Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979
11
4.500 kr. á tímann, eða þriðjungi
minna.
Ein af skyldum bæjarstjórnar í
byrjun hvers kjörtímabils, er að
ákveða eigin laun, hvort sem
menn eru almennt sammála þeim
vinnubrögðum eða ekki, þá er
málum svo háttað. Bæjarstjórn
ákvað launaviðmiðun sína 20.
launaflokk í samningum BSRB og
eru öll laun hinna kjörnu fulltrúa
í bæjarstjórn, bæjarráði og öðrum
nefndum bæjarstjórnar ákveðið
hlutfall af þessum launaflokki. Af
því leiðir einnig, að laun fyrir
ýmis konar aukastörf, sem bæj-
arfulltrúar takast á hendur fyrir
bæjarstjórn hljóta að verða að
miðast við yfirvinnu í þessum
viðmiðunar launaflokki og á þar
eitt yfir alla bæjarfulltrúa að
ganga, án tillits til menntunar
þeirra og starfa í þjóðfélaginu.
Sem bæjarfulltrúar í störfum
fyrir bæjarstjórn eru þeir jafn-
ingjar. Bæjarfulltrúar hafa boðið
sig fram til þessara starfa af
fúsum og frjálsum vilja, meira að
segja sótzt eftir því, og með kjöri
sínu tekið á sig skyldur.
Til fróðleiks er rétt að geta þess,
að yfirvinna í 20. launaflokki var í
marz s.l. 3.450 kr. og í júlí 3.881 kr.
en þá krafðist Ásmundur 6 og 7
þúsund kr. sér til handa.
Á bæjarstjórnarfundinum 14.
þ.m. urðu snarpar umræður og
deilur um þessi mál. Oddviti
þeirra Alþýðubandalagsmanna,
Björn Ólafsson, núverandi for-
maður bæjarráðs, varði þessar
launagreiðslur til Ásmundar af
miklum ákafa. Rök hans voru
ákaflega léttvæg og komu þessu
máli raunar ekkert við. hann hélt
því fram, að Ásmundur þyrfti að
greiða svo og svo mikið í lífeyrissj-
óð verkfræðinga o.s.frv. og hann
ætti eiginlega ekki eftir nema
rúman helming þegar því væri
lokið. Aumingja Ásmundur,
kannski greiðir hann stóra tíund á
vissa staði, og verður því að krefja
bæjarsjóð Kópavogs um meira en
aðrir.
Kjarni málsins er einfaldlega
sá, eins og getið er að framan, að
fyrir störf bæjarfulltrúa í þágu
bæjarstjórnar Kópavogs hlýtur að
gilda ein regla fyrir þá alla ellefu,
og aðrar vangaveltur um þetta
koma málinu ekkert við, þó
kommarnir vilji láta annað gilda
fyrir sjálfa sig en aðra. Þetta er
meginregla, sem óhæfa er að
brotin sé í skjóli meirihlutavalds.
Annars er ekkert undarlegt, að
Björn Ólafsson reyndi að verja
þessar gerðir, um leið var hann að
verja sjálfan sig. Þetta er einfaldl-
ega ekki í fyrsta sinn, sem komm-
ar eru kröfuharðir fyrir sjálfa sig
í tíð núverandi vinstri meirihluta í
Kópavogi. Á s.l. hausti ákvað þessi
meirihluti, að Björn Ólafsson og
bæjarstjóri, færu í læri hjá Dön-
um, til að sjá hvernig þeir rækju
sveitarfélög. Að sjálfsögðu var
allur ferðakostnaður greiddur af
bæjarsjóði og í fyllingu tímans
gerði Björn reikning fyrir vinnu
sína í ferðalaginu, auðvitað
verkfræðingslaun, og þegar ég o.fl.
gagnrýndum þetta kaup, þar sem
það væri brot á gildandi meignr-
eglu, svaraði Björn með nokkrum
hroka, að við mættum þakka fyrir,
að hann krefðist ekki taxta út-
seldrar vinnu frá verkfræðistofu,
sem væri ennþá hærri.
Það er heldur ekki langt að
minnast þess, að eitt af fyrstu
verkum vinstri meirihluta í fyrra
sumar var að hækka kaun for-
manns bæjarráðs, Björns Ólafss-
onar, um 50%, en áður hafi
formaður hlotið sömu laun og
aðrir bæjarráðsmenn.
Á þessum bæjarstórnarfundi,
þegar launamálin voru til um-
ræðu, gekk nú loks fram af
krötum og gagnrýndu þeir félaga
sína harðlega, það mega þeir eiga.
Annar bæjarfulltrúi þeirra kallaði
þetta sóðaskap en hinn siðleysi,
enda ekki langt að sækja orðin til
guðföður þeirra yngri krata, svo
töm, sem þau voru honum fyrir
stuttu.
Þriðji hluti þrístirnisins, Fram-
sóknarmenn, þögðu hinsvegar
þunnu hljóði í þessum umræðum.
Nýir stjórnarhættir:
í dagblöðunum 22. ág. s.l. augl-
ýsti bæjarverkfræðingur Kópa-
vgos útboð á gatnagerð og lag-
ningu holræsa í austasta hluta
Nýbýlavegar og lagningu bráðab-
irgðavegar að gatnamótum Reykj-
anesbrautar. Við venjulegar að-
stæður væri ekkert nema gott eitt
að segja um þessi vinnubrögð, að
bjóða út ákveðið verk. Hins vegar
kom það í ljós, er ég spurði á fundi
bæjarráðs 28. ág. s.l. hvar og
hvenær þetta útboð hafði verið
ákveðið, að það hafði alveg iáðst
að bera ákvörðun um þessar fram-
kvæmdir, tímasetningu þeirra og
fjárveitingu til þeirra undir bæj-
arráð og bæjarstjórn. Sú breyting
á gatnakerfi er felst í lagningu
bráðabirgðavegar hafi heldur ekki
verið lögð fyrir skipulagsnefnd,
bæjarráð eða einn eða neinn.
Auðvitað ræður meirihluti á
hverjum tíma, en þarna voru
brotnar allar reglur um opinbera
stjórnsýslu og lýðræði. Minnihluti
hefur einnig réttindi, að fá að
fylgjast með gangi mála og segja
álit sitt á þeim og taka þátt í
afgreiðslu þeirra. Meirihluti á að
ráða, rétt minnihluta má heldur
ekki fyrir borð bera, það er aðall
lýðræðis. Hafi embættismenn
þarna ráðið einir ferðinni, þá hafa
þeir tekið sér vald til ákvarðana,
sem aðeins á að vera i höndum
kjörinna fulltrúa, en allt er þetta
á ábyrgð starfandi meirihluta.
Á bæjarráðsfundinum, þegar ég
hafði spurt um þessi vinnubrögð
og vítt þau, röknuðu meirihluta-
menn við sér og töldu nauðsynlegt
að staðfesta útboð bæjarverkfræð-
ings á þessu verki.
Þannig eru verk þessa meiri-
hluta á mörgum sviðum, meiri og
meiri einræðiskenndar verður
vart og hann telur sig ekki þurfa
að fara að lýðræðisreglum nema
þegar honum þóknast. Mál eru
bara staðfest síðar eftir dúk og
disk, nema kannski þau, sem
aldrei sjá dagsins ljós.
óþverradeilur og hann sakaöi
meðal annars aöra þeirra um aö
vera njósnara alþjóölegrar leyni-
þjónustu.
Áriö 1977 handtók Bokassa tvo
bandaríska fréttamenn og annar
þeirra var barinn og sat í fangelsi í
30 daga, þar sem Bokassa grunaöi
hann um aö vera suöur-afrískan
útsendara.
Ekki vinalaus
Bokassa var ekki vinalaus. Hon-
um og Frökkum virðist hafa komiö
vel saman. Hann átti líka gott
samband viö Amin og Mobutu,
forseta grannríkisins Zaire.
Þótt Bokassa neitaöi því sjálfur
töldu margir sérfræðingar að fé til
aö minnsta kosti hluta fram-
kvæmda, sem unniö var aö í
Bangui, kæmi frá Suöur-Afríku,
sem hann viröist hafa haft gott
samband viö. Áriö 1971 lýsti hann
því yfir, aö hann heföi ákveðiö aö
viöurkenna Suöur-Afríku sem ríki
og samband ríkisstjórna landanna
varö nánara.
Annar velgeröarmaöur hans var
Gaddafi ofursti, þjóöarleiötogi Lí-
býu, sem var álíka sérvitur og
hann. Áriö 1976 lagði Bokassa
niöur kaþólska trú, tók í þess staö
upp múhameöstrú og tók sér
múhameöskt nafn. En einum mán-
uöi síöar var aftur farið aö kalla
hann Jean Bedel í opinberum
tilkynningum. Engin skýring var
gefin á þessu, en gert var ráö fyrir
aö Bokassa vildi láta krýna sig í
dómkirkjunni í Bangui, en ekki í
bænahúsi múhameöstrúarmanna,
sem er lágreistara.
Franskar eignir
Fjárhagsástand hefur aldrei ver-
Ið gott í Miö-Afríku og þaö hríö-
versnaði í valdatíö Bokassa. Keis-
arinn notaöi þó ríkisfjárhirzluna til
aö kaupa nokkra kastala í Frakk-
landi, glæsilegt veitingahús í Suö-
ur-Frakklandi og nokkrar aörar
eignir. „Þjóö minni stendur á
sama,“ sagöi hann fyrr á þessu ári.
„Hún vill aö þeirra eigin keisari líti
út eins og keisari."
í valdatíö Bokassa voru tekjur á
mann um 60 pund á ári. Vegir voru
fáir, engin járnbraut og ólæsi 80%.
Ungbarnadauöi er svo mikill aö
eitt barn af hverjum fimm deyr
áöur en þaö nær eins árs aldri.
David Dacko
Bokassa hélt því hins vegar
fram, aö hann væri barngóöur.
Eftlr ásakanirnar um fjöldamorðin
sagöi hann á blaöamannafundi í
grannlandinu Rwanda, aö hann
væri „góöur faöir, sem gæti aldrei
drepiö börn“. Hann sagöi, aö
fólkiö í landi hans talaöi hlýlega um
hann og kallaöi hann „Papa Bok“
vegna ástar hans á börnum.
Níu konur
Keisarinn sagöi líka, aö hann
væri „góöur kaþólikki“. Hann var
sagöur eiga allt aö níu eiginkonur.
Hann hefur tvívegis tekiö upp
múhameöstrú og horfiö síöan aftur
til kaþólskrar trúar.
Hann fæddist á fátæku heimili í
hitabeltisfrumskóginum áriö 1921.
Móðir hans dó þegar hann var sex
ára gamall. Bokassa fékk lág-
marksskólagöngu í frönskum trú-
boösskólum, þar sem hann vonaði
eitt sinn aö hann gæti lært til
prests. Síðari heimsstyrjöldin
breytti því. Bokassa var liöþjálfi í
franska nýlenduhernum og hlaut
tvö heiöursmerki fyrir hetjulega
framgöngu. Hann varö fyrsti her-
ráösforseti landsins.
Þeir sem hafa kynnzt Bokassa
segja, aö hann sé þægilegur í
umgengni og ágætlega greindur,
skapbráður og leikaraiegur. Þeir
segja, aö Bokassa hafi gerzt stöö-
ugt þunglyndari á síðari árum
vegna þess aö hann var hvorki
virtur né tekinn alvarlega af um-
heiminum.
Þó nokkrar tilraunir voru geröar
til aö ráöa Bokassa af dögum á
valdaferli hans en hann fékk ekki
svo mikið sem skrámu. Hann var
ásamt Amin og Francisco Macias
Nguema, forseta Miö-
baugs-Guineu, illræmdasti ein-
ræöisherra Afríku. Nú hefur þeim
öllum veriö steypt af stóli.
Hataður
Eftir fall Amins varð Bokassa
hataöasti maöur álfunnar og útlag-
ar fóru aö fylkja liöi gegn honum.
Krýningin haföi gert hann aö aö-
hlátursefni alls heimsins og eftir
fjöldamoröin var álit hans í algeru
lágmarki innanlands sem utan.
Frakkar bundu enda á aöstoö sína
og Bandaríkjamenn fóru aö dæmi
þeirra.
Bokassa var fordæmdur um alla
Afríku fyrir barnamoröin þegar
Macias Nguema var kollvarpaö á
eftir Amin. Amin og Bokassa voru
líkir um margt. Áöur en Bokassa
varö keisari klæddist hann her-
mannajakka af sérstakri lengd svo
aö öli heiöursmerki hans kæmust
fyrir á honum. Amin haföi ná-
kvæmlega sams konar áhuga á
heiöursmerkjum.
Afstaöa þeirra til andstæöinga
sinna og miskunnarleysi þeirra
gagnvart þeim var nánast eins. En
aö sumu leyti var Bokassa jafnvel
ennþá hlægilegri en Amin.
STILL—L0NGS
ULLARNÆRFÖT
Nælonstyrkt
Dökkblá fyrir börn
og fulloröna
S0KKAR
meö tvöföldum botni
S0KKAHLÍFAR
KULDAFATNAÐUR
VINNUFATNAÐUR
REGNFATNAÐUR
SJ0FATNAÐUR
VINNUHANZKAR
KL0SSAR
GÚMMÍSTÍGVÉL
^£addirL
SMÍÐAJÁRNS-
LAMPAR
B0RÐLAMPAR
VEGGLAMPAR
0LÍU0FNAR
GASLUKTIR
OLÍUHANDLUKTIR
0LÍLAMPAR
10“, 15“, 20“.
VASALJÓS
Fjölbreytt úrval
HANDLUKTIR
meö rafhlööum
\4lor
0LÍU0FNAR
meö rafkveikju
•
ARINSETT
VIÐARKÖRFUR
TIL
SÍLDARSÖLTUNAR:
Síldarháfar
Tunnutrillur
Díxlar
Drifholt
Síukrókar
Lyftikrókar
Botnajárn
Laggajárn
Tunnustingir
Tunnuhakar
Merkiblek
Pækimælar
Gjaröahnoö
Plastkörfur
Síldarhnífar
Stálbrýni
Skiftilyklar
Rörtengur
Boltaklippur
Blikkklippur
Skæri, allskonar
Skrúfjárn
Sporjárn
Skrúfuþvingur
Stjörnulyklar
Topplyklar
Járnsagir
Trósagir
Klaufhamrar
Hallamál
Járn og tréborar
Stórviöasagir
Borsveifar
TENGUR
Fjölbreytt úrval
Skaraxir
Múraxir
ísaxir
Smergelhjól
Verkfærabrýni
MÚRARAVERKFÆRI
Múrskeiöar
Múrbretti
Múrhamrar
Múrfilt
Stálsteinar
fEEBÖ
VÍR- 0G B0LTAKLIPP-
UR
•
GÚMÍSLÖNGUR
L0FTSLÖNGUR
PLASTSLÖNGUR
m/nælon ívafi og án
•
VÆNGJADÆLUR
BATADÆLUR
GÚMMÍM0TTUR
ÚTIDYRAMOTTUR
BÍLDRATTARTOG
•
TVISTUR
í 25 kg böllum
•
SKÖFT
Fjölbreytt úrval
Ananaustum
SÍMI 28855.