Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 Frá IV. landsþingi Landssambands islenskra samvinnustarfsmanna sem haldið var að Bifröst nýlega. Pétur Kristjónsson formaður L.I.S. Pétur Kristjónsson úr Kópavogi, starfsmaður Samvinnutrygg- inga, var kjörinn formaður Landssambans íslenskra sam- vinnustarfsmanna á fjórða lands- þingi þess sem haldið var að Bifröst í Borgarfirði helgina 8. til 9. september siðastliðinn. Önn- ur í framkvæmdastjórn voru kjörin þau Ann Marí Hansen, Hafnarfirði, Eysteinn Sigurðsson og Þórkatla Pétursdóttir, Reykjavík, og Gunnar Sigur- jónsson, Kópavogi. í sambandsstjórn voru kosnir þeir Þórir Páll Guðjónsson, Bif- röst, Kristinn Jónsson, Húsavík og Egill Jónasson, Höfn, Hornafirði. Sigurður Þórhallsson, sem verið Viljafæreysku inn í móðurmáls- kennsluna í frétt í Mbl. þriðjudaginn 25. þ.m. um ráðstefnu um kennslu í Norðurlandamálum féll niður að geta þess að fulltrúi Færeyinga á ráðstefnunni var Pouli Nilsen kennaraskólakennari. Lagt var til að færeyska yrði tekin upp sem þáttur í móðurmálskennslu hér- lendis líkt og á sér stað með íslenzku í Færeyjum. Þá leiðrétt- ist að það voru heildarsamtök Norrænu félaganna á íslandi sem gengust fyrir ráðstefnunni, en ekki Reykjavíkurdeildin ein. Gustav Skuthálla deildarstjóri hjá Norrænu menningarmálastofnun- inni forfallaðist, en í hans stað kom fulltrúi hans Gunilla Hjott til fundarins. hefur formaður LÍS sl. fjögur ár og Pálmi Gíslason, sem var vara- formaður, gáfu ekki kost á sér áfram, en þeir hafa setið í stjórn LÍS frá stofnun árið 1973. Fjölmörg mál voru til umræðu á þinginu, svo sem endurskoðun á hugmyndafræði samvinnuhreyf- ingarinnar, heildarskipulag fé- lags- og fræðslumála, fræðslu- nefndir, þýðing félags- og fræðslu- starfs fyrir samvinnuhreyfinguna, kynning hreyfingarinnar fyrir nýjum starfsmönnum, stofnun fræðslusjóða í hverju samvinnu- félagi og fyrirtæki, nauðsyn end- urskoðunar iaga um stéttarfélög og vinnudeilur, samstarf samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar, starfs- fólki verði tryggð seta í stjórnum samvinnufyrirtækja með fullum réttindum, stjórnarmenn sam- vinnufélaga sitjiof lengi, svör við gagnrýni verði betri þjónusta, samvinnuhreyfingin verði gerð að- laðandi fyrir börn, einn lífeyris- sjóður verði fyrir alla samvinnu- starfsmenn, lífeyrissjóðnum verði heimilað að eiga íbúðir fyrir lífeyrisþega, verðtryggig lána æskileg, orlofsgjald renni til sam- vinnustarfsmana, og rætt var um áframhald á Norðurlandaferðum L.Í.S. í fréttatilkynningu frá L.Í.S um þingið sagði svo meðal annars: „Landsþingið taldi æskilegt að samvinnuhreyfingin reyndi að laða til sín börnin, bæði með samvinnufræðslu á réttum stöðum, og að búa þeim þau skilyrði í starfi, menntun og leik, að þau þurfi ekki að tileinka sér skoðanir sem leiði til ádeilna á samvinnustefnuna í framkvæmd." Bridgeskóli tekur til starfa í Reykjavík ÁSINN, bridgeskóli Páls Bergs- sonar, mun hefja göngu sína í byrjun október. Kennsla fer fram i félagsheimili Fáks á mótum Bústaðavegar og Breiðholts- brautar og verður í formi nám- skeiða. Hvert námskeið er 10 kvöld og eru öll kennslugögn unnin eftir bandarískri fyrir- mynd. Skipulögð kennsla í bridge hef- ur ekki verið í Reykjavík í nokkuð mörg ár, að sögn Páls Bergssonar. Hann sagði að í upphafi yrði aðeins boðið upp á tvo kennslu- flokka, annars vegar fyrir byrj- endur og hins vegar fyrir þá sem skilja nokkuð ganga leiksins en langar til að verða „liðtækir hvar sem er“. Kennt verður einfalt sagnkerfi sem nefnist: Fimm spila hálitir og byggir fyrst og fremst upp af eðlilegum sögnum sem hæfir byrjendum mjög vel, að sögn Páls Bergssonar. Hver kennslustund mun skipt- ast í tvennt, kennslu og útskýr- ingu og síðan frjálsa spila- mennsku. Nánar verður kynnt síðar hven- ær námskeiðin hefjast, en verði verður mjög í hóf stillt að sögn Páls Bergssonar. ASINN BRIDGESKÓll P.B. FIMM SPILA HÁLITIR NAMSKEID BRIDGE FYRIR BYRJENOUR OC. IENGRA KOMNA NtjflMA Kf N NSU) Af> Ff Rf>fR SKJÓIAR IRAMfARBt Kápa bæklings sem er hluti af kennsiugögnum „Ássins“, bridgeskóla Páls Bergssonar. Meðal efnis bæklingsins er orðas- afn, enda einn mikilvægasti þátt- ur kennslunnar að allir skilji og noti sömu orðin yfir hin ýmsu hugtök spilsins. Hreinn Líndal á svidinu á ný „Lokapróf mitt í byrjun á nýiu lífi” „Það má segja, að þessir tónleikar séu lokapróf mitt í byrjun á nýju lífi,“ sagði Hreinn Líndal söngvari á blaðamannafundi I gær hjá S.Á.Á.-samtökum áhugafólks um áfengisvandamálið. Tilefni fundarins var að kynna tón- leika, sem Hreinn Líndal heldur n.k. laugardag kl. 15 i Austur- bæjarbiói og tileinkaðir eru S.Á.Á. „Ég var orðinn það illa hald- inn af sjúkdómi minum „alkó- hólisma“ að allar dyr höfðu lokast mér erlendis á vettvangi sönglistarinnar. Ég kom að lokum heim niðurbrotinn maður og fór þá á Freeport- sjúkrahúsið i Bandarikjunum. Það er liðið á annað ár síðan og nú er ég nýr maður. Ég sé lífið í nýju ljósi, geri mér nú grein fyrir sjúkdómi minum og er mjög hamingjusamur. Raunar „datt ég“ einu sinni en það sannfærði mig enn betur um alvarleik sjúkdómsins.“ Hreinn er fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Fjólu Eiríks- dóttur og Haralds Ágústssonar trésmiðs. Hann hóf söngnám hjá Maríu Markan 1958, en 1960 fór hann utan til Rómaborgar og tók þar próf inn í Conservatio Mus- ica S. Seseilia, næstefstur af 65, sem prófið þreyttu. Fullnaðar- námi við akademíu sömu stofn- unar lauk hann árið 1967, en stundaði síðan nám í eitt ár við Academia Musicale Chigiana. Hann starfaði næstu ár víðs vegar um Ítalíu og Sviss sem söngvari í óperum og óratoríum og hélt marga einsöngstónleika. Hreinn Lindal. Árið 1970 gerir hann hálfs árs samning við Volksopera í Vínar- borg og sá samningur framlengdist síðan um tvö ár. Á vegum óperunnar söng hann í fjölda borga í Austurríki og Þýzkalandi á þessum misserum, alls 8 óperuhlutverk. Frá 1972 dvaldist Hreinn í Bretlandi um tveggja ára skeið og söng á þeim tíma í óperum og konsertum víða í Evrópu. „Upp úr því tók að halla undan fæti,“ sagði Hreinn. Hreinn sagði að tónleikarnir, sem haldnir eru til styrktar starfsemi S.Á.Á., væru fyrstu tónleikarnir senv hann héldi hérlendis síðan 1975. „Ég hef æft mikið að undanförnu og kennar- inn minn, María Markan, hefur veitt mér ómetanlega aðstoð við endurþjálfunina og ekki má gleyma undirleikaranum mínum frá upphafi hér heima, Ólafi Vigni." Hann sagðist einnig nú þegar vera búinn að fá fjölda atvinnutilboða víðs vegar er- lendis frá og heldur hann í október til Vínarborgar og prufusyngur þar. Hilmar Helgason formaður S.Á.Á. og Vilhjálmur Vil- hjálmsson framkvæmdastjóri sögðust fagna þessu framtaki Hreins af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi væri þetta mikið persónulegt átak hjá Hreini og eins væntu þeir þess, að þetta væri góð fjáröflunarleið fyrir samtökin og með nýstárlegum hætti. Þeir vildu koma á fram- færi þakklæti til þeirra sem aðstoðað hafa við undirbúning og þá sérstaklega til Árna í Austurbæjarbíói, sem lánar hús- næðið endurgjaldslaust. Hreinn sagði í lokin, að hann vonaðist til að fólk fjölmennti á tónleikana. „Það má segja, að þetta sé tólfta og síðasta skrefið mitt í „Reynslusporum AA- samtakanna", en það hljóðar svo. „Vér fundum, að sá árangur, sem náðist með hjálp reynslu- sporanna, var andleg vakning og þess vegna reyndum vér að flytja öðrum alkóhólistum þenn- an boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi voru og starfi." Forsala aðgöngumiða er hafin og eru þeir til sölu á skrifstofum S.Á.Á. við Lágmúla, bókabúð Lárusar Blöndals, Herraskóbúð- inni Ármúla 7 og einnig í Austurbæjarbíói frá og með n.k. fimmtudegi. Endumýjim viðskiptasamnings íslendinga og A-Þjóðveria GÓðAR HORFUR eru á því að á þessu ári hefjist talsverður út- flutningur á ullarvörum til þýska alþýðulýveldisins, að sögn Björgvins Guðmundssonar skrifstofustjóra i viðskiptaráðu- neytinu. Björgvin sagði í samtali við Morgunblaðið i gær að í viðræðum sem nýlega áttu sér stað milli íslendiga og A-Þjóð- verja hefði komið fram mikill vilji hinna síðarnefndu til að kaupa héðan tiskufatnað úr ull. í viðræðum sem fóru fram í Berlín 11,—14. september var rætt um framkvæmd viðskiptasamn- ings ríkjanna, sem gerður var í febrúar 1973 svo og um framleng- inu samningsins. íslendingar hafa einkum selt til þýska alþýðulýð- veldisins fiskmjöl og niðursoðnar sjávarafurðir. íslendingar hafa aftur á móti keypt þaðan bifreið- ar, áburð, vélar, vefnaðarvörur, pappírsvörur, glervörur o.fl. I fyrra nam innflutningur frá Þýska alþúðulýðveldinu 630 mill- jónum, en útflutningur þangað nam hins vegar aðeins 39 milljón- um. í viðræðunum í Berlín var ákveðið að framlengja viðskipta- samning ríkjanna til ársloka 1980. Þá var samkomulag um nýjan vörulista yfir útflutningsafurðir okkar til Þýska alþýðulýðveldis- ins, sem að vísu er ekki bindandi. Fyrstu sjö mánuði ársins er þegar búið að selja þangað meira verð- mæti en allt árið í fyrra og mestu munar um söluna á fiskimjöli sem að öllurn líkindum mun verða að andvirði 215 miiljóna króna í ár. Á vörulista yfir útflutningsaf- urðir okkar til Þýska alþýðulýð- veldisins eru meðal annars niður- soðnar sjávarafurðir, fiskmjöl, fryst flök, saltsíld og ullar- og skinnavörur. í viðræðunefndinni af íslands hálfu áttu sæti: Björgvin Guðmundsson, sem var formaður nefndarinnar, Ing- ólfur Þorsteinsson, skrifstofu- Fræðsludeild Kaupfélags Ey- firðinga gekkst fyrir 8 húsmæðra- fundum dagana 10.—14 september s.l. á 6 stöðum á félagssvæði kaupfélagsins. Þar kynnti Kristín Sigfúsdóttir, húsmæðrakennari, ýmsa osta- og smárétt og svaraði fyrirspurnum. Kristinn Þor- steinsson, fyrrv. deildarstjóri, stjórnaði almennum söng, sem allir áttu góðan hlut að og Gunn- stjóri, Gjaldeyrisdeild bankanna, Árni Finnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Andrés Þor- varðarson, sölustjóri, S.Í.S og Ey- þór Ólafsson, sölustjóri, sölu- stofnun lagmetis. laugur P. Kristinsson, félagmála- fulltrúi, sýndi kvikmynd um fryst- ingú matvæla, auk þess em hann ræddi ýmis félagsmál og svaraði fyrirspurnum. I fundarlok var veitt kaffi. Nær 400 konur sóttu þessa fundi. Fundurinn í Ólafsfirði var fjölmennastur en þar mættu 87 konur. Frá fundinum á Grenivík. Ljósm. Mbl. Gunnl.P.Kristinss. Fjölsóttir húsmæðra- fundir h já KEA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.