Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 40
Xf2fl ARABIA Finnsk gæðavara, Blöndunartæki í úrvali. Hagstætt verð. HREINLÆTISTÆKI BAÐSTOFAN Ármúla 23 • sími 31810 •Nýborgarhúsiö FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 Oánægja med veitingu skólastjóra- stödu við grunnskólann í Grindavík MIKIL óánægja er nú ríkjandi í Grindavík vegna þeirrar ákvörð- unar Ragnars Arnalds mennta- málaráðherra að setja Hjálmar Árnason, skólastjóra grunnskól- ans á staðnum, í stað Boga Hallgrímssonar, sem gegnt hefur starfinu í þrjú ár. Undirskrifta- listi gekk um bæinn þar sem skorað var á ráðherra að veita Boga starfið, og skrifuðu 670 atkvæðisbærír Grindvíkingar undir áskorunina. Þá skrifaði þorri kennara við grunnskólann einnig undir sams konar áskor- un, að því er ólína Ragnarsdóttir varamaður í skólanefnd kaup- staðarins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Ólínu er forsaga þessa máls sú, að Friðbjörn Gunnlaugs- son skólastjóri hefur ekki gegnt starfi sínu síðastliðin þrjú ár. Var hann við nám erlendis og í launa- lausu leyfi. Er hann fór utan var Bogi settur í stöðuna til eins árs, og hefur það verið endurnýjað tvisvar síðan eða þar til í haust. Friðbjörn sagði starfi sínu lausu í sumar, um mánaðamótin ágúst september, og vildi minnihluti skólanefndar þá auglýsa stöðuna, en meirihlutinn vildi setja í stöð- una Boga Hallgrímsson eitt ár enn vegna þess hve áliðið var hausts, en auglýsa stöðu skólastjóra síðan í vor. Þrátt fyrir að meirihluti skóla- nefndar vildi þannig ráða Boga einn vetur enn, ákvað mennta- málaráðherra að auglýsa stöðu skólastjóra við grunnskólann í Grindavík lausa til umsóknar. Að sögn Ólínu var umsóknarfrestur ein vika, og rann hann út þann 20. september síðastliðinn. Tveir um- sækjendur voru um stöðuna, þeir Bogi Hallgrímsson settur skóla- stjóri og Hjálmar Árnason. Að sögn Ólínu hefur Hjálmar ekki kennararéttindi, en hefur fimm sjöttu hluta BA-prófs frá háskóla. Bogi hefur hins vegar réttindi, að hennar sögn. Hefur Bogi að baki 24ra ára starfsreynslu sem kenn- ari. Hjálmar hefur einnig stundað kennslustörf, meðal annars kennt við Flensborgarskóla í Hafnar- firði. Að sögn Ólínu er löglegur um- sóknarfrestur um skólastjórastöð- ur einn mánuður, og hafi því verið um lögbrot að ræða er ráðherra auglýsti stöðuna með viku fyrir- vara. Þá kvað Ólína einnig um lögbrot að ræða er ráðherra veitir réttindalausum manni stöðuna, þegar hæfur umsækjandi með réttindi sækir einnig um. Ólina sagði að lokum, að mikil óánægja væri í Grindavík með framvindu þessa máls, enda hefði Bogi verið farsæll í sínu starfi og notið stuðnings þorra bæjarbúa. Kæmi það raunar best í ljós þegar haft væri í huga að þorri atkvæð- isbærra Grindvíkinga hefði skrif- að undir áskorunarskjal til ráð- herra um að endurráða Boga, svo og þorri kennara við skólann. Sjá ummæli menntamálaráð- herra bla. 19. Ljósin. Mbl. Krístján Einarsson. gærkvöldi. Hér stöðvar Egg hækka um 19% SAMBAND eggjaframleiðenda hefur auglýst nýtt smásöluverð á eggjum og kostar hvert kíló samkvæmt því 1300 krónur út úr búð. Hækkar hvert kiló af eggj- um úr 1090 krónum eða um 19%. I september fyrir ári kostaði eggjakílóið 890 krónur og hafa eggin því á einu ári hækkað um 46%. Að sögn eggjaframleiðenda hcfur fóður handa hænsnum á árinu hækkað um 100%. Útlit er fyrir að fyrrihluta vetrar verði nokkurt offramboð á eggjum hérlendis. Sjö þúsund áhorfendur sáu stórleik ÍA á móti Barcelona á Laugardalsvellinum í vörn Skagamanna stjörnuna Hansa Krankl. Einn loðnu- bátur til- kynnir afla VONSKUVEÐUR hefur verið á loðnumiðunum allt frá þvi á mánudag og ekki veiðiveður. Eitt loðnuskipanna tilkynnti þó um afla i gær en það var Skírnir, sem fór með 420 tonn til Patreksfjarðar. Á þriðju- dag tilkynntu þrjú skip um afla, en það voru Jón Kjart- ansson með 800 tonn, Sigur- fari með 500 tonn og Náttfari með 330 tonn. í gær var búið að landa alls 140 þúsund tonnum af loðnu á þessari vertíð. SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær var erfiðleikum bundið að fá Rússa til að samþykkja verðhækkun á olíu. Hins vegar mun íslenzka sendinefndin, sem er í Moskvu, hafa fyrirmæli um það frá stjórnvöldum að náist ekki viðunandi verðlækkun á olíu, fresti hún viðræðunum og mun þá ætlunin að freista þess að ná samningum um olíukaup við aðra aðila en Sovétmenn. Morgunblaðið ræddi í gær við Hannes Jónsson, sendiherra í Moskvu, og vildi hann ekkert tjá sig um efnisatriði viðræðn- anna, sem hann kvað á mjög viðkvæmu stigi. Sendinefndin myndi þó reyna að ljúka viðræðunum í þessari viku eða í vikulok- in, þannig að það yrði annað hvort á föstudags- kvöld eða laugardagsmorg- un, sem komizt yrði að niðurstöðu. Fram að þeim tíma kvað hann ekkert hægt að segja. Hannes kvað fundi standa daginn út og daginn inn, fyrirtækjafundi, ráðu- neytisfundi eða samninga- nefndarfundi. Engum við- ræðum kvað hann lokið, hvorki olíuviðskiptaviðræð- um né almennum við- skiptaviðræðum. Teknir með hassolíu á Mallorka fyrir 10-20 millj. kr. TVEIR ungir íslendingar voru fyrr í mánuðinum teknir á Mallorka fyrir smygl á hass olíu, um 200 grömmum, en það getur þýtt allt að 2 kg af hassi i formi dufts. Mennirnir voru teknir þegar þeir stigu á land af ferju frá Marokkó. Eftir vist í fangaklefa í eina nótt var þeim sleppt og vísað úr landi með því að flytja þá til Ibiza þar sem íslenzk fiugvél var á leið til íslands. Lögreglan á íslandi hefur engin afskipti haft af málinu. Mjög strangt er tekið á smygli eiturlyfja á Spáni og m.a. hefur einn íslendingur setið þar inni í nokkur ár vegna slíks smygls. Samkvæmt upp- lýsingum sem Mbl. hefur aflað sér er talið að spænska lögregl- an hafi ruglazt í ríminu og reiknað nokkra tugi þúsunda íslenzkra króna sem mennirnir voru með samkvæmt gengi sænskrar krónu. Mun lögreglan hafa ætlað að láta þessa „miklu" peninga gilda sem sekt fyrir smyglið, en smyglararnir voru komnir úr landi þegar málið upplýstist. Rússar tregir til að lækka olíuverðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.