aðrir gera miklu betur, ekki síst
Söguélagið, sem heiðrar hann í
dag með útgáfu myndarlegs af-
mælisrits. Þessi stutta afmælis-
kveðja er einungis lítill þakklætis-
vottur lærisveins til lærimeistara
fyrir ágæta leiðsögn og ógleyman-
leg kynni.
Lifðu heill Ólafur.
Ingólfur A. Þorkelsson.
Tveir nemendur standa undir
vegg hinnar sögufrægu byggingar,
sem eitt sinn hýsti endurreist
alþingi Islendinga, og nú í hálfa
öld hefur verið samastaður skóla
þess, sem hófst í Skálholti fyrir
nær þúsund árum og táknar upp-
haf siðmenningar á Islandi. Annar
þeirra er nýsveinn og er að rekja
vandræði sín fyrir eldri og reynd-
ari vini sínum. Eitthvert „stór-
mál“ sem í augum fullorðinsrá-
anna kann að virðast hégómi er
hlaupið í torleystan hnút. Farðu
og ræddu þetta við Ólaf Hansson,
hann vill okkur öllum vel, voru
lokaorð hins eldri og reyndari.
Utanbæjarpilturinn þurfti án efa
talsvert að herða upp hug sinn til
þess að kveðja dyra hjá háæru-
verðugum menntaskólakennara á
fimmta tug aldarinnar. Þetta var
líka á tímum þéringa og manna-
siða á íslandi. En sú alúð og
vinsemd sem Ólafur sýndi þessum
bráðókunna pilti, sem honum var