Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 VlEP BAfp/nu fB ^ BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Enjíum kom á óvart, að Banda- ríkjamcnnirnir sigruðu i heims- meistarakeppninni, sem háð var i Rio de Janeiro ok lauk á dögun- um. Þó munaði ekki miklu, að Ítölum tækist að hrifsa titilinn til sín í síðustu spilum úrslitaleiks- ins. En Bandaríkjamennirnir höfðu spiiað jafnt og vel alla keppnina og voru drjúgir í stiga- sókn sinni. í fyrstu umferð keppninnar skoruðu þeir mikið af stigum gegn Brasilíu. Hér er eitt slemmusving. Austur gaf, allir utan hættu. Norður S. Á42 H. ÁD10874 T. ÁD65 L. - Austur S. 653 H. 9653 T. K L. G1085Í Suður S. KDG98 H. G T. 1074 L. K764 Bandaríkjamennirnir Goldman og Soloway vermdu stóla norðurs og suðurs og sagnirnar urðu þess- ar: > Austur Suður Vestur Norður pass pass pass 1 hjarta pass 1 spaði pass 3 tíiflar pass 3 grönd pass 4 spaðar pass 4 Krónd pass 3 lauf pass 6 spaðar allir pass. Út af fyrir sig var ekkert sérstakt við þessar sagnir en þær reyndust árangursríkar. Norður lýsti spilum sínum mjög vel með því að byrja í hjartanu, stökkva síðan í tígli og að lokum neita að spila grandsamning. Og þegar hann sýndi þrílitarstuðning sinn við spaðann var suður viss um, að sagnirnar segðu frá eyðu í laufinu. Það skýrir slemmuáhugann og þegar norður sagði frá þrem ásum viö fjórum gröndum stökk suður í slemmuna. Laufásinn var þægilegt útspil og 13 slagir auðveld bráð. Vestur S. 107 H. K2 T. G9832 L. ÁD92 COSPER Við eigum að spara orkuna. Um „íslenzkt mál” í sjónvarpinu Það var gaman að hlusta á Eyvind Erlendsson í sjónvarpinu á sunnudagskvöldið, þegar hann var að tala um uppruna og þróun tungumála, og þá sérstaklega indóevrópskra eða eranskra tungumála. Hann kann vel þá list að skýra í stuttu máli frá miklu efni, þannig að áheyrandanum finnst aldrei, að hann þurfi að hafa fyrir því að hlusta. Eyvindur rakti í fáum og skýrum dráttum sögu Indóevrópumanna, hvað tungumálið snertir, frá upptökum þeirra í Karpatafjöllum (senni- legast) fyrir 5000—6000 árum allt til íslendinga nútímans. Millistig- in eru mörg, en allt varð þetta ljóst og skilmerkilegt í frásögn- inni. En það fer ekki hjá því, þegar slíkt efni er rakið, að mönnum detti eitt og annað í hug. Og tvennt er það, sem ég vildi leyfa mér að minnast á í því samgandi. Frumnorræna málið, sem talað var á Norðurlöndum fram til 750 e.Kr., taldi Eyvindur vera lítt þekkt, vegna þess hve rúnarist- urnar, sem geymst hafa frá þess- um tíma, eru fátæklegar. Telja má þó, að fornenska kvæðið Bjólfs- kviða (Beowulf) komist nærri því að gefa rétta hugmynd um mál- farið á Norðurlöndum um 500— 600 e.Kr. Margar vísur í Bjólfs- kviðu eru svo vel orðaðar, að snúa má þeim beint á Eddumál án teljandi breytinga. Braglistin hef- ur auðsjáanlega verið nokkurn veginn hin sama á frumnorrænum tíma og síðar varð, — sama „sálin" í tungunni þá og síðar, — þó að málfræðilegur munur væri nokkur. Þetta tel ég mikilvægt og bendi því á það. Önnur setning, sem ég tók eftir hjá Eyvindi Erlendssyni, var þessi: „Hreinn indóevrópskur kynstofn er ekki til“. Þetta er líka rétt, en hins vegar er ekkert, sem bendir til annars en að þessir frum-forfeður okkar hafi verið líkastir þeirri manngerð, sem al- gengust hefur verið á Norðurlönd- n Lausnargjald 1 102 tali við hóp sendiráðsstarfs- manna Frakka. Hann hafði verið í sendiráði Breta í París i nokkur ár og eignast ágæta kunningja og lært að meta franska menningu. Hann hafði komið snemma vegna þess hann hélzt ekki við einn í húsinu. Hann hafði hitt Saiid Homsi þennan morgun. Þeir áttu stefnumót með sér i Bazarnum í suðurhluta borgarinnar. Hann hafði staðið augliti til auglitis við Homsi að tjaldabaki i litilli skitugri sölubúð sem seldi ferðamönnum kopardót. Og, hann hafði borið fram kröfu Logans. Sönnun um, að Eileen væri á lifi og ef hún fengist ekki yrði ekki frekari viðræða um máiið. Samtalið hafði staðið skamma hríð og Sýrlendingur- inn var eins smeðjulegur og sleipur og þegar hann hafði talað við Logan. Hann hafði ekki verið sérlega hress yfir ferð Logans til Tókíó en James hafði fullvissað hann um, að það væri aðeins varúðarráðstöf- un. Hann hafði síðan bætt við fáeinum orðum frá eigin brjósti. „Segið PLF að ég muni persónulega tryggja að ekkert verði úr Imshan — ásamt Log- an Ficld.“ Sýrlendingurinn hafði brosað svo að skein í- gulltennurnar. James íór aftur til skrifstofunnar og einhvern vcginn tókst honum að lifa af daginn. Hann gat varla fest sig við vinnu, hann langaði að kveðja starfsliðið saman og segja þeim að fyrirtækið ætlaði að gefa Imshan frá sér, þeim væri óhætt að fara að pakka saman. Hann treysti ekki Logan. Hann hélt — sem rangt var reyndar — að Janet Armstrong væri að hafa áhrif á hann og Logan léti hana villa sér sýn. Og hatur hans í þeirra garð átti sér ekki lengur takmörk. Hann fór í steypibað og skipti um föt og flúði úr húsi sínu og þann sársauka sem nagaði hann hverja stund og leitaði eftir mannlegu samfélagi sem ekki stóð i beinu sambandi við Imperialolífélagið. Eiginkona fyrsta sendira- ðsritar var að spjalla við hann. Hún var aðalaóandi kona á fertugsaldri, gædd hlýju og húmor sem hann kunni að meta og hafði jákvæð áhrif á hann. Hann fann að einhver kom við olbogann á honum. — Gott kvöld, Kelly. — Gott kvöld, hershöfðingi. Er Madame Ardalan með yður? Hershöfðinginn hristi höfuð- ið. — Því er nú ver og miður að hún var með hitaslæðing. Ekkert alvarlegt. En hún haíði hlakkað til þess að koma hing- að i kvöld. Garðurinn var að fyllast af fólki. Konan afsakaði sig og fór og James var einn með Ardal- an. — Þér eruð nokkuð svo þreytulegur Kelly, sagði hann. — Hafið þér unnið mikið undanfarið? — Já, því er ekki að neita. Hr. Field vill að vel sé að verki verið. Ilershöfðinginn bauð honum sigarettu. — Og hvernig ganga sam- ingaviðræðurnar? Hann leit snöggt upp og sá að Kelly gat ekki leynt þvi að þetta kom á hann. Þetta var aðeins augnablik, en sagði honum þó að svarið sem hann gæfi myndi ekki vera sannleikanum samkvæmt. — Ekki of vel, sagði James. — Við hofum ýmsar áhyggjur sem stendur. — Það þykir mér leitt að heyra, sagði Ardalan. — Hr. Field hlýtur að vera óhress með það. Mér er sagt að hann sé afar áfjáður í að Ijúka málunum. — Já, já. Þjálfun James í utanrikisþjónustunni var ekki skotheld fyrir hræðslu hans við örlög Eileenar. Hann hafði við- bjóð á þessum olíumálum og hann gat ekki leynt andúð slnni. — Segið mér, sagði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.