Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 3 Nýttverkfrum- flutt eftir Pál P. Pálsson Sinfóníutónleikar: FÁEIN haustlauf, nýtt tónverk eftir Pál P. Páls- son tónskáld verður frum- flutt á þriðju reglulegu tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands sem verða í Háskólabíói í kvöld. Þá verða á tónleikunum flutt verk eftir Strawinsky og Sibelíus. Eftir Straw- insky verður fluttur kons- ert fyrir píanó og blásara og eftir Sibelíus Sinfónía númer 7. Á tónleikunum mun Rhonda Gillespie píanóleikari sem fædd er í Astralíu leika einleik. Hún kom fyrst fram átta ára gömul og tólf ára hélt hún sína fyrstu einleiks- tónleika. Rhonda Gillespie hefur komið fram með helztu hljómsveitum í Ástralíu, Egyptalandi, írlandi, Englandi, Hollandi, Skandinavíu og Bandaríkjunum. Þá hefur hún Páll P. Pálsson. leikið inn á hljómplötur, í útvarpi og sjónvarpi. Hún vann árið 1977 til verð- launa fyrir flutning á píanóútgáfu „Symphonie Fantastique“ eftir Berlioz í London. / A borgarstjómarfundi í dag: Byggðahugmyndir í — um 6000 manns hafa mótmælt Á borgarstjórnarfundi sem haldinn verður í dag verður m.a. fjallað um þá ósk borgarráðs. að kannað verði nánar hugsanlegt byggingarmagn og afmörkun byggðar á svæðinu vestan Glæsibæjar og í Sogamýri, austan Skeiðarvogs. Eins og áður hefur komið fram í samráði við garðyrkjustjóra, falið Morgunblaðinu var felld tillaga að gera nánari tillögur um nýt- frá þeim Birgi ísl. Gunnarssyni og ingu svæðisins sem útivistarsvæð- Albert Guðmundssyni sem borin is og um nánari skipulagningu var upp í borgarráði á þriðjudag- þess. Einnig lögðu þeir Albert og inn, og beindist tillagan að því að Birgir það til, að fram færi horfið væri frá hugmyndum um hugmyndasamkeppni um nýtingu íbúðabyggð á svæði þessu. Svæðið og skipulag Laugardalsins allt að í Sogamýri verði áfram útivistars- mörkum Suðurlandsbrautar. í væði og verði Þróunarstofnun, í samkeppninni verði gert ráð fyrir Laugardal að Laugardalur verði útivistars- væði með íþróttamannvirkjum, grasgarði, rætkunarstöð og skrúðgarði, auk hugsanlegrar stofnunar sem vel færi í slíku útivistarsvæði. Þessi tillaga sjálf- stæðismanna var felld, eins og áður sagði. Bústa má við nokkrum umræð- um um þetta mál á fundinum, ekki síst vegna þess að nú er í gangi undirskriftasöfnun meðal borgar- búa, sem beinist að því að horfið verði frá hugmyndum um þéttingu byggðar á þessu svæði, þ.e. svæð- inu vestan Glæsibæjar og í Sog- amýrinni, austan Skeiðarvogs. Þegar síast fréttist höfðu um 6000 manns skrifað undir í söfnun þessari. Borges var hrœrð- ur er hann veitti heið- ursmerkinu viðtöku EINS og frá hefur verið sagt í Mbl. var argentínska skáldinu Jose Luis Borges veittur stór- riddarakross með stjörnu þann 23. október sl. Jose Luis Borges er helztur rithöfunda sem skrifa á spánska tungu í Suður- Ameríku og hann hefur eins og alkunna er tekið ástfóstri við fsland og islenzka menningu. Mbi. hafa nú borizt upplýsingar um, að Borges hafi verið afhent heiðursmerkið við athöfn í Buenos Aires. Skeyti um at- höfnina var sent frá ræð- ismanni íslands í Buenos Aires, Koltonski, til sendiherra tslands í Washington. Þar segir: Kæri sendiherra. í nafni Houstons ræðismanns og mín er mér ánægja að kunn- gera yður að athöfnin, þar sem próf. Jose Luis Borges var afhent íslenzka fálkaorðan, stórridara- kross með stjörnu, fór fram þann 23. október og var mjög ánægju- leg. Viðstaddir voru fulltrúar menningarmáladeildar utan- ríkisráðuneytisins, ýmsir þekktir bókmennta- og menningarfröm- uðir og fulltrúar helstu fjölmiðla. Huston aðalræðismaður hélt stutta og greinargóða ræðu, þar sem hann skýrði ástæðuna fyrir því að forseti íslands hefði ákveðið að sýna Borges þennan heiður. Próf. Borges var mjög hrærður er hann veitti orðunni viðtöku og varð af þeim sökum nokkrum sinnum að gera hlé á máli sínu. Augljóst er af öllu, að tilfinn- ingar hans í garð íslands og menningarlegs gildis þess fyrir menningu heimsins alls og þá alveg sérstaklega á sviði bók- mennta, eru mjög djúpstæðar. Jose Luis Borges. Próf. Borges lét í ljós, auk innilegs þakklætis, ósk um að fá allar þær bókmenntir sem fáan- legar væru um íslendingasögurn- ar og íslendingasögurnar sjálfar á frummálinu, íslenzku, svo og þýðingar á þeim á ensku og frönsku, ef fáanlegar væru og Houston ræðismaður myndi verða þakklátur ef þér gætuð komið þessari beiðni til réttra aðila. Þér getið látið senda þær til heimilisfangs Houstons í Buenos Aires eða til skrifstofu minnar, ellegar geymt í Washington þar til ég kem til Washington í næsta mánuði. Virðingarfyllst. Kolt- onski.“ Prófkjör A-listans á Vestfjörðum: Veður hamlar talningu VEÐUR hamlar talningu i prófkjöri Alþyðuflokksins á Vest- fjörðum, sem fram fór um síðustu helgi. Ráðgert hafði verið að talning færi fram á ísafirði i gær, en af henni gat ekki orðið, þar sem kjörgögn frá Patreks- firði höfðu ekki borizt. Voru þau um borð i leiguskipi Skipaútgerð- ar ríkisins, Coaster Emmy, sem lá inni á Dýrafirði vegna stór- hriðar. í prófkjöri Alþýðuflokksins á Vestfjörðum buðu sig fram í fyrsta sæti A-listans Sighvatur Björgvinsson og Karvel Pálmason. Karvel bauð sig ennfremur fram í 2. sæti listans. Það gerði einnig Bjarni Pálsson Miðhúsum: Að mestu laus- ir viðpólitíkina Miðhúsum, 31. október MIKIÐ óveður gekk hér yfir i nótt með snjókomu og tilheyrandi, þannig að fjall- vegir urðu þungfærir, en vel fært er á láglendi. Pólitikin hefur að mestu leyti farið fram hjá okkur þessa siðustu daga og það vekur menn kannski til um- hugsunar um að héðan er enginn liklegur til þingveru eftir næstu kosningar. — Sveinn. NÝR STEINLEIR LilLI GLIT HÖFÐABAKKA9 SÍMI85411

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.