Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 UfllHORF UMSJON: ANDERS HANSEN Stjómmálamenn hætti afskiptum af úthlutunum úr lánasjóðum sj ávarút vegsins Á SUS-þinginu í september var samþykkt svohljóðandi ályktun um sjávarútvegsmál: Sjávarútvegur hefur verið og er burðarás íslenzks efnahags- lífs. Þessi atvinnugrein sem aðrar hér á landi, hefur tekið stórt stökk fram á við. Full- komin fiskvinnsla og nýtízku útvegur sýna og sanna að íslenzkur sjávarútvegur er einn sá tæknivæddasti sem um getur. Þrátt fyrir þetta og að ytri aðstæður hafi verið á margan hátt hagstæðar, stendur útgerð og fiskvinnsla frammi fyrir margþættum vanda. Einna hæst ber minnkandi fiskgegnd á mörgum hefðbundnum miðum. Strangar veiðitak- markanir hafa haft áhrif á óhagstæða aflasamsetningu og síðast en ekki sízt steðja miklir fjárhagserfiðleikar að þessum mikilvæga atvinnuvegi. Ungir Sjálfstæðismenn telja brýna nauðsyn bera til að halda áfram því friðunarstarfi sem hafið er. Svo að vel takizt til leggur þingið þunga áherzlu á að náið samráð með stjórn- völdum, vísindamönnum og þeim hagsmunahópum er hlut eiga að máli. Augljóst er, að margskonar stjórnunarað- gerðir koma til greina og ber að taka mið af eftirfarandi: — að hverju sinni sé veitt hæfilegt magn úr hverjum stofni, á sem ódýrastan hátt, enda leiðir það til meiri vel- megunar. — að þessar stjórnunarað- gerðir hvetji fremur en letji til nýjunga og tilrauna með nýjar og hagkvæmari veiðiaðferðir. — að þær séu nægilega sveigjanlegar til þess að bregð- ast fljótt og rétt við breyt- ingum á efnahagslegum og líffræðilegum skilyrðum. — að tekið sé tillit til áhrifa stjórnunar á útflutningstekjur og greiðslujöfnuð gagnvart út- löndum. — að tekið sé tillit til byggðasjónarmiða og áhrifa stjórnunar á skiptingu tekna, eigna og atvinnu séu metin hverju sinni. Óðaverðbólga síðustu ára hefur valdið fyrirtækjum í sjávarútvegi þungum bú- sifjum. Kostnaðarhækkanir innanlands hafa verið gífur- legar. Þrátt fyrir að verðlag á helztu fiskmörkuðum erlendis hafi verið hagstætt hefur það hvergi nærri vegið upp á móti þeirri kostnaðaraukningu er orðið hefur. Vegna margra ára rangrar gengisskráningu og aukinnar skattbyrði hefur verið komið í veg fyrir myndun eigin fjármagns, með þeim afleiðingum að íslenzkur sjávarútvegur hefur búið og býr við síendurtekna fjárhags- erfiðleika. Því telja ungir Sjálfstæðismenn það frumskil- yrði að gengisskráning sé rétt á hverjum tíma og skattpín- ingu á fyrirtækjum verið hætt. Ungir Sjálfstæðismenn skora á stjórnvöld að haga peninga- og fjármálaaðgerðum sínum þannig að A) þær hvetji til skynsam- legrar og hagkvæmrar fjár- festingar. b) fyrirtækjum verði gert kleift að auka eigið fé sitt, svo unnt sé að hagnýta tæknifram- farir til hagsbóta fyrir alla þá er að atvinnugreininni vinna og þjóðina í heild. Við úthlutun lána úr hinum einstöku sjóðum sjávarútvegs sem lána til uppbyggingar verði eftirfarandi m.a. haft að leiðarljósi: 1. Að rekstrarafkoma fyrir- tækja hafi verið góð síðastliðin ár. 2. Tekið verði alfarið fyrir afskipti stjórnmálamanna við úthlutun lána úr þessum sjóð- um. Ljosin.: Anders Htnsen. Frá störfum SUS-þingsins á Húsavik: Halldór Blöndal formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra flytur ávarp. Aðrir á myndinni eru talið frá vinstri: Gisli Baldvinsson fundarritari. Jón Magnússon formaður SUS og Björn Jósef Arnviðarson fundarstjóri. Misvægi atkvæðisrétt- ar landsmanna verði leiðrétt þegar í stað — segir í ályktun XXV. þings SUS - Eftirfarandi ályktun um breytingar á stjórnarskránni var samþykkt á XXV. þingi Sambands ungra sjálfstæðis- manna sem haldið var á Hótel Húsavik i september: Ungir Sjálfstæðismenn telja, að brýnt sé að leiðrétta nú þegar það misvægi sem er á atkvæðisrétti iandsmanna eftir búsetu. Vegna reglna um framgang stjórnarskrárbreyt- inga er mikilvægt að breyting- ar á kosningareglum og hugsanlega einnig kjördæma- skipan hafi hlotið afgreiðslu Alþingis áður en næst verður gengið til kosninga. Ungir Sjálfstæðismenn telja, að breytingar á kjördæma- skipan og kosningareglum verði að hafa eftirfarandi meginsjónarmið að leiðarljósi: 1. Að jafna kosningarétt Ljfem. Emilfa. Framkvæmdastjórn stjórnar S.U.S. á fundi i Valhöll, talið frá vinstri: Sverrir Bernhöft, Bessi Jóhannsdóttir, Stefán H. Stefánsson framkvæmdastjóri S.U.S., Jón Magnússon formaður, Jón Ormar Halldórsson, Gísli Baldvinsson og ólafur Helgi Kjartansson. StjórnSUShefur skipt með sér verkum Nýkjörin stjórn SUS kom saman til fyrsta fundar sins i siðustu viku, þar sem stjórnin skipti meðal annars mcð sér verkum. Fyrsti varaformaður var kos- inn Jón Ormur Halldórsson, ann- ar varaformaður Sverrir Bern- höft, ritari Gísli Baldvinsson og gjaldkeri Ólafur Helgi Kjart- ansson. Formaður SUS, Jón Magnússon var kjörinn sérstak- lega á þingi SUS á Húsavík í síðasta mánuði. Embættismenn stjórnarinnar mynda framkvæmdastjórn stjórnar SUS, samkvæmt lögum Sambandsins sem samþykkt voru á síðasta þingi. landsmanna, svo að hver kjós- andi hafi ekki margfaldan kosningarétt á við annan, eins og nú er. 2. Að kosningareglur tryggi aukið og virkt lýðræði. 3. Að tryggja að þing- mannatala stjórnmálaflokk- anna sé í sem mestu samræmi við vilja kjósenda. 4. Að kosningareglur og kjördæmaskipan verði með þeim hætti, að sjálfkrafa og á lögbundinn hátt verði tryggt að vægi atkvæða breytist ekki, þrátt fyrir breytingu á búsetu landsmanna. Jafnframt breytingum á kosningareglum og kjör- dæmaskipan leggja ungir Sjálfstæðismenn til, að eftir- farandi breytingar verði gerðar á stjórnarskrá íslands að öðru leyti: 1. Skipting Alþingis í deildir verði afnumin og Alþingi starfi í einni málstofu. Hlutverk nefnda þingsins verði aukið og þær gerðar að fastanefndum. 2. Lagafrumvörp, sem sam- þykkt eru á Alþingi verði ekki að lögum ef forseti synjar um staðfestingu á þeim, nema að meirihluti kjósenda í þjóðar- atkvæðagreiðslu samþykki lagafrumvarp Alþingis. 3. Skylt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslna um einstök mál, ef 25% atkvæða- bærra manna krefjast þess. Niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar er bindandi fyrir Alþingi og forseta. 4. Tilvist og verksvið Hæstaréttar íslands, sem æðsta dómstóls þjóðarinnar verði tryggt með ákvæði í stjórnarskránni. Jafnframt verði sjálfstæði annarra dóm- stóla í landinu tryggt. 5. Hæstiréttur skeri úr ágreiningi um kjörgengi þing- manna og lögmæti alþingis- kosninga. Landsdómur verði lagður niður en Hæstiréttur dæmi í málum, sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráð- herrum út af embættisrekstri þeirra. Sérhver einstaklingur geti hvenær sem er krafist úrskurðar Hæstaréttar um hvort lög brjóti í bága við stjórnarskrá og hvort lögin séu fallin úr gildi í heild sinni eða einstök ákvæði þeirra. 6. Sett verði skýrari ákvæði um rétt þjóðkirkjunnar og sjálfstjórn hennar og yfirráð yifir eignum hennar. 7. Akvæði stjórnarskrár- innar um bráðabirgðalög verði endurskoðað. Óheimilt verði að gefa út bráðabirgðalög, nema ríkisstjórnin sé sammála um þau. Jafnframt sé ákvæðum stjórnarskrárinnar breytt þannig, að ekkert gjald megi greiða úr ríkissjóði, nema heimild sé til þess í fjárlögum, eða ef öll ríkisstjórnin er sam- mála um, að brýn nauðsyn sé til greiðslu. 8. Skatta megi aldrei setja á með bráðabirgðalögum. 9. Kosningaaldur til Al- þingis verði 18 ár og önnur kosningaréttar- og kjörgengis- skilyrði verði þau sömu og til sveitarstjórna. 10. Þingrofsákvæði stjórnarskrárinnpr verði breytt þannig, að umboð þing- manna falli ekki niður fyrr en nýtt hefur verið kosið. 11. Varaþingmaður taki sæti á Alþingi, þegar þing- maður verður ráðherra. 12. Sett verði skýr ákvæði þess efnis, að lög geti ekki verkað aftur fyrir sig. 13. Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar verði tekin tií endurskoðunar og þeim breytt með tilliti til mann- réttindaákvæða mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóð- anna og samningi Evrópuráðs- ins um mannréttindi og frelsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.