Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 1
40 SIÐUR
211. tbl. 66. árg.
FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Gagnárás
á stöðvar
skæruliða
iHlamabad — 26. september — Reuter
NÝI forsetinn í Afghanistan,
Hafizullah Amin, hefur hafið
nýja sókn gegn skæruliðum og
þar með er lokið hléi sem hefur
verið á bardögum siðan stjórnar-
bylting var gerð í Kabul fyrir 12
dögum.
Sóknin miðar að því að hrekja
ættflokkastríðsmenn úr vígjum
þeirra umhverfis mikilvæga setu-
liðsbæi í héruðunum Paktia og
Kunar.
Jafnframt segja ferðamenn að
skæruliðar hafi ráðizt úr launsátri
á bílalest á aðalþjóðvegi landsins
og mikið mannfall hafi orðið.
Uppreisnarmenn réðust á bíla-
lestina skömmu eftir að hún fór
frá borginni Kandahar til Kabul
og töfðu hana í 12 tíma. Bíla-
lestin var tvo daga að komast á
áfangastað en ferðin tekur venju-
lega sex tíma.
Helztu þjóðvegir hafa orðið
stöðugt ótryggari á undanförnum
mánuðum vegna árása skæruliða.
I
Þjóðarmorð
Francisco Macias Nguema
hlýðir á ákæru um þjóðar-
morð er hann var forseti Mið-
baugs-Guineu þar til fyrr á
þessu ári. Hann var dreginn
fyrir rétt í Malabo, Mið-
baugs-Guineu. Dómsforseti
segir að 70% þjóðarinnar hafi
setið í fangelsi á 11 ára valda-
tima Macias.
Kosningar
í Danmörku
Frá fréttaritara Mbl. í Kaupmannahöfn i gær.
VIÐRÆÐUR Vinstri flokksins og flokks jafnaðarmanna um hásætis-
ræðuna við setningu þingsins 2. október hafa farið út um þúfur og
efnt verður til nýrra þingkosninga i októberlok eða nóvemberbyrjun.
Anker Jörgensen forsætisráð-
herra neitaði að ræða 17 blaðsíðna
uppkast Vinstri flokksins að há-
sætisræðu og hafnaði tillögum
flokksins um bindingu kaupgjalds
og verðlags. Jafnaðarmenn gerðu
kröfu um launaviðræður milli
ríkisstjórnarinnar, vinnuveitenda
og launþega í nóvember og stofnun
tveggja launþegasjóða og eins alls-
herjarsjóðs.
Töf varð á því að kosningar yrðu
boðaðar þar sem landbúnaðarráð-
herra Kína vildi skoða dráttarvélar
og heimsótti Jörgensen sem varð
að bjóða honum til hádegisverðar í
dag. Málsverðinum var ekki hægt
að fresta. Auk þess hafði Margréti
drottningu ekki verið skýrt frá
niðurstöðum úrslitafundar flokk-
anna. En Jörgensen ákvað í dag að
ganga á fund drottningar og síðan
verður efnt til nýrra kosninga.
Rætt hefur verið um að kosn-
ingarnar fari fram 23. október, en
ákvörðun verður ekki tekin um
kosningadaginn fyrr en í nótt.
Stjórnmálamenn eru hræddir við
haustleyfi skólanemenda, sem er
um miðjan október, og að það geti
dregið úr áhuga landsmanna á
kosningunum og þýðingu þeirra.
Því getur farið svo að kosningarnar
fari fram í nóvemberbyrjun.
Starfskona SÞ
tekin í Póllandi
Varsjá, 26. september. Heuter.
PÓLSK dómsyfirvöld staðfestu
í dag, aö ung pólsk kona. Alicja
Wesolowska, sem starfaði hjá
SÞ í New York, hefði verið
handtekin i Varsjá í síðasta
mánuði, ákærð fyrir njósnir i
þágu erlends rikis.
Að sögn SÞ var ungfrú Wesol-
owska handtekin í Póllandi þeg-
ar hún var á leið til Ulan Bator í
Mongolíu, þar sem hún átti að
taka við öðru starfi hjá SÞ.
Starfsmaður SÞ í Varsjá kveðst
hafa heyrt um málið eftir óopin-
berum leiðum, en án þess að SÞ
eða pólsk yfirvöld hafi haft
formlegt samband við sig.
Vinir ungfrú Wesolowska í
New York segja, að pólsk yfir-
völd hafi tekið af henni vega-
bréfið nokkrum dögum áður en
hún var handtekin. Hún fór til
Varsjár til að heimsækja for-
eldra sína.
í New York sagði talsmaður
SÞ, að samtökin fylgdust náið
með málinu.
Sendinefnd Póll-
ands hjá Sþ tilkynnti SÞ um
málið fyrir sex dögum, en ekki
fyrr en skrifstofa SÞ í höfuðborg
Mongolíu hafði spurzt fyrir
hvers vegna ungfrú Wesolowska
væri ekki komin þangað.
Spá samkomulagi
um Rússa á Kúbu
WaHhington, 26. september. Reuter.
LÍKUR bentu til þess í dag að deila
Bandaríkjamanna og Rússa um sovézka
hermenn á Kúbu yrði til lykta leidd.
Carter forseti segir að það verði gert á
viðunandi hátt fyrir bandarísku þjóðina
og málamiðlunar samkomulagi er spáð.
Þótt báðir aðilar virðist einstrengings-
legir lofaði Carter í ræðu að skýra
þjóðinni frá ástandinu innan einnar
viku.
„Við reynum nú eftir diplómat-
ískum leiðum að fá Rússa til að
breyta þessu liði úr bardagasveit-
um,“ sagði Carter. „Ég veit ekki
hvort okkur tekst það. Ef okkur
tekst það ekki gerum við viðeig-
andi ráðstafanir til að breyta
ástandinu. Ég held að þið verðið
ánægðir þegar ég gef skýrslu mína
innan viku.“
Engin skýring fékkst á því hvað
Carter átti við með viðeigandi
ráðstöfunum og ekki var upplýst
hvort hann flytti sjónvarpsávarp.
Carter kvaðst sannfærður um
að sovézkar bardagasveitir væru á
Kúbu þótt Andrei Gromyko utan-
ríkisráðherra neitaði því í gær og
sagði að allskonar tilbúnar ásakanir
hefðu komið fram um dvöl Rússa á
Kúbu. Carter kvaðst vilja koma
Rússum í skilning um að banda-
ríska þjóðin væri einstaklega við-
kvæm fyrir veru sovézkra bar-
dagasveita á Kúbu sem Rússar
notuðu til íhlutunar í öðrum lönd-
um.
Cyrus Vance utanríkisráðherra
ræðir þetta mál við Gromyko.
Málið hefur dregið úr líkum á því
að öldungadeildin samþykki Salt—
samninginn. Andstæðingar hans
segja, að ekki sé hægt að treysta
Rússum til að halda samninginn,
þar sem þeir hafi í frammi blekk-
ingar um hersveitirnar á Kúbu.
Enginn heldur því fram í alvöru
að ástandið líkist hið minnsta
eldflaugadeilunni 1962 þegar
Bandaríkjamenn beittu hafnbanni
til að neyða Rússa til að flytja
kjarnorkueldflaugar sínar frá
Kúbu. Carter sagði í ræðu sinni að
þótt öryggi Bandaríkjanna stafaði
ekki hætta frá sovézku hermönn-
unum væri ástandið óviðunandi
þar sem Kúba væri leppríki og
algerlega háð Sovétríkjunum.
Olga í
Bangui
Banffui, 26. september. Reuter. AP.
ÞRJATÍU og sjö lýbískir hern-
aðarráðunautar, sem voru hand-
teknir í Mið-Afríku-lýðveldinu
eftir byltinguna gegn Bokassa
keisara, voru sendir flugleiðis
heim í dag, en nýi forsetinn,
David Dacko, segir að allt að
400 aðrir libýskir hermenn séu í
felum i Bangui ásamt vopnum
sinum.
Reiðir stúdentar í Bangui mót-
mæltu því í kvöld að Frakkar
kafa íeitað að leyfa Ange Patasse
íyrrverandi forsætisráðherra að
snúa aftur heim úr útlegð í París.
Frakkar segja að honum hafi
verið meinað að fljúga til Bangui
þar sem hann hafi haft á sér
skammbyssu og vegabréf hans
hafi verið ógilt.
Leiðtogar stúdentanna" hótuðu
því að allsherjarverkfall yrði
gert á morgun. Franskir her-
menn lokuðu flugvellinum í
öryggisskyni.
Talsmaður Frakklandsforseta
sagði í París í dag að Frakkar
hefðu ákveðið að hætta við
stuðning sinn við Bokassa og
taka þátt í því að kollvarpa
honum þegar fyrstu fréttir baf-
ust til Parísar um óeirðir í
höfuðborginni í janúar.
Mugabe
vongóður
London. 26. septembcr. Reuter. AP.
SKÆRULIÐALEIÐTOGINN Rob-
ert Mugabe sagði í dag að frið-
samleg lausn væri möguleg á
Rhódesíu-ráðstefnunni. Þetta er í
fyrsta sinn sem skæruliðar hafa
látið í ljós bjartsýni á ráðsteín-
unni síðan hún hófst.
„Ég er bjartsýnn að sumu leyti,
en ég held ég verði bjartsýnni
þegar við förum að ræða um
bráðabirgðafyrirkomulag," sagði
Mugabe.
En fundarmenn vara við of
mikilli bjartsýni á þessu stigi og
leggja áherzlu á að harka muni
færast í leikinn þegar umræður
hefjast um yfirráð yfir hernum í
tímanum áður en þingkosningar
fara fram.
Fulltrúi í sendinefnd Abel Muz-
orewas biskups sagði aft ef Bretar
reyndu að taka við stjórn oryggis-
sveitanna eða setja svarta her-
menn þeirra i þjóðarher þar sem
skæruliðar yrðu alls ráðandi yrði
stjórn Zimbabwe Rhódesíu þess
albúin að hætta þátttöku sinni á
ráðstefnunni.