Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 Ireykvískum réttum Á SUNNUDAG var réttaö í Fossvallarétt skammt ofan viö Reykjavík. Foss- vallarétt, sem á sínum tíma leysti af hólmi hina gömlu Lögbergsrétt í Lækjarbotnum, er ekki hin eiginlega lögskilarétt Reykvíkinga heldur er Hafravatnsrétt lögskila- réttin. Fossvallarétt er eins og Húsmúlarétt viö Kolviöarhól sundur- dráttarrétt og er fé, sem þar kemur fram, ýmist flutt til síns heima eöa í viðkomandi lögskilarétt. Aö þessu sinni er taliö aö um 2500 fjár hafi veriö réttaö í Fossvallarétt. Mest allt fé í eigu Reykvíkinga er réttaö í Fossvallarétt en á síöastliönum vetri voru á fóörum í Reykjavík rúml- ega 1200 kindur og eru þá meðtaldir þeir bæir, sem eru innan borgarl- andsins þar sem sauöfj- árbúskaþur er stund- aður. Fyrstu réttum er nú víðast hvar lokiö en þess má geta aö í dag, fimmtudag, er réttaö í Ölfusréttum Sigurgeir Sigurðsson hæjarstjóri, form. sveitarstjórnarmálanefndar Sjálfstæðisflokksins „Frjáls“ sveitarfélög Sjálfstæðisflokkur- inn tók á síðasta lands- fundi afgerandi for- ystu í sjálfstjórnarmál- um sveitarfélaga og hefur einn flokka lagt fram skýra stefnu í öllum helstu málum varðandi samskipti þeirra við ríkið. Hér er um svo róttækar tillög- ur að ræða að full ástæða er að kynna þær öllum landsmönn- um. Tekjuskattar Án efa má tala um byltingu í skattamálum fái Sjálfstæðis- flokkurinn tækifæri tii að hrinda í framkvæmd samþykkt síðasta Landsfundar um tekju- skatta, en þar er tekið af skarið og því lýst yfir að „að svo miklu leyti sem beinir skattar verða ekki felldir niður, skuli þeir verða tekjustofnar steitarfélag- anna“. Þessi yfirlýsing Landsfundar er mjög mikilvæg, þar sem hér á hlut að máli stærsti flokkur þjóðarinnar sem e.t.v. hefur möguleika fyrr en varir að fram- kvæma þetta stórmál. í raun þýðir þessi samþykkt að ákvarðanataka um beina skattlagningu, er færð til heima- sveitar, sem vegur þá og metur hverju sinni þörfina. Vitanlega leiðir þessi aðgerð af sér flutning verkefna til sveitarfélaganna, sem ég vík að síðar. Eignaskattar Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins tók ennfremur af skar- ið varðandi skattlagningu ríkis- ins á fasteignir og samþykkti eftirfarandi yfirlýsingar. „Skatt- lagning ríkisins á fasteignir falli niður, þar sem hér er um tekjustofn sveitarfélaga að ræða vegna veittrar þjónustu“. Hér taka sjálfstæðismenn af- dráttarlausa afstöðu gegn ásækni ríkisins til þess að sölsa undir sig tekjustofna sveitarfé- laga og vilja um leið koma í veg fyrir ofsköttun á fasteignir landsmanna. Ábyrgð heima- manna Sjálfstæðisflokkurinn vill auka ábyrgð kjörinna fulltrúa heimamanna og þess vegna lýsti Landsfundur yfir að: þjónustu- fyrirtæki og stofnanir sveitar- félaga skulu rekin á ábyrgð kjörinna sveitarstjórna. Af- skipti ríkisins af stjórnun og gjaldskrám slíkra stofnana skerða mjög sjálfstæði sveitar- félaga. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir sliku sjálfstæði án ríkisafskipta. Hér gengur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fram fyrir skjöldu og staðfestir formlega að heimamönnum, hverjum á sínum stað, sé betur til treyst- andi en fjarlægu stjórnvaldi að ákveða gjaldtöku fyrir veitta þjónustu stofnana sveitarfélags- ins við borgarana, enda þeir sjálfir kallaðir til ábyrgðar ef eitthvað fer úrskeiðis. í raun hefur ríkið með síendurteknum afskiptum af innri málum sveit- arfélaganna skert sjálfræði þeirra svo mjög að varla er hægt að tala lengur um þau sem sjálfstæðar stjórneiningar. Hagkvæmni „Gera á litlum sveitarfélögum fjárhagslega hagkvæmt að sam- einast“ segir ennfremur í Lands- fundarsamþykkt Sjálfstæðis- flokksins. Hér er farið inn á mjög athyglisverða braut með því að viðurkenna þá staðreynd að mis- jöfn fjárhagsstaða litlu sveitarfé- laganna hafi framar öðru komið í veg fyrir sameiningu. Það sem felst í þessari samþykkt er að komið verði á skuldajöfnun og jafnvel yfirtöku jöfnunarsjóðs á hluta af skuldasöfnun, þannig að aðilar geti gengið til sameiningar á jafnréttisgrundvelli. í næstu grein verður gerð grein fyrir samþykktum 23. Landsfund- ar Sjálfstæðisflokksins, að því er varðar verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, en þar hefur Sjálf- stæðisflokkurinn þegar mótað til- lögur sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.