Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 + Móöir okkar GUORÚN JÓHANNESDÓTTIR, Vesturgötu 77, Akranaai. andaöist á Sjúkrahúsi Akraness, þriöjudaginn 30. október. Fyrir hönd okkar systkinanna, i Tótnés Jónsson. Eiginkona mín og móöir GUÐLAUG INGVARSOÓTTIR, Hófgeröi 9, Kópavogi, lézt aö heimili sínu 29. október. Jakob Tryggvason og börn. Móölr okkar VALGERÐUR GÍSLADÓTTIR andaöist á Borgarspítalanum aöfaranótt 27. fyrra mánaöar. Útför hennar veröur gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 5. þessa mánaðar kl. 13.30. Aö ósk hinnar látnu eru blóm og kransar afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Menningar- og minningarsjóö kvenna, Hallveigarstöðum. Fyrir hönd barna, fósturbarna og annarra vandamanna, Bolli Sigurhansson. Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma INGILEIF SIGURÐARDÓTTIR Msrkurgöfu 2, Hf. andaöist í Landsspítalanum aö kvöidi 30. október Kristinn Torfason, Sigurbjörg Vígfúsdóttir, Sigurbjörn Torfason Alda Finnbogadóttir, Gfsli Torfason, Birna Loftsdóttir. + Útför bróöur okkar GEIRMUNDAR JÓNSSONAR fré Lækjarbotnum fer fram frá Skaröi, Landsveit, laugardaginn 3. nóvember kl. 2. Systkinin + Minningarathöfn um eiginmann minn RÚNAR MÁ JÓHANNSSON, ksnnara, öldutúni 16, Hafnarfiröi, sem lést af slysförum 22. september s.l. fer fram frá Hafnarfjarö- arkirkju laguardaginn 3. nóv. kl. 14.00. Erla María Eggsrtsdóttir. + Móöir okkar og stjúpmóðir LAUFEY JÓNSDÓTTIR Bugöulæk 10 veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaö. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu láti líknarstofnanir njóta þess. Hslga Kriatinsdóttir Bsrgur Kristinsson Elísabet Kristinsdóttir Gunnlaugur Kristinsson + Faöir okkar, tengdafaðir og afi SVEINBJÖRN JÓNSSON hæstaréttarlögmaöur veröur jarösunginn föstudaginn 2. nóvember kl. 13.30. frá Dómkirkjunni. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Ifknarstofnan- ir. Helga B. Svsinbjörnsdóttir, Birgir Guögeirsson, Jón Sveinbjörnsson, Guörún Magnúsdóttir, Svsinbjörn Jónsson, Þórunn B. Jónsdóttir, Magnús B. Jónsson, Halldór Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir. Þórey Sigurðardótt- ir — Minningarorð Fædd 22. september 1911 Dáin 22. október 1979 í gær var til moldar borin fóstursystir mín og vinkona, Þór- ey Sigurðardóttir, Kleppsvegi 36, Reykjavík. Þórey var fædd 22. september 1911 að Fæti í Súðavíkurhreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Jónsdóttir og Sigurður Salómonsson. Bjuggu þau í Fætin- um mikinn hluta ævi sinnar, áttu níu börn, þrjá syni og sex dætur. Þau voru það sem kallað var áður þurrabúðarfólk, þ.e. lifðu aðallega á því sem aflaðist úr sjónum, auk þess sem þau höfðu einnig nokkr- ar kindur. Það segir sig sjálft, að vel hefur mátt halda á til þess að hafa í og á þennan stóra barna- hóp, og ekki voru þau systkinin gömul, þegar þau fóru að taka þátt í lífsbaráttunni með foreldrum sínum. Drengirnir reru með föður sínum frá því að þeir voru svo litlir, að þeir aðeins gátu valdið árinni, og litlu systurnar lágu heldur ekki á liði sínu, viljugar og verklagnar. Þær fóru snemma að heiman til vandalausra til að létta á hinu þunga heimili og gátu sér allsstaðar hið besta orð. Ellefu ára gömul kom Þórey til foreldra minna í Vigur. Þá varð það m.a. hennar hlutverk að gæta mín, sem þá var á fyrsta ári, og + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vlnarhug vlð andlát og jaröarför bróöur okkar FINNBOGA JÓNSSONAR Njaröargötu 27. Elfaabet Jónsdóttir Leifur Jónsson Þórarinn Jónsson Guörún Jónsdóttir Sigurjón Jónsson + Hjartkær sonur okkar og bróöir ÞORFINNUR SÍMONARSON sem lést af slysförum 29. október sl. verður jarösunginn frá Akraneskirkju laugardaginn 3. nóvember kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans, láti sjúkrahús Akraness njóta þess. Anney Þorfinnsdóttir, Sfmon M. Ágústsson. börn, tengdabörn og barnabörn. + Systir mín, SÚSANNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR fré Ólafsvík. andaöist sunnudaginn 28. október í Landakotsspítala. Fyrir hönd vandamanna, Siguröur J. Guömundsson. + Útför eiginkonu minnar, móöur okkar og tengdamóöur KATRÍNAR I. BJARNADÓTTUR Skaftahlíö 14 fer fram föstudaginn 2. nóvember kl. 15.00 frá Bústaöakirkju. Blóm eru vinsamlega afþökkuö. Ragnar Guömundsson Guömundur Ragnarsson og Dúfa Einarsdóttir Margrét Ragnarsdóttir og Pétur G. Pétursson Ragnar Ragnarsson og Eygló Gunnarsdóttir + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur SIGURJÓNS JÓNSSONAR Ásvallagötu 27. Sóley Ágústsdóttir, Jón Sigurjónsson. eftir því sem mér er sagt, fór strar einkar vel á með okkur. Þau vináttubönd, sem við bundum ungar, slitnuðu aldrei, og hefur hún ávallt verið mér og systkinum mnum öllum afar kær. Hún ólst upp með okkur til fullorðinsára sem systir okkar og vinkona, þar til hún sjálf stofnaði sitt eigið heimili. Þegar Þórey var átján ára gömul, varð hún fyrir þeirri sáru reynslu að missa unnusta sinn, Þórarinn Sigurðsson frá Fæti, mesta efnispilt. Þórarinn drukkn- aði í janúar 1930 með bát frá Súðavík, er hann reri á. Þórey átti þá von á barni og eignaðist son þá um vorið og var hann heitinn eftir föður sinum. Hann er trésmíða- meistari að mennt og starfar nú sem handavinnukennari í Kópa- vogi. Hans kona er Ólöf Bjarna- dóttir og eiga þau fjórar dætur. Árið 1944 eignaðist Þórey annan son, Árna Sigursteins Haraldsson, Valdimarssonar frá Blámýrum. Hann er búsettur á Húsavík, giftur færeyskri konu, Kaju Joansen. Árið 1949 gekk Þórey að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Pétur Einarsson frá Fjallseli á Héraði, ágætis mann, sem reyndist henni hinn besti lífsförunautur. Þau Pétur eignuðust þrjár dætur, allt mestu myndarstúlkur: Kristrúnu, gift Jóni Kristni Gunnarssyni blikksmið, Björgu, gift Ólafi Kristni Tryggvasyni vélvirkja, og Elsu, gift Kristjáni Erni Freder- iksen martreiðslunema. Óhætt er að segja, að Þórey fékk að kynnast bæði björtum og dökk- um hliðum lífsins. Heilsá hennar var oft mjög bágborin, en hún lét ekki bugast og annaðist heimili sitt af einstakri skyldurækni og myndarskap. Naut hún þar stuðn- ings síns góða eiginmanns og barnanna. Foreldrar hennar aldr- aðir dvöldu hjá henni síðustu æviár sín og áttu notalegt skjól hjá þeim hjónum, Þóreyju og Pétri. Annaðist hún þau af hlýju og nærgætni, sem hennar var von og vísa. Þóreyju lét alltaf betur að vera fremur veitandi en þiggjandi í samskiptum sínum við vini og ættingja. Tóta stóra var hún alltaf kölluð í okkar hópi, til aðgreiningar frá Tótu litlu, systur minni. Þó að Tóta stóra væri ekki há í loftinu, bar hún þetta nafn með sóma. Hún var vönduð og góð og með afbrigðum verklagin og dugleg, svo að til þess var tekið. Á það raunar við um systkini hennar öll, sem hafa reynst hinir nýtustu þjóðfélagsþegnar. Ég minnist þess, hve móðir mín var alltaf ánægð, þegar Tóta var heima. Þá gat hún róleg skroppið í burtu frá heimilinu, því að hún vissi, að verkin yrðu unnin af dugnaði og samviskusemi, hvort sem var utan eða innan bæjar. Allt lék í hönd- unum á Tótu stóru. Ég tel það mikla gæfu fyrir okkur systkinin að hafa alist upp með henni og verið með henni í verki. Ég hef engri manneskju kynnst, sem væri henni dyggari og kappsamari við öll sín störf. Já, það er margs að minnast frá æskuárum okkar Tótu minnar. Margra sólskinsstunda bæði í leik og starfi. Oft þurfti hún að reka á eftir okkur fóstursystrum sínum, sem yngri vorum, þegar letin og leikaraskapurinn varð vinnugleð- inni yfirsterkari. Tóta var lífsglöð og kát stúlka, hafði gaman af að skemmta sér, og það var hún sem kenndi okkur fyrstu danssporin. Hún gaf okkur líka tvo elskulega fósturbræður, syni sína, Þórarin og Árna. Öll hafa þessi uppeldis- systkini okkar verið okkur, for- eldrum okkar og heimili til gleði og sóma. Fyrir allt þetta erum við Þóreyju innilega þakklát. Þegar ég kvaddi Tótu mína síðast, fyrir nokkrum dögum sársjúka á sjúkrahúsi, vissi ég að þetta yrði okkar síðasti fundur hérna megin. Nú er hún farin til fyrirheitna landsins og þar veit ég, að hún hefur hitt þá, sem henni voru kærir og farnir voru á undan. Ég veit, að það hafa orðið fagnaðarfundir, þegar hún og móðir mín hittust, svo vænt sem þeim þótti hvorri um aðra. Ég efast heldur ekki um endurfundi okkar, þegar þar að kemur. Pétri eiginmanni hennar, börnunum og öðrum ættingjum, vottum við okk- ar innilegustu samúð. Við Vigur- systkini flytjum henni einlæga þökk fyrir tryggð og vináttu, sem hefur verið okkur mikils virði. Guð blessi hana í nýjum heim- kynnum ljóss og friðar. borbjörg Bjarnadóttir frá Vigur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.