Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 Almennur fundur boð- aður um fækkun starfe- fólks á ríkisspítölum „ERT þú sjúklingurinn, sem ekki kemst inn á sjúkrahús, - eða starfsmaðurinn, sem ekki heldur vinnu - eða starfsmaðurinn, sem eftir verður með tvöfalt vinnu- álag?“ Þessar spurningar birtast á forsíðu dreifirits, sem starfs- hópur einn gefur út. í starfshópi þessum hafa starfað fulltrúar frá eftirtöldum félögum: Hjúkrun- arfélagi íslands, Meinatæknafé- lagi Islands, Sjúkraliðafélagi íslands, Starfsmannafélaginu Sókn, Stéttarfélagi islenzkra fé- lagsráðgjafa og Þroskaþjálfafé- lagi íslands. I fréttatilkynningu, sem starfs- hópurinn hefur sent Morgunblað- inu segir, að seint í sumar hafi stjórnarnefnd ríkisspítalanna sent frá sér bréf þess efnis, að fækka beri starfsfólki á ríkis- spítölunum í sparnaðarskyni. Tal- að sé um að fækka niður í heimiluð stöðugildi og í reynd mun það þýða um það bil 280 stöður - segir í fréttatilkynning- unni. Þá segir, að erfitt hafi verið að fá upplýsingar um framkvæmd þessarar fyrirhuguðu fækkunar, en þeim, sem vel til þekkja, sýnist augljóst, að kæmi hún til fram- kvæmda, muni það kosta lakari þjónustu við sjúklinga og meira vinnuálag fyrir starfsfólkið. Vegna þessa fyrirhugaða sparn- aðar, hefur ekkert verið rætt við starfsfólk ríkisspítalanna og segir í fréttatilkynningunni, að svo virðist vera sem þessar hugmynd- ir stjórnarnefndar ríkisspítalanna komi starfsfólkinu ekkert við, ef marka megi þá tregðu, sem verið hafi á upplýsingum um fram- kvæmd fækkunar starfsfólksins. í lok fréttatilkynningarinnar segir, að starfshópurinn hafi reynt að kanna þessar ráðagerðir og um leið ástandið varðandi starfsmannahald ríkisspítalanna. Hefur verið ákveðið að hópurinn boði til almenns fundar um þessi mál að Hótel Sögu mánudaginn 5. nóvember klukkan 20,30. Stjórnar- nefnd ríkisspítalanna, ráðherra og fleiri hefur verið boðið að koma á fundinn og taka þátt í almennum umræðum, sem verða að loknum framsöguræðum. Sjá bls. 26. Spilagleði á Austurlandi Reyðaríiröi 31. okt. BRIDGEMÓT Austurlands í tvímenning verður haldið í Félagsheimilinu á Reyðarfirði föstudag og laugardag 2. og 3. nóv. og hefst keppni kl. 8 eftir hádegi. Keppnisstjóri er Agnar Jörgenssen frá Reykjavík. Tutt- ugu og átta pör frá eftirtöldum aðilum keppa: Bridgefélag Fljóts- dalshéraðs, 8 pör, Reyðarfirði 7 pör, Hornafirði 5 pör, Vopnafirði 3 pör, Borgarfirði 3 pör og Neskaupstað 2 pör. Þátttökurétt- ur fer eftir meðlimafjölda hvers félags. Keppnisfyrirkomulag er Barometer og verða spiluð alls 108 spil. Á mótinu er spilað um silfurstig BÍ, spilin eru tölvugef- in. Mikill undirbúningur er að þessu móti, en raða þarf í 540 spilabakka. Ferðasjóður Bridge- sambands Austurlands greiðir ferðakostnað keppenda á mótið. — Gréta. viljum vekja athygli á... hinu mikla úrvali af fatnaöi sem er til núna, t.d.: ★ „DÚN VATT“ úlpur á börn og unglinga í mörgum gerö- um. ★ Denim BANDIDÓ og WRANGLER gallabuxur í öllum vinsælu sniöunum. ★ Smekkbuxur úr denim og riffluöu flaueli. ★ Peysur og meiri peysur. ★ Skyrtur, blúss- ur, bolir o.m.f' eon a' ■ SV' íwtÍðdW- ,oru.^oía ÖUf"a' _ toMar'6ntá issf* 515«« ..e meö aodw o9' eKVó' roV.V.'00'.' \egr' eru v^a" 6rosve«'n oee" 9*'1 v r\ö °eö'* k e'Kaa'tóper^as "Voiner SíA* Ltíirttvi'69' ”,a árs ©\>s" ai"e' par 'e° ‘öt S \aú he'°' \j\an. ja99et þar sem úrvalið er mest. Nýjar og vinsælar: □ A’s - The A’s □ ALAN PARSONS PROJECT - EVE □ BELLAMY BROS. - THE TWO AND ONLY □ BOB DYLAN - SLOW TRAIN COM- ING □ CHEAP TRICK - DREAM POLICE □ CITY BOY - THE DAY THE EARTH CAUGHT FIRE □ DARTS - DART ATTACK □ DIRE STRAITS - COMMUNIQUE □ DIRE STRAITS - DIRE STRAITS □ DOLLY PARTON - GREAT BALLS OF FIRE □ EAGLES - THE LONG RUN □ E.L.O. - DISCOVERY □ FRANK ZAPPA - JOES GARAGE □ GARY MOORE - BACK ON THE STREETS □ KINKS - LOW BUDGET □ KNACK - GET THE KNACK □ LED ZEPPELIN - IN THROUGH THE OUT DOOR □ ROLLERS - ELEVATOR □ SANTANA - MARATHON □ SOUTHSIDE JOHNNY & THE AS- BURYJUKES - JUKES □ 10 CC GREATEST HITS 72-78 □ TOM VERLAINE - TOM VERLAINE □ U.K. - NIGHT AFTER NIGHT □ WAILON JENNINGS - GREATEST HITS □ WHO - QUADROPHENIA lé\»9a' oO^ D9 *e 1 sér nV ne\dot 1 FÁLKINN' Suðurlandsbraut 8, Laugavegi 24, Vesturve simi 84670, sími 18670, sími 1211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.