Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 11 Fyrrverandi togaraskipstjóri: Sovétmenn eru að þurrka heimshöfin af fiski Óöló, október. Frá fréttaritara Mbl. VLADIL Lysenko, fyrrver- andi skipstjóri á sovézkum togara, staðhæfir að Sovét- menn séu að tæma hafið af fiski. Viadil leitaði hælis sem pólitískur flóttamaður í Svíþjóð fyrir f jórum árum og hefur nú ritað bók þar sem hann lýsir ófögrum orðum rányrkjunni sem Sovétmenn stunda. Frá miðunum við Ný- fundnaland um Barentshafið til norðurhluta Kyrrahafs hafa sovézkir togarar eytt hverri fisktegundinni á fætur annarri. Af mörgum miðum eru bæði þorskur og síld nánast horfin og meira að segja rússneska krabbateg- undin sem var send á markað undir merkinu „chatka" er nú næstum uppurin að sögn Lys- enkos. Lysenko hefur þrjátíu ára reynslu af fiskveiðum. Hann vísar eindregið þeim staðhæf- ingum Sovétmanna á bug að þeir gæti hófs við veiðarnar. Hann segir, að trollpokarnir séu fylltir hvort sem ætlunin sé að nota fiskinn eða kasta honum dauðum í sjóinn. Fiskiskipin fylli frystigeymsl- ur sínar með meira fiski- magni en þær geta með góðu móti tekið á móti og þetta bitni á gæðunum. Það sem mestu máli skipti sovézka sjómenn sé að fylla kvótana sem skriffinnarnir í Kreml hafi búið til og sé þá ekkert tillit tekið til aldurs eða stærðar fisksins. Lysenko segir, að sovézk skip hafi árum saman vitandi vits veitt í norskri fiskveiði- lögsögu, en þar sem Norð- menn hafi aðeins haft tvö varðskip hafi ekki verið erfitt fyrir Sovétmenn að láta vita um ferðir þeirra. Bókaupp- boð á Akureyri ÞRIÐJA bókauppboð Jóhannesar óla Sæmundssonar fornbókasala á Akureyri verður í Hótel Varð- borg laugardaginn 3. nóvember n.k. og hefst kl. 15.30. Það verða á boðstólum 150 bækur og rit og eru þar á meðal Ársrit Fræðafélagsins I—IX, Bóndinn á heiðinni, Búalög 1—3, Búfræðingurinn, Dvöl I—XV, Ein- valdsklærnar í Hornafirði, Fagurt er í Fjörðum, Forlagaspár Kírós, Jónsbók hin forna, Viðeyjar Njála (1844) og Sagnir og þjóðhættir. Bækurnar eru til sýnis í fornsöl- unni Fögruhlíð kl. 16—18 virka daga. „Single sideband" og VHF-stöðvar, en slík stöð kostar nokkur hundruð þúsund krónur eða jafnvel meira. Við verðum að kaupa þær í alla sex bíla sveitarinnar þar með talið snjóbílinn, auk þess sem við verðum að eiga nokkrar fyrir björgunar- flokkana sem fara til leita og æfinga hverju sinni. I sambandi við þessar talstöðvar má minnast á það, að Lionsklúbburinn Njörður ákvað fyrr á þessu ári að gefa okkur eina slíka stöð en hefur til þessa staðið í stappi við stjórnvöld um að fá niðurfelld aðflutningsgjöld af henni. Það er farið fram á þessa niðurfellingu á þeirri forsendu að stöðin er ótvírætt til björgunar- starfa, en ekki til persónulegra nota,“ sagði Ingvar. Hvernig verður þá starfsemi ykkar háttað þessa fjáröflunar- daga? „Við ætlum að hefjast handa þegar í fyrramálið með því að félagar sveitarinnar munu verða við flestar stórverzlanir bæjarins og við áfengisútsölur, auk þess sem snjóbíllinn verður hafður niðri á Lækjartorgi og úr honum seldar skutlur alla helgina. Á laugardaginn munum við ganga í hús í bænum og bjóða skutlurnar til sölu, það gekk mjög vel á síðasta ári og ég treysti því að fólk taki okkur eins vel, helzt betur. Þessu lýkur svo á sunnudaginn þegar félagar sveitarinnar munu fara í nágrannabyggðarlögin og bjóða skutlurnar til sölu, t.d. á Akranesi og Selfossi svo eitthvað sé nefnt.“ Að síðustu var Ingvar að því spurður hver væru helztu verkefnin nú auk þess að búa út nýju bílana. „Ef ég ætti að nefna eitt frekar en annað í því sambandi vildi ég nefna það, að við erum um þessar mundir að innrétta stjórnstöð á hjólum, þ.e. við ætlum að gera færanlega stjórnstöð úr einum gamla bílnum okkar, en í henni verða öll hugsan- leg fjarskiptatæki til að hafa sam- band í gegnum bæði á landi og lofti auk þess sem þar verður fyrir komið safni af landakortum til nota við leitir. Það má reikna með því að fjórir til sex stjórnendur geti haft aðsetur í þessari stjórnstöð sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi," sagði Ingvar F. Valdimars- son að síðustu. — sb. Adam fer fint i veturinn. Þvi nú er hann birgur af glæsilegum hátíðar- og hvunndagsfatnaði. Peysu- Combi- og Tweedföt i kippum, stakar tweed- og flannelsbuxur, stakir tweed jakkar, vesti og skyrtur. Allt fatnaður „a la Adam", enda flott eftir þvi. Littu inn og kynntu þér málið. LAUGAVEGI 47 SÍM117575

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.