Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979
5
Island studdi
Pol Pot
Athugasemd vid f rétt
Nú um helgina er leið birtu
fjölmiðlar, Morgunblaðið o.fl.,
frétt um afgreiðslu á þingi hinna
Sameinuðu þjóða um deilumál
varðandi það, hvor fulltrúi tveggja
valdníðinga og valdræningja frá
hrjáðu fjarlægu landi skyldi eiga
rétt á sæti í þessum samtökum
þjóðanna. Frétt þessi birtist
athugasemdalaust svo sem greint
væri frá máli er lítt væri áhuga-
vert fyrir oss íslendinga.
ísland studdi Pol Pot. Síðustu
áratugi hafa ófriður og hörmung-
ar hrjáð löndin í Suðaustur-Asíu,
svo sem flestum mun kunnugt og í
fersku minni. Um árabil voru lönd
| ■ .v
Pol Pot
þessi og ástand þeirra daglega í
fréttum. Eitt þessara landa hvarf
þó skyndilega út af sögu- og
fréttasviðinu. Landið lokaðist.
Þaðan heyrðist nánast ekkert um
langt skeið. Sagt var að frelsis-
hreyfing, kennd við rauðan lit, lið
blóðsins, hefði tekið þar öll völd.
Foringi þessarar hreyfingar var
nefndur Pol Pot. Fréttir síuðust
út, jafnvel fréttamyndir komust
út úr þessu lokaða landi. í hugum
margra hérlendra, hygg ég, að
fréttir um frelsun þessa hafi
frekast vakið harm en einnig
viðbjóð. Ef marka má þessar
frásagnir hefir kannski aldrei,
fyrr né síðar, verið beitt svo
hrikalegum aðferðum til útrým-
ingar mannfólki. Jafnvel þekkt-
ustu fjöldamorðingjar sögunnar, á
þessari öld, hverfa í skuggann, og
er þá langt til jafnað.
Island styður Pol Pot. Hvaða
forsvarsmenn íslenzkra þjóðmála
leyfa sér að sýna borgurum þessa
lands, íslendingum, þá ósvífni að
standa við stuðningi við morð-
varga, valdníðinga og illræðis-
menn? Hvað heita þessir íslend-
ingar, sem taka ákvörðun af þessu
tagi? Ég vona að íslenzk stjórn-
völd standi ekki einhuga um
ákvörðun sem þessa. Það gæti
orðið til þess að nafngift sögunnar
yrði Stjórnin sem studdi Pol Pot.
Jóhann Jakobsson
efnaverkfræðingur.
Daglegt fréttasamband
frá Norðurlöndunum?
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Ragnari Arnalds barst fyrir
skömmu bréf frá Bent A. Koch
forstjóra Rizausfréttastofunnar í
Danmörku, þar sem hann fyrir
hönd fréttastofanna á Norður-
löndum lagði til við islenzku
rikisstjórnina að hún snúi sér til
Norræna menningarsjóðsins og
æski styrks til þess að koma á
daglegu fréttaskeytasambandi
við ísland á nýjan leik, en það
lagðist af fyrir nokkrum árum.
Ragnar Arnalds sagði í samtali
við Morgunblaðið að þetta bréf
Kochs hefði verið til umræðu á
ríkisstjórnarfundi í morgun og
hefði Magnúsi Torfa Ólafssyni
blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar
verið falið að kanna málið til
hlítar, meðal annars leita eftir
viðbrögðum íslenzku fjölmiðlanna,
dagblaðanna og ríkisútvarpsins.
Viðræðunefnd-
ir flokkanna
skipaðar
MEIRIHLUTAFLOKKARNIR í
borgarstjórn Reykjavíkur hafa ekki
ákveðið hvenær viðræður þeirra um
endurskoðun samstarfssamnings
þeirra hefjast en sem kunnugt er
óskaði Framsóknarflokkurinn fyrir
nokkru eftir því að slíkar viðræður
yrðu teknar upp. Að sögn Kristjáns
Benediktssonar borgarfulltrúa hafa
viðræðunefndir flokkanna þegar
verið skipaðar og taka þátt í viðræð-
unum fyrir hönd Framsóknarflokks-
ins Kristján Benediktsson og Gerður
Steinþórsdóttir, fyrir hönd Alþýðu-
flokksins taka þátt í viðræðunum
Björgvin Guðmundsson og Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir og fyrir Alþýðu-
bandalagið Sigurjón Pétursson og
Guðrún Helgadóttir. í nefndum
flokkanna, sem þátt tóku í viðræðum
við myndun meirihlutans var Eirík-
ur Tómasson fulltrúi Framsóknar-
flokksins en Gerður kemur nú í stað
hans. Þá kemur Guðrún Helgadóttir
í stað Öddu Báru Sigfúsdóttur, sem
tók þátt í fyrri viðræðunum fyrir
Alþýðubandalagið.
Það væri stefnt að því að svara því
fyrir næstu helgi.
í bréfinu frá Norrænu frétta-
stofunum er lagt til að Norræni
menningarsjóðurinn greiði kostn-
aðinn við sendingu daglegra
fréttaskeyta frá Stokkhólmi,
Helsingfors, Ósló og Kaupmanna-
höfn til Reykjavíkur. Fréttasend-
ingin myndi að mestu leyti byggj-
ast á fréttum frá fréttastofnunun-
um Ritzaus, NTB, TT og FN sem
myndu skiptast á að senda.
í tillögunum er lagt til að
íslenzku fjölmiðlarnir og íslenzka
ríkisstjórnin í sameiningu snúi sér
til Norræna menningarmálasjóðs-
ins fyrir 15. október n.k. og fari
þess á leit, að hann veiti árlega um
80 þúsund krónur danskar til þess
að standa straum af sendingar-
kostnaði, en íslenzku fjölmiðlarnir
taki að sér að greiða efniskostnað-
inn sem talinn er verða um 40
þúsund krónur danskar á ári.
Gert er ráð fyrir því að fréttirn-
ar verði sendar á fjarrita, telex-
tæki til íslands og verði svo dreift
samkvæmt samkomulagi íslenzku
fjölmiðlanna. Norrænu fréttastof-
urnar gera ráð fyrir að geta hafið
sendingar 1. janúar n.k.
í samtalinu við menntamála-
ráðherra kom ennfremur fram að
hann telur efniskostnað þann sem
íslenzku fjölmiðlunum er gert að
greiða aðeins málamyndagjald,
því að raunkostnaður væri sjálf-
sagt tífalt hærri. Kostnaðinum
ætti einfaldlega að deila hlutfalls-
lega niður á viðkomandi aðila.
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGKRÐ
ADALSTRXTI • - SÍMAR: 171S2-173SS
"S
Sigmundur örn Arngrimsson og Anna Kristin Arngrimsdóttir i
hlutverkum sinum i „Leiguhjalli“. Ljósm. Mbl. KristiAn.
Fyrsta frum-
sýning Þjóð-
leikhúss-
ins á nýju
leikári
Þóra Friðriksdóttir en með önn-
ur helstu hlutverkin fara Sigurð-
ur Skúlason, Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Sigurður Örn Arn-
grímsson og Baldvin Halldórs-
son. Alls eru leikendurnir tólf.
Leikstjóri er Baldvin Árnason,
leikmynd gerði Sigurjón Jó-
hannsson, lýsingu annast Krist-
inn Daníelsson og Gunnar Reyn-
ir Sveinsson gerði leikhljóð.
,, Leiguh j allur’ ’,
nýtt leikrit eftir Tennessee Williams
FYRSTA frumsýning Þjóðleik-
hússins á þessu leikári verður í
dag, fimmtudaginn 27. septem-
ber. Hefjast þá sýningar á nýju
leikriti eftir bandaríska leikrita-
höfundinn Tennessee Williams.
Nefnist leikritið „Leiguhjallur" í
íslenskri þýðingu Indriða G.
Þorsteinssonar. Leikurinn, sem
heitir á frummálinu „Vieux
Carré", gerist í samnefndu
hverfi í New Orleans á árunum
rétt fyrir seinni heimsstyrjöld-
ina. Sviðið er hrörlegt leiguhús-
næði þessa fátækrahverfis. íbúð-
areigandann, Frú Wire, leikur
Af öðrum verkum Tennessee
Williams má nefna Glerdýrin og
Sporvagninn Girnd.
Önnur sýning á „Leiguhjalli"
verður föstudaginn 28. septem-
ber og þriðja sýningin laugar-
daginn 29. september n.k.
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
HOOVER er heimilishjalp
LPTOFRA-
DISKURINN
Ryksugan sem svífur
HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur
undrun, vegna þess hve fultkomlega einföld hún er.
Sogslyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn
rúmar 12 litra. já 12 lítra af ryki. HOOVER S 3005 er
ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún liöur um
gólfiö á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust
fyrir þig, svo létt er hún.
Verö kr.
Eg er léttust...
búin 800Wmótor
og 12 litra rykpoka
(Made inUSA)
72.712