Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 31 Minning: Steinberg Jóns- sonfráDalvík Steinberg Jónsson frá Framnesi við Dalvík lést hinn 26. ágóst s.l. Hann var fæddur 17. nóv. 1903 sonur hjónanna Jóns Jónssonar bónda á Hóli og síðar Framnesi og konu hans Kristbjörgu Ha- llgrímsdóttur. í Framnesi ólst Steinberg upp með 4 systkinum sínum, bræðrunum Tryggva, Björgvin og Lofti og systurinni Þórhildi. Björgvin, Tryggvi og Þórhildur eru enn á lífi en Loftur fórst með skipinu Þormóði á stríðsárunum. Framan af ævi var Steinberg sjómaður. Hann var þá oftast vélstjóri á fiskiskipum. Oft var Frá lögreglunni: gaman að njóta frásagnargleði hans er hann sagði frá þessu tímabili í ævi sinni. Var lýsing hans oft svo lifandi að eftir að hafa þvælst með sögumanni út allan Eyjafjörð í kalsa rudda tók nokkra stund að átta sig á því að allan tímann hafði maður setið í notalegum stofuyl á heimili Stein- bergs. A sjómennskuárum sínum kvæntist Steinberg Soffíu Sig- tryggsdóttur og eignuðust þau þrjá syni sem allir eru búsettir á Akureyri, Ragnar lögfræðingur, Hörður verslunarmaður og Jón Kristinn skipasmiður. Steinberg RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrslum í borginni. Þeir sem geta veitt upplýsingar um þessi mál eru vinsamlega beðnir að snúa sér strax til deildrinnar i sima 10200. Ekið var á bifreiðina R-63710 á bifr.stæði við Unufell 29 frá kl. oo,30 og fram til kl. 07,50 þann 29. ágúst. Bifreiðin er Lada, rauð á lit. Skemmd er á hægra framaur- bretti og er gul málning í skemmdinni. Þriðjudaginn 4. sept. var ekið á bifreiðina R-44675, gegnt húsi nr. 34 við Sólheima. Bifreiðin er Mazda, blásanseruð á lit. Varð frá kl. 23,00 kvöldið áður og fram til kl. 07.00 að morgni þess 4. sept. Skemmd á vinstra afturaurbretti og má greina rauðan lit í skemmd- inni svo og svarta rák eftir höggvaragúmmí. Ekið var á bifreiðina Y-5577 á stöðumæli á Hótel íslandsplani þann 5. sept frá kl. 11,00 til kl. 12,10. Bifreiðin er Ford Cortina, gul á lit. Skemmd á hægra aftur- aurbretti og afturhöggvara. Ekið var á bifreiðina R-23773 við húsnæði S.Í.S við Holtagarða þann 7. sept. frá kl. 16,30 til kl. 17,30. Bifreiðin er af, teg. Citroén, blá á lit. Skemmd á hægri aftur- hurð. Bifreiðin stóð á endastæði. Laugardaginn 8. sept. var ekið á bifreiðina R-3982 á bifr.stæði við verslunarhúsnæði á horni Álf- heima og Langholtsvegar. Bif- reiðin er af teg. Mazda 323, gul á lit. Skemmd á hægra framaur- bretti og er blá málning í skemmdinni. Er mjög líklega eftir Fíat-fólksbifreið, sem var við fyrrgreint verslunarhúsnæði á þessum tíma. Er ökumaður þess- arar bifr. beðinn að gefa sig fram við lögregluna, en hann var með barn í bifreiðinni sem var að kaupa rafhlöður í „sjoppu" sem er þarna. Ekið var á bifreiðina R-6151, sennilega við Hegra í Borgartúni, þann 11.9. s.l. Bifreiðin var af teg. Datsun, brún á lit. Vinstra aftur- aurbretti er skemmt á bifreiðinni og er rautt í skemmdinni. Varð sennilega frá kl. 16,00 til kl. 17,00 þennan dag. Ekið var á bifreiðina R-9982 þann 12.9. s.l. á bifr.stæði við Iðnaðar- bankann frá kl. 09,00 til kl. 17,00. Bifreiðin er af teg. Honda, brún á lit. Vinstra afturaurbretti dældað. Ekið var á bifreiðina Y-1413 á bifr.stæði við Arahóla 6 þann 14. sept. Bifreiðin er af teg. V.W. Golf, græn á lit. Átti sér stað frá kl. 22,30 þann 13. sept. og fram til kl. 07,20 þann 14. sept. Er skemmdin sennilega eftir Ford-bifreið, Fut- ura eða Faiormount, silfurgráa á lit. Ekið var á bifreiðina R-29246 á Þverholti við hús nr. 9 þann 216. sept. Tjónvaldur er V.W. bifreið, orange-lituð, og voru tveir ungir drengir í bifreiðinni og fóru norð- ur Þverholt. Á bifreiðinni R-29246 er vinstri afturhurð skemmd. Ekið var á bifreiðina R-63571 á bifr.stæði við Hótel Esju þann 16. eða 17. sept. Átti þetta sér stað frá kl. 20,45 þann 16. sept. fram til kl. 07,45 þann 17. sept. Skemmd er á afturaurbretti hægra megin og afturhöggvara. Bifreiðin er af teg. Honda, grá á lit. Ekið var í tvígang á bifreiðina G-12045, sem er af teg. Sunbeam, hvít á lit. í fyrra tilfellinu var bifreiðin við Borgarbíó á Smiðju- vegi 1 í Kópav. þann 9. sept. Var þá framhöggvari skemmdur og er blá málning í skemmdinni. I hinu tilfellinu var bifreiðin við stöðumæli á Barónsstíg, en það var á tímabilinu frá kl. 17,00 þann 11.9. til kl. 15,00 þann 12.9. sem sú skemmd kom á bifreiðina. Var vinstra framaurbretti þá skemmt á bifreiðinni, og er gul málning í skemmdinni. Vitni vantar að ákeyrslum og Soffía slitu samvistum. Nokkr- um árum seinna kvæntist Stein- bergur eftirlifandi konu sinni Ágústu Sigurðardóttur frá Holt- um í Rangárvallasýslu. í milli- tíðinni hafði hann eignast son með Ölfu Jónsdóttur, Karl Steinberg, sem lengi hefur unnið á jarðbor- um ríkisins. Karl ólst að mestu leyti upp hjá föður sínum og Ágústu ásamt syni þeirra Lofti Gunnari rennismið við Álverið í Straumsvík. Eftir að Steinberg hætti sjómennsku gerðist hann sölu- maður og stundaði það starf til æviloka. Ferðaðist hann þá mikið um landið í söluferðum og var þekktur sem traustur og góður sölumaður auk þess sem hann var afar vel látinn af félögum sínum í þessu erfiða og erilsama starfi. Steinberg var fyrir margra hluta sakir afar eftirminnilegur persónuleiki. Hann var hlýr og traustur sínum vinum og sparaði þá ekki í neinu ef þeir þurftu á stuðningi að halda. Á heimili þeirra Ágústu var mjög gott að koma. Fór þar saman afbragðs gestrisni og umhyggja fyrir þeim er að garði bar. Var ávallt til- hlökkun í loftinu hjá mér og fjölskyldu minni þegar ákveðið var að fara í heimsókn til Stein- bergs og Ágústu. Steinberg kom í heimsókn til okkar nokkru áður en hann lagðist inn á sjúkrahús í sumar. Hann var þá enn hinn síkviki unglingur með brennandi áhuga á öllu sem hann tók sér fyrir hendur eins og fyrir tuttugu og fimm árum er við hittumst fyrst. En eins og ungl- ingum er tamt þá stendur hugur- inn oft til meira en líkamlegt þrek leyfir og þannig var hjá þessum unglingi á áttræðisaldri. Með þessum fátæklegu línum vil ég minnast sérstæðs manns og færa konu hans og sonum innileg- ar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Haukur Helgason. AlKa.YSINCASlMlNN ER: 22410 TONLEIKAR Hreins Líndal, óperusöngvara í Austurbæjarbíói Laugardaginn 29. sept. kl. 15. Forsala aðgöngumiöa hefst mánudag í Bókabúð- um Lárusar Blöndal, Herraskóbúðinni, Ármúla 7, Skrifstofu SÁÁ, Lágmúla 9 og Austrbæjarbíói, fimmtudag og föstudag kl. 16—21 og laugardag 29. sept. kl. 13—15. TONLEIKARNIR ERU TILEINKAÐIR SÁÁ. Cargostar í hvad sem er. Cargostar í olíuna ... i flutningana .... í mjólkina ... ífóöriö ...í fiskinn ... íhvaösemer JuDO Japanski þjálfarinn Yoshinhikó lura kennir. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga frá kl. 13—22. hefjast 2. október. JÚDÓDEILD ÁRMANNS ÁRMÚLA 32. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU AUGLÝSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.