Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
I0100KL 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
um fram undir þetta. Mannfræði-
legir niðjar Erana fornu eru því
vissulega til, aðeins misjafnlega
úrkynjaðir.
Þorsteinn Guðjónsson
• Eru engin
takmörk?
Það er auðvitað í minningu
Maxim Gorkis, sem Stalín kálaði,
og svo allra hinna listamannanna
sem ofsóttir hafa verið og eru enn
í þrælabúðum, að þrautskatt-
píndur almenningur hér er látinn
kosta boðskap rússnesks leikrita-
skálds. Þannig er líka hægt að
sýna hinum frjálsa heimi, að við
metum meira listamat rússneskra
stjórnvalda en sænsku akademí-
unnar. Eru engin takmörk fyrir
því hvað má svívirða okkur í
augum lýðræðisríkja?
Það vill svo vel til að það er
hægt að sjá í bókinni „Valdið og
þjóðin" ágæta lýsingu á leiklist-
arlífinu í Sovétríkjunum, sem
beint er tekin úr Pravda í október
1961. Er þáverandi menntamála-
ráðherra hældi sér af því að það
ár hefðu 780 leikrit af 1140
sýndum það árið verið beinn
áróður fyrir flokkinn. Sjólakov
spurði þá hvað mikið af þessu
myndi lifa því aldrei hefði nokk-
urri þjóð verið boðið upp á annað
eins.
Pravda segir líka að þeir rithöf-
undar sem fái útgefna bók fái
svolítil laun allt til æviloka en á
þeim sé hvorki hægt að lifa né
deyja. Flestir þeirra sem eitthvað
höfðu skrifað fyrir daga Stalíns
hættu því alveg og drógu fram
lífið á þýðingum. Til þess að geta
lifað verða rithöfundar að starfa
stanslaust í rithöfundafélaginu í
Moskvu enda eru þar haldnir allt
upp í 70 dagfundir og 40 kvöld-
fundir á einum mánuði. Pravda
spurði nokkra rithöfunda hvort
þeir hefðu tíma til að hugsa.
• Hvenær
kemur hjálpin?
Margir þeirra íslendinga sem
lært hafa í Svíþjóð voru alls ekki
að ómaka sig við að hlusta á
Búkovsky segja frá reynslu sinni
og annarra listamanna sem of-
sóttir hafa verið og eru enn. Hann
sagði líka frá sérréttindum og
kúgun verkamannanna. Lýsing
hans á því var nánast eins og sú í
bókinni „1984". Hann sagði líka að
þar sem Rússar hefðu undirritað
Helsinki-sáttmálann væri það
bara þrýstingurinn frá hinum
frjálsa heimi sem gæti hjálpað
þeim ofsóttu. Hvenær kemur sá
þrýstingur frá íslandi?
Húsmóðir
• Laun alþingis-
manna og
ellilííeyrir
Ellilífeyrisþegi hringdi til
Velvakanda vegna greinar sem
birtist í Morgunblaðinu um laun
alþingismanna.
„Það er talað um að hækka þurfi
laun þeirra. En ekki er minnst
einu orði á þá gerð síðustu ríkis-
stjórnar sem hækkaði laun þeirra
um 118 þúsund krónur á mánuði
meðan verkamenn fengu 18 þús-
und króna hækkun. Þar er heldur
ekki minnst á þann lága ellilífeyri
sem gamla fólkið hefur. Ég er
sjálf ellilífeyrisþegi og veit hvað
ég er að tala um. Það er varla
hægt að lifa af þeim launum sem
við fáum. Er þá nema von að
okkur sárni, sem spörum hverja
einustu krónu og leyfum okkur
engan munað, þegar farið er að
tala um að hækka laun þeirra sem
hæstlaunaðir eru?“
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á haustmóti Taflfélags Reykja-
víkur um daginn kom þessi staða
upp í skák þeirra Þóris ólafsson-
HÖGNI HREKKVÍSI
„ 06 í.’ieJeirrA Sié’ASgfrAU ?!"
Notaðir bflar
Árgerð 1979
121 L 2ja dyra coupé
929 4ra dyra hard top, sjálfskiptur
929 4ra dyra
626 1600 4ra dyra
626 2000 2ja dyra coupé
323 station
323 sport 3ja dyra
Árgerð 1978
929 4ra dyra
828 station
929 4ra dyra sjálfskiptur
121 2ja dyra coupé
929 station
818 4ra dyra
818 2ja dyra
323 3ja dyra sjálfskiptur
Árgerð 1977
323 3ja dyra
929 4ra dyra
929 2ja dyra coupé
929 station
616 4ra dyra
818 2ja dyra coupé
Árgerö 1976
929 4ra dyra
929 station
929 2ja dyra coupé
616 4ra dyra
616 4ra dyra
929 4ra dyra sjálfskiptur
ekinn
ekinn
ekinn
ekinn
ekinn
ekinn
ekinn
7.000 km
14.000 km
9.000 km
14.000 km
12.000 km
5.000 km
9.000 km
ekinn 33
ekinn 25
ekinn 4.
ekinn 57
ekinn 29.
ekinn 15.
ekinn 13.
ekinn 14.
000 km
000 km
700 km
000 km
000 km
000 km
000 km
000 km
ekinn 33.000 km
ekinn 35.000 km
ekinn 34.000 km
ekinn 35.000 km
ekinn 22.000 km
ekinn 22.000 km
ekinn 38.000 km
ekinn 70.000 km
ekinn 73.000 km
ekinn 23.000 km
ekinn 27.000 km
ekinn 46.000 km
... . * 6 mánaða ábyrgð
Athuqið: ww ö,,um
^ ofangreindum bílum.
BÍLABORG HF.
SMIDSHÖFDA 23 simar: 812 64 og 81299
Iðnkynning
„Þaö er íslenzk iðnkynning
í Ámunni, Grensásvegi 13.“
Næstu daga veröa seld á kynningar-
veröi bæöi ölgeröarefni og þrúgusafar,
sérstaklega framleidd fyrir íslenzkar
aðstæður. Komiö og kynnist hvers
íslenzkur efnaiönaöur er megnugur.
Viö ábyrgjumst gæöin.
Áman,
Grenaásvegi 13, sími 84425.
ar, sem hafði hvítt og átti leik, og
Braga Björnssonar. Svartur hót-
ar að vinna mann með 37. — Hc2+,
en Þórir skeytti því engu og lék:
37. d6! - Re6 (Ef 37. - Hc2+, þá
38. Kdl - Hxc3, 39. Hxf5+ -
Kxf5, 40. dxc7) 38. Rd5+ - Kg6,
39. Hxf5! - Hgl+ (Eða 39. -
Kxf5, 40. Re3+) 40. Hfl - Hxfl+,
41. Bxfl og svartur gafst upp.
MANNI OG KONNA HAGTRYGGING HF 4(uff
NÚ VEIT ÉG, ÞAÐ ER
RAUTT OG ÞAÐ STENDUR
STOPP í ÞVÍ OG ÞAÐ ER
SVO TIL NÝTT. . .
EF ÞU VEIST
NÚNA HVAÐ ÞAO
HEITIR, ÞA
SKRIFAÐU ÞAÐ HÉR
OG SENDU
OKKUR. . .
KIATM
HLÍKItLI
ALDUR
MERKIÐ HEITIR.
SKRIFAÐU NAFNIÐ ÞITT GREINILEGA OG SENDU TIL HAGTRYGGINGAR H.F. SUÐURLANDSBRAUT 10.