Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.09.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1979 37 /s VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MANUDEGI • Yfirþyrmandi leti Vísa nokkur hefur mjög verið til umræðu í dálkum Velvakanda undanfarið um latan mann er lá í skut. Ég set hér til gamans og tilbreytingar aðra vísu um letina. Vísan er gamall húsgangur er ég ætla að flestir kannist við. „Lati Geir á lækjarbakka, lá þar til hann dó. Vildi hann ekki vatnið smakka, var hann þyrstur þó.“ Þarna var letin svo yfirþyrm- andi að lífið sjálft varð að víkja fyrir henni. „Lífið er þó hverjum sárast að missa.„ Þorkell Hjaltason Leiðrétting I Velvakanda s.l. föstudag birtist athugasemd frá Soffíu Gísladóttur. I athugasemdinni hefur misritast nafn bæjarins sem Jón Pétursson, höfundur „Latur maður lá í skut", bjó á. Rétt nafn er Hólárkot. Síðar í þessari athugasemd er Margrét Anna Jónsdóttir sögð vera amma Soffíu en rétt er að Margrét var amma Jóns Péturs- sonar. • Hver er höfundur? Vísnavinur biður Velvakanda að birta eftirfarandi stöku, ef einhver kynni að geta gefið upp- lýsingar um höfund hennar og um hvað hún er ort. Þær eru margar lærðar lítt Leita skammt til fanga; en þær klappa undurblítt eins og börn á vanga. Þessir hringdu . . „Óréttmæt gagnryni Ekki virðast allir vera sam- mála konunum sem höfðu sam- band við Velvakanda á mánudag- inn og gagnrýndu þátt sjónvarps- ins Seðlaspil. Mikið hefur verið um upphringingar til Velvakanda þar sem þessum konum er and- mælt og viðkomandi þáttur sagður vera bæði skemmtilegur og spenn- andi. Þar væri ekkert að sjá sem væri meira siðspillandi en daglega lífið í kringum okkur. Þar sem áður nefndar konur andmæltu einnig flutningi popp- tónlistar í sjónvarpinu vildu ýmsir viðmælendur Velvakanda benda þeim á að slökkva á tækinu þegar slíkt kæmi á skerminn. Meðal þeirra sem vildi segja hug sinn varðandi popptónlist var 73ja ára gömul kona sem nýbúin var að fá litsjónvarp. Kvaðsi hún hafa af- skaplega gaman ai aó sjá popptón- list flutta í sjónvarpinu, sérstak- lega þá Boney M. Vildi hún alls ekki sjá sinfóníuhljómsveit í sjón- varpinu en henni þætti hins vegar ósköp gaman ef harmonikulög yrðu einhvern tíma flutt. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á Skákþingi Svíþjóðar í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Dan Cramlings, sem hafði hvítt og átti leik, og Per Inge Helmertz. 20. Rf6! - gxf6,21. Dxf6+ - ke8, 22. Dxh8 (Hvítur hótar nú 23. Hfl og síðan Dh7 eða e4 og Hf3 við tækifæri. Svarta staðan er svo óvirk að hann fær ekki rönd við reist). Dc5, 23. Dh7 — De7, 24. Dg6+ - Kd8, 25. De4! - Kc8,26. Dxb7+ og svartur gafst upp. Þeir Renman og Schtlssler urðu jafnir og efstir á mótinu, en sigurvegari á mótinu í ár sem er nú nýlokið varð Lars-Áke Schneider. HÖGNI HREKKVÍSI Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum börnum mínum, tengdabörnum, frændfólki og öllum vinum mínum fyrir allar gjafir, blóm og heillaskeyti, vinsemd og virðingu mér auösýnda, á 75 ára afmælisdegi mínum. Guð blessi ykkur öll. Jóna Guörún Þóröardóttir, Skeggjagötu 6, Rvk. Hvíldarþjálfun (tauga- og vöðvaslökun) Hvíldarþjálfun losar um streitu, sþennu og vöðva- bólgu, auöveldar svefn. Námskeiðin hefjast miðvikud. 3. október. Kennt verður í leikfimisal Langholtsskóla. Þær dömur sem eru á biðlista staðfesti þöntunina sem fyrst. Upplýsingar og innritun í síma 82-9-82. Þórunn Karvelsdóttir íþróttakennari. Kantlímdar - smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. Viðarþiljur í 7 viðartegundum spónaplötur í 8 þykktum og 7 stærðum, rakavarð- ar, eldvarðar, spónlagö- ar, plastlagðar í hvítu og viöarlitum. BJORNINN Skúlatúm 4. Simi 25150. Reykjavik MANNI OG K KOMUM í ÞYKJUSTU KAPP, KONNA, Á BÍLUM ... HAGTRYGGING HF C! þarna serdui ÞÚ KANNT EKKERT AO keyra... OG SVO VEISTU VEL AÐ ÞAO ER BANNAÐ AO GLANNA. FARIÐ GÆTILEGA I FRAMURAKSTRI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.