Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 Heppnissigur Barcelona!! SKAGAMENN stóðu sig írábœrlega vel gegn risunum frá Barcelona, það verður ekki skafið af þeim. Leiknum lauk þannig, að Spánverjarn- ir skoruðu eina mark leiksins snemma i síðari hálfleik, en áttu ekki mörg marktækifœri þar fyrir utan. Skagamenn, sem iéku alian timann rólega og yfirvegaða knattspyrnu, voru hins vegar tvivegis sárgrætilega nærri þvi að skora. Hefði 1—0 forysta Skagamanna i ieikhléi verið möguleg, miðað við færin sem buðust. Það er greinilegt, að Skagamenn þurfa ekki að kviða siðari leiknum, þó svo að 100.000 háisar verði breimandi þar gegn þeim. Skagamenn voru yfirvegaðir og stórstjörnur Barcelona nutu sin engan veginn. Heredia fór út af i hálfleik, Simonsen sást varla og Jón Gunnlaugsson hélt mesta markaskorara Evrópu, Hansa Krankl, að mestu niðri! Rexach aðalmaðurinn En eina af stjörnum liðsins gekk ekki eins vel að hemja, en það var gamla kempan Carlos Rexach. Það kom nokkuð á óvart að hann byrjaði leikinn á varamannabekknum. Hann kom inn á í leikhléi fyrir Heredia og undirstrikaði þá þau mistök að nota hann ekki fyrr. Rexach skoraði eina mark liðsins og hristi ærlega upp í félögum sínum. Markið var sannkallað gull. Það var á 57. mínútu, að leikmenn Barcelona þustu skyndilega úr vörn eftir góða sókn ÍA, boltinn barst til Alan Simonsen, sem lék upp vallarmiðjuna og sendi síðan til hægri á Rexach. Hann lagði knöttinn rólega fyrir sig og skaut þrumuskoti af 30 metra færi rakleiðis í markvinkilinn. Það er erfitt að nánast útilokað. ÍA—Barcelona 0—1 Spánverjar svitna Það er ekki of sagt, að Skaga- menn áttu fullt eins mikið í leiknum allan fyrri hálfleikinn og má því til stuðnings benda á að af 7 hornspyrnum sem dæmdar voru, áttu Skagamenn fjórar. Þær nýtt- ust hins vegar frekar illa, utan ein á 21. mínútu leiksins. Sveinbjörn spyrnti þá fyrir markið frá hægri og úr þvögu leikmanna sem stökk upp á markteigshorninu, þaut knötturinn með leifturhraða og stefndi efst í markhornið. Þar tókst hins vegar bakverðinum Serrat að reka höfuðið í knöttinn og beina honum út á völlinn á ný. En knötturinn hrökk ákveðið til baka af grunlausum Spánverja og sleikti stöngina utanverða, án þess að nokkur Spánverjanna hefði átt möguleika á að bjarga, EF knött- urinn hefði ratað í markið. Sveinbjörn í ham Spánverjarnir fengu oftar að svitna í fyrri hálfleik, þó að frekar hafi veðrið verið kalt á spánskan mælikvarða. Sigþór skaut einu þrumuskoti naumlega fram hjá og bæði Jón Alfreðsson og Svein- björn Hákonarson skutu yfir úr þokkalegum skotfærum. Flestar sóknaraðgerðir Skaga- manna hófust við fætur Svein- björns Hákonarsonar, sem lék einn sinn besta leik, örugglega fyrr og síðar, ósjaldan labbaði hann með knöttinn í gegnum hvern Spánverjann af öðrum. Bar- átta Skagamanna kom og gestum þeirra í opna skjöldu, leikmenn IA unnu velflest návígi í fyrri hálf- leik og eftir hverja slíka rimmu létu áhorfendur ánægju sína í ljós meeð miklum hávaða. Braut blýantinn Það voru ekki allir jafn hrifnir af góðum leik í A, einkum voru það Spánverjar meðal vallargesta, sem létu það fara í taugarnar á sér. Einn blaðamanna braut til dæmis blýantinn sinn þegar bjargað var á marklínu Barcelona. Þeir slepptu sér hins vegar ekki algerlega, þannig vakti það at- hygli þegar einn Skagamanna lá í valnum, að markvörður Barce- lona, Amig, spyrnti knettinum út af leikveilinum svo að hægt væri að gera að meiðslum sjúklingsins. Hefðu ekki allir leikið það eftir markverðinum, en hann var líka sannur „amigo", vinur. Blóðheitir Umrætt atvik átti sér stað, eftir að Jose Como Lopez Canito hafði sneitt Sveinbjörn Hákonarson gróflega niður. saka Bjarna markvörð um markið, Hinn frábæri dómari, Syme frá Skotlandi, leyfði sér að bóka stjörnuna og þurfti þá hálft Barcelona-liðið til að halda í Canito. Sem betur fer fyrir Canito, hafði dómarinn ekki hugmynd um hvað um var að vera, hafði meiri áhuga á hvort Sveinbjörn væri illa leikinn eða ekki. Svo reyndist, Sveinbjörn var studdur af leik- velli. Bjarni bjargar Bjarni Sigurðsson markvörður í A þurfti lítið að hafa fyrir lífinu í fyrri hálfleik, en varði þó einu sinni gott skot Landaburu. Það var fyrst í síðari hálfleik, að Bjarni fékk tækifæri til að spreyta sig. Á 70. mínútu kom Hansi Krankl svífandi á markteignun og skallaði af alefli fyrirgjöf Canito frá vinstri. Eðlisávísun Bjarna var í góðu lagi og áhorfendur supu hveljur er hann varði af feikna- legri snilld. Á síðustu mínútunni greip hann einnig inn í erfiða lágsendingu frá Simonsen, voðinn hefði verið vís ef hann hefði misst knöttinn, því að Krankl var þar á sveimi. Árni í dauðafæri Ef frá er talinn skalli Krankls sem fyrr getur, áttu Skagamenn besta færi leiksins, er Sigþór Ómarsspn sendi eitraða sendingu inn á Árna Sveinsson sem stóð fyrir opnu marki. Hann mun hins vegar ekki hafa verið í jafnvægi og þurfti auk þess að spyrna með hægri fæti, sem er ekki hans sterkasta hlið. Knötturinn fór yfir þverslá og áhorfendur allt að því táruðust. Nokkru fyrir leikslok fék'k Jóhannes ágætt skotfæri inni í teignum, en slíkur var hama- gangurinn að framkvæma spyrn- una, að Spánverjarnir fengu inn- kast á miðjum eigin vallarhelm- ingi þegar upp var staðið. Ekki leikur margra færa Þrátt fyrir að leikurinn væri fjörugur á köflum, var ekki að sama skapi margt um færi, varla fleiri heldur en þegar hefur verið getið um. Hin rómaða framlína Barcelona var léleg að þessu sinni og sóknin hefur ekki verið sterk- asti hluti ÍA í sumar. Annars er merkilegt hve illa spænskum lið- um hefur gengið að leika gegn íslenskum liðum á Laugardalsvell- inum í gegn um árin. Real Madrid, sem er síst lakari hópur leik- manna en Barcelona, hefur bæði leikið hér gegn ÍBK og Fram. Spánverjarnir skoruðu eina mark leiksins gegn ÍBK á síðustu stundu og þó að Fram tapaði 0—2, voru Spánverjarnir oft grátt leiknir og mun sá leikur vera mjög mörgum enn í fersku minni sem einhver besti leikur íslensks liðs gegn erlendu. Hvað veldur skai ekkert sagt um. Er Spánverjunum kalt? • Hætta við mark Skagamanna en Bjarni Sigurðsson bægði hættunni frá einu sinni sem oftar. • Sveinbjörn Hákonarson einn besti maðurinn á vellinum i gær, i baráttu við spænskan leikmann. Lið ÍA Baráttan var aðal liðsins að þessu sinni. Yfirvegunin var einn- ig mikil. Skagamenn léku oft laglega saman úti á vellinum og sérstaklega var skemmtilegt að sjá leikmenn liðsins leika sig út úr þröngum stöðum með þríhyrning- um. Rósemi ÍA fór í taugarnar á spænsku leikmönnunum. Sveinbjörn Hákonarson var langbestur hjá ÍA og hefur hann ekki leikið jafn vel í sumar. Hann er skapmikill leikmaður og takist honum að hemja sig, á hann mikla framtíð fyrir sér. Jónarnir Al- freðsson og Gunnlaugsson voru einnig firnasterkir, svo og Sigurð- ur Halldórsson og Bjarni mark- vörður þegar til hans kasta kom. Lið Barcelona Gullkálfarnir Simonsen og Krankl voru hálfgerðir blikkkálf- ar að þessu sinni, sáust varla í leikpum. Rexach var bestur hjá Barcelona, en hann gerbreytti liðinu til hins betra er hann kom inn í síðari hálfleik. Þá var Canito með „tekniskari" leikmönnum sem hafa á Laugardalsvöllinn komið, lék mótherja sína upp úr skónum nokkrum sinnum. En hann kunni fleira en knatttækni, hann kunni einnig að sparka í fótleggi og það var eftir gróft spark frá honum, að Sveinbjörn varð að yfirgefa leikvöllinn. Þá var hann óspar á munnvatnið og hrækti á Guðjón Þórðarson, sem hafði ekkert til saka unnið annað en að kreppa hnefann framan í Spánverjann. í STUTTU MÁLI: Evrópukeppni bikarhafa Laug- ardalsvöllur: Akranes — Barcelona 0—1 (0-0) MARK Barcelona: Carlos Rexach á 57. minútu. SPJÖLD: Sigurður Lárusson og Jose Como Lopez Canito. ÁHORFENDUR: 6.854 DÓMARI: D.F.T. Syme frá Skot- landi, dæmdi frábærlega. — gg. United fékk skell ÞRIÐJU umferðinni í ensku deildarbikarkeppninni lauk í gærkvöldi og fóru þá fram 6 leikir. Athygli vekur sam- stundis rosatap Manchester Utd., sem er eitt af topplið- um ensku deildarinnar þessa dagana. Úrslit leikja urðu þessi. Birmingham — Exeter 1—2 Man. City — Sunderlandl—1 Norwich — Man.Utd. 4—1 Peterbrough — Bristol Cl—1 Stoke — Swindon 2—2 WBA — Coventry 2—1 Manchester Utd. náði for- ystunni gegn Norwich, með marki Ray Wilkins, en mark- ið var skorað gegn gangi leiksins. Tvö sjálfsmörk komu heimaliðinu yfir og Phil Hoadley og Justin Fas- hanu innsigluðu martröð United. Punktar • Pólverjar og Austur-Þjóð- verjar gerðu jafntefli í Póllandi í gærkvöldi, en þjóðirnar eru í sama Evrópuriðli og ísland. Bæöi liö skoruöu eitt mark, staöan í hálfleik var 0—0. Lindeman skoraöi fyrst fyrir A-Þjóðverja, en varamaðurinn Wiecorek jafnaöi metin rétt fyrir leikslok. • italir sigruöu Svía í vináttu- landsleik í knattspyrnu sem fram fór í Florens. Svíarnir voru haröir í horn aö taka í vörninni og (talirnir uröu aö láta sér eitt mark nægja, en þaö skoraöi nýliöinn Gabriele Oriali í síðari hálfleik. • Tékkar léku sér aö landsliöi frska lýöveldisins í landsleik í knattspyrnu í Prag í gærkvöldi. Lokatölur 4—1 (2—0). Pan- enka, Nehoda, Kroupa og Masny skoruöu mörk Tékka, en McGhee svaraði fyrir gestina. • Holland vann Belgíu í léleg- um landsleik í Rotterdam í gærkvöldi. Leikurinn, sem var vináttuleikur, vannst á einu marki og þaö skoraöi bakvörö- urinn Jan Poortvliet á 75. mín- útu. Sigur gegn Finnum? ÍSLENSKU unglingalands- liðsmennirnir í knattspyrnu leika í dag kl. 18.00 gegn jafnöldrum sínum frá Finn- landi. Er leikurinn liður í undankeppni Evrópukeppni unglingalandsliða, en síðari leikurinn fer fram í Finn- landi 27. október næstkom- andi. Það lið, sem ber sigur úr býtum í leikjum þessum. keppir i lokakeppni ung- lingalandsliða í Austur- Þýskalandi á næsta ári. Islensk unglingalið hafa oft gert það gott í forkeppn- um þessum og iðulega komist í lokakeppnirnar, þar sem staðið hefur verið fyrir sínu. íslenska liðið hefur verið valið og skipa hópinn margir snjallir leikmenn, sem marg- ir hverjir hafa leikið í 1. deild í sumar. Knattspyrna í Finnlandi hefur verið í sókn á undanförnum misserum og unglingalið þeirra eru jafnan sterk en sigur ætti þó að vera möguleiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.