Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 3 9
Gunnar Þórðarson bif-
vélavirki — Minning
Fæddur 30. janúar 1921.
Dáinn 24. október 1979.
Andlátsfregn bernskuvinar
míns kom mér ekki að óvörum, því
að löng og erfið var sjúkdómslega
hans orðin.
Gunnar Þórðarson, bifvélavirki,
var fæddur 30. janúar 1921 í
Borgarnesi. Voru foreldrar hans
Þórður Helgason, sem lengi var
bifreiðarstjóri hjá Kveldúlfi hér í
Reykjavík, kunnur glímumaður og
áhugamaður um íþróttir, og Þór-
leif Ásmundsdóttir, bæði Borg-
firðingar að ætt. Gunnar andaðist
að Landspítalanum 24. þ.m. 58 ára
að aldri.
Ungir vorum við, þegar fundum
okkar bar fyrst saman í Sundlaug-
unum gömlu í Laugardal, og
áttum við þar margar glaðar og
heillandi stundir í sól og regni
daganna, áhyggjulausir með öllu
við iðkun sundsins, þeirrar
íþróttagreinar, sem heillaði okkur
báða. Minnist ég þess hve ötull
Gunnar var og áhugasamur og hve
hann lét sér ekki fyrir brjósti
brenna, þótt í fyrstu andaði á
móti, og ekki fengist þegar fullur
árangur í þeirri göfugu íþrótt,
þótt hann næði því síðar að vera í
fremstu röð hinna færustu sund-
manna okkar Reykvíkinga.
Seinna áttum við heima í Mið-
bænum báðir og urðu þá hægari
heimatökin. Vorum við þá sem
félagar samvistum allar þær
stundir, þegar við gátum því við
komið.
Þannig liðu bernsku- og æsku-
árin í glaðværum leik daganna, og
svo tóku við alvarlegri viðfangs-
efni með aldri og árum, undirbún-
ingurinn fyrir sjálft lífið og skyld-
urnar við það.
Gunnar vann á yngri árum
margvísleg störf. Hann var nokk-
ur sumur hjá Kveldúlfi á Hesteyri
við síldarverksmiðjuna þar. Starf-
aði lengi hjá Félagi ísl. botnvörp-
unga við kaldhreinsun lýsis, en
lengst hjá athafnamanninum
Steindóri Einarssyni sem bifvéla-
virki. Seinustu árin vann hann í
Verksmiðju Péturs Snælands h/f
hér í Reykjavík.
Gunnar kvæntist Hönnu S.
Hansdóttur og eignuðust þau 5
börn, og eru þau þessi:Ásmundur
stýrimaður, kvæntur Kolbrúnu
Ásbjörnsdóttur og eiga þau 4
börn. Ragna, gift Þorgeiri Bald-
urssyni prentara og eiga þau 3
börn. Einar, sem er ókvæntur,
Guðgeir og Þórleif, sem eru yngst
barnanna.
Þau Hanna og Gunnar skildu
samvistir.
Síðar kvæntist Gunnar Ósk
Guðmundsdóttur, og skildu leiðir
þeirra einnig síðar. Síðast bjó
hann með sambýliskonu sinni,
Guðrúnu Jónsdóttur, hér í
Reykjavík.
Gunnar var íþróttamaður góður
á fyrri árum og fjölhæfur. Hann
var vel gefinn, skemmtilegur, góð-
ur félagi og söngelskur. Mun ég
lengi minnast þess, þegar honum
áskotnaðist munnharpan forðum,
hvílíkri leikni hann náði í þeim
„hörpuleik", og hve það var mér
mikil unun að hlusta á hann, og
undrar mig ekki nú að Guðbjörn
sonur hans hafi erft þá náðargáfu
hörpusveinsins, Gunnars föður
síns, að verða stórathyglisverður
hljómlistamaður.
Gunnar átti 3 systkini, Helgu,
Þórð og Skúla, og eiga þau öll
heima hér í Reykjavík.
Gunnar var í eðli sínu tilfinn-
inganæmur og hrifnæmur. Hann
var þakklátur vinum sínum og veit
ég að Pétur Snæland og synir hans
áttu mikla hlutdeild í hjarta hans
fyrir vináttu þeirra og góðvild í
hans garð, í veikindum hans og
þeim erfiðleikum, sem hann átti
við að stríða seinasta áfangann í
lífinu.
Börnunum hans og öllum öðrum
ástvinum hans og vinum votta ég
samúð mína við andlát þessa
heilsteypta vinar míns og bið þeim
öllum blessunar Guðs.
Megi Guðs friður vera með
honum, Gunnari Þórðarsyni,
æskuvini mínum. Og í trú og von á
endurfundi í fyllingu tímans
handan við gröf og dauða, felum
vér þá vini vora í umsjá almættis-
ins, sem næst hafa staðið hjarta
voru hér í heimi, þar sem hann
átti vonarlönd sín, — þar sem eru
vonarlönd allra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Hörður Sigurjónsson.
Þegar mér var tilkynnt lát
Gunnars Þórðarsonar, kom það
mér ekki á óvart. Eftir skurðað-
gerð, sem hann gekkst undir í
fyrravetur, var sýnt hvert stefndi,
þótt vinir hans og samstarfsmenn
hafi vonað, að möguleiki væri á
bata.
Kynni okkar Gunnars hófust
fyrir einum 45 árum, þegar báðir
æfðum sund í gömlu sundlaugun-
um hjá Jóni Pálssyni. Gunnar var
góður sundmaður, en lagði einkum
stund á dýfingar og var um skeið
einn færasti dýfingamaður hér.
Síðan skildu leiðir, en tengslin
slitnuðu aldrei. Gunnar var góður
drengur, glaður og hress, hvenær
sem fundum okkar bar saman.
Gunnar var fær í starfi sínu
sem bifvélavirki, útsjónarsamur
og ráðagóður. Kom það sér vel á
árunum eftir stríð. Var þá skortur
á varahlutum og þurfti oft hug-
myndaflug og kunnáttu til að
leysa málin. Við höfðum gaman af
að rifja upp atburði frá þessu
tímabili, þegar báðir stóðym í því
að halda „lífi“ í gömlum farar-
tækjum stríðsáranna, og fórum þá
oft í smiðju hvor til annars.
Fyrir nokkrum árum réðst
Gunnar til starfa hjá Pétri Snæ-
land h.f. og reyndist í öllu hin
ágætasti starfsmaður, fjölhæfur
og traustur.
Ég og synir mínir munum sakna
hans sem vinar og samstarfs-
manns.
Við biðjum honum blessunar og
vottum fjölskyldu hans innilega
samúð.
Pétur V. Snæland.
Gunnari kynntist ég fyrir
nokkrum árum. Hann vann þá í
fyrirtækinu Fjöðrinni sem verk-
stjóri. Það voru trúnaðarstörfin
sem heilluðu Gunnar. HVert sem
aðalstarfið var, þá varð það að
aðalstarfi hvers verks að byggja
upp traust þess. Hann var því
fyrst og síðast að hugsa um, að
verkið væri vel af hendi leyst.
Gunnar ólst upp við miklar
breytingar í störfum, og því átti
hann létt með að skipta um starf,
ef hann taldi þess þurfa með. Vera
má að veikindi hans hafi þvingað
hann meira og lengur en hann lét
uppi, og því hafi það orðið stund-
um til þess, að hann leitaði sér að
vinnu, sem hann taldi vera léttari
fyrir sig en sú vinna sem hann
áður hafði.
Gunnar Þórðarson var elsku-
legur maður í allri framkomu,
dáður og virtur af sínum yfir- og
undirmönnum. Þess vegna var
hann sjálfkjörinn til forystu hvert
sem starfið var, enda tók hann
ekki önnur störf að sér en þau,
sem hann gat sinnt af
trúmennsku.
Á meðan Gunnar hafði óskerta
starfskrafta var hann duglegur
maður og kappsamur við störf sín.
Hann var að sama skapi vandvirk-
ur og smekkvís, og einbeitti skapi
sínu að því að sigrast á viðfangs-
efnunum.
En Gunnar var hvers manns
hugljúfi. Því vildu allir hafa hann
með sér, eiga hann að sem vin og
samstarfsmann í vinnu jafnt sem
leik.
Allir samstarfsmenn, sem nutu
þess að kynnast og starfa með
Gunnari, langan eða skamman
tíma, syrgja hann nú sem mann,
vin og föður.
Gunnar eignaðist fimm mann-
vænleg börn með fyrri konu sinni,
sem öll lifa og eru upp komin.
Gunnar hefur nú verið kallaður
frá okkur, sem eftir lifum, til
guðlegra starfa. Hann var trúaður
maður, þótt hann væri ekki að
bera það á borð fyrir hvern sem
var.
í hinum löngu og ströngu veik-
indum Gunnars var Guðrún Jóns-
dóttir, fyrrum æskufélagi hans
honum lífsförunautur. Hún bjó
honum fallegt heimili, þar sem
hann naut ævikvöldsins, að svo
miklu leyti, sem það var hægt
sökum veikinda, en þá aðstoðaði
hún hann.
Ég þakka tryggð og vináttu
Gunnars, sem endaði á þessum
orðum: „Nú er það búið.“
Ég votta eftirlifandi aðstand-
endum samúð mína.
Tómas Tómasson.
Gunnar F. Þórðarson lézt í
Landspítalanum 25. þm. og verður
útför hans gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag. Hann fæddist í
Borgarnesi 30. jan. 1921, en flutt-
ist þaðan til Reykjavíkur ársgam-
all. Þar bjó hann alla tíð síðan að
undanskildum fyrstu hjúskapar-
árunum, sem hann og kona hans,
Hanna S. Hansdóttir, bjuggu í
Hafnarfirði. Þau eignuðust 5 börn,
Ásmund, Rögnu Maríu, Einar,
Guðgeir og Þórleifu.
Ég minnist Gunnars sem ákaf-
lega mikils góðmennis. Hann var
léttur í lund, tryggur vinum sínum
og hjálpsamur. Vinnuveitendur
hans voru á einu máli um það, að
traustari og samvizkusamari
starfsmann hefðu þeir sjaldan
haft. Hann vann lengst af við
bílaviðgerðir, en nú tvö síðustu
árin hjá Pétri Snæland.
Gunnar var einn af þeim
mönnum, sem eiga erfitt með að
semja sig að þeim hugsunarhætti,
sem ríkjandi er í þjóðfélaginu í
dag, þar sem allir keppast um að
ná að minnsta kosti sínum hluta
af lífsins gæðum. Hann gat aldrei
hugsað sér að skulda neinum
neitt, en aðrir máttu mjög gjarn-
an eiga hjá honum ef hann á
annað borð var aflögufær. Þessi
hugsunarháttur kemur mönnum
ekki til efna í dag og heldur ekki
aðferðir hans við verðlagningu á
bílaviðgerðum, sem hann stundaði
að nokkru sjálfstætt um tíma.
Fyndi Gunnar inn á að lítið væri
um aura hjá viðskiptavini, var oft
verulega slegið af reikningi.
Greiðslum var jafnvel sleppt og
viðkomandi fullvissaður um að
viðvikið hefði alls ekki verið nein
fyrirhöfn — jafnvel þótt drjúgur
tími færi í verkið. Sjálfur var
hann jafnvel enn verr settur á
þessum tíma en margir þessara
viðskiptavina hans, en góð-
mennskan var ávallt í fyrirrúmi.
Slíkir menn eru ekki margir til í
dag, en þessi háttur hans vakti
marga til umhugsunar, sem um-
gengust hann.
Nú, þegar leiðir skilja, hvarflar
hugurinn ósjálfrátt til liðins tíma
og margt rifjast upp. Einkum
atvik frá fyrri árum, þegar sam-
skipti fjölskyldunnar voru meiri
og nánari. Éf til vill fylgir það
treganum að allar eru minn-
ingarnar frá bjartari hliðum dag-
anna, en ég treysti því, að einmitt
þær risti dýpra þegar á reynir.
Fjölskylda Gunnars og ástvinir
eiga að sjálfsögðu erfitt með að
sætta sig við að sjá hann ekki
framar. Okkur var gefin óbilandi
trú á að hann mundi ná sér aftur
eftir aðgerð fyrir tæpu ári jafnvel
þótt við fylgdumst með því upp á
síðkastið hvernig sjúkdómurinn
náði smám saman yfirhöndinni.
Þennan sjúkdóm sinn bar Gunnar
með ótrúlegri hörku og dugnaði og
fannst ávallt að til væru margir,
sem þjáðust meira en hann.
Ég bið guð að blessa minningu
Gunnars Þórðarsonar. , „
Minning:
Þorgils G. Einarsson
framkvœmdastjóri
Fæddur 11. marz 1903.
Dáinn 22. okt. 1979.
Þegar ég kveð móðurbróður
minn, Þorgils Guðmund Einars-
son framkvæmdastjóra, sem and-
aðist 22. okt. s.l., en útför hans
verður gerð í dag frá Fossvogs-
kirkju, skýrast í huga mínum
margar minningar frá bernskuár-
um mínum.
Mér er sagt, að þau fáu ár er við
móðurafi minn, Einar Þorgilsson,
áttum saman, hafi ég mjög sótt tií
hans. Ég mun fljótt hafa vanið
komur mínar á heimili þeirra afa
og ömmu að Strandgötu 25, í
„Ommuhús" eins og það var kall-
að, og væri ég ekki mættur er líða
tók á daginn var um það spurt,
hvort eitthvað væri að mér.
Þegar afi minn Einar lézt tóku
synir hans tveir við hlutverki
hans, en þeir áttu heimili með
móður sinni, Geirlaugu Sigurðar-
dóttur, á meðan hún lifði.
Það samband sem þá þegar
skapaðist á milli mín og móður-
bræðra minna styrktist eftir því
sem árin liðu og breyttist úr
umhyggju fyrir litlum snáða í náið
samstarf um velferð þess vega-
nestis, sem þeim hafði verið trúað
fyrir af foreldrum sínum.
Þorgils Guðmundsson var eldri
sonur Geirlaugar Sigurðardóttur
og Einars Þorgilssonar en bðrn
þeirra er upp komust voru níu og
lifa nú fimm þeirra. Guðmundur
eins og hann var gjarnan nefndur
var fæddur að Oseyri 11. marz
1903, en þangað höfðu foreldrar
hans flutt um aldamótin utan úr
Garðahverfi. Þegar Þorgils Guð-
mundsson var sjö ára gamall
fluttist fjölskyldan inn í Hafnar-
fjörð að Strandgötu 25, en það hús
höfðu foreldrar hans þá keypt, og
þar var heimili hans þar til þeir
bræðurnir eftir lát móður sinnar
reistu sér íbúðarhús að Austur-
götu 42.
Afi minn Einar hafði frá 1886
stundað útgerð og fiskvinnslu og
síðar verzlun. Fyrirtæki hans var í
örum vexti og þegar fram í sótti
var ljóst, að þar yrði starfsvett-
vangur sona hans.
Til undirbúnings því, starfaði
Þorgils Guðmundur sem ungling-
ur í fiskvinnslu hjá föður sínum,
en hóf skólagöngu í Flensborg um
fermingu og lauk þaðan gagn-
fræðaprófi 1920. Að því námi
loknu fór hann í Verzlunarskóla
íslands og lauk þaðan burtfar-
arprófi 1922 og veturinn 1922—23
stundaði hann framhaldsnám í
verzlunarfræðum í Kaupmanna-
höfn.
Árið 1923 hóf Þorgils Guðmund-
ur ásamt bróður sínum Ólafi
Tryggva störf við fyrirtæki föður
þeirra og gerðust meðeigendur
hans. Að honum látnum tóku þeir
bræður við forstjórn fyrirtækj-
anna, en til liðs við sig höfðu þeir
þá fengið mága sína tvo, sem báðir
eru látnir, en samstarf þeirra
allra var með miklum ágætum.
í rúma hálfa öld hafa þeir
bræður rekið fyrirtæki sín á þeim
trausta grunni, sem lagður hafði
verið. Þótt ýmislegt hafi á móti
blásið voru árar ekki lagðar í bát,
heldur brugðizt við vandanum og
hann leystur og það sem hrunið
hafði byggt upp á ný.
Þorgils Guðmundur var hlé-
drægur maður. Bæði var það eðli
hans svo og hitt, að hann átti við
vanheilsu að stríða. Hann kaus því
fremur, að aðrir sæju um störfin
út á við en vera sjálfur til baka,
ævinlega viðbúinn ákvarðanatöku
og þá að vel athuguðu máli og
mjög tillögugóður um lausn mála.
Hann gerði sér far um ýtarlega
skoðun á þeim vandamálum, sem
við var að glíma, og kom sér vel
greind hans, mikill og almennur
fróðleikur, sem hann ætíð aflaði
sér.
í einkalífi sínu var Þorgils
Guðmundur hamingjusamur
maður. Eignaðist góðan lífsföru-
naut, Viktoríu Sigurjónsdóttur frá
Dönustöðum í Laxárdal, sem
reyndist honum eins og bezt verð-
ur á kosið.
Þau eignuðust tvö börn, Dag-
nýju, sem gift er Ásmundi H.
Ólafssyni flugstjóra, og Einar
viðskiptafræðing, sem kvæntur er
Lilju Öskarsdóttur og barnabörn-
in eru orðin fimm.
Ég veit, að barnabörn þeirra
Viktoríu og Guðmundar sóttu
mjög til þeirra, sem varð til þess
að auka enn á hamingjusamt líf
þeirra.
Þorgils G. Einarsson móður-
bróðir minn hefur lokið jarðvist
sinni.
Fjölskylda hans og vinir biðja
honum guðs blessunar og senda
eiginkonu hans og fjölskyldum
þeirra samúðarkveðjur.
Matthias Á. Mathiesen.
Afmœlis-
°g
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því. að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein. sem birtast á i
miðvikudagsblaði. að berast í
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu mali. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu linuhili.