Morgunblaðið - 01.11.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979
23
Hua fór að
gröf Marx
London 31. okt. AP.
HUA Kua feng vottaði í dag föður kommúnismans, Karli Marx,
virðingu sína við gröf hans í Highgatekirkjugarðinum í norður-
hluta London. Lagði Hua blómsveig knýttan úr rauðum rósum á
legstað Marx. Fjöldi fólks, sem veifaði fánum og fagnaðarspjöld-
um, hafði safnast saman á þessum slóðum þegar kinverski
leiðtoginn kom á vettvang. Hua var kynntur viðstöddum af Sally
Peltier borgarstjóra í hverfinu og ræddi hann við fólkið um hríð.
Sögðust þeir telja orðið tímabært, að Hua fengi nú að hitta nokkra
óbreytta verkamenn eftir að hann hefði nú talað við Frú Tatcher,
sem væri einmitt sá, sem berðist fyrir þvi að halda niðri launum
verkamanna.
Hua hlýddi kurteislega á
málflutning verkamannanna að
sögn AP-fréttastofunnar, með
meðalgöngu túlks að venju. Karl
Marx var rekinn frá Austur-
Prússlandi 1849 vegna kenninga
sinna og settist síðan að í
London. Þar bjó hann til æviloka
árið 1883, lengst af við sára
fátækt. Friedrich Engels, landi
hans og náinn samstarfsmaður,
skrifaði árið 1890 að Marx hefði
sagt eftir að hafa lesið það sem
áhangendur hans sögðu:Eg veit
að minnsta kosti það, að ég er
ekki marxisti."
Þetta gerðist
1975 — Bardagar milli Kínverja
og Indverja á landamærum.
1963 — Herbylting í Suður-
Víetnam og Diem forseti ráðinn
af dögum.
1956 — Lög um endurskipulagn-
ingu fylkjanna á Indlandi taka
gildi — Jórdanir meina Bretum
að nota flugvelli gegn Egyptum.
1952 — Bandaríkjamenn
sprengja fyrstu vetnissprengj-
una á Eniwetok á Marshall-
eyjum.
1950 — Tveir Puerto Rico-menn
reyna að ráða Truman forseta af
dögum í Blair House, Washing-
ton.
1943 — Landganga Bandaríkja-
manna á Solomon-eyjum.
1936 — Mussolini lýsir yfir
myndun öxulsins Róm-Berlín.
1914 — Sjóorrustan við Coronel.
1856 — Stríð milli Breta og
Persa sem hertaka Horak.
1814 — Vínar-ráðstefnan sett.
1765 — Brezku stimpillögin
taka gildi og mæta mótspyrnu í
Norður-Ameríku-nýiendum.
1755 — Jarðskjálftinn mikli í
Lissabon (60.000 fórust).
1741 — Friðrik II af Prússlandi
rýfur samninginn í Klein Schell-
endorf og semur við Saxa og
Bæjara um skiptingu Hins heil-
aga rómverska keisaradæmis.
1509 — Málverk Michelangelos
á þaki Sixtínsku kapellunnar
sýnd fyrsta sinni opinberlega.
1503 — Júlíus páfi II kjörinn og
Cesaro Borgia varpað f fangelsi
fyrir að neita að Iáta af hendi
kastala í Romagna.
Afmæli. Benvenuto Cellini,
ítalskur myndlistamaður
(1500—1571) — Francis Hutch-
eson, skozkur heimspekingur
(1694-1746) - Gústaf IV Svía-
konungur (1778—1837) — Nicol-
as Boileau, franskt skáld
(1636—1711) — Victoria de los
Angeles, spænsk óperusöngkona
(1924---).
Andlát. Alexander III Rússa-
keisari 1894 — Theodor Momms-
en, sagnfræðingur, 1903 — Ezra
Pound, skáld, 1972.
Innlent. Þrjátíu menn sverja
Gizuri jarli og Hákoni konungi
trúnað 1258 — d. Jón Loptsson í
Odda 1197 — Ormur Ásláksson
biskup 1355 — Sættir Hrafns
Oddssonar og Þorgils skarða að
Öryggis krafizt í
kjarnorkuiðnaði
Washinífton. 31. október. Reutor.
ALLUR kjarnorkuiðnaður Bandarikjanna þarfnast endurskipulagn-
ingar til þess að hann verði öruggari segir í skýrslu sérstakrar
nefndar sem Carter forseti skipaði
Pennsylvaníu.
I skýrslunni er bæði gagnrýni á
ríkisstofnanir og þá sem reka
kjarnorkuverið í Pennsylvaníu.
Lagt er til að endurskipulagning
verði gerð á kjarnorkueftirlits-
nefndinni, NRC, stjórnarstofnun
þeirri sem veitir leyfi til kjarn-
orkuframkvæmda einkaaðila.
Formaður nefndarinnar, John
Kemeny, sagði að hann harmaði
að meirihluti þeirra 12 manna sem
til að rannsaka kjarnorkuslysið í
eiga sæti í nefndinni hefði ekki
samþykkt bann við leyfum til að
reisa ný kjarnorkuver þar til
athugun hefði farið fram á nýjum
öryggisráðstöfunum. í skýrslunni
er NRC gagnrýnt fyrir að hugsa
ekki nóg um öryggi.
Fyrirtækið sem rekur kjarn-
orkuverið í Pennsylvaníu, Metro-
politan Edison, er enn fremur
gagnrýnt fyrir að hafa ekki þjálf-
að starfsliðið nægilega mikið og
bent er á ringulreið sem ríkti í
stjórnstöð versins þegar 100 ne.vð-
arbjöllur hringdu til marks um
slysið.
Neytendafrömuðurinn Ralph t
Nader sagði, að skýrslan væri
alvarlegur áfellisdómur yfir
kjarnorkuiðnaðinum og NRC. En
hann sagði að tugir tillagna
nefndarinnar væru aðeins hálfkák
og gagnrýndi að í skýrslunni var
ekki mælt með banni við nýjum
kjarnorkuverum.
Enn herma Angólar
árás upp á S-Afríku
BrUssel 31. okt. Reuter.
TALSMAÐUR sendiráös Angola
í Brlissel sagði i dag, að sveitir
frá Suður-Afríku hefðu gert áraá-
ir á angólskt landsvæði aðfara-
nótt mánudags. í orðsendingunni
sagði að hermennirnir hefðu ver-
ið fluttir i þyrlum og hefðu þeir
lent i bæjunum Lubango og
Mocamedes í vesturhluta Angola.
Mocamedes er hafnarborg sem er
i 200 km norður af landamærun-
um við Namibíu. Lubango er i
austri i sömu fjarlægð frá landa-
mærunum.
I orðsendingunni var sagt, að
sveitirnar hefðu eyðilagt brýr og
ýmsar hernaðarlegá mikilvægar
stöðvar. Ekki væri ljóst hversu
margir hefðu látið lífið. Tekið var
fram að þessa yrði hefnt.
í fyrri fréttum var sagt, að
átján óbreyttir borgarar og þrír
angólskir hermenn hefðu látið
lífið, en það hefur þó ekki verið
endanlega staðfest. Hermt er, að í
árásinni hafi tekið þátt um 160
hermenn frá Suður-Afríku.
Utanríkisráðherra Suður-
Afríku, Reolf Pik Bootha, gerði í
dag hvorki að staðfesta þessar
fregnir né neita. Stjórn Ángola
hefur krafizt þess, að því er
óstaðfestar fregnir herma, að Ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna
komi saman til að fjalla um málið,
en það er ekki ljóst að svo stöddu
hvort af því verður. Angólar hafa
margsinnis áður sakað S-afríska
um svipaðar árásir og í sl. mánuði
sagði Ángolastjórn, að hún myndi
krefjast 300 milljón dollara skaða-
bóta úr hendi Suður-Afríku vegna
stöðugra árása þeirra inn á ang-
ólskt land síðustu þrjú árin. Sagði
í þeirri skýrslu, að aíls hefðu 1383
látið lífið og 1915 særzt og mikið
tjón hefði orðið á mannvirkjum og
stöðvum hernaðarlega mikilvæg-
um.
„Dólgsleg
drykkjulæti’"
London 31. okt. AP.
TALSMAÐUR brezka flotans
hélt í dag uppi vörnum fyrir
Andrew Bretaprins vegna ásak-
ana sem fram hafa verið settar
á hendur honum og námsfélaga
hans um að þeir hafi á náms-
mannafagnaði á dögunum haft
uppi „dólgsleg drykkjulæti, og
skelft gamalt fólk“. Það var
fyrrverandi háttsettur maður i
flotanum Ian Greenlees sem bar
kvartanir þessar fram. Kvaðst
hann ekki hirða um það hvort
Andrew prins hefði verið með í
leiknum eður ei. Talsmaður
Buckinghamhallar neitaði að
segja neitt um málið. Aftur á
móti sagði einn af forsvars-
mönnum Konunglega flotaskól-
ans i Dartmouth, en þaðan voru
Andrew og aðrir sem þátt tóku
i þessu, að eina kvörtunin sem
hann vissi um væri að fjórir
nemendur hefðu farið yfir
einkalóð án leyfis.
Málavextir munu þeir að um
helgina efndu skólarnir í Dart-
mouth og Plymouth til keppni og
skemmtunar. Urðu liðin að
smygla 50 litlum tunnum af bjór
inn í smábæinn Milton Combe.
Greenleas sagði að piltarnir
hefðu sett upp ólöglegar vega-
tálmanir, leitað í bílum til að
hafa upp á bjór og skotið eldra
fólki skelk í bringu með þessu
framferði. Greenleas sagði að
sumir af þessum ungu óknytta-
mönnum hefðu verið illa
drukknir, en nefndi ekki prins-
inn sérstaklega. Meðan þessi
fagnaður stóð yfir sá ljósmynd-
ari meðal annars Andrew sitja
að bjórdrykkju ásamt vinkonu
sinni og kneifði hann ótæpilega
úr kollunni. Andrew hefur löng-
um þótt glaðsinna og uppátekt-
arsamur. Hann er næstur á eftir
Karli prins sem erfingi krún-
unnar.
Málið hefur nú verið sent til
athugunar varnarmálaráðu-
neyti.
Eldflaugaárás
á trúbodsstöð
Sallsbury, 31. október, AP.
ÞJÓÐFRELSISHER Zimbabwe,
Hólavaði í Vatnsdal 1255 —
Héraðsskóli að Laugarvatni
settur 1928 — Hvítárbrúin
gamla opnuð 1928 — íslenzku
sýningunni á Heimssýningunni
slitið 1939. — Almannagjá lokuð
fyrir bílaumferð 1967 — Skipu-
lagi ASÍ breytt og Ragnar Arn-
alds kosinn formaður 1968 — f.
Jón Sigurbjörnsson 1922.
Orð dagsins. Sérfræðingur er
maður sem veit meira og meira
um minna og minna — N.M.
Murray, bandarískur skóla-
maður (1862-1947).
sem hefur bækistöðvar í Mozam-
bique, hefur gert eldflaugaárás á
kaþólsku trúboðsstöðina St. Al-
bert i norðausturhluta Rhódesíu
að sögn talsmanns Rhódesiuhers
í dag.
Talsmaður trúboðsstöðvarinn-
ar, sem er 60 km frá landamærum
Mozambique, segir að öryggis-
sveitir hafi svarað skothríðinni.
Hann sagði að árásarmennirnir
hefðu ráðizt á kennara og nokkrar
hjúkrunarkonur til að reyna að
komast yfir lyf og peninga.
Fjórtán manns sem voru í
trúboðsstöðinni voru fluttir burtu
í bílum, Árásin stóð í fjóra tíma.