Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979
Fallþungifyrstu sláturdagana:
Umlkg minni sunnan- og vestan-
landsog á 3,kg minni (yrir norð-
an og austan en í f yrrahaust
EINS og fram hefur komið í fréttum virðist fallþungi
dilka á þessu hausti ætla að verða verulega minni í
haust en undanfarin ár vegna ótíðarinnar. Morgun-
blaðið ræddi í byrjun vikunnar við sláturhússtjóra í
nokkrum stærstu sláturhúsunum þar sem slátrun er
hafin.
í Borgarnesi var á mánudags-
kvöld búið að slátra um 12.000
fjár en áætlað er að slátra þar
alls milli 87 og 88 þúsund fjár.
Gunnar Aðalsteinsson slátur-
hússtjóri sagði að meðalþungi
dilkanna það sem af væri slátr-
uninni væri um 1 kílói minni en í
fyrra. Meðalþunginn nú væri
milli 14 og 14 'k kíló en var í
fyrrahaust rösklega 15 kíló.
Slátrun í Borgarnesi hófst 13.
september.
Á Blönduósi var á föstudags-
kvöld búið að slátra um 13.000
fjár en slátrun hófst þar 12.
september. Áætlað er að sögn
Magnúsar Daníelssonar, slát-
urhússtjóra að slátra alls um
70.000 fjár á Blönduósi í haust.
Meðalfallþungi dilkanna það
sem af er sláturtíðinni er um 2
kílóum lægri en í fyrra en
meðalþunginn nú er á þrettánda
kíló.
Hjá Sláturhúsi Kaupfélags
Skagfirðinga á Sauðárkróki er
búið að slátra nær 20.000 fjár en
áætlað er að slátra þar alls um
70 þúsund. Slátrun hófst 13.
september og að sögn Sigurjóns
Gestssonar sláturhússtjóra var
meðalþunginn fyrstu þrjá slát-
urdagana 12,8 kíló og er það 1600
grömmum lægra en fyrstu dag-
ana í fyrrahaust en í heild var
meðalfallþunginn 14,5 kíló í
fyrra. „Maður á ekki von á því að
þetta taki stökk upp á við úr
þessu," sagði Sigurjón, „bændur
eiga nánast ekkert grænfóður til
að heypa lömbunum á og há er
ekki nema á einstaka túni. Við
þetta bætist vetrarveður nánast
upp á hvern dag.“
I sláturhúsi Kaupfélags Ey-
firðinga á Akureyri var byrjað
að slátra þann 12. september og
þann 19. var búið að slátra um
5.000 fjár. Að sögn Þórarins
Halldórssonar, sláturhússtjóra
er fallþungi dilkanna um 1 'k
kílói undir meðalfallþunga, í
fyrra en þá var hann tæp 15 kíló.
Sagði Þórarinn að bændur þar
um slóðir töluðu um að fallþung-
inn gæti orðið allt að 2 kílóum
lægri en í fyrra og víst væri að
það væru jafnan heldur betri
lömb, sem menn sendu í slátur-
húsin fyrstu dagana, þannig að
fallþunginn gæti átt eftir að
lækka.
Að sögn Baldvins Baldursson-
ar sláturhússtjóra hjá Kaupfél-
agi Þingeyinga á Húsavík hófst
slátrun þar 14. september og á
mánudag var búið að slátra þar
tæplega 12.000 fjár en áætlað er
að slátra alls 53 þúsund fjár.
Sagði Baldvin að meðalfallþung-
inn væri á þriðja kíló lélegri en í
fyrra og lægi nú á milli 12 og 13
kíló. Meðalfallþunginn á Hús-
avík í fyrra var 14,7 kíló.
Á Kópaskeri hefur nú verið
slátrað í viku og fyrir helgina
var búið að slátra þar 9.000 fjár
en í heild er áætlað að slátra
rúmlega 34.000. Að sögn Ólafs
Friðrikssonar kaupfélagsstjóra
er meðalfallþunginn nú 12,8 kíló
og er það rúmum 2,2 kílóum
lægra en fyrstu sláturvikuna í
fyrra. Meðalfallþunginn á Kópa-
skeri í fyrra var 15,1 kíló. Ólafur
sagöi að allt útlit væri fyrir að
þeir dilkar, sem ættu eftir að
koma til slátrunar yrðu enn
rýrari. Fram kom hjá Ólafi að
miðað við þann meðalfallþunga,
sem dilkarnir hafa náð fram að
þessu má gera ráð fyrir að hver
meðalbóndi tapi um 2 milljónum
króna vegna lægri fallþunga en í
fyrra og fyrir félagssvæði kaup-
Hús þjónustuíbúðanna fyrir aldraða við Dalbraut i Reykjavík. Ljósm: Emilia Bj. Björnsd.
Þjónustuíbúóir fyrir aldraða:
Úthlutad til 46 einstakl-
inga af353umsækiendum
Af 353 umsækjendum
um þjónustuíbúðir fyrir
aldraða var aðeins hægt að
ölvaður ökuníðingur var á ferð
í Vestmannaeyjakaupstað í fyrra-
kvöid, og eltist lögreglan við
hann um mestallan bæinn áður
en hann var stöðvaður. Hinn
drukkni ökuþór var á Volks-
wagenbifreið er hann hafði til
umráða, en lögreglunni barst
tilkynning um grunsamlegan
akstur hans klukkan 22.05 í
gaerkvöldi, og um 15 minútum
siðar tókst að stöðva hann eftir
glæfralegan eltingarleik um bæ-
inn. Hafði hinn ölvaði ökumaður
þá ekið utan i eina bifreið og yfir
fjölda umferðarmerkja, auk þess
verða við 46 umsóknum, að
því er Sveinn H. Ragn
arsson félagsmálastjóri
sem hann ók utan i lögreglubif-
reið.
Lögreglunni tókst síðan að
stöðva hann er hann ók niður í
lokaða götu eða botnlanga, er
Höfðavegur nefnist. Ökumaður
reyndist vera ungur maður úr
Eyjum, og hefur hann ekki áður
átt í útistöðum við laganna verði.
Sem fyrr segir barst eltingarleik-
urinn víða um bæinn áður en
lögreglunni tókst að króa öku-
mann af, og að sögn lögregluvarð-
stjóra má teljast miidi að ekki
hlutust slys af.
Reykjavíkurborgar sagði í
samtali við Morgunblaðið.
Hér var um einstaklings-
íbúðir að ræða.
Síðar verður úthlutað 18
íbúðum til hjóna, og hafa
50 umsóknir borist að sögn
Sveins. Einstaklingsíbúð-
irnar sem úthlutað hefur
verið verða væntanlega til-
búnar þann 1. nóvember
næstkomandi, en hjóna-
íbúðirnar verða ekki til
fyrr en eftir áramót.
íbúðir þessar eru við
Dalbraut í Reykjavík.
o
INNLENT
Vestmannaeyjar:
Eltingarleikur við
drukkinn ökumann
Akureyringar efetir í
deildarkeppni í skák
—Helgi Ólafsson fluttur norður
UM HELGINA voru tefldar í Munaðarnesi þrjár fyrstu umferðirnar
og einn leikur i fjórðu umferð) i Deildakeppni Skáksambands
slands. Mætt voru til leiks öll liðin i 1. deild, sem eru frá 8 fremstu
taflfélögum landsins. Átta menn skipa hverja svcit. Voru keppendur
því samtals G4, eða jafnmargir reitunum á taflborðinu.
Úrslit urðu sem hér segir:
1. umferð
TR — Hafnarfj. 6'A - l'k
Akureyri — Keflavík 6% — 1 'k
Mjölnir — Kópavogur 4'A — l'k
Seltj.nes — Austurland 4'k — l'k
3. umferð
TR — Seltj.nes 6% - l'k
Akureyri — Kópavogur 6 — 2
Hafnarfj. — Keflavík b'k — 2‘k
Mjölnir — Austurland 4'k — 2'k
Staða iiðanna, að loknum leikjum helgarinnar, er þessi:
Skákfél. Akureyrar Skákfél. Hafnarfjarðar
Taflfél. Reykjavíkur Taflfél. Kópavogs
Skákfél. Mjölnir Taflfél. Seltj.nes
Skáksam. Austurlands Skákfél. Keflavíkur
2. umferð
TR - Keflavík 7 - 1
Akureyri — Seltj.nes 5 — 3
Mjölnir — Hafnarfj. 5 — 3
Kópavogur — Austurland 4 — 4
4. umferð (ein keppni)
Akureyri — Austurland 5 — 3
Helgi ólafsson, alþjóðlegur meistari, hefur haft félagaskipti, og teflir
nú með Akureyringum, enda búsettur norðanlands, en hann hefur sem
kunnugt er oftast teflt á 1. borði fyrir TR undanfarin ár.
Laugardaginn 29. september opnar Guðmundur Björgvinsson
myndlistarsýningu í Akoges-húsinu í Vestmannaeyjum. Þar sýnir
hann rúmlega þrjátíu pastel-teikningar gerðar á siðustu tveimur
árum og eru þær allar til sölu. Guðmundur hefur áður haldið
tvær einkasýningar í Reykjavik, síðast i Norræna húsinu 1978, en
einnig brugðið sér með sýningar út á landsbyggðina og tekið þátt
i nokkrum samsýningum.