Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979
47
Hóta að kæra,
bæði ÍA og KSI
SÆNSKA knattspyrnusamband-
ið hefur hótað að kæra íA og KSÍ
verði sænska liðinu Halmia, er
Matthías Hallgrimsson Iék með á
sínum tíma, ekki greiddar bætur.
Munu KSÍ og í A verða kærð fyrir
UEFA og FIFA. Halmia hefur
haldið þvi fram, að félaga skipti
Matthiasar hafi verið ólögleg og
hefur félagið farið fram á 15.000
kr. sænskar í bætur. Að sögn
Gunnars Sigurðssonar í knatt-
spyrnuráði Akraness hefur það
samþykkt að greiða 350 þúsund
krónur og væntanlega mun KSÍ
greiða sömu upphæð til Halmia.
Gunnar sagði, að þetta kenndi
bæði KSÍ og félögum að skrifa
ekki undir félagaskipti hjá leik-
mönnum nema að hafa það full-
komlega á hreinu að ekki þyrfti
að greiða félögum peninga ef
leikmaðurinn sneri aftur til
Íslands. Þannig hefði ekki verið
gengið frá málunum er Matthías
for út á miðju keppnistimabili,
sem var i rauninni brot á reglum.
Hins vegar væri þetta ákvæði i
samningi Péturs Péturssonar og
Karls Þórðarsonar. ÍA þyrfti
ekki að greiða neina peninga til
félaga þeirra hygðust þeir snúa
aftur til íslands og leika með íA.
- þr.
„Liverpool sigrar
í deildarkeppninni"
SPÁMAÐUR síðustu viku hjá
okkur, Halldór Blöndal, náði að
hafa fjóra leiki rétta. Það er
meðalárangur ef miðað er við þá
kappa, sem voru gestaspámenn
okkar í fyrravetur, en sá, sem
náði bestum árangri, var með
átta rétta.
Að þessu sinni er spámaður
okkar Þórður Sigurðsson mat-
sveinn á Aski. Þórður var á
árunum 1965 — 70 einn af okkar
bestu landsliðsmönnum í hand-
knattleik og var þá ein aðaluppi-
staðan i liði Hauka.
Þórður var meðal annarra í
íslenska landsliðinu er sigraði
Dani í landsleik í handknattleik
15—10 hér i LaugardalshöIIinni,
en það var fyrsti stórsigur á
dönsku landsliði i handknattleik
og þótti það tiðindum sæta. Þórð-
ur hefur lengi verið mikil
áhugamaður um ensku knatt-
spyrnuna og við báðum hann að
spá um úrslitin i deildinni í vetur
og nefna uppáhaldslið sín i 1.
deildinni.
— Liverpool er mitt lið og þeir
koma til með að sigra í 1. deildinni
í vetur þrátt fyrir að byrjunin hafi
ekki verið eins og best varð á
kosið. Þá hef ég alltaf taugar til
Man. Utd. Bæði þessi lið leika
skemmtilega knattspyrnu sem
heillar áhorfendur. Mikil aðsókn á
heimavöllum þeirra sannar líka
þær miklu vinsældir sem liðin
njóta.
Þar sem Þórður er gamall hand-
knattleikskappi og fylgist þar vel
með, báðum við hann að spá um
úrslit í íslandsmótinu í hand-
knattleik sem er á næstu grösum.
Handboltinn verður fjörugur í
vetur, á því er enginn vafi. Það
verða þrjú lið sem berjast um
toppinn. Haukar verða í fyrsta
sæti, Víkingur í öðru sæti og
Valsmenn í þriðja sæti. Góð
frammistaða unglingalandsliðsins
í Danmörku sýnir að við þurfum
ekki að kvíða framtíðinni í þeirri
íþróttagrein, sagði Þórður.
þr.
Spá Þórðar:
Arsenal— Brighton 1
Aston V — Bolton X
Coventry — Stoke X
Palace — City 2
Derby — WBA X
Leeds — Bristol City 1
Liverpool — Wolves 1
Man Utd — Southampton 1
Middlesbr — Tottenham X
Norwich — Everton 1
Forest — Ipswich 1
Cardiff — Notts County X
Getrauna- spá M.B.L. 3 c 2 u * Sundav Mirror Sunday People Sunday Kxpress News of Ihe world Sunday Telegraph SAMTA.LS
1 X 2
Arsenal — Bri«hton \ i 1 1 1 1 1 2 0
\sii.n \ ília - Bnlton 1 i 1 1 1 1 r, 0 0
Coventry — Mokc 1 i 1 1 1 1 r, 0 0
Cr. I’alace — Man. City \ i 1 1 1 1 ."> 1 n
Derhy — WBA 2 X X 1 2 X í .1 2
Leeds — Bristol City X i 1 X i 1 i 2 n
Liverpool — W'olves i i 1 1 i 1 r, 0 n
Man. Utd. — Southampton i i 1 1 i 1 r, 0 n
Middleshr. — Tottenham X 2 1 1 2 1 :i 1 2
Norwich — Everton 1 1 X X i 1 i 2 n
Nott. Forest — Ipswich X 1 1 1 i 1 5 1 n
Cardiff — Notts. County 1 X X 1 i X i 2 n
Fer Teitur Þórðarson til Werder Bremen?
Verður Teitur Þórðarson fyrsti íslendingurinn sem kemur til með að leika sem atvinnumaður í vestur —
þýsku 1. deildinni í knattspyrnu? Eins og skýrt var frá á iþróttasiðu Mbl. á þriðjudag hafa tvö félög
augastað á Teiti, Werder Bremen og Derby. Teitur sagði í viðtali við Mbl., að hann hefði meiri áhuga á að
leika í Þýskalandi. Nú hefur Teitur haldið til Werder Bremen og mun dvelja hjá félaginu í vikutima til að
kynnast aðstæðum og ekki er óliklegt að hann skrifi undir samning ef honum list vel á allar aðstæður. Hér
að ofan er Teitur (t.v.) með Göran Hagberg, einum leikreyndasta leikmanni Öster.
★ Mörgsnið
★ Fjölmargar efnisgerðir
★ Klæðskeraþjónusta
á staðnum
★ 1. fl. framleiðsla
EF ÞU ERT I
VANDRÆÐUM MEÐ
AO FÁ FÖT Á ÞIG ÞÁ
ER KLÆÐSKERA-
ÞJÓNUSTA OKKAR
SVARID.
BJOÐUM EINNIG
\STÓRGLÆSILEGT
\ÚRVAL AF SKYRTUM
PEYSUM O.FL. O.FL.
Sími (rá skiptiboröi 85055. |jfl>
Austursu æti 22