Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 19 stóraukin fiskirækt í ánni væri í boði og margháttaðar lagfæringar við veiðistaði árinnar ásamt gerð nýrra veiðistaða með aðstoð nýj- ustu véltækni borgarinnar. Þetta er sorgarsaga, ásamt ennþá lengri sorgarsögu að baki kælivatnstöku Áburðarverksmiðj- unnar úr ánni á sínum tíma, sem ekki verður rakin hér að sinni. Hinsvegar mætti þessi saga gjarna koma fyrir almennings sjónir til upplýsingar og fróðleiks um stöðu og stjórn veiðimálanna í landinu, ægilega rangláta veiði- löggjöf og loks um harðfylgi jarð- eigenda. Fiskiræktarstarfsemi Reykja- víkurborgar væri þó sannarlega ekki síður full þörf á fjárhagsleg- um bakhjarli frá þessari laxveiðiá, vegna hinnar stóru eignaraðildar borgarinnar í ánni, sem og frá Elliðaánum. En því miður lætur Reykjavíkurborg mergsjúga sig í þessum efnum og hefst ekki að nema á neikvæðan hátt hingað til. Vonandi fer brátt að birta í lofti í málum þessum. 3. Laxá í Kjós er þriðja laxveiðiáin, sem Reykjavíkurborg á eignaraðild að, fyrir landi Þor- láksstaða, sem að vísu er ekki nema 1,4% af heildarveiðiréttind- um árinnar. En menn vita þó vel að há leiga er greidd fyrir Laxá í Kjós. Og ekki er vitað til þess að fiskiræktarstarfsemi borgarinnar beri þar neitt úr býtum, enda sennilega látið ganga til ábúanda Þorláksstaða. Enn er ótalið ítak til laxveiða í Soginu, sem að vísu er smávægi- legt. Þá má nefna möguleikana á því að gera Hólmsá að snoturri stangaveiðiá í framhaldi af Elliða- ánum og Elliðavatni. Ég hefi hér reynt að fara fljótt yfir sögu um vatnasvæði Reykja- víkurborgar, eignaraðildir og ítök og leitast við á einfaldan hátt að sýna fram á þau verðmæti og þá möguleika til veiðiskapar og úti- vistar, sem fyrir hendi eru, óskipulagðir og lítt nýttir enn af borgarbúum. Hefi ég bent á að eignaraðildir og ítök borgarinnar til silungs- og laxveiða mótast af óvenju stóru og tilbreytingarríku vatnasvæði, sem lýsa má í stuttu máli á eftirfarandi hátt: 1. Þrem stórum og ágætum silungsveiðivötnum með ágætum fiskastofnum i hrifandi fögru umhverfi náttúrunnar og ítök í 3 smærri vötnum. 2. Þrem sérlega gjöfulum og góðum laxveiðiám, tveim innan nýjasta skipulags borgarinnar auk ítaka i tveim öðrum ám. Þau eru ekki lítil verðmætin, sem borgin á í þessum vötnum og ám og það eru engar smávegis veiðiréttindatekjur, sem vatna- svæði borgarinnar gæti gefið með góðu skipulagi og samstarfi allra hlutaðeigandi aðila. Menn geta svo gert það að gamni sínu að ákveða dagstanga- fjölda til silungsveiði í vötnunum, dagstangafjölda til laxveiða í án- um, verðlagt svo hverja stöng sem seld yrði, til dæmis 50% af heildarstangafjöldanum í 2 sumarmánuði og þannig fengið út varlega áætlaða tekjuupphæð, sem verja ætti svo til fiskiræktar- starfsemi borgarinnar í öllu vatnasvæðinu. Enginn vafi er á því, að ekki má lengur dragast að fiskiræktar- starfsemi borgarinnar verði stór- lega styrkt og efld með arði og fjárhagslegri aðstoð frá þessum miklu veiðivatnaverðmætum, sem Reykjavíkurborg á yfir að ráða. Áhugi fatlaðra og lamaðra Ég vék stuttlega að því áður í þessu greinarkorni mínu, hvað Iþróttafélag fatlaðra og lamaðra hefði sýnt mikinn áhuga fyrir þeirri aðstöðu, sem fiskiræktar- starfsemi borgarinnar hefði skap- að þeim á bökkum Elliðavatns. Einnig var sköpuð tilsögn við þetta fatlaða og lamaða fólk í meðferð veiðarfæra, einkum með kaststengur. Þetta starf má engan veginn falla niður, heldur verður að auka það verulega. Og færi svo að áhuginn ykist jafnt og þétt, þá má auðvitað stækka og bæta aðstöðuna og jafnvel skapa hana víðál- en við Elliðavatnið og á bökkum þess. Fiskirækt Fiskirækt þarf að stórauka fyrir hið mikla vatnasvæði borgarinnar og borgin á sjálf að tryggja og bera ábyrgð á fiskiræktinni með fiskiræktarstarfsemi sinni og að- setri í Klak- og eldisstöðinni við Elliðaárnar. Þar á að leggja áherzlu á að rækta úrvals lax- fiskastofna, urriða, bleikju og lax, jafnvel einnig regnbogasilung. Leggja beri áherzlu á að rækta snemmgenginn lax og forðast að veiða síðgenginn lax til undaneldis og ræktunar. Rétt væri einnig að gera tilraunir með kynbætur á laxi. Fiskeldi Fiskiræktarstarfsemi Reykja- víkurborgar ætti einnig að beita sér fyrir forrannsóknum á því, hvar bezt væri að koma fyrir og hefja fiskeldi í landi borgarinnar. Á þann hátt gæti fiskiræktar- starfsemi borgarinnar lagt grunn að arðbærum atvinnurekstri í borgarlandinu, sem bæði mundi skapa fjölda manns atvinnu og um leið miklar gjaldeyristekjur af útflutningi. Laxeldi í sjó Fiskiræktarstarfsemi borgar- innar hefur þegar hafið undirbún- ing á þessu sviði, og er gott til þess að vita. Laxeldi í sjó er þegar orðinn gróskumikill atvinnuvegur í nágrannalöndum okkar, sem nú orðið byggist býsna víða á keypt- um laxaseiðum frá íslandi. Það er upplýst að hnattstaða og lega Reykjavíkur er á sama sviði og þessi atvinnuvegur hefur gengið hvað bezt í Noregi. Hversvegna hefjumst við ekki handa sjálfir? Öll kostar þessi starfsemi, sem hér hefur verið vikið að, mikið fé. En tekjustofnarnir eru fyrir hendi í vatnasvæði Reykjavikurborgar. Og Reykjavíkurborg er framsýn borg, sem jafnan hefur viljað veg sinn sem mestan. Fiskiræktarstarfsemi borgar- innar gæti orðið næsta stórátakið. Bláa byltingin bíður á næsta leiti. Jakob V. Hafstein lögfr. Hjólreiðakeppni umferðarráðs: Fjórir efstu til Eng- lands í alþjóðakeppni í marsmánuði undanfarin ár hefur Umferðarráð, í samvinnu við lögreglu og menntamálaráðuneyt- ið, staðið fyrir árlegri spurninga- keppni fyrir 12 ára nemendur i skólum landsins. Þeir nemendur sem hafa staðið sig best hafa siðan tekið þátt i hjólreiðakeppni, sem byggist á góðakstri og hjólreiða- þrautum. Hefur sú keppni farið fram í Reykjavik og á Akureyri fyrri hluta aprílmánaðar ár hvert. Áð henni afiokinni hafa svo þeir f jórir bestu verið verðlaunaðir með þátttökurétti i alþjóðiegri hjóla- keppni sem fer fram til skiptis i hinum ýmsu höfuðborgum Evrópu í maimánuði, á vegum PRI (Alþjóða- samtök Umferðarráða). Þar sem æfingar og þjálfun hér- lendis er mjög háð verðráttu þykir heppilegra að í framtíðinni fari hjólreiðakeppnin fram í kjölfar spurningakeppninnar síðar á vorin, þ.e. í maí. Með því móti gefst nemendum rýmra tækifæri til æf- inga. — Síðan að lokinni úrslita- keppni, sem fari fram að hausti bíði þeir sem ná bestum árangri í hálft ár þátttöku í alþjóðlegu keppninni. Vegna þessara breytinga fór fram keppni milli þeirra 12 næstbestu frá hjólreiðakeppni s.l. vors, þ.e.a.s. þeirra sem urðu í 5.—16. sæti í Reykjavík og á Akureyri. Á Akur- eyri fór keppnin fram 18. október við Oddeyrarskólann, en í Reykjavík 24. október við Austurbæjarskólann. Urslit urðu sem hér segir: Grunnskólanum, Búðardal 548. 2. Hreiðar Haraldsson, Laugalækjarskóla, Reykjavík 534 3. Hermann Örn Ingólfsson, Glerárskóla, Akureyri 530 4. Bragi Gunnarsson, Æfinga- og tilraunskóla K.H.Í., Rvík 528 5. Karl Gunnlaugsson, Réttarholtsskóla, Reykjavík 525 6. Logi Jóhannesson, Víghólaskóla, Kópavogi 515 Þeir fjórir efstu hafa því unnið sér rétt til þátttöku í alþjóðlegu hjóla- keppninni sem fer fram í Englandi næsta vor. stig 1. Ingþór Oli Thorlacíus, VOLVO hlONUSTA Nú bjóða öll umboðsverkstæði VOLVO umhverfis landið sérstaka VETRARSKOÐUN 1. Vélarþvottur 2. Hreinsun og feiti á geymissambönd 3. Mæling á rafgeymi 4. Mæling á rafhleðslu 5. Hreinsun á blöndung 6. Hreinsun á bensíndælu 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. Skipt um kerti Skipt um platínur Stilling á viftureim Skipt um olíu og olíusíu Mæling á frostlegi Vélastilling Ljósastilling Verð með söluskatti: 4 cyl. 6 cyl. kr. 37.057,- kr. 39.990,- Innifalið í verði: Platínur, olíusía, ísvari, ventlalokspakkning, kerti, vinna, vélarolía. Fasteign á hjólum Akranes: Bílvangur, Bílaverkstæði Gests Friðjónssonar. Borgarnes: Bifreiða- og trésmiðja Borgarness. Stykkishólmur: IMýja bílaver. Tálknafjörður: Vélsmiðja Tálknafjarðar. ísafjörður: Bifreiðaverkstæði ísafjarðar. Bolungarvík: Vélsmiðja Bolungarvíkur hf. Sauðárkrókur: K.S., Sauðárkróki. Akureyri: Þórshamar hf. Húsavík: Bifreiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar. Þórshöfn: Bifreiðaverkstæði K.L. Egilsstaðir: Fell sf., Hlöðum við Lagarfljótsbrú. Hornafjörður: Vélsmiðja Hornafjarðar, Höfn. Kirkjubæjarklaustur: Bifreiðaverkstæði Gunnars Valdimarssonar. Hvolsvölur: K.R. Hvolsvelli og Rauðalæk. Selfoss: K.Á. Við Austurveg. VOLVO — Suðurlandsbraut 16 • Sími 35200 Úlfarsá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.