Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 FerKarvel í profkjor A-listans á Vestfjörðum KARVEL Pálmason gerði nokkrum stuðningsmönnum sínum í Hnífsdal grein fyrir fyrirætlunum sínum í fram- boðsmálum á fundi um síðustu helgi. Var þetta fólk, sem stóð að óháðu framboði hans við síðustu alþingis- kosningar. Samkvæmt heim- ildum, sem Morgunblaðið hefur af fundinum, mun Karvel hafa lýst því á fund- inum, að hann hygðist fara fram í prófkjöri Alþýðu- flokksins til undirbúnings næstu alþingiskosningum, þegar þar að kæmi og mun hafa verið gerður góður róm- ur að þessari fyrirætlan hans. Morgunblaðið ræddi í gær við Karvel og spurði hann um sann- leiksgildi þessa. Karvel kvaðst ekkert vilja tjá sig um fyrirætlan- ir sínar í fjölmiðlum. Hann myndi fyrst skýra stuðningsmönnum sínum frá þeim og myndi hann ekki segja neitt opinberlega, fyrr en hann hefði svo gert. Áætlaður hefur verið sérstakur fundur á Patreksfirði og víðar á næstunni vegna þessa máls. «?. m KANADÍSKT herskip kom í gærmorgun til Reykjavíkur vegna vélarbilunar og er gert ráð fyrir að það verði hér í 10 til 14 daga meðan viðgerð fer fram. Til að viðgerðin geti farið fram þarf að fá sérstök verkfæri flugleiðis frá Kanada. Herskipið var að æfingum ásamt fleiri herskipum frá löndum Atlantshafsbandalagsins skammt frá landinu, er vart varð við vélarbilunina. Skipið liggur við Faxagarð og þar tók Ól.K. Magn. þessa mynd af því. Bréf LlÚ fyrst lagt fyrir útgerðarráð BÚR í gær U mf er ðarsly s á Akureyri Akureyri, 26. september. UMFERÐARSLYS varð klukkan átta í morgun á mótum Byggða- vegar og Þingvallastrætis. Sextán ára piltur á vélhjóli ók austur Þingvallastræti, sem er aðalbraut, en varð þá fyrir bil, sem ók suður Byggðaveg. Við höggið kastaðist pilturinn suðaustur yfir gatnamót- in og lenti þar á öðrum bil, sem var þar kyrrstæður. Pilturinn meiddist nokkuð á höndum og fótum en þó ekki alvarlega að þvi er talið er. - Sv.P. ÚTGERÐARRÁÐSMENN Bæjarútgerðar Reykjavíkur höfðu ekki séð umburðarbréf Landssambands íslenzkra útvegsmanna, fyrr en þeir lásu frásögn af því í Morgunblaðinu í gær. BÚR er þó félagi í LÍÚ, en bréfið hafði borizt formanni útgerðarráðs Björgvin Guðmundssyni og dreifði hann því á fundi ráðsins í gær. Jafnframt var þar dreift bréfi Fiskveiðasjóðs, þar sem togarasmíðin hjá Stálvík var samþykkt. Björgvin sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði þá borið upp smíðasamninginn og hefði hann verið samþykktur með 7 samhljóða atkvæðum. Björgvin Guðmundsson kvað langt um liðið frá því er gengið hefði verið frá smíðasamningum um báða togarana. Gengið var frá Portúgalstogaranum í febrúar og Stálvíkurtogaranum í apríl og var Stálvíkurtogarinn samþykktur samhljóða í borgarstjórn. Hins vegar kvað hann ágreining hafa verið um togarann frá Portúgal, en menn hefðu viljað styðja inn- lenda skipasmíði. Portúgalstogar- inn er keyptur á föstu verði í dollurum og verður lán síðan yfirtekið af Fiskveiðasjóði. Við undirritun samnings í febrúar kostaði hann 1.600 milljónir og mun nú vegna gengissigs vera kominn upp í um 1.900 milljónir króna. Björgvin Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að tvennt ólíkt væri með því að einkaaðili keypti skip eða Reykja- víkurborg, því að hún mun leggja fram ákveðinn hluta af stofn- kostnaði skipsins. Því kvað hann dæmi LÍÚ ekki gilda, þar sem gert væri ráð fyrir að svo og svo mikið af lánum lægi í vanskilum. Hins vegar kvað hann dæmið rétt, ef taka ætti peningana út úr rekstri Fjárskortur Byggingasjóds: Húsbyggjendur eru verr staddir en áður Engan þarf að undra það eftir meðferðina á sjóðnum, segir Gunnar Thoroddsen MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til Gunnars Thoroddsens fyrrverandi félagsmálaráðherra út af fjárhagserfiðleikum Bygg- ingarsjóðs og spurði hann álits á því máli. Fer svar hans hér á eftir. — Byggingarsjóður, sem er aðalútlánasjóður til húsbyggj- enda, á nú við mjög alvarlegan fjárskort að stríða. í rauninni þarf engan að undra það eftir meðferð ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna á Byggingar- sjóðnum á síðasta þingi. Sjóður- inn er m.a. fjármagnaður með lánum frá lífeyrissjóðum lands- manna, skyldusparnaði og tekj- um af launaskatti. Þegar fjárlög- in fyrir 1979 voru afgreidd fyrir jól í fyrra, var ákveðið að svipta Byggingarsjóð 6 til 7 hundruð milljónum króna af þeim tekjum, sem hann hefur haft mörg und- anfarin ár. En ekki var látið við það sitja. Þegar stjórnin lagði fram frumvarp til laga um láns- fjáráætlun var þar gerð önnur árás á sjóðinn. Þar var ákveðið að taka af fjármagni hans í ár 2000 milljónir króna og afhenda Framkvæmdasjóði. — Við sjálfstæðismenn mót- mælum harðlega þessum aðgerð- um og bentum á, að þær myndu valda miklum erfiðleikum fyrir sjóðinn og gífurlegum óþægind- um fyrir húsbyggjendur, þegar liði á árið. Nú er þetta komið á daginn. Samkvæmt upplýsingum félagsmálaráðherra vantar sjóð- inn nú nær tvo milljarða króna til þess að unnt sé að standa við fjárhagsáætlun hans. Þessi fjár- skortur hefur þegar bitnað á ýmsum aðilum, sem áttu að fá framkvæmdalán til bygginga, svo sem elliheimilum. Hann hefur valdið miklum erfiðleikum fyrir þá, sem kaupa notaðar íbúðir og verða að bíða mánuðum saman eftir lánum. Allt er í óvissu um það hvenær húsbyggjendur, sem gera fokhelt í september, fá sín frumlán greidd. — Það er því augljóst, að veiting og afgreiðsla húsnæðislána nú horfir mjög illa og eru húsbyggjendur því verr á vegi staddir en undanfarin ár. — Tillaga félagsmálaráðherra á ráðherrafundi á þriðjudag um að reyna að lagfæra þessi mistök stjórnarherranna fékk ekki af- greiðslu, — verður að bíða heim- komu fjármálaráðherrans, — og það skal ósagt látið, hvort Fram- kvæmdastofnunin er tilkippileg að skila aftur þeim 2 milljörðum króna af fé Byggingarsjóðs, sem henni voru færðar á silfurdiski á vordögum. fyrirtækisins og tekjur togarans ættu að standa undir öllum gjöld- um, afborgunum og vöxtum. Björgvin kvaðst telja þessi kjör Fiskveiðasjóðs mjög óhagkvæm og hann kvað Reykjavíkurborg myndu beita sér fyrir því að þeim yrði breytt. Yrði það ekki gert, hlyti það að vera stefna stjórn- valda að stöðva útgerð í landinu og uppbyggingu fiskiskipaflotans. Hann kvað útilokað fyrir menn að endurnýja skip sín, nema þeir hefðu einhvern bakhjarl. Um það hvers vegna umburðarbréf LÍÚ hefði ekki verið lagt fyrir útgerð- arráð BÚR kvaðst Björgvin ekki muna, hvort slíkt hefði verið gert, en hann hefði fengið bréfið og afhent það forstjóra BÚR. Þá kvað hann efni bréfsins áður hafa komið fram í blöðum. Ragnar Júlíusson einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í útgerðar- ráði kvaðst ekki hafa heyrt um umburðarbréfið, fyrr en hann las Mbl. í gær. í janúar hefði minni- hlutinn samþykkt kaup á tveimur skuttogurum. í gær lét Ragnar bóka eftirfarandi á útgerðarráðs- fundi: „Á fundi útgerðarráðs 26. janú- ar síðastliðinn gerðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins svofellda bókun við tillögu formanns um togarakaup: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útgerðarráði Reykjavíkurborgar munu greiða atkvæði með fram- kominni tillögu með því ófrá- vikjanlega skilyrði, að jafnframt undirskrift um kaup á skipi frá Portúgal, verði gengið til samn- inga um kaup á skipi frá Stálvík h.f. og þeim samningum verði hraðað sem unnt er, enda verði fjárhagsleg fyrirgreiðsla vegna Stálvíkurskipsins í samræmi við yfirlýsingu formanns hér á fund- inum. Verði frávik frá þessu ber að endurskoða tillöguna í heild.“ Á þessum fundi lýsti formaður útgerðarráðs því yfir að fyrir- greiðsla vegna Stálvíkurskipsins yrði sízt verri en Portúgalsskips- ins. Því spyrjum við nú og óskum skriflegrar greinargerðar: 1) Hver eru lánakjör, greiðslu- byrði og áætlað heildarverð á: a) nýsmíði frá Portúgal, b) nýsmíði frá Stálvík h.f. 2. Hvers vegna hefur um- burðarbréf LÍÚ frá 18. júlí síðast- liðnum um nýjar lánareglur Fisk- veiðasjóðs ekki verið kynntar út- gerðarráði?" Ragnar kvaðst hafa lýst furðu sinni á því að útgerðarráði hefðu ekki verið kynntar reglurnar, ekki sízt þar sem fundur hefði verið haldinn 8. ágúst. Ragnar kvaðst ennfremur ekki hafa séð ástæðu til þess að falla frá ákvörðun um kaup Stálvíkurtogarans. Ragnar kvað lánakjör Fiskveiðasjóðs og almennt hljóta að leiða til þess að endurnýjun yrði engin í þeirri atvinnugrein, sem skilar okkur þeim gjaldeyri, sem við höfum til ráðstöfunar. Þá kvaðst Ragnar hafa fengið bréf LÍÚ frá skrifstofu þess í gær, en síðan hefði Björgvin Guð- mundsson séð sitt óvænna og látið dreifa því á útgerðarráðsfundi í gær, eftir að fyrirspurn minni- hlutans hafði komið fram. íslendingar og Norðmenn: Stærð loðnustofns- ins mæld á ný NORSKIR og íslenskir fiskifræð- ingar eru nú að hefja á ný mæling- ar á stærð loðnustofnsins í hafiuu norður af íslandi. Er þarna um að ræða framhald á þeim mælingum, sem fiskifræðingar þjóðanna framkvæmdu um mánaðamótin júli-ágúst. Niðurstaða þeirra mæl- inga var að ekki var talin ástæða til að gera breytingar á fyrri tillögum fiskifræðinga um loðnu- veiðarnar en jafnframt var sam- þykkt að endurtaka þessar mæl- ingar í haust. Leiðangursstjóri fyrir hönd ís- lands er Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur og hélt hann í gær frá ísafirði á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni og munu þeir hitta norska rannsóknaskipið G.O. Sars norður undir Jan Mayen, þar sem mælingarnar hefjast. Er gert ráð fyrir að skipin haldi leitinni áfram í vesturátt svo lengi sem loðna finnst, en talið er að skipin hætti mælingum út af Vestfjörðum eða á Grænlandssundi. Mælingun- um á að vera lokið 8. október n.k. og þá verður sameiginlegur fundur í Reykjavík um niðurstöðurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.