Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 Jakob V. Hafstein: Yatnasvæði Reykjavíkurborgar Fiskiræktar- og fiskeldismálin hafa á síðasta áratug vakið meiri eftirtekt og áhuga en áður var. Veldur þar mestu, að menn hafa af áhuga fylgst með framþróun þessara mála hjá nágrannaþjóð- um okkar, fiskeldi sem stórfelld- um atvinnurekstri, sjóeldi á laxi í stórum stíl, hreinsun stórfljóta, sem voru orðin fisklaus vegna mengunar, en eru nú aftur að verða góð og eftirsótt veiðivötn, fiskakynbætur og fiskirækt í ám og vötnum og samþykktum þjóða um takmarkanir og jafnvel bann við laxveiðum á úthafinu. Frá því í júní-mánuði 1965 hefi eg við og við leitast við að kynna þessi mál í fjölmiðlum og reynt að örva áhuga manna til þátttöku í framþróun þessara þýðingarmiklu þjóðhagslegu mála hér í landi. Nokkurn árangur tel ég að þessi skrif mín hafi borið en þó tvímælalaust mestan, þegar 15 borgarstjórnarmenn í Reykjavík samþykktu einróma, eftir borgar- stjórnarkosningarnar 1974 að hefja þá þegar fiskiræktarstarf- semi á vegum borgarinnar. Öllum var nú orðið ljóst að verkefnin á þessum vettvangi voru mörg og yfirgripsmikil og var þeim því gerð mjög ítarleg skil í efnismik- illi og nákvæmri reglugerð um fiskiræktar- og veiðimálafram- kvæmdir á vegum Reykjavíkur- borgar. Um þab, hver þróun þessara mála hefur síðan orðið á vegum borgarinnar, skal ekki fjölyrt í greinarkorni þessu, Til þess gefst efalaust tækifæri síðar. Hinsvegar mun ég leitast við að bregða upp mynd af þeim möguleikum, sem við blöstu og blasa enn við augum þeirra, er sjá vilja og skilja. Vötnin Mér er ekki grunlaust um að menn geri sér almennt ekki grein fyrir því, hvað Reykjavíkurborg er í rauninni rík af góðum veiðivötn- um og hve vítt eignaraðild borgar- innar spannar í þessum efnum. Og þá er ég heldur ekki grunlaus um það, að jafnvel forystumenn og valdamenn borgarinnar geri sér nógu glögga grein fyrir þeim miklu möguleikum, er felast í vatnasvæðum (hverfum) borgar- innar. Vil ég því, í stuttu máli og stórum dráttum, víkja að þessu og þá um leið leitast við að benda á eða gera grein fyrir því, hverjir það eru, sem í dag njóta góðs eða afraksturs af þessum verðmæta- miklu vatnasvæðum. 1. Þingvallavatn er eitt af mestu og ágætustu veiðivötnum á landinu, sem gefur af sér allt í senn, sérlega þrekvaxinn og fal- legan vatnaurriða, ágæta vatna- bleikju og mikla mergð af murtu. Reykjavíkurborg er eigandi að Nesjavallalandi við Þingvallavatn, skráð á nafn Hitaveitu Reykja- víkur, og þar með eigandi að 7% veiðiréttindanna og hlunnindanna í þeim efnum í Þingvallavatni. Ekki hefur mér tekist að afla mér upplýsinga um það, hvað Reykjavíkurborg ber úr býtum af þessum verðmætum eða yfirleitt hvort þau eru nýtt af borginni, og þá að sjálfsögðu heldur ekki, hvaða möguleika borgin á í þeim efnum að bjóða borgarbúum ódýra silungsveiði í Þingvallavatni. Slíkar upplýsingar ættu þó að geta fengist hjá forráðamönnum Veiði- félags Þingvallavatns. Ég tel afar nauðsynlegt að fiskiræktaryfir- völd borgarinnar kanni þetta mjög gaumgæfilega sem fyrst, ekki hvað sízt vegna þeirra yfir- gripsmiklu vísindalegu rannsókna á lífkerfi og lífríki Þingvallavatns, sem nú fara fram. Reykjavíkur- borg getur ekki og má ekki láta slíkar vísindalegar rannsóknir á eign borgarinnar framhjá sér fara þegjandi og hljóðalaust, án skyn- Jakob V. Hafstein. Veiði- og útivist- armöguleikar borgarbúa — Ahugi fatlaðra og lamaðra — Fiskirækt og fiskeldi í sjó og á landi samlegrar þátttöku í þeim rann- sóknum. Á hitt má svo benda í þessu greinarkorni, að ef skynsamlega er að þessu staðið með góðri samvinnu og skipulagi við hlutað- eigandi sameignarmenn í Veiðifé- lagi Þingvallavatns, ættu það ekki að vera fáar dagveiðistengur til silungsveiða í Þingvallavatni, sem borgin ætti að geta boðið og selt ódýrt. Tel ég að framkvæmdir í þessum efnum séu aðkallandi. 2. Úlfljótsvatn er einnig éitt með beztu silungsveiðivötnum landsins og þar ættu vissulega borgarbúar Reykjavíkurborgar að eiga greiðan aðgang til útivistar við silungsveiði — bæði einstakl- ingsleyfi og fjölskylduleyfi til veiða. Reykjavíkurborg á jörðina Úlfljótsvatn, sem skráð er á nafn Rafmagnsveitu Reykjavíkurborg- ar, en jörðin spannar yfir 43% af veiðiréttindunum í Úlfljótsvatni, en þar við bætast svo 7% vegna aðildar borgarinnar að Lands- virkjun, svo að raunverulega ræð- ur Reykjavíkurborg yfir 50% af veiðiréttindunum í Úlfljótsvatni. Eins er háttað um Úlfljótsvatn og Þingvallavatn, að mér hefur ekki tekist að fá haldbærar upp- lýsingar um það, hvað borgin fær í aðra hönd fyrir þessi mikilsverðu veiðihlunnindi eða hvernig mögu- leikar þessir eru og hafa verið nýttir. Eflaust er skýringu að finna í sambandi við ábúanda Úlfljótsvatns. En möguleikarnir eru tvímælalaust lítt nýttir og fiskiræktarstarfsemi borgarinnar hefur ekkert borið úr býtum frá þessum tveim fengsælu og miklu silungsveiðivötnum. Liggur þó í augum uppi, að í þessum efnum á Reykjavíkurborg mikla möguleika til að bjóða borgarbúum eftirsóknarverða veiði- og útivistarmöguleika við sanngjörnu verði. 3. Elliðavatn er þriðja ágæta veiðivatnið, sem Reykjavíkurborg á mikla eignaraðild að, sem fylgir jörðunum Elliðavatni og Hólmi, er nemur 65% veiðiréttareign í vatnahverfi Elliðavatns. Þessar jarðir eru skráðar á nafn Raf- magnsveitu Reykjavíkurborgar. Veiðiréttindin í Elliðavatni með Helluvatni, Bugðu og Hólmsá, eru nýtt og rekin af Veiðifélagi Elliða- vatns. Borgarbúar hagnýta sér verulega stangaveiðileyfin í þessu vatnahverfi. En jafnframt liggur ljóst fyrir, að fiskiræktarstarf- semi Reykjavíkurborgar nýtur engra tekna eða aðstoðar fjár- hagslega frá starfsemi Veiðifélags Elliðavatns. Rétt er að geta þess, að fiski- ræktarstarfsemi borgarinnar hef- ur umdanfarin sumur skipulagt veiðiaðstöðu fyrir íþróttafélag fatlaðra og lamaðra á bökkum Elliðavatns, sem borgarsjóður hefur kostað og nú á síðasta sumri var þessi starfsemi styrkt af Lions- og Kiwanisklúbbum tveim. Þetta er virðingarvert og fagurt framtak, sem auðvelt væri að auka verulega með góðum vilja. Skal að þessu atriði vikið nánara síðar. Auk þessara framangreindu þriggja veiðivatna, er mér tjáð, að Reykjavíkurborg eigi nokkur ítök í Langavatni og Reynisvatni, smá- vötnum í vestanverðri Mosfells- heiði, svo og einnig ítak í Hafra- vatni, vegna eignaraðildar borgar- innar að Úlfarsá, sem rennur úr Hafravatni. Þessi þrjú smávötn mætti eflaust nýta verulega með aukinni og skynsamlegri grisjun og ræktun. Ég hefi hér að framan talið rétt að víkja fyrst að silungsveiðivötn- unum í vatnasvæðum Reykja- víkurborgar svo að þeir, sem áhuga hafa á þessum málum, gætu hugleitt þessa hlið sérstak- lega og þá, til dæmis, velt því fyrir sér sjálfir, hve margar silungs- veiðistengur á degi hverjum Reykjavíkurborg gæti átt kost á að ráðstafa og bjóða borgarbúum til sölu og afnota í þessum vötn- um. Gætu menn þá einnig um leið giskað á og velt því fyrir sér, hve miklar tekjur gætu runnið til fiskiræktarstarfsemi borgarinnar frá þessum sérstæðu verðmætum, ef vel væri að málunum staðið og skipulega unnið. Varla fer milli mála að hér sé um að ræða nokkrar milljónir króna. En látum hvern og einn velta þessu fyrir sér á þessu stigi málanna. Árnar Vík ég þá næst að laxveiðiánum, sem Reykjavíkurborg á aðild að: 1. Elliðaárnar á Reykjavíkur- borg allar eða 100% — og eru þær skráðar á nafn Rafmagnsveitu Reykjavíkurborgar. Um áratuga skeið hafa laxveiðiréttindin í Ell- iðaánum verið seld á leigu til Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) á mjög lágu verði með það fyrir augum, af hálfu borgarinnar, að sem flestir borgarbúar gætu fengið að njóta veiðanna á sem lægstu verði. Þetta sjónarmið borgaryfirvalda og Rafmagnsveit- unnar er mjög virðingarvert og skiljanlegt. Um það hefur hins vegar verið deilt, einkum eftir að lagður var grunnur að fiskiræktarstarfsemi borgarinnar, hvort rétt hafi verið og sé staðið að málum í þessum efnum, og þá fyrst og fremst af hálfu SVFR, og sýnist þar sitt hverjum. Mitt mat um þetta er á þá leið, að það sé rétt stefna að styðja og örva starfsemi áhuga- manna um fiskirækt og stanga- veiði með því að láta þá njóta þeirrar aðstöðu, sem borgin getur í té látið, án þess að skaða eigin aðstöðu, getu og skyldur gagnvart veiðivötnum borgarinnar í heild. Þetta finnst mér auðskilið mál, sem á ekki að geta valdið neinum ágreiningi eða deilum. Jafnauð- skilið hlýtur það að vera öllum, að fiskiræktarstarfsemi borgarinnar á auðvitað að sjá um og bera ábyrgð á fiskiræktinni í vatna- svæðum borgarinnar, en ekki þeir aðilar, er njóta þeirra hlunninda, að fá veiðiréttindi borgarinnar á leigu og reka þau í hagnaðarskyni. Af framangreindum ástæðum er það augljóst, að Elliðaárnar og Klak- og eldisstöðin við Elliðaárn- ar, hljóta að vera og eru grund- vallaratriði í því, hvort fiskirækt- arstarfsemi í vatnasvæðum Reykjavíkurborgar tekst, eða tekst ekki. Má í þessu sambandi á það minnast, að síðan fiskiræktar- starfsemi borgarinnar var ákveðin og skipulögð, hefur ekki eyris virði af rekstri Elliðaánna og Klak- og eldisstöðvarinnar runnið í þá átt, þó að um fleiri milljónir króna sé að tefla. Vonandi taka allir aðilar hönd- um saman um að leiða þessi mál til farsælla lykta og frambúðar. 2. Úlfarsá — Korpa — er önnur laxveiðiáin í næsta ná- grenni við Reykjavíkurborg, sem borgin er eignaraðili að, hvorki meira né minna en sem nemur 61.5% — og það munu ekki líða margir áratugir þar til Úlfarsá rennur til sjávar innan borgar- marka Reykjavíkurborgar. Þetta ber að hafa í huga, þegar fjallað er um framtíð Úlfarsár — Korpu — og fiskirækt í henni. Eftirtaldar jarðir, sem veiði- réttindi eiga í Úlfarsá, eru nú í eigu Reykjavíkurborgar og spanna þær yfir næstum því % hluta allra veiðiréttindanna í ánni, svo sem áður er að vikið: 1. Korpúlfsstaðir 2. Grafarholt 3. Lambhagi 4. Engi- og 5. Reynisvatn Úlfarsá er rekin af Veiðifélagi Úlfarsár, og hefur síðastliðin rúm- an aldarfjórðung verið leigð Áburðarverksmiðju ríkisins, vegna kælivatnstöku úr ánni á sínum tíma til véla verksmiðjunn- ar. Mun það mála sannast, að leigan á laxveiðiréttindunum í þessari litlu en fallegu 2-ja stanga á mun vera einhver sú hæsta, sem um getur í landinu, enda ríkið raunverulega leigutakinn, og þá er ekki um annað að ræða en há- mark. Reykjavíkurborg fær þó ekki eyri af hinni háu leigu — þó að eignarhluti borgarinnar sé 61.5% veiðiréttindanna og á þetta rang- læti fyrst og fremst rót sína að rekja til dæmalausra ákvæða lax- og silungsveiðilaganna nr. 76 frá 1970 — um atkvæðisrétt í veiðifé- lögum. Það er sem sagt rétt rúmlega V4 hluti veiðiréttareig- enda í Veiðifélagi Úlfarsár, sem ræður þar lögum og lofum og hefur ekki viljað, hingað til, koma til móts við fiskiræktarstarfsemi Reykjavíkurborgar; jafnvel þó að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.