Morgunblaðið - 01.11.1979, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.11.1979, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 Sementsverksmiójan á Akranesi: Getur reykháfurinn kynt 25% bæjarins? » Tilraunin getur haft mikla þýóingu, segir dr. Guómundur Guómundsson SEMENTSVERKSMIÐJAN á Akranesi gerir nú tilraun til þess að virkja tii upphitunar húsa 120 — 140 stiga heita guíu sem streymir stanzlaust upp um reykháf verksmiðjunnar, en þar er um 8 MW orku að ræða. Tiiraunir til slíkrar virkjunar hafa ekki verið gerðar áður, en samkvæmt upplýsingum dr. Guðmundar Guðmundssonar, tækni- legs framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar, gefa þær tilraunir sem gerðar hafa verið góða von um virkjunarmoguleika. Stefnt er að því að virkja fyrst tiunda hluta orkunnar úr reykháfnum og á hún að duga til upphitunar á öllum mannvirkjum verksmiðjunnar, en ef sú framkvæmd heppnast vel er talið mogulegt að virkja um helming orkunnar eða 4 MW og á það að nægja til þess að hita upp 25% af Akraneshæ. Dr. Guðmundur sagði að þessi orkuvirkjun úr reykháfnum færi þannig fram, að gufunni væri hleypt í kæliturna til þess að þétta 120—140 gráða heita gufuna með mótrennsli á köldu vatni, en með því móti hitnaði vatnið í 60—70 gráður og væri hleypt þannig inn á miðstöðvarkerfi. Nokkru fjár- magni hefur verið varið í þessar tilraunir í verksmiðjunni og upp- byggingu dreifikerfis fyrir hitann á miðstöðvarkerfið. Dr. Guðmundur sagði, að fyrir skömmu hefðu sérfræðingar frá dönsku sementsverksmiðjunum komið til Akraness til þess að kynna sér málið, en þeir hyggja einnig á tilraunir í þessum efnum og mögulega taka þeir að sér næsta þátt tilraunarinnar þar sem reynt verður að virkja tífalt meira magn við sömu aðstæður. „Eg tel að þetta sé góð tilraun og hún getur haft mikla þýðingu," sagði dr. Guðmundur, „og t.d. gætu Fiskimjölsverksmiðjur hugsanlega nýtt á þennan hátt mikla orku frá reykháfum sínum." Reykháfur Sementsverksmiðjunnar. Á myndinni sést þyrla vinna við efsta hiuta hans, en i forgrunni er eitt af ibúðarhúsum bæjarins sem hugsanlega fær hitaveitu frá reykháfnum. Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins: „ Aldrei verri fjár- nagsleg staða” Þorsteinn Gunnarsson Stefán Baldursson Þorsteinn Gunnarsson og Stefán Baldursson leikhússtjórar L.R. STJÓRN Leikfélags Reykjavíkur hefur samþykkt að ráða þá Þorstein Gunnarsson og Stefán Baldursson leikhússtjóra frá 1. september á næsta ári, en þeir sóttu saman um starfið. atkvæðagreiðsla fer farin ár þar sem þetta hefur staðið í járnum og verið heldur jákvætt. Heildarvelta Ríkisútvarpsins er um fjórir milljarðar króna, en miðað við áætlað rekstrartap nú þá þýðir það minni möguleika á mjög nauðsynlegum endurbótum Svíþjóó: Steindór Hjörleifsson formaður sagði í samtali við Mbl. í gær að stjórn Leikfélagsins hefði ákveðið þetta á fundi sínum nýlega að undangenginni skoðanakönnun er náði til starfandi félagsmanna. Hefðu þeir Þorsteinn og Stefán fengið flest atkvæði. Ákvörðun þessi verður síðan borin undir aðalfund Leikfélags Reykjavíkur hinn 12. nóvember n.k. þar sem endanleg fram. Þeir Þorsteinn Gunnarsson og Stefán Baldursson munu því deila starfinu með sér, en það verður svo sem verið hefur eitt starf og taka þær við því þegar Vigdís Finnbogadóttir núverandi leik- hússtjóri lætur af starfi sínu í lok ágúst á næsta ári. Stefnir í ÍOO millj. kr. haUa á árinu GERT er ráð fyrir 50 milljón króna halla á rekstri hljóðvarpsins á þessu ári og 30—50 millj. kr. halla á rekstri sjón- varpsins samkvæmt upp- lýsingum Harðar Vil- hjálmssonar fjármála- stjóra Ríkisútvarpsins. „Rekstrarstaða Ríkisút- varpsins hefur aldrei verið eins slæm og nú,“ sagði Hörður, „því þetta er tals- vert verri staða en undan- Lík stúllnmn- ar fundið LÍK stúlkunnar, sem drukknaði í Þorlákshöfn um helgina þegar bifreið fór þar í sjóinn, fannst í gærmorgun, en það hafði fallið úr bifreiðinni þegar hún var hífð upp af 10 m dýpi. sérstaklega á tækjabúnaði hljóð- varps. „Við erum því sérstaklega viðkvæmir fyrir því nú ef gengið verður á hlut afskriftafjár til þess að greiða taprekstur. Það er mikið aðhald í öllum kostnaði og rekstri Ríkisútvarpsins, en þó nást endar ekki saman. Þess má geta að hækkun afnotagjalda svarar ekki til jafns við þær verðhækkanir sem ganga yfir.“ Hæstiréttur stað- festir fðmiefrtadóma Samkomulag Seðlabanka við viðskiptabanka og sparisjóði: Verulega dregið úr útlánum til áramóta HÆSTIRETTUR í Svíþjóð hefur staðfest fangelsis- Tvær sölur í Englandi TVÖ fiskiskip seldu í Eng- landi í gær. Jón Dan seldi 151 tonn fyrir 75.5 milljónir króna, meðalverð 498 krónur á kílóið. Guðmundur Krist- inn frá Fáskrúðsfirði seldi 59 tonn í Fleetwood og fékk 19 milljónir fyrir aflann, meðalverð 323 krónur. dóma yfir fjórum af sjö íslendingum, sem nýlega voru dæmdir fyrir fíkni- efnasölu í Gautaborg í Svíþjóð, en mennirnir höfðu áfrýjað dómnum. Staðfestir voru dómar yfir Bjarna Bender, sem dæmdur var í 2% árs fangelsi, þeim Holbergi Mássyni og Karli Gráns, sem dæmdir voru í tveggja ára fangelsi hvor, og einum þriggja íslendinga, sem hlutu 10 mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í málinu. INNLENT SAMKOMULAG hefur verið gert milli Seðlabankans og viðskipta- banka og sparisjóða um takmörk- un útlána, en nauðsynlegur sam- dráttur yfir mánuðina október- desember svarar til 13,3% af almennum útlánum án endur- kaupa i upphafi ársins. Frá þessu er skýrt í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst i gær frá Seðlabanka íslands. Segir þar. að lausafjárstaða innlánsstofnana við Seðlabankann hafi versnað mjög og var orðin neikvæð um 9,2 milljarða króna i septemberlok. Er það 6,4 milljörðum lakari staða en á sama tíma i fyrra. í fréttatilkynningu Seðiabank- ans segir m.a.: „Almenn útlán, eða þaklán, viðskiptabanka og spari- sjóða höfðu í ágústlok aukizt um 46,4% frá áramótum, en aukning- in yfir árið allt er oft lík aukning- unni til ágústloka. í september var enn sérstaklega mikil aukning, eða upp í 55,3% frá áramótum. I ljósi þeirra viðhorfa, er þannig höfðu skapazt, fóru fram viðræður milli Seðlabankans og viðskipta- banka og sparisjóða. Varð að samkomulagi, að innlánsstofnan- irnar tækju sér fyrir hendur að koma aukningu þaklána yfir árið niður í 42%. Með hliðsjón af því má ætla, að aukning peninga- magns muni verða um 40% frá upphafi til loka ársins. Hefur ríkisstjórnin nú staðfest þá breyt- ingu upphaflegra markmiða, sem í þessu felst." Er þar átt við mark- mið , sem tilgreind eru í lögum um stjórn efnahagsmála nr. 13 frá 10. apríl 1979. Síðan segir í tilkynningunni: „Sérstaklega skal bent á, að við- skiptabankar og sparisjóðir þurfa að draga verulega úr útlánum til þess að ná hinu nýja marki, eða úr 55,3% aukningu til septemberloka í 42% aukningu yfir árið í heild. Þannig svarar nauðsynlegur sam- dráttur yfir mánuðina október- desember til 13,3% af almennum útlánum án endurkaupa í upphafi ársins. Að lokum segir í fréttatilkynn- ingu Seðlabankans, að vegna hinn- ar slæmu lausafjárstöðu þurfi innlánsstofnanir mjög að halda að sér höndum, og fellur það saman við nauðsyn þess að takmarka útlánin eins og samkomulag hefur verið gert um. Sjá tilkynningu Seðlabankans, sem birt er i heild á bls. 26. Hálfa milljónin ósótt FRAMLEIÐENDUR Tropicana höfðu samband við Mbl. í gær og kváðust vilja kvarta um það að enginn hefði sótt til þeirra hálfu miiljónina sem þeir settu í Tropicanahyrnu íyrir skömmu. Kváðust þeir vilja benda íólki á að huga vel að þeim hyrnum sem það hefði undir höndum, því þeir vildu endilega losna við þessa hálfu milljón til heppins viðskiptavinar. Uppselt á allar Söng- skólaskemmtanirnar UPPSELT hefur verið á allar Söngskólaskemmtanirnar Hvað er svo glatt í Háskólabíói, en næsta skemmtun verður á föstudags- kvöld kl. 23.30. Á þessari sérstæðu skemmtun Söngskólans fara margir helztu söngvarar landsins á kostum í fjölmörgum þekktum lögum og boðið er upp á glens og gaman. Hefur listamönnunum verið feikilega vel tekið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.