Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 27 innlend og erlend lög fyrir próf- dómara. Mér var vísað inn í stóran sal þar sem í einu horninu var flygiil og undirleikari sem ég hafði ekki áður séð. I öðru horni sat roskinn karlmaður. Eftir að ég hafði sungið sagði þessi góðlátlegi maður: „Þér náið inngöngu. Hvaða fallega íslenska lag sunguð þér?“ Ég söng „Heimi" eftir Sigvalda Kaldalóns. Þegar ég frétti eftir á, að maðurinn var gagnrýnandi Metropolitanóperunnar í New York, hrósaði ég happi að hafa ekki fregnað það fyrr. Að loknu þessu skyndinámi í heimsborginni fékk ég svohljóðandi meðmæli frá kennslukonu minni: „Ungfrú Anna Þórhallsdóttir naut tilsagn- ar hjá mér í Juilliard-skólanum í New York-borg, 1945—1946. Anna Þórhallsdóttir hefir hrífandi fagra mezzosópranrödd. Hún var iðin og samviskusöm við námið og var ánægjulegt að kenna henni." Undirskrift: Mme Belle Julie Soudant. „Var þetta allt dans á rósum?" „Nei, brátt komu vonbrigðin. Eftir heimkomuna auglýsti ég söngskemmtun í „Gamla Bíói“. Einn besti undirleikari sem ég hefi kynnst, dr. Urbancic, æfði með mér ljóðalög og aríur. Söngskráin var mjög falleg. Þess- um konsert varð ég að aflýsa vegna ónógrar þátttöku. Kannski hefi ég ekki auglýst nóg. Ég fór ekki út í það ævintýri að auglýsa sjálfstæða söngskemmtun fyrr en löngu seinna, en það var í Bíóhöll- inni á Akranesi. Það var mjög gaman að syngja í þeirri höll. Anna Péturss píanóleikari aðstoð- aði og lék mjög vel undir sönginn. Hinn 23. marz 1948 auglýsti ég kirkjutónleika í Laugarneskirkju. Páll Kr. Pálsson, orgelleikari, var undirleikari og lék verk á orgelið. Þessir tónleikar fengu ágæta dóma. Stundum hefi ég verið spurð hvar ég syngi oftast. Þessu svara ég þannig: „Hingað og þangað“. Ég hefi sungið í félags- heimilum, heilsuhælum, elliheim- ilum og spítölum, svo nokkuð sé nefnt. Ég söng eitt sinn fyrir Blaðamannafélag Islands í veislu- salnum á neðstu hæð Oddfellow- félagsins. Mér var vísað að gesta- borði. Þar sátu leikkonurnar Soffía Guðlaugsdottir og Gerd Grieg. Þetta voru skemmtilegir sessunautar. Þær sögðu að ég hefði sungið vel „Draumaland" Sigfúsar Einarssonar. „Þeim yrði stýrt út í hafsaugau Það var ógleymanlegur atburð- ur þegar ég söng og lék á langspil- ið í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina. Ráðherra- og sendi- herrafrúr höfðu margar ekki séð þjóðarhljóðfæri íslendinga áður. Ef til vill væri gaman fyrir mennina þeirra að kynnast þess- um þjóðargrip, sem forfeður okkar léku á í 3 til 4 aldir. Ef ég léki þarna aftur gæti ég komið því að sem mér liggur á hjarta: Gamla tveggja strengja fiðlan er óend- urvakin." „Söngferill þinn hefur legið um margar kirkjur." „Eg hef sungið í alls þrjátíu kirkjum innlendum og útlendum. Þrjár þeirra eru í Ameríku. Tvær mjög stórar, önnur baptistakirkja, hin methódistakirkja. Ég var í kór Lútersku kirkjunnar í Atlanta, Georgia, nokkra mánuði. Á þess- um tíma var kirkjuráðstefna þar í borg. Eitt sinn komu margir biskupar í kirkjuna. Skömmu síðar fengum við viðurkenn- ingarskjal frá ráðstefnunni þar sem sagt var, að músikin í kirkj- unni hefði verið undur fögur. Þetta þótti mikill heiður. í þessum þremur kirkjum söng ég einsöng á íslensku. Eftir reynslu minni finnst mér kirkjutónlist hágöfug. Söngurinn göfgar og eflir kristilegt hugarfar. Trú mín er þessi: Ég trúi á Allsherjar drottin og ber lotningu fyrir kristinni trú. Ég álít að siðakenningar hennar séu nauð- synlegar hverjum manni. Huldir heimar virðast mér vera nærri okkar veröld og duldir kraftar fela í sér ómælanlega orku. Hugarorku ættu menn að beita til góðs. Það var til góðs fyrir Islendinga þegar landhelgisdeilan leystist. Notuðu menn ekki þessa orku til sjós og lands? Af því ættu erlendar þjóðir að læra, ef einhver fer aftur að reyna að ásælast land eða land- grunn. Þeim yrði stýrt beint út í hafsauga." „Þekki tunglf jöllin mín á nýju tunglkortunum“ „Þú hefur lent í mörgum ævin- týrum í hversdagsþrasinu." „Mér finnst stundum að mér sé ýtt áfram til að gera ýmsa hluti. T.d. þegar ég var að fást við leit að langspilinu í öðru landi. Þegar ég tók sólmyrkvamyndir mínar sem ég álít að séu hinar fegurstu en jafnframt hinar ótrúlegustu. Hvers vegna er mér gefið tækifæri öðrum fremur að horfa frá Aust- urstræti í Reykjavík á fjöll á tunglinu? Ég festi á filmu eitt LjÓMm. Anna l>órhallsdóttir þeirra sem var langstærst, síðan sá ég röð af tindum, sem allir vísuðu niður. Öll voru fjöllin eins og fest á ósýnilegan þráð og sveifluðust um sem örskot Jíkt og strokið væri eftir hnetti. Ég tók átta myndir af þessu fyrirbæri 30. júní 1954 í heiðskíru veðri á hádegi um kl. 12,30. Það var almyrkvi við suðurströnd Islands. Vísindamenn geta ekki útskýrt þær og telja þær sennilega hafa lítið visindalegt gildi. Samt hefir ein stjörnurannsóknastöð, „John Bradley observatory", Atlanta, Georgia, eignast þrjár þeirra og hefir útstillingu á þeim meðal annarra, sem hafa verið teknar af geimnum og eru taldar óskýran- legar. Á ljósmyndir í fjöl- skyldualbúmi þjóðanna í „Museum of Modern Art“, New York, eru einig þrjár af sól- myrkva-myndum mínum. Hinn frægi ljósmyndari, Edward Steichen, pantaði myndirnar. Hann safnaði myndum á farand- sýninguna, „Fjölskylda þjóðanna". Að síðustu nefni ég Richard Lip- pold, hann er einn frægasti myndhöggvari Bandaríkjanna. Hann sá póstkort sem ég hafði gefið út af þessum myndum og óskaði eftir öllum sem ég hafði tekið á sama tíma. Hann hefir þær uppstilltar í vinnustofu sinni. Þessi maður hefir gert hina und- urfögru mynd sem höggin er í gullvír og heitir „Sólin". Hún hangir . í lofti á stórum sal í Metropolitan-safninu í New York. Þarna snýst „Sólin“ hans og koma þá fram sömu geislamyndanir og myndir mínar sýna. Eitt sinn þegar ég var í New York bauð þessi listamaður mér í hádegis- verð. Þar sagði hann að engu væri líkara en að hann hefði haft myndir mínar að fyrirmynd, en hann sá þær ekki fyrr en verkinu var fulllokið. Eg tók fyrstu mynd- ina í Bankastræti en hinar sjö í Austurstræti í Reykjavík. Auk póstkortaútgáfunnar hefi ég gefið út eina bók og eina hljómplötu. Bókin sem ég gaf út og ritaði er sem kunnugt er „Brautryðjendur á Höfn í Horna- firði". Hún er heimildarit um foreldra mína, Þórhall Daníeisson og Ingibjörgu Friðgeirsdóttur. Hún fjallar einnig um uppbygg- ingu Hafnar og um margt fleira sem telja má fróðlegt. Bókin er 237 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda, þeirra á meðal margar teknar af mér. íslenzk þjóðlög fyrir heimsmarkað Hljómplatan sem ég gaf út á eigin kostnað er söguleg að því leyti að hún er fyrsta hæggenga (L.P.) platan sem gefin hefir verið út með eingöngu íslenskum lögum og ber alþjóðlegt hljómplötu- merki, þ.e. „His Masters Voice“. Platan heitir „12 íslensk sönglög" og hefir verið nefnd Sjómanna- platan sökum þess að sönglögin voru valin þannig að þau eru flest til heiðurs sjómönnum. Gísli Magnússon, píanóleikari, annast undirleikinn. Hann er sem vitað er einn fremsti píanóleikari landsins. Við hljóðrituðum plötuna í upp- tökusal His Masters Voice í Kaup- mannahöfn. Hún kom á markað- inn árið 1960. Því miður hefir hún verið ófá- anleg um lengri tíma sökum þess að ég hefi ekki getað séð um endurútgáfu á henni vegna annríkis við annað verkefni og fjárskorts. Þegar ég sýndi þessa plötu dr. Páli ísólfssyni, sem þá var yfirmaður tónlistardeildar- innar, var hann óviss um að hægt væri að spila svona plötu með þeim tækjum sem þar voru í deildinni. Hvort það var nálin eða eitthvað annað, þá skófst fyrsta platan upp og sama hafði verið með hæggenga plötu sem Carl Fisher-hljómplötufyrirtækið, New York, tók upp árið 1945. Þessa hljómplötu er ekki hægt að end- urnýja, því þetta var eina eintak- ið. Hljómplatan „Islensk þjóðlög", gefin út af þekktum þjóðlagasér- fræðingi í Milanó, Italíu, kom á markaðinn árið 1974. Þar syng ég 34 íslensk þjóðlög og leik með á langspilið. Þetta er Stereo-plata með hljómplötumerkinu: „Álba- tros“. Það fyrirtæki gefur út þjóðlög flestra landa heims. Ríkis- útvarpið sá um upptöku á þessari plötu sem ég söng og lék inn á í Háskólabíói. Umhoðssali hér á landi er Fálkinn, Re.vkjavík. Ekki verður hægt að segja þessa sögu lengri hér, en hinn 20. desember n.k. á afmælisdegi Ríkisútvarpsins, óska cg eftir að geta skýrt frá starfi mínu sem útvarpssöngkona. Lýsti upp brautina á vejrum söngsins Ég vildi mega í lokin benda á hið tilviljunarkennda í lífi manna. Það var ekki fyrirfram áætlað að ég lyki fimmtíu ára söngferli með því að syngja á spítala. Þetta var kærkomið þoð, kærkomin afmæl- isgjöf. Hinn 10. desember s.l. bað dómkirkjupresturinn í Reykjavík, séra Þórir Stephensen, mig að syngja við messu hjá sér í Kapellu Landakotsspítala, orgelleikari var Birgir Ás Guðmundsson. Mér fannst að við þessi tímamót í lífi mínu þyrfti ég að hafa dálitla viðhöfn. Ég klæddi mig í faldbún- inginn minn, setti á mig djúpu skotthúfuna og þannig klædd mætti ég við þessa guðsþjónustu. Þarna voru samankomnir sjúkl- ingar spitalans, margir í hjóla- stólum. Fyrir messuna gekk ég til þeirra og heilsaði þeim með handabandi. I huga mér bað ég þessu sjúka fólki Guðs blessunar. Þessi athöfn hafði djúp áhrif á mig og fullvissaði mig ennfremur um að maður ræður ekki sínum næturstað. Ég þakkaði prestinum og orgel- leikaranum fyrir hátíðlega stund. Þeir vissu ekki, að ég var að renna hálfrar aldar skeið á sviði tónlist- arinnar, né heldur að messudag- inn bar upp á fæðingardag móður minnar. Það var hún sem glæddi tilhneigingu mína og lýsti upp braut mina á vegum söngsins. - á.j. Búnaðarbankinn á Hellu opnar afgreiðslu á SKÓGUM föstudaginn 28. september. Afgreiðslan verður opin mánudaga til föstudaga kl. 4—6. Viðtalstími útibússtjóra fimmtudaga kl. 4—6. Búnaðarbanki Islands v________________________________)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.