Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 Sigurdur med mestan afla og langmestu land- ad í Siglufirdi LOÐNUAFLINN á sumar- og haustvertíðinni er nú um 397 þúsund iestir. Undanfarna daga hefur verið bræla á miðunum og skipin flest legið í höfn. Afla- hæsta skipið á vertíðinni er Sigurður RE 4, en hæstu löndun- arstaðir eru Siglufjörður með um 71.500 lestir, Seyðisfjörður 38.207 og Raufarhöfn 36.326 lest- ir. Eftirtalin skip hafa fengið afla á vertíðinni til loka októbermán- aðar: Sigurður 16.109 Óli Óskars 14.654 Börkur 13.206 Bjarni Ólafsson 13.083 Víkingur 11.532 Grindvíkingur 11250 Jón Kjartansson 10455 Örn 10.100 Súlan 10.091 Pétur Jónsson 10.045 Albert 9.474 Eldborg 9.442 Júpiter 9.234 Gísli Árni 9.140 Skarðsvík 9.085 Guðmundur 9.094 Hilmir 98.926 Hákon 8.917 Loftur Baldvinsson 8.349 Harpa 8.085 Gullberg 8.065 Sigurfari 7.945 Helga Guðmundsdóttir 7.932 Jón Finnsson 7.884 Sæbjörg 7.708 Þórshamar 7.580 Kap II 7.424 Húnaröst 7.422 Keflvíkingur 7.353 Svanur 7.301 Náttfari 7.040 Hrafn 7.033 Ljósfari 6.845 Helga II' 6.652 Magnús 6.636 Arnarnes 6.617 Óskar Halldórsson 6.564 Huginn 6.406 Fífill 6.302 Hafrún 6.229 ísleifur 6.075 Skírnir 5.881 Dagfari 5.638 Sæberg 5.386 Bergur 4.657 Seley 4.393 Þórður Jónasson 3.307 Faxi 3.234 Stapavík 3.175 Ársæll 1290 Rauðsey 502 Hvassviðri og snjó- koma á Vestfjörðum MIKIÐ hvassviðri og snjókoma var á Vestfjörð- um og Breiðafirði síðasta sólarhring en veður fór batnandi í gærkvöldi sam- kvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Veðurstofu íslands. Fjallvegir þyngdust nokkuð á Vestfjörðum en voru þó færir jeppum og stærri bílum. Ekki voru nein vandræði í byggð seinni hluta dags í gær og meðal annars sigldi strand- ferðaskipið Coaster Emmy frá Dýrafirði þar sem það hafði legið í vari í tæpan sólarhring, meðal annars með kjörgögn úr prófkjöri alþýðuflokksmanna á Vest- fjörðum. Samkvæmt upplýsingum veðurstofunnar er búist við þokkalegu veðri um allt land í dag og frostleysu. r Fréttatilkynning Seðlabanka Islands: Takmörkun útlána innlánsstofn- ana og peningamagns til áramóta Tekur myndir á nokk- ur hundruð metra dýpi Sigurður Harðarson með myndavélina góðu sem hægt er að láta nokkur hundruð metra, jafnvel þúsund metra niður i borholur og taka myndir. Ljfemyndtr Sigurður Uarðarnon. NtJ GETA menn tekið Ijósmyndir nokkur hundruð, jafnvel þúsund metra, ofan í jörðina. Sigurði Harðarsyni starfsmanni Orkustofn- unar tókst að smíða sérstaka myndavél með áföstum „flössum“, sem hægt er að senda niður í borholur og annað þess háttar. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að vélin væri þannig úr garði gerð, að tíma- klukka væri tengd við hana þannig að hún tæki myndir á mínútufresti. Þetta væri ótrúleg þægindi þegar einhver vandamál kæmu upp, áður tók það oft á tíðum óratíma að finna ástæður fyrir fyrirstöðu í borholum, en nú á það vandamál að vera úr sögunni. „Til dæmis sendum við vélina niður í borholu fimm við Þessar myndir eru teknar nokkuð hundruð metra niðri i holu 5 við Svartsengi og má glöggt sjá hvernig fóðringin hefur gengið inn á við. Svartsengi þar sem einhverrar fyrirstöðu varð vart. Það kom strax í ljós að fóðringin hafði gengið inn á kafla vegna þess að þegar holunni var hleypt upp síðast kom upp úr henni 240 gráðu heitt vatn sem gerði það að verkum að kalda vatnið utan /ið fóðringuna sauð og fóðringin lagðist saman á hluta, lokaði um þremur fjórðu af holunni. Það er nú unnið að því að skera þessa totu burt," sagði Sigurður Harð- arson. Grímstaðir: Síðasta tugg- an loksins í hús Grlmsstaðum á Fjöllum. 31. október. VIÐ erum loksins lausir við blessaðan heyskapinn, menn hafa náð inn síðustu tuggunum hér um slóðir. Þetta er að vísu frekar lélegt hey, sjálfsagt ekki nema um 30% nýting í því. Það hey sem náðst hefur inn dugir þó hvergi til að full- nægja þörfinni þannig að við verðum að kaupa hey og fóður- bæti í mun meiri mæli en áður. Þá má geta þess að við losnuðum alveg við þetta for- áttuveður sem gekk yfir landið í gær og dag og hér er auð jörð um allt. — Benedikt. Markmið um aukningu útlána bankakerfisins og vöxt peningam- agns voru sett í fjarfestingar — og lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar og áréttuð með lögum um stjórn efnahagsmála o.fl. nr. 13 frá 10. apríl 1979. Samkvæmt þessu skyldi stefnt að því, að peninga- magn, þ.e. seðlar og mynt í umfefð og veltiinnlán, aukist frá upphafi til loka árs um 25%, peningamagn og sparifé um 32%, útlán inn- lánsstofnana í heild sinni um 30,5%, en að frádregnum endur- keyptum lánum af hálfu Seðla- banka skyidu útlán innlánsstofn- ana takmarkast við 32,7% aukn- ingu. Um þetta síðast greinda markmið var svo gert sérstakt samkomulag við viðskiptabanka og sparisjóði, svo sem gert hefur verið nokkur undanfarin ár. Til þess að ná fastari tökum á stjórn peningamála og auka líkur á því, að haldið yrði fast við sett markmið, var löglegt hámark inn- lánsbindingar hækkað úr 25% í 28% af heildarinnlánum hverrar innlánsstofnunar. Kom ákvæði þetta þannig til framkvæmda, að hámarksbinding var fyrst færð upp í 27% í apríllok, en sökum vaxandi peningaþenslu var í maí- lok ákveðið að innheimta 1% aukabindingu og hámarkið þá fært upp í 28%. Rýmkun þessi leiðir jafnframt til þess, að inn- heimt er 30% binding af innlána- aukningu, þar til náð er 28% af heildarinniánum. Áður greind markmið voru mið- uð við þjóðhags — og verðlagsspá í upphafi ársins, sem gerði ráð fyrir 33—34% verðlagshækkun milli ársmeðaltala, en lækkandi í 30% frá upphafi til loka ársins. Með lögum um stjórn efnahags- mála o.fl. var gert ráð fyrir, að frá markmiðunum megi víkja, svo sem ef óvæntar breytingar verða á verðþróun eða atvinnuöryggi sé að öðrum kosti stefnt í hættu. Svo sem alkunna er, hefur verðbólgu- þróun magnazt mjög, svo að nú eru taldar horfur á, að verðlag hækki um 44% milli áranna, en um allt að 53—55% yfir árið. Á móti svo mikilli hækkun verðlags og tekjumyndunar væri ekki unnt að hamla til samræmis við áður sett markmið nema með svo harkalegum aðgerðum, að leiddi til verulegs samdráttar. Var end- urskoðun markmiða með tilliti til þessa undirbúin þegar snemm- sumars, en ekki leidd endanlega til lykta sökum örra breytinga, sem þá voru fyrirsjáanlegar í efnahagsmálum. í kjölfar hinnar miklu verð- bólguaukningar hefur lánsfjár- eftirspurn magnazt mjög og sýnir efnahagslífið enn sem fyrr öll merki um eftirspurnarþenslu, auk þess sem bankakerfið ber nú þungar og vaxandi byrðar olíu- fjármögnunar og örðugs rekstrar- árferðis ýmissa atvinnugreina. Að vísu myndar verðtrygging spari- fjár og lánsfjár, þótt enn sé á byrjunarstigi, veigamikið mót- vægi við aukningu útlána, en dregur þó enn sem komið er engan veginn úr nauðsyn strangs að- halds að útlánum og peninga- myndun. Til þess að lána- starfsemin haldi aftur af verð- bólguþróun fremur en ýti undir hana, verður að tryggja, að aukn- ing útlána og peningamagns verði töluvert minni en verðbólgunni nemur. Almenn útlán,eða þaklán, við- skiptabanka og sparisjóða höfðu í ágústlok aukist um 46,4% frá áramótum, en aukningin yfir árið allt er oft lík aukningunni til ágústloka. í september varð enn sérstaklega mikil aukning. eða upp í 55,3% frá áramótum. I ljósi þeirra viðhorfa er þannig höfðu skapast, fóru fram viðræður milli Seðlabankans og viðskiptabanka og sparisjóð. Varð að samkomu- lagi, að innlánsstofnanirnar tækju sér fyrir hendur að koma auk- ningu þaklána yfir árið niður í 42%. Með hliðsjón af því má áætla, að aukning peningamagns muni verða um 40% frá upphafi til loka ársins. Hefur ríkisstjórnin nú staðfest þá breytingu upphaf- legra markmiða, sem í þessu felst. Sérstaklega skal bent á, að viðskiptabankar og sparisjóðir þurfa að draga verulega úr útlán- um til þess að ná hinu nýja marki, eða úr 55,3% aukningu til sept- emberloka í 42% aukningu fyrir árið í heild. Þannig svarar nauð- synlegur samdráttur yfir mánuð- ina október-desember til 13% af almennum útlánum án endur- kaupa í upphafi ársins. Þess má ennfremur geta í þessu sambandi, að lausafjárstaða innlánsstofnana við Seðlabankann hefur versnað mjög, það sem af er árinu, og var komin niður í —9,2 milljarða króna í septemberlok. Er það 6.4 milljörðum lakari staða en á sama tíma á fyrra ári. Þurfa innláns- stofnanir mjög að halda að sér höndum til þess að koma lausa- fjárstöðunni í eðlilegt horf og fellur það saman við nauðsyn á því að takmarka útlánin eins og sam- komulag hefur orðið um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.