Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979
Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri:
Uppbygging og starf-
semi verslunar- og
þjónustumiðstöðva
Úrdráttur úr erindi. sem
flutt var á ráðstefnu Fjórð-
ungssambands Norðurlands
um viðskipta- og þjónustu-
starfsemi á Norðuriandi, er
haidin var i Gagnfræðaskóla
Akureyrar 12. og 13. októ-
ber.
Góðir ráðstefnugestir:
Ég mun hér í stuttu máli gera
grein fyrir uppbyggingu og sam-
rekstri verslunar- og þjónustu-
miðstöðva með hliðsjón af þeirri
reynslu, sem ég hefi öðlast við
uþpbyggingu og samrekstur versl-
unarmiðstöðvarinnar Kaupangs
við Mýrarveg á Akureyri, en sú
miðstöð var byggð á árunum 1974
og 1975, og hófst starfsemi þar að
mestu í ársbyrjun 1976.
Þá mun ég einnig skýra nokkuð
frá verslunarmiðstöð við Sunnu-
hlíð í Glerárhverfi, sem nú er í
byggingu, en undirbúningur að
þeirri miðstöð hófst um mitt ár
1978, en framkvæmdir vorið 1979.
Þegar við á sínum tíma hófum
undirbúning að byggingu verslun-
armiðstöðvarinnar Kaupangs,
höfðum við engri þekkingu eða
reynslu á að byggja og hlaut því
að fara tvo, að margt væri á
annan veg en best hefði verið á
kosið og komið hefur í ljós þann
tíma, sem rekstur hefur staðið
yfir.
Sú þekking og reynsla, sem þar
fékkst, hefur komið sér vel við
undirbúning og uppbyggingu
verslunarmiðstöðvarinnar við
Sunnuhlíð.
Til þess að bygging verslunar-
miðstöðvar sé möguleg, eða jafn-
vel æskileg, þurfa margar for-
sendur að vera til staðar, frá
sjónarmiði skipulags. Auk þess
þarf að gera sér grein fyrir
æskilegustu húsagerð með tilliti
til þeirrar þjónustu, sem veita á,
og ekki hvað síst að ákveða og
binda allt fást um sambýlis- og
samrekstrarform innan miðstöðv-
arinnar.
En skoðum nú hvern þessara
þátta lítillega út af fyrir sig. A
síðari árum hefur í skipulagi bæja
verið tekið nokkurt tillit til stærð-
ar æskilegra skólahverfa, sem
taiin eru æskileg innan þeirra
marka að þau telji um 4.000 íbúa.
Slík hverfi henta mjög vel að
stærðinni til fyrir verslunarmið-
stöðvar, þar sem æskilegur íbúa-
fjöldi er talinn vera á bilinu 3000
til 5000 íbúar, með tilliti til þess,
að sá fjöldi ætti að geta staðið
undir þeirri verslunar- og þjón-
ustustarfsemi, sem þar yrði stað-
sett. Að sjálfsögðu má ekki reikna
með öllum íbúum hverfisins sem
tryggum viðskiptavinum, en á
móti kemur, að fjöldi bæjarbúa
utan hverfisins kemur til með að
sækja til verslunarmiðstöðvarinn-
ar og vegur það á móti. Þá skiptir
að sjálfsögðu verulegu máli,
hvernig byggð er skipulögð í
hverfinu, en t.d. iðnaðarbyggð
innan hverfisins styður mjög við
rekstur verslunarmiðstöðvarinn-
Tryggvi Pálsson.
ar, þar sem algengt er nú, að bæði
hjón stundi vinnu utan heimilis-
ins, og oft þægilegra að sækja
verslun og þjónustu í nágrenni
vinnustaðar en heimilis af þeim
sökum.
Staðsetning miðsvæðis í hverfi
er nauðsynleg með tilliti til þess,
að gönguleiðir séu ekki of langar.
Skiptir þá verulegu máli, að við
skipulagningu hafi verið gert ráð
fyrir gönguleiðum út frá miðstöð-
inni. Góð aðkoma bíla eftir tengi-
og safnbrautum er einnig nauð-
synleg, með tilliti til þess hvað við
Islendingar erum háðir bílnum, og
er það mikilvægast vegna þeirra
viðskiptavina sem koma úr öðrum
hverfum. Þá er mikilvægt að við
verslunarmiðstöð sé nægur fjöldi
bílastæða, og verður í því tilviki að
taka tillit til stærðar húss og
hverfisins. í byggingarskilmálum
er kveðið á um, að eitt bílastæði
skuli vera fyrir hverja 25 ferm. í
húsi, en sú regla er ekki endilega
einhlít. Við talningu, sem ég hefi
framkvæmt við Kaupang, hafa
verið allt að 100 bílar við húsið,
þegar mest aðsókn er, t.d. seinni-
part föstudaga. Þá ber að taka
tillit til þess, hve stór hluti
starfsmanna kemur til vinnu sinn-
ar á bíl, og má ganga út frá því, að
sá fjöldi geti verið 2 af hverjum 3
starfsmönnum. Eins og ég vék að
hér að framan, erum við Islend-
ingar svo háðir bílnum, að það
eitt, að vita af bílastæði fast við
verslun, getur ráðið úrslitum um
val verslunar, þegar gert er upp
við sig, hvar versla eigi.
En mikilvægast er þó, að vel
takist til varðandi þá þjónustu
sem veitt er, að hún sé bæði
fjölbreytt og aðlaðandi, en það
gerir hvort tveggja, að tryggja
góða aðsókn að miðstöðinni, og
styrkja þar með rekstrargrundvöll
þeirra sem þar reka starfsemi
sína.
Við val húsagerðar koma að
sjálfsögðu mörg form til greina.
Aðalmunur byggingarforma er þó
sá, hvort utangengt er í hverja
verslun fyrir sig, en þannig eru
flestar versiunarmiðstöðvar sem
byggðar hafa verið á landinu með
fáum undantekningum, eða hvort
innangengt er í allar verslanir.
Sú útfærsla að hafa sérinngang
í hverja verslun fyrir sig er
ódýrari byggingaraðferð, þar sem
sameign verður þá sáralítil, en
ókostirnir eru helst þeir, að upp-
hitunarkostnaður er verulega
meiri, og á vetrum, t.d. þegar
veður eru slæm, fer fólk aðeins í
þá verslun, sem nauðsynlega þarf
að versla í, t.d. dagvöruverslun,
sem getur valdið því, að aðrar
verslanir missa af viðskiptum, svo
sem ég mun koma að hér á eftir.
Innangönguformið er aftur á móti
verulega dýrari byggingaraðferð,
þar sem sameign verður veruleg,
en kostir þess fyrir báða aðila,
þ.e.a.s. viðskiptamenn og kaup-
menn, eru ótvírætt meiri, og ættu
því með tíð og tíma að vega upp
kostnaðaraukann. Hitakostnaður
verður minni, og þegar viðskipta-
menn eru á annað borð komnir inn
í sameignina, geta þeir rápað milli
verslana, ef svo má að orði
komast, og má því búast við meiri
verslun. Við getum t.d. hugsað
okkur húsmóður, sem upphaflega
ætlaði í dagvöruverslun. Þegar
hún á annað borð er komin inn í
sameignina og hefur aðrar versl-
anir allt um kring, gæti komið upp
það dæmi, að hún uppgötvaði, að
hana vantaði t.d. tvinna eða renni-
lás, svo að dæmi séu tekin, og
gerir þá verslun, sem í fyrra
tilvikinu hefði ekki verið gerð, og
hefðu því þau viðskipti getað lent
annars staðar. Þá er mikilvægt í
innangönguforminu að vera með
veitingastofu, svo að viðskiptavin-
ir geti tekið lífinu rólega, tyllt sér
niður yfir kaffibolla og hugleitt
þau viðskipti, sem gera á.
Það er svo mál út af fyrir sig,
sem sveitarstjórnarmenn ættu að
hugieiða vel, en það er hvort ekki
væri ástæða til að fella niður
gatnagerðargjöld og nýbyggingar-
gjald af slíkum sameignum, þar
sem í raun er verið að byggja yfir
útisvæði að hluta, og er það
skoðun mín, að ef það verður ekki
gert, muni byggjendur verslunar-
miðstöðva taka það mikið tillit til
gjaldsins, sem ekki er óeðlilegt, að
það eitt geti valdið því, að innan-
gönguformið verði ekki notað í
þeim mæli sem æskilegt er. Það
má t.d. leiða að því sterkar líkur,
að við uppbyggingu miðbæjar Ak-
ureyrar, sem nú stendur fyrir
dyrum, muni þessi gjaldtaka af
yfirbyggðum útisvæðum setja
mark sitt á byggingarform húsa,
til hins verra fyrir viðskiptamenn.
Þungamiðja hverrar verslunar-
miðstöðvar er að sjálfsögðu dag-
vöruverslunin, og því mikilvægt að
standsetning hennar takist vel,
bæði hvað varðar tækjakost, inn-
réttingar og vöruval. Ganga má út
frá því sem nokkuð gefnu, að sú
verslun næði umsetningu miðað
við verðlag í dag um 800—1000
milljónum á ársgrundvelli. Að
öðru leyti held ég, að flestar
tegundir verslana og þjónustu eigi
rétt á sér í miðstöðvunum, þó
vissulega séu ákveðnar verslanir
og þjónusta æskilegri en aðrar.
Þar á ég t.d. við fataverslanir með
barna og unglingafatnað, skó-
verslanir, vefnaðarvöru- og hann-
yrðaverslanir, bóka- og ritfanga-
verslanir og blóma- og gjafavöru-
verslanir, og í þjónustu rakara-
stofu, hárgreiðslustofu og banka-
útibú, svo eitthvað sé nefnt.
Megin stefnan í þeim tveim
verslunarmiðstöðvum, sem ég hefi
haft hér til viðmiðunar, er sú, að
stofna ekki til beinnar samkeppni
milli aðila í miðstöðvunum, þó aö
aldrei verði hjá því komist alveg,
að einhverjir tveir eða fleiri aðilar
versli með sömu vöruna. Ég nefni
sem dæmi, að dagvöruverslun sel-
ur t.d. ijósaperur og rafhlöður,
sem einnig yrði selt í raftækja-
verslun. Við þessu er ekkert að
gera, enda verður slíkt í undan-
tekningartilvikum, en meginuppi-
staða hverrar verslunar verði þó
vernduð frá samkeppni, því að
þær eru fyrst og fremst í sam-
keppni við sambærilegar verslanir
annars staðar í bæjarfélaginu.
Verndunin er einungis tilkomin til
að tryggja rekstrargrundvöll
hverrar sérverslunar fyrir sig og
gera það kleift, að um sérverslanir
verði að ræða. Sameiginlegur
rekstrarkostnaður, svo sem raf-
magnskostnaður, hitakostnaður,
ræsting á sameign, snjómokstur
og viðhald húss og lóðar, er
greiddur eftir eignaraðild hvers og
eins í miðstöðinni. í því sambandi
er stofnað húsfélag innan mið-
stöðvanna, sem hver og einn
greiðir til mánaðarlegt tillag til að
standa undir þessum kostnaði.
Sérstökum aðila er falið að annast
fjárreiður þessa húsfélags og alla
ákvarðanatöku um minni málefni
húsfélagsins, en í stærri málum
tekur húsfélagsfundur að sjálf-
sögðu allar ákvarðanir.
í verslunarmiðstöðinni í Glerár-
hverfi eiga sér stað viss þáttaskil í
verslun á Akureyri, þar sem bæði
samvinnuverslun, þ.e.a.s. Kaupfé-
lag Eyfirðinga, og einkaaðilar
reka starfsemi sína hlið við hlið,
undir sama þaki. Á undanförnum
árum hefur það verið stefna kaup-
félagsins að reka dagvöruverslan-
ir í öllum hverfum bæjarins, og er
slíkt sjálfsögð þjónusta við félags-
menn og viðskiptavini. Með
breyttu verslunarfyrirkomulagi
eftir tilkomu verslunarmiðstöðva
væri full ástæða til þess fyrir
kaupfélögin að endurskoða þessa
stefnu sína, því að vissulega þurfa
félagsmenn og viðskiptamenn
þeirra þjónustu á fleiri sviðum og
ef kaupfélögin hasla sér ekki völl
innan miðstöðvanna á fleiri svið-
um en í dagvöruverslun, má ganga
út frá því, að önnur verslun þeirra
dragist saman. Mér hefur helst
dottið í hug, hvort ekki væri
ástæða fyrir kaupfélögin að huga
að verslunarþjónustu innan
miðstöðvanna í tengslum við hinn
mikla fataiðnað, sem samvinnu-
hreyfingin stundar í landinu.
Að lokum vil ég geta þess, að í
upphafi er hverjum og einum aðila
úthlutað ákveðnu verslunar- og
þjónustusviði. Þetta segir þó ekki,
að ekki megi breyta um rekstrar-
form, því að það er undantekning-
arlaust veitt, ef ekki er samskonar
rekstur fyrir í miðstöðinni og
breyta á í.
Tilkoma verslunarmiðstöðva í
stærri bæjum og borgum er orðin
staðreynd, sem allir aðilar, svo
sem verslunarmenn og ekki hvað
síst sveitarstjórnarmenn, verða að
taka fullt tillit til og haga gerðum
sínum í samræmi við það.
Portisch teflir í
Hróa hattar-stíl
Lajos Portisch hefur verið
meðal bestu skákmanna heims
um árabil. Þessi ungverski
vinnuþjarkur lék aðalhlut-
verkið i niundu og elleftu um-
ferð mótsins í Ríó. Hann er
frægur fyrir að tefla i „Hróa
hattar-stíl“, þ.e. vinna hina
sterku (ríku) en tapa fyrir
hinum veiku (fátæku). Trúr
þessu tapaði hann fyrir Sunye
en vann siðan Balashov. Alltaf
teflir hann af miklum þrótti og
hin verstu áföll virðast ekki
hafa minnstu áhrif á hann.
Hvítt: Portisch
Svart: Balashov
Nimzomdversk vörn
1. d4 — Rffi, 2. c4 - e6, 3. Rc3
- Bb4, 4. e3 - 04), 5. Bd3 -
c5. 6. Rf3 — d5, 7. 0-0 — dxc4,
8. Bxc4 - Rbd7, 9. De2 - a6.
(Vinsælla er 9. ... b6)
10. a4 - Dc7?!
(Balashov hefur beitt þessum
vafasama leik öðru hverju. Betra
var 10. ... cxd4)
11. Ra2!
(Þessi leikur setur 'svartan í
mikinn vanda. Hvítur hótar að
drepa biskupinn og fá betra tafl
vegna betri peðastöðu auk bisk-
upaparsins. Ef biskupinn hörfar
til a5, drepur hvítur á c5 og
leikur síðan b4).
b5.12. Bd3
(Eftir 12. axb5 — axb5, 13. Bxb5
er riddarinn á a2 leppur)
Ba5,13. axb5 — axb5,14. Bxb5
(Hvítur hefur unnið peð, en
svartur vonast til að ná mótspili
í staðinn)
Bb7,15. Hdl
(Knaak lék gegn Balashov í
Hálle 1976, 15. Rc3 og fékk gott
Skák
eftir GUÐMUND
SIGURJÓNSSON
tafl. Leikur Portisch er líklega
ekki síðri)
Hab8,16. dxc5!
(Þetta peð er svartur neyddur til
að drepa, þótt það hafi í för með
sér mikil óþægindi)
Bxf3,17. gxf3 - Rc5,18. b4 -
Rb3,19. Hbl - De5!?
(Á þennan hátt bjargar svartur
sér frá mannstapi) -
20. bxa5 - Hxb5, 21. Khl!
Svartur hótaði lævíslega 21.
... Rd4!)
Db8
(Leiðir beint til taps, en leið til
björgunar er vandfundin)
22. Ba3 - Hc8, 23. Bd6 - Db7
24. a6! - Db6
(Eftir 24. ... Dxa6 fellur maður,
25. Hxb3)
25. Bc7! - Dc6
Biskupinn er friðhelgur, t.d. 25.
... Dxc7, 26. Dxb5, eða 25.
... Hxc7, 26. Hc8+)
26. a7 - h6, 27. Bb8
(Nú er sigurinn vís)
Rd7, 28. Hd6
(Síðra var strax 28. Hxd7 vegna
Rd4)
Db7, 29. Hxd7 - Dxd7, 30.
a8=D - Hbxb8, 31. De4 og
Balashov gafst upp.
En augnabliks hryllingsmynd
kemur ætíð upp í huga minn,
þegar 10. umferðin berst í tal.
Svart: Htibner
Hvitt: Smejkal
Þegar hér var komið sögu í
skákinni átti Smejkal eftir u.þ.b.
'Á mínútu af tíma sínum, en
Húbner næstum heila klukku-
stund.
Staðan er jafnteflisleg, en
báðir keppendur hafa leikið
síðustu leiki leifturhratt. Svo
virðist, sem að Húbner sé að
reyna að fella andstæðing sinn á
tíma. Nú gerðust undarlegir
hlutir: 31. Hdal - Hbb6?? (31.
Ha8) 32. Kfl?? (32. b4) £5??
(Rb7) 33. b4 og hvítur vann
mann og þar með skákina.
Húbner var lengi að jafna sig
eftir þetta áfall, — og ég reyndar
eir»nig.