Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 21 ,,Ég hef ekki brugðist á örlagastundu’ ’ New York, 26. september. AP — Reuter. JIMMY CARTER, forseti Bandaríkjanna. gagnrýndi Edward Kennedy, helsta keppinaut sinn um framboð demókrata til forsetakosninganna, í Queens í New York í gærkvöldi. Það var í fyrsta sinn sem Carter gagnrýnir Kennedy beinum orðum. „Ég er fylgjandi almannatryggingum, þær höfum við ekki. Kennedy hefur setið á þingi í 16 ár og almannatryggingar hafa verið eitt helsta áhugamál hans. Honum hefur ekki einu sinni tekist að koma þessu hjartans máli sínu úr undirnefnd,“ sagði Carter. Þessi yfirlýsing þykir benda ótvírætt til að Carter líti á Edward Kennedy sem helsta keppinaut sinn um framboð demókrata til forsetaembættis- ins. Hann hefur einnig sagt að hann hyggist ekki leggja árar í bát, þótt vinsældir hans meðal þjóðarinnar hafi verið litlar. Þrátt fyrir að Jody Powell, blaðafulltrúi forsetans, hafi sagt að Chappaquiddickslysið yrði ekki dregið inn í kosningabarátt- una, þá dró Carter slysið fram í annað sinn á fimm dögum, þó óbeint hafi verið. „Ég hef ekki brugðist á örlagastundu,“ sagði Carter í Queens. Það fór ekki á milli mála að Carter var þar að vitna til slyssins í Chappaquid- dická fyrir tíu árum. „Ég tel að slysið við Chappa- quiddick verði ekki dregið inn í kosningabaráttuna," sagði Kennedy þegar hann var spurður álits á ummælum Carter. „Stóru mál kosninganna verða efna- hagsmálin, hin mikla verðbólga í landinu, atvinnuleysi og orku- málin," bætti hann við. Þegar fréttamenn knúðu á um frekari svör varðandi ummæli Carters sagði hann: „Fólk getur dregið þær ályktanir, sem það kýs.“ Larry Pressler, öldungadeild- arþingmaður repúblikana fyrir Suður-Dakota, lýsti því yfir í Washington í dag, að hann myndi sækjast eftir útnefningu repú- blikana til forsetaframboðs. Hann sagðist gera sér grein fyrir að möguleikar hans væru ekki miklir. Hann er sjöundi repúblik- aninn, sem lýsir yfir framboði sínu. Hinir eru John Anderson og Philip Crane, fulltrúadeildar- menn frá Illinois, George Bush, fyrrum yfirmaður CIA, John Connally, fyrrum ríkisstjóri í Texas, Robert Dole, öldunga- deildarþingmaður frá Kansas og Benjamin Fernandez, kaupsýslu- maður frá Los Angeles. Einn af forstjórum FIAT, Guiglieno, liggur í blóði sínu á götu í Tórínó. Skotinn í hnén Ögnaröldinni linnir ekki á Ítalíu I’adua. 26. aeptember. AP, Reuter PRÓFESSOR við háskólann í Padua, Angelo Ventura, var í dag skotinn í hnén af tilræðis- manni, sem komst undan. Hann er fjórði prófessorinn, sem ráð- ist hefur verið á það sem af er árinu. Árásin á Ventura kemur i kjölfar blóðugra átaka á Ítalíu undanfarna daga. Á föstudag var einn af forstjórum FIAT, Carlo Chiglieno, skotinn til bana i Tórinó af skæruliðahópi, sem kallar sig „Baráttufylkinguna“. Á mánudag kom til blóðugra átaka í Róm. Lögreglan náði þá einum helsta leiðtoga Rauðu herdeildarinnar, Prospero Gall- inari. Hann særðist lífshættu- lega er hann varð fyrir byssukúl- um lögreglunnar. Litið er á töku Gallinaris sem verulegt áfall fyrir Rauðu herdeildina. í skot- bardaganum í Róm særðist lög- reglumaður. Dómari var skotinn til bana í gær ásamt lífverði sínum á Sikiley. Þá kom einnig til skot- bardaga í gær í Mílanó. Þar beið Fransesco Guzzardi bana en lögreglan telur að morð hans standi í sambandi við innbyrðis erjur í Mafíunni. Guzzardi var einn helsti samstarfsmaður Mafíuleiðtogans Luciano Liggio. Vinstrisinnar í mótmælagöngu í San Salvador. Fjórir biðu bana í skothríð hermanna San Salvador, 26. september. AP. VINSTRISINNAÐIR skæruliðar réðust á þjóðarhöllina í San Salvador i dag. Þeir skutu að höllinni úr vélbyssum og beittu ikveikjusprengjum. Hermenn svöruðu skothríðinni með þvi að skjóta að fólki, sem var að sinna erindum i miðborginni. Mikil skelfing greip um sig og þegar skothrið hermanna stjórnarinn- ar linnti lágu fjórir i valnum og 12 höfðu særst. Að sögn sjónar- votta kom skothriðin ekki úr mannþrönginni og virðist ein- hver skelfing hafa gripið um sig meðal hermannanna. Skothríðin í miðborg San Salva- dor átti sér stað daginn áður en vinstrisinnar hugðust fara í mót- mælagöngu til vinnumálaráðu- neytisins en um 300 vinstrisinnar hafa haldið því frá því í siðustu viku. Tilraunir lögreglu til að flæma fólkið á braut með táragasi hafa ekki borið árangur. Varnar- málaráðherra landsins sagði að hermenn hefðu horfið frá ráðu- neytinu og stjórnin hefur beðið Rauða krossin að miðla málum. Eitt elsta dagblað Kanada gjaldþrota Montreal, 25. september. Reuter. „THE MONTREAL Star“ hætti að koma á göturnar í dag í Montreal vegna mik- ilia fjárhagsörðugleika. Stjórn blaðsins sagði ástæð- urnar tvíþættar, annars veg- ar 8 mánaða verkfall, sem lauk í byrjun árs, og hins vegar, að ekki væri markað- ur fyrir tvö enskumælandi blöð í frönskumælandi Que- bec. „Staðreyndin er, að ekki er lengur markaður fyrir tvö blöð í Montreal. íbúar Montreals hafa valið „The Gazette“ sagði formaður stjórnar blaðsins þegar til- kynnt var um stöðvun út- gáfu „The Star“. Blaðið var daglega gefið út í 160 þúsund eintaka og helgarútgáfan var prentuð í 220 þúsund eintaka. En verk- föll og minnkandi útbreiðsla ollu miklu rekstrartapi, að- eins þremur árum eftir að blaðið hafði verið rekið með methagnaði, 5.7 milljónum kanadískra dollara. „The Star“ hafði verið gefið út í 111 ár. Blaðið tapaði 7 mill- jónum dollara í verkfallinu og eftir að blaðið kom út á nýjan leik í febrúar hefur tapið numið 10 milljónum dollara, eða á fjórða milljarð íslenskra króna. Þetta gerðist 2 7. septem ber 1970 — Hussein konungur, Arafat og leiðtogar 10 Arabaríkja hittast í Kaíró og undirrita samning um frið í Jórdaníu. 1969 — Stjórnin í Prag segir af sér og hreinsanir hefjast. 1%8 — Frakkar koma í veg fyrir inngöngu Breta í EBE. 1%4 — Birt skýrsla Warren— nefndarinnar um að Lee Harvey Oswald hafi verið einn að verki þegar hann myrti Kennedy. 1%2 — Herbylting í Jemen. 1953 — Japanir stofna varnarlið. 1940 — Misheppnuð árás Breta og Frjálsra Frakka á Dakar. 1939 — Varsjá gefst upp. 1938 — Brezki sjóherinn kvaddur út=Þjóðabandalagið fordæmir Jap- ani fyrir árás á Kína=„Queen Eliza- beth“ hleypt af stokkunum. 1923 — Herlög í Þýzkalandi. 1922 — Konstantín Grikkjakon- ungur leggur niður völd. 1914 — Rússar sækja yfir Karp- atafjöll og gera innrás í Ungverja- land=Duala, Kamerún, gefst upp fyrir Bretum og Frökkum. 1854 — Gufuskipið „Arctic" sekkur með 300 manns í fyrsta stórslysi farþegaskips á Atlantshafi. 1829 — Fjallið Ararat klifið í fyrsta sinn. 1825 — George Stephenson ekur fyrstu farþegalestinni á Englandi. 1818 — Ráðstefnan í Aachen um stríðsskaðabætur Frakka hefst. 1779 — John Adams falið að semja frið við Breta. 1601 — Lið 3.000 Spánverja ræðst í land við Kindale, írlandi. 1540 — Páll páfi staðfestir stofnun Jesúíta-reglunnar. Afmæli. Loðvík XIII Frakkakon- ungur (1601—1643)=Samuel Ad- ams, bandarískur stjórnmálaleið- togi (1722-1803). Andlát. Adelina Patti, söngkona, 1919. Innlent. Þórður Andrésson höggv- inn í Þrándarholti að undirlagi Gizurar jarls (skiptum Haukdæla og Oddaverja lýkur) 1264=Alþingi kvatt saman til fundar 1. júlí næsta ár 1843=f. Þorsteinn Erlings- son 1858=Jónas Guðlaugsson 1887=- Bríet Bjarnhéðinsdóttir 1856=Línu- veiðarinn „Jarlinn" talinn af 1941=- Minnisvarði Þorsteins Erlingsson- ar í Hlíðarendakoti afhjúpaður 1958=íslendingar hóta að slíta stjórnmálasambandi við Breta 1973=f. Sigtr. pr. Guðlaugsson 1862. Orð dagsins. Siðferðileg vandlæt- ing er afbrýðisemi með geislabaug — H. G. Wejls, enskur rithöfundur (1866-1946).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.