Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979
Sigrún Gísladóttir skrifar frá Svíþjóð
Norræni sjónvarpshnött-
urinn getur hafið send-
ingar eftir 10 ár
Umræður um samnorræna
fjarskiptahnöttinn fyrir sjón-
varp og útvarp „NORDSAT"
hafa verið ofarlega á baugi síðan
nefndin, sem skipuð var af Norð-
urlandaráði, skilaði áliti til
menningar- og menntamálaráð-
herra Norðurlandanna 22. okt.
s.l.
Samkvæmt niðurstöðum
nefndarinnar ættu Norðurlöndin
og Grænland að geta náð til sjö
norrænna sjónvarpsstöðva og
ellefu útvarpsstöðva eftir um
það bil tíu ár. Þar með hefur
fresturinn til þess að taka
ákvörðun um tilkomu slíks
hnattar skyndilega minnkað til
muna.
Mikilvæg ákvörðun
Ekki mun lokaákvörðun verða
tekin fyrr en á fundi Norður-
landaráðs í Kaupmannahöfn
vorið 1981. En fyrir 15. apríl n.k.
eiga þjóðirnar að hafa skilað
áliti, og í framhaldi af því gæti
orðið að efna til aukafundar um
Nordsat næsta haust. Þetta er
mikilvæg ákvörðun með langvar-
andi afleiðingum sem Norður-
löndin standa frammi fyrir.
Verði sú ákvörðun tekin að beita
sér fyrir sameiginlegum sjón-
varpshnetti, verður ekki aftur
snúið.
Norðurlöndin eiga þann mögu-
leika að verða fyrst í heimi með
sameiginlegan fjarskiptahnött.
Sú staðreynd að Vestur-Þýska-
land og Frakkland hafa nýlega
gert með sér samning um slíkan
sjónvarpshnött setur stórt strik
í reikninginn, þegar ákvörðun
verður tekin um Nordsat.
Fransk-þýski hnötturinn verður
rekinn á allt öðrum grundvelli
þ.e.a.s. fjármagnaður með aug-
iýsingum. Verði Norðurlöndin
ekki fyrri til með sinn hnött
getur ekkert hindrað fransk-
þýsku augiýsingastöðvarnar að
varpa yfir löndin. Þar af leiðir,
að staða fjölmiðla á Norðurlönd-
unum mun verða allt önnur í
kringum 1985 hvernig svo sem
verður með Nordsat.
Kostnaður
Það mun taka minnst átta ár
frá því að tekin er fullnaðar-
ákvörðun um tilkomu hnattar-
ins, þar til hann verður kominn í
reglubundna notkun. Ennfremur
er reiknað með að það líði 15—20
ár áður en öll heimili í viðkom-
andi löndum geti tekið á móti
sendingum hnattarins.
Kostnaður við hnöttinn, sendi-
kerfið, rekstur og önnur útgjöld í
viðbót við núverandi rekstrar-
kostnað verður samkvæmt út-
reikningum nefndarinnar um 4,5
milljarðar sænskra króna fyrstu
tuttugu árin, eða um það bil 250
milljónir á ári. Þessum kostnaði
mun verða skipt í samræmi við
brúttóþjóðartekjur landanna, og
mun hlutur Svía verða stærstur,
eða 43 prósent. Mikill kostnaður
mun koma beint í hlut sjón-
varpsnotenda. Til þess að geta
tekið á móti sendingum Nordsat
þarf sérstök loftnet (parabol-
loftnet). Staðsetning hnattarins
verður í 36.000 km hæð yfir
vesturströnd Afríku, og þaðan
mun hann senda útvarps- og
sjónvarpsdagskrár, sem sendar
eru upp frá jarðstöðvunum. Að
auki þarf sérstök móttökutæki
innanhúss sem umbreyta send-
ingum hnattarins fyrir sjón-
varpstækið. Þessi útbúnaður,
ásamt uppsetningu, er áætlað að
kosti nú 4—5 þús. sænskar
krónur (tæpl. hálf millj. ísl.
krónur) fyrir einbýlishús og rað-
hús með sér loftnet, en yrði mun
ódýrara fyrir fjölbýlishús með
sameiginleg loftnet.
Aðdragandi
— markmið.
Hugmyndin um norrænan
sjónvarpshnött á rætur sínar að
rekja til áranna rétt fyrir og upp
úr 1970, þegar Norðurlandaráð
ræddi og tók ákvarðanir um
aukið norrænt samstarf á svið
sjónvarps. Á árunum 1974-77
kom hnötturinn inn í myndina
sem tæknilegur möguleiki. Síðan
hefur mikill og stöðugt vaxandi
undirbúningur svo að segja ein-
göngu beinst að Nordsat sem
lausn á sameiginlegu norrænu
sjónvarpi. Þó er enn viss áhugi á
umfangsminni og ódýrari lausn,
eins og þeirri að hafa norrænar
sjónvarpssendingar með
jarðlínu.
Markmiðið með samnorræn-
um sjónvarpshnetti er fyrst og
fremst að auka menningarleg
samskipti Norðurlandanna, og
eins að bæta gagnkvæma þekk-
ingu og skilning á lífsháttum og
tungumálum þjóðanna. Gert er
ráð fyrir að hluti sjónvarpsefnis-
ins verði þýddur til þess að gera
þættina áhugaverðari fyrir ná-
grannaþjóðirnar. Þýðingar séu
fyrst og fremst nauðsynlegar
efni sem sent verður út á finnsku
og íslensku.
Aukið
sjónvarpsgláp?
Samkvæmt tillögum nefndar-
innar á austurhlutinn, þ.e.a.s.
Svíþjóð, Finnland, Danmörk og
Noregur, að geta náð öllum 7
sjónvarpsstöðvunum og 11 út-
varpsstöðvum. ísland, Færeyjar
og Grænland verða vegna legu
sinnar að láta sér nægja 5
sjónvarps- og 10 útvarpsstöðvar
, (það eru þær finnsku sem falla
út). Ekki verður hægt að hlusta
á sendingar hnattarins í bílút-
varpi eða ferðatæki, þar eð
tenging í fast loftnet er nauð-
synleg. Sérfræðingar könnunar-
innar búast ekki við neinum
stórfelldum breytingum á sjón-
varpsglápi fólks almennt með
tilkomu Nordsat. Þeir sem að
öllum líkindum munu horfa
meira eru þeir sem þegar í dag
horfa mikið á sjónvarp. Talið er
að Svíar horfi að meðaltali um
V4 klst á dag á sjónvarp, en það
eru börn 9-14 ára, sem horfa
mest, 3-4 klst. Telja margir að
Nordsat geti haft jákvæðar af-
leiðingar fyrir þau, því að fram-
boð til barnaefnis verður meira
og gefur þeim innsýn í tungumál
og hagi nágrannaþjóðanna. Þeir
sem eru mótfallnir sjónvarps-
hnettinum benda á þá reynslu
sem fengist hefur í Evrópu, þar
sem hægt er að horfa jafnframt
á sjónvarpsstöðvar nærliggjandi
„Fyrsta öngstræti til hægri”
frumsýnt á Akureyri á morgun
Akureyri, 28. október.
Örn Bjarnason er ungur
höfundur, sem fyrir nokkrum
árum vakti á sér mikla at-
hygli fyrir snjallar smásögur,
sem birtust eftir hann m.a. í
Lesbók Morgunblaðsins.
Fyrir tveimur árum var leik-
ritið „Biðstöð 13“ leikið í
Ríkisútvarpið og einnig skrif-
aði Örn skáldsögu um sama
efni og með sama nafni. Um
svipað leyti byrjaði hann á
leikritinu „Fyrsta öngstræti
til hægri“, sem Leikfélag Ak-
ureyrar hefir nú tekið til
sýningar.
Leikritið er að mestu saga
tveggja stúlkna, Maríu, sem
leikin er af Svanhildi Jóhann-
esdóttur, og Önnu, sem leikin
er af Sunnu Borg. María kem-
ur til borgarinnar og kynnist
þar Önnu, sem lifað hefir lífi
þess fólks, sem kallað hefir
verið utangarðs. Með þeim
tekst mikil vinátta, og er ferill
þeirra rakinn, auk þess sem
liðin atvik koma við og við inn
í frásögnina. Þær stöllur lenda
í ýmsum ævintýrum, þar til
örlögin skilja þær sundur.
Yfirvöldin grípa í taumana,
hver stofnunin eftir aðra
reyna að koma þeim út úr
öngstrætinu og á réttan kjöl,
en það ætlar að reynast erfitt.
Leikstjóri er Þórunn Sigurð-
ardóttir, Sigurjón Jóhannes-
son, yfirleiktjaldasmiður
Þjóðleikhússins, hannaði leik-
mynd, en Hallmundur Krist-
insson smíðaði hana. Ljósa-
meistarinn, Ingvar Björnsson,
er nýráðinn til L.A., en var
áður hjá Þjóðleikhúsinu.
Persónur leikritsins eru 19,
en leikendur eru 10, þar af 8
fastráðnir leikarar Leikfélags
Akureyrar. Þar hafa orðið
|
% Wsmii. y/fÆÁ- , VjÉjá| J r- mA
F.v. Sigurjón Jóhannsson, leikmyndahönnuður, Þórunn Sigurðardóttir, leikstjóri og Örn
Bjarnason höfundur.
Guðbjörg Guðmundsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir.
Þráinn Karlsson.
Sunna Borg og Svanhildur
Jóhannesdóttir i hlutverkum
sinum.
nokkur mannaskipti, og ný-
ráðið starfsfólk auk Ingvars
Björnssonar eru leikararnir
Bjarni Steingrímsson og
Sunna Borg, og Friðgeir Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri.
Leikhússtjóri er sem áður
Oddur Björnsson, rithöfundur.
— Þetta er 2. verkefni L.A. á
þessu leikári, en nú standa
yfir sýningar á sjónleiknum
„Galdrakarlinn í Óz“. Fyrr í
haust voru nokkrar sýningar á
„Skrýtinn fugl, ég“, en það
voru í raun réttri framhalds-
sýningar frá síðasta leikári.
Þegar eftir frumsýninguna
á föstudaginn verður byrjað
að æfa „Puntilla og Matti"
eftir Berthold Brecht. Leik-
stjóri verður Hallmar Sigurðs-
son, sem lagt hefir stund á
leikstjórnarnám í Svíþjóð að
undanförnu.
Þórunn Sigurðardóttir, leik-
stjóri, lét í ljós mikla ánægju
með að starfa með höfundi
leikritsins og hönnuði leik-
myndar, og einnig kvað hún
samvinnuna við leikara og
3tarfsmenn L.A. hafa verið
ágæta. Hún sagði, að leikritið
væri að sinni hyggju vel samið
og af næmri tilfinningu fyrir
högum og örlögum þess fólks,
sem ætti í baráttu vegna
ofnotkunar áfengis og lyfja.
Reynt væri, bæði frá sinni
hendi og höfundarins, að sjá
viðfangsefnið í nýju ljósi og
með öðrum hætti en oftast
tíðkaðist og fremur reynt að
sjá efnið innan frá fremur en
utan frá. Leitast hefði verið
við að byggja á kynnum og
þekkingu lækna, hjúkrunar-
fólks og sjúklinga og leita
skilnings á vandamálum
áfengis- og fíkniefnaneytenda.
Þetta væri þó fjarri því að
vera eina efnisatriði leikrits-
ins, þar væri margt annað
tekið til meðferðar, t.a.m. hin
innilega vinátta stúlknanna.
Næstu sýningar eftir frum-
sýningu verða á laugardags-
og sunnudagskvöld, 3. og 4.
nóvember. _ _