Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979
17
Þjóðdansafélagið hefur hlotið viðurkenningu fyrir aiþýðulist og verið boðið til Þýzkalands næsta sumar.
Þjóðdansafélaginu
boðið til Þýzkalands
AÐALFUNDUR Þjóðdansafélags
Reykjavíkur var haldinn sl.
fimmtudag. í skýrslu formanns
kom m.a. fram að starfsemin hafi
verið fjölþætt. Fyrir utan nám-
skeiðin fyrir almenning i gömlu
dönsunum og þjóðdönsum og
æfingar sýningarflokks, eru sýn-
ingar á þjóðdönsum snar þáttur i
starfseminni. ekki sist sýningar
fyrir erlenda ferðamenn.
Þá tók 20 manna hópur frá
félaginu þátt í Norðurlandamóti,
„Nordlek 79“, sem haldið var í
Holsterbro í Danmörku, þar sem
saman voru komnir 6000 þátttak-
endur frá öllum norðurlöndunum,
dans- og tónlistarfólk.
Jafr.frnmt sátu fulltrúar félags-
ins fund í „Nordlek" ráðinu, þar
sem m.a. var fjallað um samnor-
ræn námskeið í þjóðdönsum, þjóð-
Helztu markmið Skotveiðifél-
agsins eru:
“Að stuðla að góðum siðum og
auknu öryggi í meðferð skotvopna
við veiðar. Að vernda náttúru
landsins og nýta dýrastofna á
skynsamlegan hátt. Að tryggja
rétt skotveiðimanna til umferðar
um landið og veiða á því.“
A sl. vetri fjallaði nefnd á
vegum félagsins um frumvarp til
laga um fuglaveiðar og fuglafrið-
un, sem lá fyrir Alþingi og skilaði
ýtarlegu áliti þar um. Þá hefur
félagið látið útbúa eyðublöð til að
skrá upplýsingar um veidda fugla
lögum og öðrum þjóðháttum. Um
sömu mundir sóttu tveir fulltrúar
frá félaginu námskeið af þessu
tagi er haldið var í Katarineþerg í
Svíþjóð.
A vordögum var ráðist í það
fyrirtæki að gefa út hljómband
með ísl. þjóðlögum og gömlum
dönsum í útsetningu Jóns G.
Ásgeirssonar.
I ágústmánuði komu hingað til
lands fulltrúar frá stofnuninni
F.V.S. í Hamborg, þau dr. Lore
Toepher frá Þýzkalandi ásamt dr.
Gösta Berg frá Svíþjóð og dr.
Robert Wildhaber frá Sviss,
þeirra erinda að afhenda Þjóð-
dansafélaginu verðlaun og viður-
kenningu Evrópusjóðs F.V.S. fyrir
alþýðulist eins og segir í viður-
kenningarskjali því er afhent var
við það tækifæri.
Verðlaunafénu, að upphæð 500
ss. fjölda, aldur, kyn, veiðistað og
tíma, en slíkar upplýsingar koma
mjög að gagni við rannsóknir á
fuglastofnum. Þessum blöðum er
dreift til félagsmanna, en aðrir
geta fengið þau með því að snúa
sér til felagsins.
Á næstunni verða haldnir fræð-
slufundir um meðferð skotvopna
og í undirbúningi er námskeið í
notkun landabréfs og attavita við
gönguferðir í óbyggðum.
I stjórn Skotveiðifélagsins eru
Sólmundur Einarsson, formaður,
Jón Ármann Héðinsson, Finnur
Torfi Hjörleifsson, Haukur Brynj-
ólfsson og Jón Kristjánsson.
DM, fylgdi auk þess boð til
Þýzkalands á næsta sumri, hálf-
smánaðar dvöl í Lúnenborgarheiði
og ferðalög um Norður-Þýzkaland.
Vetrarstarfið hefst nú um mán-
aðamótin með námskeiðum í
gömlu dönsunum og þjóðdönsum,
bæði fyrir börn og fullorðna.
Kennslan fer fram í Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu, á mánudögum og
miðvikudögum.
(Fréttatilk.)
»Þá
Guðmundur Þórðarson:
HORFT í MYRKRIÐ.
71 bls.
Letur.
Rvík, 1979.
GUÐMUNDUR Þórðarson er
maður kominn á efra aldur, höf-
undur þriggja kvæðabóka að þess-
ari meðtalinni. Fjörutíu ár og einu
betur eru liðin síðan hann sendi
frá sér fyrstu bókina, Úr dalsins
þröng. Horft í myrkrið ber hvort
tveggja með sér: að Guðmundur
stendur föstum fótum í eldri tíð en
reynir þó að fylgjast með tíman-
um. Þó leitast hann ekki svo mjög
við að sameina gamalt og nýtt,
þvert á móti heldur hann aðskildu
því sem hann yrkir í sínum hefð-
bundna stíl frá hinu sem hann
yrkir í anda nútímaljóðlistar. Yfir-
höfuð má segja að honum takist
mun betur þegar hann rækir
skáldlegan uppruna sinn heldur
en í tilraunum sínum til að líkja
eftir nýja tímanum. Bestu kvæðin
í þessari bók eru ljóðrænn stemm-
ingakveðskapur, byggður á þeirri
ljóðhefð sem ungir menn lásu og
lærðu og dáðu fyrir fjörutíu,
fimmtíu árum; ljóðhefð sem harð-
brák stríðsáranna spyrnti úr
braut fyrir gagnólíkum formum
og allt öðrum viðhorfum til ljóð-
listar.
Kreppuárin voru uppvaxtarár
Guðmundar. Þau voru tími
smárra fjárhæða en stórra vona.
Þá gilti ljóðræn stemming í kveð-
skap. Þá voru líka í tísku ljúf og
sérlega melódísk danslög sem
höfðu mikil áhrif á unga fólkið á
sinni tíð. Naumast er því tilviljun
og að bestu kvæðin í þessari bók
eru fjórir danslagatextar. Skáldið
veit hvað hann er að gera — að
láta bókina enda á þeim. Guð-
mundur er hagmæltur og þess
njóta textarnir.
Öðru máli gegnir þegar Guð-
Menningar- og minningarsjóður kvenna:
Merkjasöludagur í dag
HINN úrlegi merkjasöludagur Menningar- og minningarsjóðs kvenna
verður næstkomandi fimmtudag 27. september, á fæðingardegi
Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Tilgangur sjóðsins er að vinna að
mcnningarmálum kvenna, m.a. með þvi að styðja konur til
framhaldsnáms, framhaldsrannsókna og ritstarfa eða með þvi að
verðlauna ritgerðir, einkum um þjóðfélagsmál er varða áhugamál
kvenna.
Alls hafa 514 konur hlotið styrk úr sjóðnum.
Skotveiðifélagið eins árs:
10 þúsund manns
stunda skotveiðar
„Nú munu vera um það bil 16 þúsund skráð skotvopn í landinu og
áæltað hefur verið að um 10 þúsund manns stundi skotveiðar meira
eða minna hér á landi. Þótt einhverju kunni að skeika þarna tii eða
frá, þá er ljóst að þeir sem hafa skotveiðar sem sport eða
tómstundaiðju mynda einhvern fjölmennasta útivistarhópinn hér á
landi,“ segir m.a. í frétt frá Skotveiðifélagi íslands. en félagið cr
einsárs um þessar mundir.
Guðrún í Þorlaug-
argerði sjötug
Guðrún í Þorlaugargerði er sjö-
tug í dag, sæmdarkona gift Páli
Árnasyni bónda og skáldi. I áratugi
hafa þau búið myndarbúi í Vest-
mannaeyjum, ræktuðu jörðina og
ávöxtuðu með mikilli vinnu og
ósérhlífni. Búskap hafa þau lagt
niður, en það er engu síður margt
sem þarf að dytta að í ranni
bóndans. Ósk Guðrún Aradóttir er
ættuð frá Móbergi í Húnavatns-
sýslu, en áði í Eyjum.
Það hefur aldrei farið mikið fyrir
Guðrúnu, en hún er ljúf kona og
ljóðræn, dugnaðarforkur í hlé-
drægni sinni. Á lífsleið sinni hefur
Guðrún miðað rím sitt við það
fagra og jákvæða og þannig hefur
hún haldið stefnu sinni í ölduróti
dægurbaráttunnar og jarðlífsboð-
anna. Hún minnir á vorkomuna.
Guðrún er söngvin mjög, semur
•ög og yrkir eins og bóndi hennar og
Guðrún Aradóttir
ótalin eru þau skipti sem söngur
hennar hefur skapað fyllingu á
sveitaheimilinu. Hún leikur á gítar
og orgel, bakar jafn margar sortir
og telja má af blómum og grösum í
túni hennar og frábær eru handa-
verk hennar í hannyrðum.
Guðrún sjötug, nei, hún er ekki
orðin sjötug, hugsar maður þótt
staðreyndin blasi við, en þannig er
það með fólk sem byggir á hintý
jákvæðu afstöðu, trú og góðvild, og
skilar sínu verki samviskusamlega.
Maður tekur ekki einu sinni eftir
því að það eldist, slík er hlédrægni
þess fólks sem hefur byggt þetta
land í hendur nútímanum án hé-
góma eða háværs tildurs hrað-
brautanna.
Síðan kýr hurfu úr fjósi hefur
bóndakonan gripið í ýmis verk og
ekki kippir hún sér upp við það að
sitja úti á hlaði og skera af netum
þótt nepja læðist í kring. Verk skal
vinna og það er unnið og þess vegna
hefur þetta þjóðfélag lifað af hvort
sem það mun gera það áfram með
sömu reisn og sama drengskap.
Eigin börn og önnur hafa Guðrún
og Páll alið upp, hlúð að manndómi
og vizku einstaklingsins í hverjum
og einum.
Það er afmæli í sveit Ofanbyggj-
ara í Vestmannaeyjum í dag og það
er ekki þeirra siður að hverfa að
heiman á hátíðisdögum, kaffi,
kleinur og alls kyns bróderí út frá
því er fram borið fyrir gesti og
gangandi. í landi bóndans fá blóm-
in að springa út í friði, mannlífið að
njóta glaðra stunda. Heillaóskir.
Árni Johnsen
var ástin«
Bðkmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
mundur leitast við að gera eins og
yngri skáld, þá verður að segjast
eins og er að hann stenst þeim
ekki snúning. Sannast þar sem oft
áður að hefðbundið form er skáld-
um eins og Guðmundi ekki aðeins
þröskuldur til að yfirstíga, það er
þeim líka spyrna til að koma sér
af stað — geta ort! Ég vel sem
dæmi einn danslagatextann sem
Guðmundur nefnir í faðmi dals-
ins:
Hlupu frjáls um holt og mó
höfðu 1 bíómalautu skjól,
bundu kransa broatu eins
og blóm við sól.
Bjartlr iokkar léku i
Ijósi sólar dægrin löng,
þá var ástin ljóðrænt lag
og liflð söng.
Fegurð enn i fjöllum bvr
faðmur dalsins grænn og hlýr.
sveinar enn þar fara á fund
við fögur sprund.
Ef aldrei hefðu verið ortir stirð-
ari danslagatextar en þessi væri
sú grein kveðskapar hreint ekki
svo laklega á vegi stödd. En hvað
um það, Guðmundur reynir fleiri
aðferðir og hér er dæmi þess:
Eg vil að Ijóð min
fæði af sér nýja hugsun
hjá lesendum.
Máske ný Ijóð
nýja sögu
nýjar spurningar.
Fögur eru fjöllin hér,
fram i dalnum léku sér
marga æsku unaðsstund
ungur sveinn og fagurt sprund.
mr
Guðmundur Þórðarson
Svo segir í ljóði sem skáldið
hefur valið heitið Ljóðafi. Hér
sýnist mér Guðmundur ýja að
einhverju svipuðu og sum ungu
skáldin — að ætla kveðskap sínum
tilgang utan síns afmarkaða sviðs,
En þar hygg ég skáldið ætli sér
um of. Óbundnu ljóðin í þessari
bók valda ekki slíku hlutverki.
Hefðbundinn og ljóðrænn kveð-
skapur er á hinn bóginn sjálf-
hverfur og kveikir ekki aðrar
hugmyndir en þær sem vita að
honum sjálfum eða með öðrum
orðum — hann er til að lesa og
njóta en ekki til að boða og
predika. Og Guðmundur er enginn
predikari. Hann er skáld sveita-
sælu og héraðsmóta og stefnu-
móta í grænum hvömmum, skáld
náttúrulegra tilfinninga. Þó lesa
megi í kápuauglýsingu að hann sé
búinn að vera höfuðborgarbúi
lengur en helft ævi sinnar kallar
rödd hans enn úr dalsins þröng og
er það hreint ekki sagt bestu
ljóðum hans til lasts, síður en svo.
Erlendur Jónsson