Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 23 Vandræði Steypustöðvar Suðurnesja: „Getum ekki boð- ið sömu kjör og stöðvar á Reykja- víkurs væðinu ’ ’ „ÞVÍ ER EKKI að neita að við höfum átt í töluverðum erfiðleikum í sumar og fram á haust vegna þess að steypustöðvarnar á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafa boðið betri kjör heldur en við höfum haft möguleika á,“ sagði Friðrik A. Magnússon framkvæmdastjóri Steypustöðv- ar Suðurnesja í Ytri-Njarðvík í samtali við Mbl. „Á tímabili buðu stöðvarnar af Stór-Reykjavíkursvæðinu við- skiptavinum hér á Suðurnesjum allt að sex mánaða víxla á steyp- unni. Þessu kostaboði þeirra gát- um við með engu móti svarað. Því kom það oft fyrir að heilu dagarn- ir fóru í ekki neitt hjá okkur," sagði Friðrik ennfremur. Aðspurður um framtíðina sagði Friðrik að heldur hefði birt yfir þó að enn væri mikil samkeppni í gangi. T.d. hefðu þeir hjá Steypu- stöð Suðurnesja nýverið boðið eitt þúsund króna afslátt á tonninu í ákveðið verk en ekki fengið, svo að það væri augljóst að keppinaut- arnir væru enn að. Friðrik var inntur eftir því hvort til uppsagna starfsfólks hefði komið vegna minnkandi verkefna. Hann kvað það ekki vera, einungis hefði verið sagt upp sumarfólki, eins og undanfarin ár því að vetrartíminn væri auðvitað daufari heldur en sumarið. Siglingaleióin REYKJAVÍK ÍSAFJÖROUR SIGLUFJÖRÐUR AKUREYRI HÚSAVÍK BERGEN GAUTABORG MOSS KRISTIANSAND Eimskip: Reglubundnar siglingar til fjögurra hafna innan lands í beinum tengslum við ferðir skipanna fráNoregi og Svíþjóð EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur nú hafið reglubundnar siglingar frá Rcykjavik til fjögurra ann- arra hafna innanlands í beinum tengslum við ferðir skipa félags- ins frá Noregi og Svíþjóð. Að sögn forráðamanna félagsins er þetta gert til þess að bæta þjónustuna við inn- og útflytjend- ur. Þrjú af skipum félagsins halda uppi vikulegum ferðum milli Reykjavíkur, ísafjarðar, Akureyr- ar, Gautaborgar og Moss í Noregi, en hálfsmánaðarlega hafa þau viðkomu á Siglufirði, Húsavík, Bergen og Kristiansand. Alafoss, Tungufoss og Úðafoss munu sigla á þessari leið, en þessi skip henta jafnt til gámaflutn- inga, sem og til annarra flutninga. Forráðamenn féiagsins telja reynsluna hafa sýnt að aukin gámanotkun leiði til bættrar vöru- meðferðar. Eimskip bjóði því við- skiptavinum sínum upp á notkun fjölmargra 10 og 20 feta gáma fyrir almenna stykkjavöru og einnig frystigáma. Með þessari nýbreytni hefjast vikulegar siglingar frá ísafirði og Akureyri til Norðurlandanna, en einnig eru nú hálfsmánaðarlegar ferðir frá Reykjavík til Siglufjarð- ar og Húsavíkur. Umfer ðarslysum fer fækkandi miðað við sama tíma í fyrra MÁNUÐINA janúar til ágúst hafa alls 12 manns látist af slysförum í umferðinni og er það einum fleira en sama timabil í fyrra. Slys með meiðslum urðu 262 i ár en í fyrra 309. í tölum Umferðarráðs kemur fram að 13 hafa látist það sem af er árinu i umferðarslysum og eru það jafn- margir og á sama tima i fyrra. Slasast hafa 369 en 463 í fyrra. Sé litið á tölur fyrir ágústmán- uð kemur í ljós að slys alls eru í ár 519 en í fyrra 627 og í 479 tilfellum var einungis um eignatjón að ræða og í 572 tilfellum í fyrra. Flóttafólkið ínýja húsið í dag FLÓTTAFÓLKIÐ, scm kom tll landsins fyrir viku flyst i dsK i nýtt húsnæði. en að undaníörnu hefur það dvalist i Hvitabandinu i Reykjavik til hvildar ok iæknisskoðana. Húsmunir voru fluttir i «ær ok lauk þar með undirbúninKÍ fyrir komu fólksins i húsið að KaplaskjólsveKÍ 12. sem Hjálparsjóður Rauða krossins keypti, en þar mun fólkið dvelja 1 um það bil ár. Að sögn Björns Þórleifssonar, starfsmanns Rauða krossins, sem hafa mun umsjón með fólkinu og fylgdi því til landsins, hafa lækn- isskoðanir tekið nokkuð lengri tíma en ráðgert var, en þeim lauk í gær og reyndist enginn vera með smitnæma sjúkdóma, en margir eru þó ekki fullhraustir og mun hjúkrunarfræðingur fylgjast með líðan fólksins eftir að flutt verður t vesturbæinn. — íslenzkunám hefst síðan fljótlega og verður kennt hálfan daginn og vona ég síðan að ekki líði margar vikur þar til menn geta farið að vinna t.d. hálft starf, en með því má gera ráð fyrir að þau komist fljótar og betur inn í málið. Atvinnurek- endur hafa þegar leitað til okkar eftir vinnukrafti og vonum við því að vel gangi að útvega vinnu. Hraustu strákarnir í hópnum aðstoða okkur við að flytja á morgun, en mjög margir hafa liðsinnt okkur við að koma öllu í lag á Kaplaskjólsveginum, Reykjavíkurborg lagfærir lóðina og Seltjarnarnesbær hefur séð fyrir leiktækjum og einstaklingar rétt hjálparhönd á ýmsan máta. — Mér finnst ég vera mjög öruggur hérna og vil vera hér á Islandi sem lengst, sagði Jón, 27 ára gamall landmælingamaður úr hópi flóttafólksins, sem Mbl. ræddi stuttlega við í gær. Hann er hér einn síns liðs og sagði, að margt skyldmenna sinna væri enn í Víetnam. — Það væri náttúrulega skemmtilegast að geta fengið vinnu við landmælingar eða skyld störf, en hins vegar set ég það ekki fyrir mig og myndi þiggja hvers kyns vinnu. Helzt vildi ég þó komast nokkuð til botns í málinu áður en ég fer að vinna, en íslenzkan er mjög erfitt mál og geri ég ráð fyrir að það taki okkur langan tíma að geta talað hana að gagni, sagði Jón, en hann sagðist kunna að segja „hvað heitir þú“ og nokkur fleiri orð. í frétt frá Rauða krossinum í gær segir m.a. að verðgildi þess vinnuframlags er sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins hafi lagt fram við móttökur flóttafólksins sé nú kringum 9,2 milljónir króna, að verðmæti fatnaðar, húsgagna, rafmagnstækja, mat- væla og annarra nauðsynja er safnað hafi verið meðal almenn- ings sé um 30 m.kr. og vinna starfsfólks Rauða krossins sé rúm milljón. Auk þess hafi ýmsir lagt fram fé til starfs í þágu flóttafólksins er hingað hefur komið og nemi það um 2 m.kr. og eru þetta alls um 42 m.kr. Þá segir svo í frétt Rauða krossins um söfnun hans og Hjálparstofn- unar kirkjunnar: Nú þegar flóttamannasöfnun Rauða kross íslands og Hjálpar- stofnunar kirkjunnar er lokið er nauðsynlegt að þakka framlög til hennar og gera nánari grein fyrir hvernig fjármunum þeim sem söfnuðust hefur verið varið. Áður hefur komið fram að ætlunin var að greiða með henni kostnað í sambandi við hjálparstarf við flóttafólk í Suðaustur Asíu. Áætlað er að söfnunarfé sé allt að kr. 30 millj. þegar útlagður söfnunarkostnaður hefur verið greiddur. Söfnunarféð mun skipt- ast í tvo hluta. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur ákveðið að sín- um hluta fjárins verði varið til hjálparstarfs á vegum Lútherska heimssambandsins. Rauði kross Islands mun verja sínum hluta í samráði við Alþjóða Rauða kross- inn. Hver verkefni í SA Asíu verða valin er enn ekki að fullu ákveðið, en sérstakt verkefni er í undirbúningi. Þegar Rauði kross íslands tók að sér framkvæmdir við komu flóttafólksins frá Víetnam hingað til landsins var það ákveðinn vilji félagsins að RKÍ tæki á sínar herðar að standa með sjálfboðnu starfi og framlögum undir ýms- um þáttum framkvæmdarinnar, þótt ríkissjóður bæri annan óhjá- kvæmilegan kostnaað. Hér bera tveir piltanna úr hópnum rúm í nýjan bústað sinn og flyst fólkið síðan í dag. Æ Ljósm. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.