Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 Afmælisrabb •• við Onnu Þórhallsdóttur söngkonu hinn kunni söngstjóri, Jón Hall- dórsson. Þessi kór gerði þjóðfélag- inu einnig gagn. Við fórum mörg sumur út í skemmtiferðaskip á ytri höfninni í Reykjavík og sugn- um þar. Þetta var afbragðs góður kór. Karlaraddir voru úr K.F.U.M. -kórnum en kvennaraddir voru úrvalslið úr ýmsum blönduðum kórum. Hraðbátar frá skipunum sóttu okkur um borð. Þarna var oft glatt á hjalla og mörg tungu- mál heyrðust töluð. I öllum þessum fimm kórum sem ég hefi nefnt starfaði ég lengri eða skemmri tíma. Þar fyrir utan má telja kóra dr. Páls ísólfssonar, sem uppfærðu stór kirkjuleg verk. Ég held að ég hafi „ Oll voru fjöllin eins og festá ósýnilegan þráð” ANNA Þórhallsdóttir söngkona er sjötiu og fimm ára í dag. Anna hefur lagt hönd á plóginn við margt og ekki hefur hún farið alfaraleiðir. Anna er sérstæður persónuleiki og ávallt hefur hún haldið í gráðið i þágu listar sinnar og mannlifs i landinu. Hún er m.a. einn helzti baráttumaður fyrir því að hið gamla og gróna hljóðfæri, langspilið, detti ekki út úr ruilunni hjá islenzkri þjóð. Auk þess að eiga 75 ára afmæli þá á hún einnig 50 ára starfsafmæli sem söngvari. Hún var ein af fyrstu söngvurunum sem sungu i islenzka útvarpinu árið 1929 i tilraunastöð sem hóf starfsemi sina á þvi ári með kallmerkinu Útvarp Reykjavik. Tæki stöðvarinnar voru mjög ófullkomin og oft varð að reyna á það i útsendingu hvort hún heppnaðist eða ekki. Fyrir 50 árum gerist Anna félagi i kvennadeild Oddfellowreglunnar í Reykjavik, en þar hefur hún starfað mikið að mannúðarmálum. Anna hefur verið brautryðjandi á margan hátt og m.a. mun það hafa verið eitt fyrsta sporið til hjálpar fötluðum á félagslegum grundvelli hér á landi er hún stóð fyrir skemmtun á vegum Oddfellowa til styrktar fötluðum í Gamla bíói árið 1945, en félagssystir hennar, Ásta Einarsson pianókennari, aðstoðaði hana. Anna hefur ritað greinar, sungið fyrir landsmenn og útlendinga, tekið ljósmyndir, ritað bækur og þegar við röbbuðum við hana spurðum við fyrst um starfsferilinn. 26 „Fegurð staðarins gerði fólkið listrænt“ „Starfsferill minn er orðinn æðilangur, ekki síst vegna þess að ég er vön því að fitja upp á nýju viðfangsefni, þegar öðru lýkur. Löngun mín að tjá mig í söng hefir ávallt verið sterk. Þessi hvöt hefir fylgt mér frá barnæsku. Söngáhugi er mér í blóð borinn. Fimm ára gömui söng ég fyrst fyrir hóp af fólki. Það var á jólatrésskemmtun fyrir börn aust- ur á Höfn í Hornafirði. Faðir minn setti mig upp á stól og sagði: „Þú átt að vera forsöngvari." Þetta voru mínir fyrstu áheyrendur í margmenni og faðir minn var fyrsti undirleikari minn. Hann lék á orgel. Þeir eru nú orðnir margir sem hafa aðstoðað mig við sönginn. Ég er þeim öllum ákaflega þakklát. Á unglingsárum mínum var mjög gott söngfólk í Hornafirði. Fegurð staðarins gerði fólkið list- rænt. Við sungum oft saman á samkomum og í fallegu kirkjunni við Laxá, en nú er sú kirkja horfin. í fyrsta leikhúsinu á Höfn, sem var stór samkomusalur, síðar gerður að sjóbúðum, lék ég í söngleiknum „Trínu í stofufang- elsi“. Þetta var fyrsta leiksýningin í þorpinu. I þessum sal sungum við Hreinn Pálsson, söngvari, dúetta með aðstoð Olgu systur minnar. Söng sig inn á bók fyrir hnattflugmonn Árið 1919 og 1921 var ég nem- andi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Tveir söngkennarar mínir, þau Ásta Einarsson og Sigfús Éinarsson, tónskáld, áttu eftir að starfa með mér við sönginn um langan tíma. í skóla þessum söng ég oft einsöng á skólaskemmtunum og í skólakórn- um. Eftir þann tíma lá leið mín til Kaupmannahafnar. Þar stundaði ég söngnám hjá þekktri söng- kennslukonu, Kristine Hoffmann. Frá henni fékk ég mjög góðan vitnisburð og óskaði hún eftir við foreldra mína, að ég héldi söng- námi áfram. Á því voru engin tök, enda þótti mörgum þetta óskyn- samleg ráðstöfun. Svona nám þekktist ekki fyrr í minni sveit. Árið 1924 fékk ég stöðvarstjóra- stöðuna við Landssímann á Höfn. Það sama ár komu amerísku hnattflugmennirnir til Horna- fjarðar. Þá kom söngnámið sér vel því ég var fengin til að syngja fyrir þá í kvöldverðarboði, sem haldið var þeim til heiðurs. Fyrir þann söng fékk ég vinsamleg ummæli í bók Lowell Thomas, útgefin 1926, sem heitir: „The First World Flight" (Fyrsta hnattflugið). Árið 1928 fékk ég ábyrgðar- mikla stöðu hjá Landssíma Islands í Reykjavík. Jafnframt því starfi vann ég um 20 ára skeið í blönduðum kórum sem stofnsettir voru í borginni. Starfsaldur minn við Lands- síma íslands var 25 ár, þar af vann ég 10 ár sem gjaldkeri og bókari Bæjarsíma Reykjavíkur og nágrennis. Um kórstarfið hefi ég þetta að segja: Á tímabilinu 1928—1939 starfaði ég undir kór- stjórn Sigfúsar Einarssonar, próf- essors. Minningin um hinn göfug- lynda, stórbrotna mann er mér hugljúf. Ég tel það ávinning að hafa verið einn strengur í hörpu hans svo lengi. Ég var meðal sópran-söngvaranna sem áttu eft- ir að komast í dagblöð heims- pressunnar." „Það voru mikil tilþrif í starfi þeirra kóra“ I lok ársins 1928 var farið að undirbúa hátíðahöldin á Þingvöll- um, sem voru fyrirhuguð árið 1930. Háttvirt Alþingi stóð að stofnun þriggja kóra sem ég starf- aði í. Sá fyrsti var Utanfararkór- inn. Hann átti að fá það hlutverk að koma fram á Norrænu söng- móti, sem forystumenn danskra kóra boðuðu til, 1. og 2. júní 1929. Eftir heimkomuna var gert ráð fyrir að tvöfalda þennan fimmtíu manna söngflokk sem valinn var til utanfararinnar og að undirbúa kór þann sem átti að syngja á Þingvöilum 17. júní 1930. Ekkert var til sparað, því var Alþingis- hátíðarnefnd falið að ráða til sín kennara sem átti að þjálfa söng- raddir kórfólksins. Það var Sig- urður Birkis, söngkennari, sem fékk þetta giftudrjúga starf og átti hann góðan þátt í velgengni kóranna. Höfuðið hátt með tónsprotann í Konunglega Hinn frægi Utanfararkór, sem af mörgum hefir verið talinn einn besti blandaður kór sem Island hefir átt, kom, sá og sigraði. Hróður hans barst á skömmum tíma um öll Norðurlönd, vegna frábærra dóma. Sigfús Einarsson, tónskáld, bar höfuðið hátt þegar hann hélt á tónsprotanum í Kon- ainglega leikhúsinu og í risasaln- um „Forum“. Danaprins, sem síðar var konungur Islands, var verndari söngmótsins, hann opn- aði það með því að ávarpa eitt þúsund söngvara frá fimm Norð- urlöndum. Að mótinu loknu var stór veisla í Ráðhúsi Kaupmanna- hafnar. Fáum datt í hug, að fimmtíu manna kórinn frá íslandi væri annað en lítið peð í þessu sfora tafli. Þarna var um söngkeppni að ræða þar sem allir sóttust eftir að vera sigurvegarar. Eftir söngmót- ið voru Kaupmannahafnarblöðin full af gagnrýni, góðri eða slæmri. Islenski kórinn fekk einróma lof fyrir góða frammistöðu. Hér er aðeins eitt sýnishorn, tekið úr dagblaðinu „Berlingske Tidende:" „íslandskórinn reyndist vera frá- bær úrvalskór með yndislegum sópranhreim og með næmum þýðleik í meðferð.“ Alþingishátíðarkórinn. í honum voru yfir 100 manns. Sigfús Ein- arsson stjórnaði honum einnig. Mannmergðin í Almannagjá þar sem kórinn söng var gífurleg. Stórhátíðir á Þingvöllum eru eitt- bvað alveg sérstætt, hvernig sem viðrar. Árið 1933 stofnaði söngfélagið „Heimir" blandaðan kór. Honum stjórnaði Sigfús Einarsson til dauðadags. Kórinn var rómaður fyrir fagran söng. Sigrún Gísladóttir var hvata- maður að stofnun hans og í stjórn. Hún hefir ritað mjög fróðlega bók um Sigfús Einarsson, tónskáld. Lýðveldishátíðarkórinn. ís- lenska ríkið stóð einnig að stofnun þessa kórs. Stjórnandi var dr. Páll Isólfsson, tónskáld. Við sungum á gjárbarminum á Þingvöllum 17. júní 1944, í grenjandi rigningu og blæstri. Höfðingjar sem sátu í stúku voru flestir með regnhlífar. Dr. Páll lét ekki regnið rugla sig og stjórnaði af skörungsskap að vanda. Veörið var gagnstætt því sem var á 11 alda afmæli, 1974. Við þau hátíðahöld var ekki blandaður kór. Hafði sú hátíða- nefnd gleymt kvenþjóðinni? Skipakórinn. Það er fimmti kór- inn sem ég nefni. Honum stjórnaði ávallt verið þar með. Segja má að ég hafi verið heimagangur hjá þessum söngstjóra. Ég var kölluð til að vera með þegar eitthvað meiriháttar var um að vera í borginni. Ég ber sérstaka virðingu fyrir því sem dr. Páll gerði fyrir tónlistarlíf í landinu. Frásögn af kórstarfinu lýk ég með því að benda á að í fábreyttu bæjarlífi sem þá var í Reykjavík voru það kórar bæjarins sem buðu upp á fagra, sígilda tónlist og var það stór þaftur í skemmtana- og menningarlífi bæjarins. Hér voru margir að verki sem unnu óeigin- gjarnt starf, oftast án þóknunar." „Þú stundaðir nám ytra í tón- listinni?" „Árið 1945 lét ég innrita mig í einn þekktasta tónlistarskóla Bandaríkjanna, „Juilliard", og fékk til þess styrk frá Alþingi. Þar stundaði ég nám í tvö skólaár. Ég fékk frí frá starfi mínu við Landssímann í eitt ár. I þessum skóla fékk ég ágæta þjálfun hjá einni þekktustu kennslukonu skól- ans, Mme Julie Soudant. Rögn- valdur Sigurjónsson píanóleikari, sem verið hafði í skólanum, benti mér á þennan ágæta kennara og er ég honum þakklát. „.Hvaða fallega íslenzka lag sunguð þér?“ I skólaskrá stendur að inngöngu fái aðeins þeir sem hafi músik- alska hæfileika, komi með með- mæli frá þekktum tónlistarmanni og sýni fyrsta flokks einkunn frá einhverjum skóla. Þegar ég fór að heiman hafði ég meðferðis góða skólaeinkunn og afar góð með- mæli frá dr. Páli Isólfssyni. Svo átti ég eftir að ganga undir söngpróf. Ég gleymi aldrei prófskrekknum. Ég átti að syngja raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar þakkir \ tilsölu ■ húsnæöi óskast Þakkir / tilefni af níutíuára afmæli mínu 16. sept. sl. færi ég ættingjum mínum og vinum hjartans þakkir og biö Drottinn Guð aö blessa ykkur öll og styrkja um ókomin ár. Sigríöur Helgadóttir. Höfum til sölu talsvert magn af smokkfiski til beitu. Uppl. í síma 94-2110. Fiskvinnslan á Bíldudal h.f. Skrifstofuhúsnæði óskast Lítiö, en peningasterkt útflutningsfyrirtæki óskar aö kaupa 50—80 ferm. skrifstofuhús- næöi. Tilboö sendist Mbl. merkt: „H — 734“. Öllum tilboöum veröur svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.