Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 íslendingar köstuðu frá sér — Frá Guðmundi Guðjónssyni á HM í Danmörku. LIÐ vinna ekki landsleik í hand- boita með því að skora eitt mark siðustu 16 mínútur leiksins en það var það sem islenska liðið gerði. Guðmundur Magnússon skoraði næstsiðasta mark íslands á 16. minútu siðari hálfleiks og á 22. minútu skoraði Stefán Hall- dórsson siðasta markið. Ungverj- arnir voru dugiegir við að skora á meðan og markvörður þeirra varði bókstaflega allt sem á markið kom. Eitt sinn varði hann þrjú skot i röð úr dauðafærum i sömu sóknarlotunni. Og saman- lagt varði hann 22 i leiknum, flest í siðari hálfleiknum. Segja má að íslendingar hafi kastað frá sér sigrinum því að þegar skammt var liðið síðari hálfleiks hafði liðið náð fjögurra marka forystu, 11—7, og þegar siðari hálfleikur var hálfnaður var staðna 13—11 fyrir ísland. Þá rak hver vitleysan aðra, Ungverj- ar sigu fram úr og unnu loks öruggar sigur, 17—14, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 9—6 fyrir tsland. Fyrsta markið kom á 7. minútu Bæði liðin voru afar mistæk í upphafi. Hver sóknarlotan af ann- arri rann út í sandinn. Það var fyrst á 7. mínútu leiksins sem íslendingar skora fyrsta markið. Kristján Arason fiskaði vítakast og úr því skoraði Stefán Hall- dórsson af öryggi. Þá höfðu sex sóknarlotur hjá hvoru liði runnið út í sandinn. Stefán Halldórsson bætti öðru ísland — Ungverjaland 14:17 FH-ingurinn Guðmundur Magn- ússon hefur átt góða leiki með unglingalandsliðinu og verið einn besti varnarmaður liðsins. marki við rétt skömmu síðar er hann skorar úr víti. Guðmundur Magnússon bætir svo þriðja mark- inu við og staðan er 3—0. En þá var tveimur íslendingum vísað af leikvelli svo til á sömu mínútunni, og Ungverjar ná að jafna metin 3—3. Enn er það Stefán sem kemur íslandi yfir, 4—3, en Ung- verjar svara með tveimur mörk- um, 5—4. Þá kom besti leikkafli íslendinga og þeir ná afgerandi forystu í leiknum og breyta stöð- unni í 7—5. Þá voru 22 mínútur liðnar af leiknum. Staðan í háif- leik var svo 9—6 fyrir ísland. Ungverjar fengu gott tækifæri á að minnka muninn niður í eitt mark á lokamínútu hálfleiksins en Ólafur Guðjónsson kom inn á og varði vítakastið glæsilega. Skoruðu eitt mark í 16 minútur Islenska liðinu tókst að halda forskoti sínu fyrstu 10 mínútur síðari hálfleiks. Þegar 16 mínútur eru liðnar var staðan 12—11 en þá skorar Guðmundur Magnússon fallega af línu og eykur muninn í 13—11, en þar með var líka sagan öll. A næstu tveimur mínútum skora Ungverjar tvívegis og jafna leikinn eftir slæm mistök í sókn- arleik íslendinga. Og á lokakafla leiksins skora Ungverjar sex mörk í röð og staðan breytist úr 13—11 í 17—13. Þrátt fyrir að Ungverjar væru á stundum fjórir á leikvelli vegna brottvísana, virtist það ekki koma að sök. Það var ekki heil brú í sóknarleik íslenska liðsins. Stef- án Halldórsson átti síðasta orðið fyrir ísland. Og lokatölur urðu 17—14. Þriggja marka tap. íslenska liðið Brynjar markvörður varði alls 12 skot í leiknum og stóð sig með ágætum. Stefán Halldórsson var einn besti útileikmaðurinn, hann bar af í sókninni og skoraði átta mörk. þá átti Guðmundur Magn- ússon góðan leik bæði í vörn og sókn. Aðrir leikmenn voru afar mistækir. Sigurður Gunnarsson átti mörg skot en flest óyfirveguð og skoraði aðeins eitt mark. Mörk íslands: Stefán Halldórs- son 8(3 v), Guðmundur Magnússon 2, Atli Hilmarsson 1, Kristján Arason 1, Sigurður Gunnarsson 1, Birgir Jóhannsson 1. Islendingar leika við Austur-Þjóðverja um 7.-8. sætið í keppninni ÍSLENDINGAR munu leika í kvöld við Austur-Þjóðverja um 7. til 8. sætið í Heimsmeistara- keppninni i Danmörku sem er mjög góður árangur. Úrslit leikja i gærkvöldi urðu þessi: Austur-Þjóðverjar og Tékkar gerðu jafntefli, 22—22, en þar sem Tékkar hafa betra marka- hlutfall leika þeir um 5. — 6. sætið. Rússar sigruðu Dani ör- ugglega 27-21 og Júgóslavar sigr- uðu Svía. Ekki fengust fréttir af því hvernig leikur þeirra endaði. Það verða því Rússar og Júgó- slavar sem leika um 1. — 2. sætið, Danir og Svíar leika um 3. — 4. sætið, Tékkar og Ungverjar um 5. — 6. sætið og íslendingar og Austur-Þjóðverjar sem leika um 7. — 8. sætið í keppninni. Leikur íslands hefst kl. 7.30 í kvöld. Enski og skozki deildarbikarinn ÍR og ÍS í kvöld EINN leikur fer fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld. ÍR og ÍS leika kl. 20.00 í íþróttahúsi Kennaraskólans. Ef að líkum lætur má búast við fjörugri viðureign milli liðanna. ÚRSLIT í 4. umferð enska deildarbikarsins: Miðvikudagur: Sunderland — West Ham 1:1 West Bromw. Alb. — Norwich0:0 Þriðjudagur: Brighoton — Arsenal 0:0 Bristol City — Nottingh. For. 1:1 Grimsby — Everton 2:1 Liverpool — Exeter 2:0 QPR — Wolves 1:1 Wimbledon — Swindon 1:2 Skozki deildarbikarinn; fyrri leikir: Aberdeen — Celtic 3:2 Dundee Utd. — Raith Rovers 0:0 Hamilton — Dundee 3:1 Morton — Kilmarnock 3:2 KnaBspyrna1 Alfreð Gíslason frá Akurcyri kominn i mikið uppstokk og reynir markskot i leiknum á móti Dönum i fyrrakvöld. Ljtem. mu. Krbtján. ,Samheldnin brást' SAMHELDNIN brást hjá okkur, sagði Stefán Halldórsson eftir leikinn. Leikmenn gerðu ekki eins og þjálfarinn hafði lagt fyrir þá. Að mínu mati er engin þreyta i okkur. Ef við hefðum fengið meiri æfingu fyrir keppnina þá er ég sannfærður um að okkur hefði gengið betur. Einn alvör- uleikur er ekki nóg. Flest liðin voru búin að leika þetta 8—11 leiki og það hefur sitt að segja. Við gáfum leikinn í kvöld og líka leikinn á móti Dönum. Þetta er hreinasta synd. „Strákarnir eru orðnir þreyttir44 ÉG HEF enga skýringu a pessu aðra en þá, að strákarnir séu orðnir þreyttir, þoli ekki álagið, sagði Jóhann Ingi landsliðsþjálf- ari eftir leikinn í gærkvöldi. Þá var skotnýting okkar afar slöK 1 leiknum í kvöld. Þessi tvö atriði ollu því fyrst og fremst að leikurinn i kvöld tapaðist. Stórtap Dana DANIR töpuðu stórt er þeir mættu Búlgörum i Sofia i gær- kvöldi, en leikurinn var í 1. riðli Evrópukeppni landsliða. Búlgar- ir unnu 3:0 eftir að staðan hafði verið 1:0 í hálfleik. Mörk Búlgara skoruðu Tsvet- kov 2 og Zhelzazkov. Danska liðið, sem hafði kappa eins og Simonsen, Jensen, Arnesen og Lerby innanborðs, átti aldrei neina möguleika. Danir eru nú orðnir neðstir i riðlinum og hafa lokið leikjum sinum en staðan er annars svona: England 6 5 10 18:5 11 írland 6 2 3 1 9:5 7 Norður-írland 7 3 1 3 7:14 7 Búlgaría 7 2 1 4 6:12 5 Danmörk 8 12 5 13:17 4 Finnar komu á óvart FINNAR komu mjög á óvart í gærkvöldi þegar þeir náðu jöfnu gegn Sovétmönnum í knatt- spyrnulandsleik i Moskvu, 2:2. Leikurinn var liður i undan- keppni Evrópukeppni landsliða. Þessi úrslit þýða það, að Sovét- menn urðu neðstir i 6. riðli með 5 stig, einu stigi minna en Finnar. Grikkir sigruðu og komast i úrslitin en Ungverjar urðu í öðru sæti. Þess má geta, að Sovétmenn verða mótherjar íslands i undan- keppni Heimsmeistarakeppninn- ar. Sovétmenn tóku forystuna í gærkvöldi með mörkum And- reyev og Gavrilov en Himanka og Hakala jöfnuðu metin fyrir Finna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.