Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979
27
Landsþing verzlunar-
manna í Stykkishólmi
Hvanneyri, 31. október.
HAFIST var handa við byggingu
nýs barnaskóla hér á Hvanneyri í
haust, en skólinn hefur verið á
hrakhólum undanfarin ár, það er
aðeins fyrir velvilja forráða-
manna Bændaskólans að barna-
skólinn hefur fengið inni í kjall-
ara heimavistarinnar. Sá samn-
ingur var framlengdur s.l. haust
í eitt ár.
Andakílshreppur leggur fram
allt það fjármagn sem þarf til
byrjunarframkvæmda, þar sem
ekki hefur fengist nein veruleg
fjárveiting á fjárlögum ríkisins.
Það er nauðsynlegt að flytja inn í
allavega hluta hússins næsta
haust, hvað sem öðru líður, því að
ekki er neinn grundvöllur fyrir því
að leita til bændaskólans lengur.
í skólanum eru nú 35 börn á
aldrinum 6—12 ára, en þeim er
kennt í litlum hópum og hefur það
gefist sérlega vel. Skapast hefur
góð og betri samvinna kennara og
nemenda en ella gæti orðið væru
bekkjardeildir stærri.
Þá má nefna það, að byrjað er
ORATOR, félag laganema, gengst
fyrir fundi um útilif og fugla-
veiðar á afréttum og almenning-
um. Fundurinn verður haldinn í
stofu 101 í Lögbergi, húsi laga-
deildar H.í, fimmtudaginn 1. nóv-
ember kl. 20.30. Öllum er heimill
aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Frúmmælendur verða: Prófessor
Sigurður Líndal, Haukur Brynj-
að byggja nýja sundlaug við
Kleppjárnsreykjaskóla, sem til-
heyrir þessu sama skólasvæði, en
það er einnig mjög brýnt hags-
munamál íbúanna hér.
— ófeigur.
ólfsson, varaform. Skotveiðifé-
lagsins, og Þorsteinn Þorsteins-
son bóndi og form. Landssam-
bands veiðiréttareigenda. Að er-
indum frummæenda loknum
verða opnar umræður og fyrir-
spurnir.
Allt áhugafólk um úti-
lífsrétt er hvatt til að sækja
fundinn.
LANDSÞING íslenzkra
verzlunarmanna, hið 12. í
röðinni, verður sett í Hót-
el Stykkishólmi n.k. föstu-
dag 2. nóv. Aðalverkefni
þingsins er kjaramálin og
horfur í samningamálum.
Þingið stendur fram á
sunnudag og verður þá
kosið í stjórn til næstu
tveggja ára. Rétt til þing-
setu eiga um 100 fulltrúar,
alls staðar að af landinu.
Fullgildir félagsmenn eru
um 8000, en aðildarfélögin
eru 23 talsins. Formaður
Landssambandsins er
Björn Þórhallsson við-
skiptafræðingur.
Norræna húsið:
Evrópsk kvikmyndagerð
í KVÖLD fimmtudag 1. nóvem-
ber kl. hálf níu, flytur dr. phil.
Gösta Werner, prófessor við
Stokkhólmsháskóla, erindi um
evrópska kvikmyndagerð í Nor-
ræna húsinu. Gösta Werner hefur
getið sér gott orð fyrir skemmtí-
leg erindi um þetta efni, og auk
þess mun hann sýna þrjár stuttar
kvikmyndir, sem hann hefur
sjáifur gert, en hann er einnig
vel þekktur fyrir myndir sínar,
hefur meðal annars fengið verð-
laun fyrir þær á kvikmyndahátið-
um í Cannes, Feneyjum og Edin-
borg.
Eins og flestum mun kunnugt
stendur nú yfir í Regnboganum
sænsk kvikmyndavika og er Wern-
er staddur hér í tengslum við
hana. Erindið í Norræna húsinu er
hið síðasta sem hann flytur að
þessu sinni, og ætti enginn áhuga-
maður um kvikmyndagerð að láta
sér þetta happ úr hendi sleppa.
Gösta Werner
Hafist handa vid byggingu
barnaskóla á Hvanneyri
Fuglaveiða- og úti-
lífsfundur Orators
Athuga.semd frá Sambandi
ísl. samvinnufélaga
Morgunblaðið — Staksteinar
- 31. okt. 1979.
— utflutningsbætur til SÍS
í ofangreindri grein er m.a.
fullyrt að Sambandið taki stóran
hluta útflutningsbótanna til sín
í formi umboðslauna. Þetta er
víst ekki í fyrsta sinni sem slíkt
heyrist.
Skipulagi kjötsölunnar er
þannig háttað, að allir slátur-
leyfishafa eiga, eftir því sem
hægt er, að fá sama verð fyrir
hvert framleitt kíló af sömu
tegund af kjöti án tillits til
hvaða markaði varan er seld, á
hvaða tíma og fyrir hvaða verð.
Hlýtur Sambandið þá einnig að
verða að jafna sínum sölukostn-
aði jafnt á allt kjöt sömu
tegundar sem það selur.
Umboðslaun Sambandsins eru
nánast skipting á sölukostnaði
sem vegna heildar verðjöfnunar
Framleiðsluráðs á kindakjöts-
framleiðslu haust hvert, þarf að
vera sama krónutala á hvert
kjötkíló af sama gæðaflokki.
Umboðslaun þau, er Samband-
ið tók vegna sölu á kjöti af
framleiðslu 1978 var kr. 31,02 á
kíló dilkakjöts, sem nær varla
2% af hinu svokallaða grund-
vallarverði, svo verður hver að
dæma fyrir sig hvort menn telja
þetta mikið eður ei.
A það skal einnig bent að
Sambandið hefur enga einkasölu
á útflutningi landbúnaðarvara.
Er því opin leið fyrir önnur
útflutningsfyrirtæki að keppa
við Sambandið um útflutning
landbúnaðarvara, ef þau telja
sig geta náð betri árangri.
Búvörudeild.
AOGLYSINGASrOFA KBISIlNAn
7.95
ANGILS
A ÍSIATÍDI
Góðar fréttir fyrir karlmenn á öllum aldri sem láta sér
annt um útlit sitt:
Herrahúsiðheíur tekið við einkaumboði Van Gils á íslandi.
Mun þessi bráðfallegi fatnaður því fást í verslunum
Herrahússins og í Adam Laugavegi 47.
Nú standa til boða m. a.,,peysuíötin“ vinsælu,
Combi fatnaðurinn, Tweed blússur, stakir jakkar,
föt og frakkar.
KOMHU OG SKOÐAÐU NÝJU
LÍNUNA FRÁ VAN GILS
HÚN ER 1. KLASSI.
lierrahúsid
BANKASTRÆTI 7. SÍMI 29122. AÐALSTRÆTI 4.SÍMI 15005.