Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979
SAUÐÁRKRÓKUR:
Fjölbrautaskólinn
tekinn til starf a
Sauðárkróki 24. sept.
Fjölbrautaskólinn á Sauðár-
króki var settur í fyrsta sinn s.l.
laugardag að viðstöddu fjölmenni.
Meðal gesta voru Ólafur Jóhann-
esson forsætisráðherra og Ragnar
Arnalds menntamálaráðherra,
þingmenn Norðurlands vestra auk
fjölda gesta víðsvegar að úr kjör-
dæminu.
Athöfnin hófst með ávarpi Jóns
Ásbergssonar formanns skóla-
nefndar Sauðárkrókskaupstaðar,
sem bauð gesti velkomna og sagði
að nú væri upprunnin langþráð
stund í skólamálum á Sauðár-
króki. Hann kvað Norðurland
vestra hafa verið útundan alltof
lengi í framhaldsskólamálum;
menntun væri sjálfsögð mannrétt-
indi allra hvar á landinu sem þeir
byggju og góður skóli væri horn-
steinn að velmegun hvers byggð-
arlags. Jón þakkaði öllum, sem
unnið hefðu að stofnun skólans og
nefndi í því sambandi Friðrik
Margeirsson skólastjóra Gagn-
fræðaskóla Sauðárkróks, Guðjón
Ingimundarson fyrrverandi for-
mann skólanefndar og Jóhann
Guðjónsson skólastjóra Iðnskóla
Sauðárkróks, en með tilkomu
Fjölbrautaskólans hættir Iðnskól-
inn og námsgreinar hans færast
yfir á svið Fjölbrautaskólans.
Iðnskóli Sauðárkróks var stofn-
aður árið 1946 fyrir forgöngu séra
Helga Konráðssonar sem var
skólastjóri til 1951 er við tók
Friðrik Margeirsson. Hann var
skólastjóri til 1964 en þá tók við
Jóhann Guðjónsson sem verið
hefur skólastjóri síðan.
Iðnskólinn hefur gegnt mjög
mikilvægu hlutverki í mennta- og
atvinnulífi Sauðárkróks og áhrifa
hans raunar gætt miklu víðar, þar
sem nemendur hafa verið víðsveg-
ar að af landinu.
Ragnar Arnalds menntamála-
ráðherra flutti þar næst ávarp og
færði skólanum árnaðaróskir rík-
isstjórnarinnar. Hann ræddi um
skólamál kjördæmisins, gat um
niðurstöður nefndar sem skipuð
var á siðasta ári með fulltrúum úr
fjórum byggðarlögum kjördæmis-
ins og kvað niðurstöður hennar
hafa verið mjög jákvæðar. í
nefndarálitinu er getið um fjóra
skóla þar sem framhaldskennsla
fari fram, en þungamiðjan yrði á
Sauðárkróki.
Starfar á fjórum
námssviðum,
bóknámssviði,
heilbrigðissviði,
tæknisviði og
viðskiptasviði
Að ávarpi ráðherrans loknu tók
til máls nýskipaður skólameistari
Fjölbrautaskólans, Jón Hjartar-
son. Flutti hann ýtarlega ræðu um
skólamál í Skagafirði frá fornu
fari til þessa dags.
Síðan sagði hann:
„Það er vissulega gleðiefni þeim
sem búa í þessu byggðarlagi að
fjölbrautaskóli skuli taka til
starfa, sem auðveldi mönnum
leiðina til mennta, opni áður
lokaðar námsleiðir til færni og
hæfni, sinni þörfum menningar og
atvinnulífs, verði hluti þeirrar
órofaheildar sem samfélag okkar
er. Um aðdraganda þessarar
skólastofnunar hafa aðrir (ráð-
herra og skólanefndarformaður)
fjallað. Vík ég því beint að starf-
semi skólans.
Fjölbrautaskólinn á Sauðár-
króki er samræmdur framhalds-
skóli sem starfar á fjórum náms-
sviðum; Tæknisviði, Bóknáms-
sviði, Heilbrigðissviði og Við-
Gagnfræðaskólinn á Sauðárkróki.
skiptasviði. Spannar skólinn yfir
nokkrar brautir á hverju sviði.
Á tæknisviði sem er stærsta
svið skólans, verða námsbrautir
sem sinna iðnfræðslu samnings-
bundinna iðnnema. í vetur verða
nemendur á málmiðnbraut, tré-
iðnbraut og rafiðnbraut í skólan-
um. Stefnt er að starfrækslu
verknámsskóla iðnaðarins um leið
og verknámshús skólans verður
tekið í notkun, en byggingafram-
kvæmdir eru þegar hafnar og væri
unnt að taka það þegar í notkun
næsta haust ef til þess fengist vilji
stjórnvalda. Með tilkomu verk-
námshúss er stigið skref í þá átt
að efla verkmenntun landsmanna
og reyndar eru verknámsskólar
forsenda þeirrar iðnþróunarstefnu
sem iðnaðarráðuneytið hefur þeg-
ar kynnt. En þess verður ekki látið
ógetið að tækjabúnaður til verk-
legrar kennslu er dýr og til slíks
hafa fjárveitingar verið tregar.
Treystir skólinn því að ráðamenn
láti sitt ekki eftir liggja og tryggi
að verknámsdeildir skólans verði
búnar nauðsynlegum tækjum. Það
hefur lengi verið ljóst að meist-
arakerfið þjónar einkum þéttbýl-
issvæðum og er verknámsskólinn
því einnig liður í því að tryggja
nemendum jafnan rétt til náms
sem hugur þeirra stendur til.
Hugmyndin um Iðjubrautir gerir
ráð fyrir samvirkum tengslum
atvinnulífs og skóla. Enn er skipu-
lagning þeirra skammt á veg
komin. Þessi skóli mun reyna að
gera málefni þeirra að föstum lið
á verkefnaskrá sinni næstu annir.
Þá býður skólinn upp á aðfaranám
fiskiðnskóla og er það fyrsta
skrefið til aukinnar menntunar í
fiskiðnaði hér.
Á bóknámssviði býður skólinn
upp á kennslu á náttúrufræði-
braut. Á viðskiptasviði almennt
verslunarpróf og á heilbrigðissviði
á heilsugæslubraut-2, sem er bók-
legt nám sjúkraliða. Stefnt er að
því að unnt verði fyrir nemendur
að Ijúka stúdentsprófi á þessum
brautum bóknámssviðs. Náms-
brautir skólans leiða því til starfs-
réttinda eða veita rétt til inn-
göngu í aðra skóla, sérskóla eða
háskóla.
Skólinn mun starfa eftir anna
og áfangakerfi, þannig að hvert
skólaár skiptist í tvær jafnlangar
annir.
Námsgreinar eru síðan brotnar
upp i áfanga, þar sem einn áfangi
samsvarar kennslu í eina önn, í
hverri grein.
Allir áfangar bæði bóklegra og
verklegra greina eru síðan metnir
til eininga sem eru jafngildar.
Með slíku einingakerfi er unnt að
leggja að jöfnu bóklegar og verk-
legar greinar.
Þetta fyrirkomulag hefur einnig
í för með sér að leið nemenda sem
færast milli skólastofnana verður
greið. Einnig er nemendum auð-
veldað að skipta um námsbrautir
Ljósm.: Guðni R. Björnsson.
Á þessari mynd sést grunn-
ur að verknámshúsi í for-
grunni, en fjær er Gagn-
fræðaskólinn.
án þess að þurfa að hefja nám að
nýju, þ.e. námsefni nýtist að fullu
að því marki sem námsbrautirnar
gefa kost á.“
Síðar í ræðu sinni sagði skóía-
meistari:
„Menn skyldu huga að því að
námskerfi hverju nafni sem nefn-
ist, er einungis tæki sem nota má
til að ná fram ákveðnu markmiði
og veldur hver á heldur.
Það stoðar ekki að einblína á
kerfið, við erum að fást við fólk og
þess vegna mun skólinn leitast við
að sinna þörfum nemenda sinna
svo sem honum er unnt.
Allir skólar eru í eðli sínu
íhaldssamar stofnanir sem flytja
stundum afdankaðan fróðleik og
stundum nýjan en samskipti þau
sem fara fram í skólanum og sú
sjalfsögun sem af námi leiðir,
verður mönnum drýgst veganesti.
Framhaldsdeildir grunnskól-
anna á Siglufirði, Blönduósi, Hér-
aðsskólinn að Reykjum í Hrúta-
firði og þessi skóli (Fjölbrauta-
skólinn á Sauðárkróki) hafa tekið
upp með lítils háttar fráv. sama
námskerfi og fjölbrautaskólarnir
á Akranesi, Suðurnesjum og
Flensborgarskóli samræmdu sín á
milli."
í ræðu skólameistara kom fram
að 97 umsóknir um námsvist
hefðu borist, en synja varð 10
nemendum um skólavist að þessu
sinni. Kennarar við skólann eru
12. Að hluta til kenna kennarar
bæði við Gagnfræðaskólann og
Fjölbrautaskólann. „Suma þess-
ara kennara varð að sækja erlend-
is frá, jafnvel með skírskotun til
taugarinnar til föðurtúna," sagði
skólameistari. Hann sagðist
þekkja þetta kennaralið að dugn-
aði og ósérhlífni. Það væri vel
menntað og fyllilega sambærilegt
við það besta sem þekkist í
skólum. Baldur Hafstað, sem
kenna mun íslensku og félags-
fræði, mun einnig aðstoða við
skólastjórn og gegna starfi náms-
ráðgjafa. Kennsla í námsflokkum
hefst við skólann í nóvember. Þar
verður kennd enska, þýska,
íslenska, stærðfræði, saga og fé-
lagsfræði. I vetur verður kann-
aður áhugi á öldungadeild með
starfrækslu í huga næsta vetur.
Að setningarræðu skólameist-
ara lokinni tók til máls Þorbjörn
Árnason forseti bæjarstjórnar
Sauðárkróks. Hann sagðist vænta
þess að sá áhugi og samstarfsvilji
sem ríkt hefði meðal skólamanna í
kjördæminu um stofnun Fjöl-
brautaskólans og tengsla hans við
aðra skóla á svæðinu héldist
áfram. Hann óskaði skólameistara
velfarnaðar í starfi, hét heilshug-
arstuðningi bæjaryfirvalda, og
sagði, að vel yrði fylgst með starfi
skólans, svo mikilvægt sem það
væri byggðarlaginu.
Síðan bauð hann, í nafni bæjar-
stjórnar, öllum viðstöddum til
kaffidrykkju í húsi heimavistar-
innar.
Með tilkomu Fjölbrautaskólans
er brotið blað í skólamálum Sauð-
árkróks og Norðurlandskjördæmis
vestra, og miklar vonir bundnar
við starfsemi hans.
Skólahald á Sauðárkróki er nú
óðum að hefjast eftir sumarleyfi.
Barnaskólinn byrjaði með
kennarafundi 12. sept. en kennsla
hófst 19. þ.m. Rösklega 300 nem-
endur verða í skólanum í vetur og
hafa aldrei verið fleiri. Kennslu-
stofur eru 6 en bekkjardeildir 14
og er skólinn að hluta til þríset-
inn. Þrengsli eru því mikil. Kenn-
arar eru 16. Skólastjóri Björn
Björnsson.
Gagnfræðaskólinn verður settur
25. sept. Nemendur verða 125 í
vetur. Kennarar eru 14, og skóla-
stjóri Friðrik Margeirsson.
Tónlistarskólinn tekur til starfa
í byrjun október. Á annað hundr-
að nemendur hafa sótt um skóla-
vist í vetur, fleiri en áður hafa
verið. Kennarar verða 5 auk skóla-
stjórans, Evu Snæbjarnardóttur.
Kári