Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 Einar Hákonarson á Kjarvalsstöðum Konan í garðinum. Einn af framsæknustu lista- mönnum okkar, og einn þeirra dugmestu, er Einar Hákonarson. Hann hefur þegar haldið margar einkasýningar á verkum sínum, og ekki man ég á þessari stundu, hve margar þær eru orðnar. Hann hefur einnig átt mikið við grafík, en engar slíkar myndir eru á þeirri sýningu, sem hann hefur nú efnt til á Kjarvals- stöðum. Ég get ekki annað en saknað þessa þáttar í starfsemi Einars, en að mínum dómi er margt það besta, er hann hefur gert, einmitt á grafíska sviðinu. Það vekur því nokkra furðu, að hann skuli ekki eiga verk á þeirri sýningu, sem Danir keppast við að bera lof á einmitt þessa daga. En það er margt skrítið í listmálum á stundum. Ekki meir um það. Snúum okkur að núverandi sýningu Einars Hákonarsonar: Það eru tæp 70 málverk á þessari sýningu, bæði stór og smá. Allt eru það olíumáiverk, sum frá fyrri árum, önnur beint af trönunum. Eins og mörgum er kunnugt, er Einar feiknalega vinnusamur og leggur hönd á margt. Að undanförnu hefur hann lagt mikla vinnu í skóla- hald og svona millum mála hefur hann verið að koma yfir sig húsnæði. Ekki er þörf á að segja meir; þeir, sem til þess háttar þekkja, vita vel hvern tíma slíkar framkvæmdir taka. Það mætti með sanni segja, að það séu einnig athafnamenn innan raða listamanna, og ef nokkur þeirra á það heiti skilið, er það Einar Hákonarson. Ekki veit ég fyllilega ástæð- una fyrir, að mér leist miklu betur yfirleitt á minni myndir Einars. Það er eins og hann ráði betur við litlar stærðir og nái Mynflllst eftir VALTÝ PÉTURSSON meiru samhengi í lit og form heldur en þegar hann málar í miklum stærðum og ætlar að segja mikla sögu. En verkefni úr sögum vorum fornum eru snar þáttur í listsköpun Einars. Sum þessara verka eru á sýningu Einars að Kjarvalsstöðum. Kveikjurnar að verkum Einars má víða finna. Hann hefur næmt auga fyrir umhverfi og mannlífi, uppstillingar og blóm eiga einnig tök í honum og ekki skulum við láta ótalið landslagið, bæði eitt og sér og svo sem bakgrunnur margra verka. Af þessu sér maður, að Einar leitar verkefna víða, og á stundum fer hann nokkuð fljótt yfir. Manni dettur stundum í hug, að hann hafi komist í tímahrak, eins og okkar bestú skákmenn gera stundum í útlöndum. Sem sagt í fáum orðum: Þessi sýning er að mínu mati besta sýning, sem Einar hefur haldið hingað til, en hún er mjög misjöfn að gæðum, og það er eins og áður hefur komið í ljós, að teikning virðist miklu sterkari hlið Einars Hákonar- sonar en litameðferð. Það hafa ekki orðið veigamiklar breyt- ingar í list Einars, frá því er hann sýndi seinast. Samt vil ég vekja eftirtekt á því, að hann hefur málað nokkrar myndir í jarðlitum einum og virðist hafa fundið þar verðugt verkefni, sem hann á vafalítið eftir að rækta meira, og ég fagna því, að hann hefur komist inn á þessa braut. Ég ætla að nefna nokkur verk, sem mér fundust vera sterkustu stoðir þessarar sýningar á Kjarvalsstöðum: No. 8 skemmti- leg uppstilling, No. 23 vel byggð og hljómar sannfærandi. No. 38 Sumarstúlka, sem mér fannst ein besta mynd á þessari sýn- ingu. Einnig nefni ég No. 43, 48, 51, 60 og sjálfsmynd No. 64, sem ég hafði gaman að. Þetta er í heild sýning, sem á það til að vera nokkuð snögg í lit, en hún er lifandi og hress, og það, sem nær á manni tökum, skilur skemmtilega tilfinningu eftir hjá þeim, er þessum verkum kynnast. Einar Hákonarson afþakkaði umfjöllun Sjónvarpsins á sýn- ingu sinni. Það voru ágætar forsendur, er hann nefndi fyrir því. Mig langar til að styðja mál hans aðeins með því að bæta hér í lokin við smávegis, sem ég sé enga ástæðu til að fara leynt með. Hér í borg hefur hópur listamanna, sem kallar sig SEPTEM haldið 7 sýningar á verkum sínum undanfarin 7 ár. í þessum hóp eru margir þekkt- ustu málarar landsins og engir nýgræðingar, sumir hverjir bún- ir að starfa fast að 50 árum að list sinni og aðrir enn lengur. Sigurjón ólafsson myndhöggv- ari er einn úr hópnum, Þorvald- ur Skúlason annar. í þessi sjö ár hefur menningarþáttur verið starfandi í sjónvarpi og kallast VAKA, og hér kemur rúsínan í pylsuendanum. Ekki eitt auka- tekið orð hefur komið í þessum þætti um sýningar þessa hóps, en ýmislegt annað, sem maður man ekki einu sinni nöfnin á verið rækilega rætt og skoðað. En SEPTEM stundar ekki rall- akstur og heldur ekki hesta- mennsku eins og Einar Hákon- arson komst svo vel að orði. Til hamingju með fyrirtækið og óskir um góðan árangur. Sígild saga Ragnheiður Jónsdóttir: Dóra Saga fyrir unglinga Iðunn Reykjavík 1979. Það eru nokkrir áratugir síðan unglingar á íslandi biðu með óþreyju eftir hverri nýrri bók, sem Ragnheiður Jónsdóttir sendi frá sér. Nú hfur Iðunn gefið út fyrstu bókina í þeim bókaflokki Ragn- heiðar er nefndar eru Dórubæk- urnar, sem mig minnir að séu 7 að tölu. Ragnheiður var afkastamikil og um leið vandaður og vinsæll höfundur. í bókum hennar koma fram flestir þeir kostir er gera bók þess virði að lesa hana og muna. Að mínu viti voru stærstu eigin- leikar hennar sem höfundar, hve vel henni tókst að vekja lesendur til hugsunar um að ungar sálir eru í þörf fyrir hið frjóa líf, sem aðeins er til þar sem firring og einmanaleiki rúmast ekki í hverju horni. Og hve varfærnum höndum hún fer um þessar sálir um leið og hún fylgir þeim gætnum augum. Það eru ekki margar bækur, sem skrifaðar voru fyrir rúmum þrjátíu árum sem ná til ungra lesenda nú — þó er það til. Bókin Dóra er í sendibréfaformi og gerist á stríðsárunum í Ragnheiður Jónsdóttir. Reykjavík. Dóra, 12 ára telpa skrifar öll þessi bréf til bestu vinkonu sinnar Ellu, sem dvelur í sveitinni, vetrarlangt hjá ömmu sinni og afa. Allt líf Dóru þennan vetur kemur fram í frásögn henn- ar til Ellu. Um leið kynnist lesandi foreldrum hennar, heimili og öll- um lífsháttum þar. Svo og öllu því fólki sem á einhvern hátt sam- fléttast lífi Dóru. Dregnar eru upp margar þjóðfélagsmyndir án þess að höfundur setji þær skyndilega fram. Þær koma, óljósar í fyrstu, Bókmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR eru bara þarna en skýrast smám saman svo að í sögulokin verða þær að mínu mati ásæknar í hug lesenda og gera honum kleift að greina kjarnann frá hisminu án erfiðis. Styrkur sögunnar er sá, að þetta gerist eins og höfundi ómeð- vitað og því kemur það fram á þennan heiðarlega einlæga máta. Foreldrar Dóru eru ríkir og hún er einbirni, sem veitist allt sem hægt er að fá fyrir peninga. En andlegt samband hennar við for- eldrana er ekki á sama veg. —. Við hvern ætti ég að tala um alit sem mér dettur í hug, og allt sem mig langar til að gera? Pabbi hefur ekki tíma til að hlusta á mig og mamma skilur mig ekki U Af bréfum Dóru sést hve mjög hún er í þörf fyrir frjórra líf en finnst á heimili hennar. Hún og Vala Gísla sem er orðin þrettán ára, dragast smám saman hvor að annarri. Vala er fátæk, býr í skúr og á mörg systkini. Hjá Völu og fjölskyldu hennar finnur Dóra æ betur þá lífsfyllingu er hún ósjálf- rátt leitar eftir. Og þar opinberast henni mörg lífssannindi, sem hún Undir þunga Dönsk játningasaga hefur ekki gert sér grein fyrir áður. Ungi pilturinn, Kári bróðír Völu verður annað og meira en bara ungur piltur í huga Dóru er hún kynnist honum. Bréfaskriftir Dóru til Ellu enda er vorar. Margt er búið að drífa á daga hennar um veturinn og snilldarlega er það opinberað í bréfsformi. Hvergi held ég að hægt sé að finna betur hið innra starf skól- ans, frá þessum tímum, séð með augum nemenda en einmitt í Dórubréfunum. Eins og ég gat um í byrjun hafa áratugir liðið síðan þessi -bók var rituð. Og margt hefur breytzt, en sá meginþráður göfugs mannlífs sem liggur í gegnum tilveruna er ofinn af mannviti í þessa bók — og því er hún ekki aðeins holl lesning börn- um nú, heldur einnig skemmtileg. Og mín trú er sú að á öllum tímum hljóti slík lesning að höfða til barna og unglinga. Myndir þykja mér sérlega skemmtilegar, og frágangur bók- arinnar allur með ágætum, eins og sagan 3jálf. Bente Clod: Uppgjör. Manneskja í mótun. Skáldsaga. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Iðunn 1979. í minningaskáldsögu sinni Uppgjöri víkur Bente Clod að fyrirmyndum sínum í ritlist. Meðal þeirra eru Simone de Beauvoir, Laurence Durrell og Suzanne Brögger. Það er landi hennar, Brögger, sem kemur henni í skilning um að a- stæðu sé að lesa heimspekinga sem skrifa um ást en virðast ástlausir.„ Herbert Macruse fær þá einkunn hjá Brögger að hann „virðist kynlaus, vegna þess að hann hugsar vélrænt". Vegur Marcuse var hvað mestur í maí 1968 eins og Clod bendir á. Hún á ritsafn hans í hillunum hjá sér, en hefur þrátt fyrir góðan vilja ekki tekist að tileinka sér kenningar hans. „Marcuse hvarf aftur eins og brotareglurnar hurfu á sínum tíma út úr kollinum á mér“. Ég hygg að þetta segi töluvert um rithöfundinn Bente Clod. Hún er að vísu barn þeirrar uppreisnar gegn kerfi og sambu: ðarhugmy sem hvað mest hefur verið áberandi að undanförnu. En hún er trú eigin tilfinningum og ákaflega heiðarlegur höfundur. Til þess að átta sig á Uppgjöri er nauðsynlegt að vita eitthvað um höfunda eins og Suzanne Brögger sem Bente Clod hefur lært mikið af. Einnig þykir mér hún hafa að mörgu leyti svipaða afstöðu og Christian Kampmann Látæði veraldarinnar Guðmundur Gislason Hagalín: BLÍTT LÆTUR VERÖLDIN. Skáldsaga. Almenna bókafélagið 1979. BLÍTT lætur veröldin hefur nokkra sérstöðu meðal skáldsagna Guðmundar Gíslasonar Hagalíns. í sögunni segir frá dreng úr sjávarþorpi og stúlku úr Reykjavík sem hittast á sveita- heimili uppi í afdal. Drengurinn er sakleysið sjálft, saknar móður sinnar og leitar hlýju hjá kúnni Stórhyrnu. Stúlkan er lífsreynd- ari, enda eldri og á sér óvissa fortíð. Það er stúlkan sem í upphafi sögunnar freistar þess að rjúfa einmanaleik drengsins, verða vin- ur hans. Sú tilraun verður ekki átakalaus. Drengurinn er ekki við því búinn að hverfa frá móður- ímynd sinni kúnni og stofna til vináttu við unga konu. Hugur hans er að vísu fullur af undar- legum kenndum, sumum nýjum og óvæntum, en hann er fyrst og fremst barn. Fólkið á bænum er aukapersón- ur í Blítt lætur veröldin. Engu að síður kynnumst við því vel. Haga- lín einbeitir sér að því að lýsa hugarheimi drengsins og stúlk- unnar. Ég held að honum hafi sjaldan tekist betur að draga upp nærfærna mynd af innra lífi. En ekki skortir heldur skemmtilegar umhverfislýsingar þar sem nátt- úran og dýrin leika veigamikil hlutverk. í eðli sínu er Blítt lætur veröldin ljóðræn saga. Það má kannski finna að því að hún sé of margorð á köflum, en það fer henni vel, einkum þegar höfundur- inn túlkar veðrabrigði hugans með nákvæmum ytri lýsingum. Eins og flestir vita er persónusköpun Hagalíns meðal helstu sérkenna hans. Hann er meistari samtala sem segja okkur allt sem máli skiptir um sögupersónurnar. Ekki síst er styrkur hans markviss lýsing hátternis fólks, svipbrigða og kækja. Sumum finnst þetta að vísu ganga of langt hjá Hagalín. Um náttúrulýsingarnar sem fyrr var minnst á er glöggt dæmi þar sem segir frá því þegar drengur- inn fer að veiða silung. Hann virðir fyrir sér silunga í hyl: „Þeir voru sex. Þeir voru ýmist kyrrir eða syntu fram og aftur. Stundum fóru þeir hægt og hik- andi, líkt og þeir væru í djúpum þönkum út af einhverjum vanda- málum sinnar votu tilveru. Svo tóku þeir kannske skyndilega harðan sprett, eins og líf lægi við, lágu síðan kyrrir, sveimuðu aftur af stað, upp eftir, ofan eftir, yfir hylinn, ýmist að þessum eða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.