Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 3
Bíómið- inn í 900 krónur RÍKISSTJÓRNIN hefur stað- fest samþykkt vcrðlagsnefnd- ar um hækkað verð á að- göngumiðum kvikmyndahúsa og hefur hið nýja verð þegar tekið gildi. Aðgöngumiðinn hækkar úr 700 í 900 krónur en verð barnamiða hækkar úr 350 í 450 krónur. Er hækkunin 28,6%. Astæður hækkunarinnar eru fyrst og fremst aukinn launa- kostnaður og gengissig að und- anförnu. Besti sfld- veiðidagur á vertíðinni ALLS bárust á land á Höfn i Hornafirði i gær nær 5400 tunn- ur af síld og er þetta mesti afli, sem komið hefur á land á einum degi frá þvi að reknetaveiðarnar hófust í sumar. Besta veiðidaginn i fyrra komu á land á Höfn 4700 tunnur. Það voru tæplega 30 skip, sem komu með þennan afla að landi. Sildin er söltuð hjá Fiskimjölsverksmiðjunni á Höfn, sem tók í gær við um 2400 tunnum og Söltunarstöðinni Stemmu, sem tók á móti um 2000 tunnum. Afgangurinn, um 1000 tunnur, voru frystar hjá Frysti- húsinu á Höfn. Þess má geta að fyrir miðvikudag hafði Stemma tekið við rúmlega 3000 tunnum. Sveik út tœpar þrjár milljónir TÆPLEGA þrítugur maður situr nú í gæzlu- varðhaldi í Reykjavík vegna þjófnaða, inn- brota og skjalafals, en á þessu ári hefur maður- inn verið kærður ellefu sinnum fyrir slík brot. Á árinu hefur maðurinn falsað ávísanir fyrir rúmlega tvær milljónir króna, stolið 60 þúsund krónum í peningum og náð um 700 þúsund krónum út úr bankabókum, sem hann stal. Þegar maðurinn var gripinn síðast fundust á honum ávísan- ir að upphæð 619 þúsund krón- ur, sem hann var búinn að falsa en átti eftir að leysa út. Maðurinn var úrskurðaður í gæzluvarðhald 30. júní s.l. og sat hann inni til 29. ágúst, er honum var sleppt. Hann tók strax upp fyrri iðju og 8. september var hann úrskurð- aður á ný í gæzluvarðhald til 5. desember en það var svo stytt í Hæstarétti til 7. nóvember. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 ■ VERKSMIDJU SAMBANDSVERKSMIÐJANNA SÝNINGAHÖLUNNIBÍLDSHÖFDA 27. SEFT,-6.0KT. FRA GEFJUN Ullarteppi Teppabútar Áklæöi Gluggatjöld Buxnaefni Kjólaefni Ullarefni Sængurveraefni Garn Loöband Lopi o.m.fl. FRA FATAV.SM HEKLU Dömu-, herra- og barnafatnaöur FRA SKOVERK.SM IÐUNNI Karlm. skór Kvenskór Kventöfflur Unglingaskór FRA INN- FLUTNINGSDEILD Vefnaöarvörur Búsáhöld Leikföng FRA HETTI OG SKINNU Mokka jakkar Mokka húfur Mokka lúffur Strætisvagnaferðir frá Hlemmi með k leið 10 FRA LAGER Tískuvörur úr ull Peysur Fóöraöir jakkar Prjónakápur Pils Vesti Ofnar slár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.