Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 Ragnar Elías- son — S jötugur Náinn samstarfsmaður minn um árabil, Ragnar Elíasson af- greiðslumaður hjá Bifreiðastöð Steindórs, er sjötugur í dag. Hann faeddist 1. nóvember 1909 að Stóra-Mosfelli í Mosfellssveit, sonur hjónanna Jóhönnu Krist- jönu Bjarnadóttur frá Bollagörð- um á Seltjarnarnesi og Elíasar Jóhannssonar verkamanns í Reykjavík. Ragnar fór ungur maður troðn- ar slóðir, á þeim árum, er leið flestra lá á sjóinn. Sjómennsku stundaði hann um árabil, og var kyndari og síðar vélstjóri á togur- um. Var hann t.d. samfellt í 11 ár í skiprúmi hjá Halldóri skipstjóra Þorsteinssyni í Háteigi. Ragnar var á sjónum heims- styrjaldarárin og kom ekki í land fyrr en að þeim hildarleik loknum og vel það, því sjómennsku hætti hann árið 1949. Var hann síðast í skiprúmi á togaranum Skúla Magnússyni. Þegar Ragnar fór í land gerðist hann bifreiðarstjóri hjá Bifreiða- stöð Steindórs, en þar hóf hann starf á gamlársdag 1949. Starfaði hann við akstur næstu ár eða þar til hann tekur við afgreiðslustarfi á stöðinni árið 1952 og starfar hann enn í dag við það starf. Ragnar nýtur að verðleikum vinsælda og virðingar eldri sem yngri samstarfsmanna, enda er Ragnar gæddur þeim góðu eigin- leikum að eiga auðvelt með að umgangast og starfa með öðru fólki. Það hefur verið þessu fyrirtæki mikil gæfa að hafa haft marga góða og trausta menn á borð við Ragnar Elíasson í starfi árum og áratugum saman. Ber ég í huga nér góðar minningar og þakkir til eirra. Þann 16. júní 1934 kvænist gnar alveg einstakri ágætis- ’u, Guðlaugu Helgadóttur. Þeir, ekki þekkja það af eigin islu, munu ekki gera sér grein því hve vandasamt það starf yrir húsmóður að vera gift 'ii, sem vinnur vaktavinnu ;tímum saman, á annarlegum a sólarhringsins. Á þetta hefur ■annarlega reynt í hjónabandi nars og Guðlaugar og hún sýnt þann skilning og dug til þurfti. Þetta hefur verið ómetanlegur styrkur fyrir Ragn- ar, veit ég af kynnum mínum við þau hjón bæði. Ragnar og Guðlaug eiga sér sumarhús í Sléttuhlíð, rétt sunnan Hafnarfjarðar, þar .sem þau dvelj- ast nær öllum frístundum sem gefast. Það er ánægjulegt, þegar litið er inn til þeirra að sumarlagi að líta verk þessara samhentu hjóna, en þar er blómskrúð mikið og trjágróður, sem hugsað hefur verið vel um og gróðursettur af þeim hjónum sjálfum. Ég hefi oft dáðst að því, hvað öllu er þar vel fyrir komið. Ragnar og Guðlaug eiga tvær dætur: Jóhönnu, sem gift er Árna Stefáni Jónssyni skipstjóra, þau eru búsett í Kanada, og Guðlaugu, gifta Ásgeiri B. Ellertssyni yfir- lækni hér í Reyjavík. Nú eftir áratuga vináttu og samstarf er margs að minnast, sem þakkað skal í dag á þessum merka degi í lífi Ragnars. Störf hans í þágu fyrirtækisins, þar sem hann hefur sýnt fádæma reglu- semi á öllum sviðum og stjórn- semi, verða seint þökkuð sem skyldi. Ragnari og fjölskyldu hans færi ég einlægar árnaðaróskir á sjö- tugsafmælinu, þakka honum ánægjulegar samverustundir í starfi og utan þess. Megi vinátta okkar enn sem hingað til vera einlæg og fölskvalaus og Bifreiða- stöð Steindórs fá að njóta starfs- krafta Ragnars sem lengst. Lifðu heill! Kristján Steindórsson. Ragnar Elíasson, eða hann Raggi hjá Steindóri, eins og hann er kallaður í daglegu máli manna á milli, er sjötugur í dag. Hann er fæddur á Stóra-Mosfelli í Mos- fellssveit, 1. nóvember 1909, sonur hjónanna Jóhönnu Bjarnadóttur og Elíasar Jóhannssonar, þá vinnumanns á prestsetrinu hjá séra Magnúsi. Þegar Ragnar var á öðru ári fluttust foreldrar hans til Reykjavíkur, þar sem hann hefur verið búsettur æ síðan, og telst hann því nú vera einn af eldri borgurum Reykjavíkur. Ragnar er af stórri fjölskyldu kominn, alls urðu börnin 8, þar af komust 7 til manndómsára, og eru þrjú eftir- lifandi í dag. Ragnar var elstur í hinum stóra barnahópi. Eins og atvinnuhættir og aldarandi voru á ungdómsárum Ragnars og fjölskyldan stór, var krafist, að allir legðust á eitt við að aðstoða við að færa björgina í bú eftir því sem aldur og orka leyfðu. Það var í þá daga, sem engar almannatryggingar voru til og ekkert sem hét að fá borgað með börnum, því þurftu allir að duga vel. Voru fyrstu störfin að snúast í ýmsu er léttu undir með heimilinu. Ragnar fór til starfa er hann var á fermingaraldri. Gerð- ist þá hjálparkokkur á togaranum Skúla fógeta. Þar með hófst sjó- mannsferill hans er stóð óslitið í aldarfjórðung. Ragnar var á ýms- um skipum og bátum, en gerist skipsverji á togaranum Max Pemperton árið 1934. Var hann á Maxinum ýmist sem háseti, kynd- ari eða vélstjóri í fast að áratug, eða þar til skipið fórst árið 1943. Á þessum tíma var með skipið hinn kunni hörkuduglegi skipstjóri og aflamaður Pétur Maack, og út- gerðarmaðurinn var Halldór í Háteigi, sá kunni brautryðjandi í togaraútgerð íslendinga. Það var eins og hvert annað Guðs almætti hefði haldið verndarhendi yfir Ragnari í sambandi við hinstu ferð togarans Max Pempertons, en hann fórst með allri áhöfn á heimleið af veiðum fyrir Vestur- landi. Ragnar var þá í fríi ásamt nokkrum öðrum félögum sínum og biðu þeir eftir að taka á móti skipinu í Reykjavík til þess að fara í Englandssiglingu. En Max- inn sigldi aldrei aftur inn á Reykjavíkurhöfn. Sannast hér ennþá einu sinni máltækið, „að sjaldan verður feigum forðað eða ófeigum í hel komið“. Það er stórt sálarlegt áfall fyrir sjómann að þurfa að horfa á eftir heilli skipshöfn samskipsmanna í djúp hafsins, og finna til með ástvinum þeirra angistar- og sorgartilfinn- ingar. En slík hafa örlög íslenzkra sjómanna ávallt verið og endur- taka sig ár eftir ár. Þetta er sú fórn er Ægir krefst sér til handa fyrir sínar ríkulegu gjafir, sem eru tilvera íslenzku þjóðarinnar. Þeir menn, sem slíka reynslu hafa öðlast, eru þakklátari Guði fyrir það líf og þá hamingju, sem þeir hafa orðið aðnjótandi. Eftir að Maxinn ferst er Ragnar á togurum frá Reykjavík til 1944, en gerist þá skipstjóri á togaran- um Faxa frá Hafnarfirði, sem var undir skipstjórn hins kunna afla- manns Sigurjóns Einarssonar, tengdaföður míns, sem kenndur var við Garðar. Þótt við Ragnar séum náskyldir, höfum við ekki kynni hvor af öðrum fyrr en Ragnar kom um borð á togarann Faxa, en þar var ég loftskeyta- maður. Það leið ekki langur tími þar til við kynntumst og gerðum okkur ljósa frændsemi okkar. Með okkur tókst góð vinátta, sem hefur varað ávallt síðan. Sigldum við Ragnar saman á Faxa fram yfir stríðslok. Ragnar hættir sinni sjómennsku 1949, er hann gerist starfsmaður á bifreiðastöð Stein- dórs. Steindór Einarsson var mik- ill og röggsamur stjórnandi, og gerði miklar kröfur til sjálfs sín og þeirra manna, sem hann hafði undir sinni stjórn. Hann var mikill mannþekkjari, og kunni vel að meta störf góðra starfskrafta. Ekki hafði Ragnar starfað nema eitt ár, er Steindór réð hann til afgreiðslustarfa. Mikill erill og álag hefur fylgt þessu starfi. Afgreiðslumaðurinn hjá Steindóri er tengiliðurinn milli viðskipta- vinanna annars vegar og fyrirtæk- isins og ökumannanna hins vegar. Ríður á miklu, að sá maður, sem gegnir slíku ábyrgðarstarfi, hafi prúðmannlega framkomu, og sé traustur og ábyggilegur í starfi. Það geta allir borið um, er kynnst hafa Ragnari, að ekki fyrirfinnst maður, sem er ríkulegar gæddur þessum mannkostum. Ragnar á nú í desember 30 ára starfsafmæli hjá Steindóri, er það vísasti vott- urinn um traustleika Ragnars. Ragnar hefur ávallt tekið ákveðið undir það, að hann sé undir heillastjörnu fæddur, og hafi verið mikill lánsmaður. Sterkasti þátturinn í hamingju hvers manns er valið á hinum kvenlega förunaut. Ragnar hefur ávallt sagt, að þar hafi heilladís- irnar verið honum hvað hliðholl- astar er þær leiddu saman ævi- braut hans og eiginkonunnar, hennar Guðlaugar Helgadóttur. Til hjúskaparins var af litlum efnum stofnað í erfiðu árferði. En þótt efnisgæðin hafi í byrjun verið af skornum skammti, ríkti ávallt hamingja og elska á heimili þeirra Ragnars og Guðlaugar. Þeim varð tveggja dætra auðið, sem eru giftar, önnur búsett í Kanada en hin hér í R.vík. Barnabörnin eru orðin 6, og langafabörnin eru tvö. Ragnar hefur lifað mikinn tíma. Er hann fæddist í þennan heim og öll uppvaxtarárin býr íslenzka þjóðin við sára fátækt, landið algjörlega vanþróað í tæknilegu tilliti, nema hvað íslendingar eru rétt að byrja að taka hina vélrænu orku í þjónustu sína í fiskiskipa- flotanum, sem verður svo undir- staðan fyrir þeirri tækni og efna- hagsbyltingu, sem fylgir í kjölfar- ið á næstu áratugum, og stendur raunar yfir enn þann dag í dag. Hann hefur lifað þann tíma, er þekktur stjórnmálamaður, liðinn, lýsti á þann veg, „að þjóðin hefði komist úr fátækt til bjargálna." En Ragnar hefur gert meira en að lifa þennan tíma, hann er einn þeirra mörgu einstaklinga, sem svo sannarlega lögðu hönd á plóginn með vinnuframlagi sínu í fremstu víglínu, til þess að gera þjóðinni mögulegt að horfa í dag á þá uppbyggingu og búa við þær efnislegu allsnægtir, er hún lifir við í dag. Þetta kostaði fórnir, það er mikil fórn og sjálfsafneitun að dveljast fjarri ástvinum sínum og heimili langtímum saman, eins og krafist var í ríkum mæli hér áður fyrr af sjómönnum, og er raunar krafist enn. Það þekkja þeir, er reynt hafa, þótt himnaríkisham- ingja endurfundanna bæti mikið upp. Þjóðin stendur svo sannar- lega í þakkarskuld við þá menn og konur, sem hafa lifað og starfað á þessum tíma. Ég vildi að lokum óska Ragnari, Laugu og allri fjölskyldunni til hamingju með þessi merku tíma- mót. Vona að þau eigi eftir að fá að njóta hvors annars um mörg ókomin ár á hinu hlýlega, vandaða og listræna heimili þeirra, og í þeim unaðslundi er þau hafa ræktað og byggt í Sléttuhlíð. Ragnar tekur á móti gestum í Síðumúla 11 eftir klukkan 8 í kvöld. Pétur Guðjónsson. Ugrún Valbergsdóttir: Leiklistargagnrýnend ur — hverjir eru það? „So nicht" hrökk upp úr karli nokkrum vestan við múrinn fyrir tæpum áratug. Þótt karlinn sé að mestu gleymdur, þá lifir þessi upphrópun hans og er notuð við alvarleg tækifæri. So nicht varð mér semsé að orði eftir lestur leiklistargagnrýni í Morgunblaðinu þann 23.10 1979 eftir splunkunýjan leiklistargagn- rýnanda, Ólaf M. Jóhannesson (B.A. í ensku og bókmenntasögu), um Ofvita Þórbergs í leikgerð Kjartans Ragnarssonar. Það hefur að vísu aldrei þótt sæma að leikari skipti sér af skrifum leiklistargagnrýnenda — hann gæti þá t.d. átt það á hættu að fá slæma dóma hjá viðkomandi Komin er út Ijóðabókin Skref í áttina eftir Jónas Friðgeir EHas- son. Er þetta önnur Ijóðabók höfundar, en hin fyrri er Mér datt það i hug og kom út 1976. Höfundur gefur bókina út, en Letur prentaði. Jónas Friðgeir Elíasson er það sem eftir er — en ég er á annarri skoðun, mér finnst okkur leikurum vera málið skylt og alvarlegra. en svo, að hægt sé að afgreiða það með afskiptaleysi og fyrirlitningu á vinnu viðkomandi manna. Á meðan allt bendir til þess að leiklist íslendinga sé að verða að sjálfstæðu listformi — þar sem fullkomin tenging allra þeirra þátta, sem skapa listræna heild á sér stað — þá hrapar gagnrýni blaðanna niður á plan uppskafn- ingslegrar áhugamennsku, sem er ekki einungis hrópleg móðgun við alla þá listamenn, sem standa að baki hverri leiksýningu, heldur einnig við áhorfendur, sem smátt - Ný ljóðabók fæddur í Bolungarvík 1950 og hefur dvalið að mestu á ísafirði og stundað þar störf til sjós og lands. í skrifum Jónasar kemur fram úr hvaða jarðvegi hann er sprottinn, stundum er veruleikinn ljúfur og stundum sár, en alltaf sannur, segir á bókarkápu. og smátt meðtaka þá þróun, sem verður og vilja gjarnan vera dómbærir á það, sem einkennir góða sýningu í atvinnuleikhúsi. Ahorfendur og um leið lesendur blaðanna ætlast til þess að sá, sem titlar sig leiklistargagnrýnanda, hafi ögn meira vit á listinni en þeir sjálfir, þess vegna m.a. lesa þeir gagnrýni í blöðunum. Þannig finna þeir e.t.v. forsenduna fyrir því, af hverju eitthvað var vont og annað gott. Þannig geta þeir líka orðið „betri áhorfendur," þ.e. dómbærari á list leikhússins. Hvenær skyldi renna upp sá dagur, að dregin verða skýr skil á milli bókmennta og leiklistar? Þetta eru að vísu skyldir heimar, en afar fjarskyldir. Ef leiklist væri það sama og bókmenntir hefði Kjartan Ragnarsson t.d. áreiðanlega ekki séð ástæðu til að gera leikgerð af Ofvitanum, því bókin stendur svo sannarlega fyrir sínu. Leikhúsið fer fram á „betri" gagnrýni, það er ekki að biðja um jákvæða gagnrýni, — hún þjónar hvort eð er engum tilgangi, nema hún eigi við rök að styðjast — en Skref í áttina Sigrún Valbergsdóttir. leikhúsið heimtar gagnrýni, sem byggð er á þekkingu á leikhúsinu og þeirri list, sem þar fer fram. Sú gagnrýni á að vera þáttur í þróun íslenskrar leiklistar. Það er ekki nóg að hafa skrifað ritgerð í bókmenntum og ensku um þætti þriggja leikverka og að hafa feng- ist við myndlist til að geta gerst leiklistargagnrýnandi (ég tek hér menntun Ólafs M. Jóhannessonar einungis sem dæmi, en fleiri gagnrýnendum er heimilt að bíta í sneiðina). Kunnáttuleysi þeirra kemur fram í síðasta lagi þegar þeir fara að fjalla um hluti, sem ekki voru í sýningunni, en þeir hefðu viljað hafa með. Sbr. þegar Ólafur M. Jóhannesson talar um „of litla notkun leikhljóða" og „þar hefði mátt heyrast í rigningu" í Ofvit- list og talar um tungl eða gula hringi, sem hefði verið gaman að hafa með á myndinni?). Lág- markskrafa er að gagnrýnandi geri sér grein fyrir að til er nokkuð, sem heitir stíll eða stílis- eruð útfærsla á leikverki. Og hversu nær erum við um list leikarans, sem „hefur náttúrulegt göngulag upphafinna manna og ekki skemmir höfuðlagið, góð týpa“? Hvert er verksvið leikstjóra, höfundar, leikmyndateiknara, ljósameistara, tónskálds, þýð- anda? Hvernig getur gagnrýnandi skrifað um þetta, þegar hann hefur aldrei komið að tjaldabaki og hefur ekki hugmynd um hvern- ig verksvið þessara aðila tengist? Samt leyfir hann sér að kveða upp dóma. Það er undarlegt að list- grein, sem nýtur jafn almennra vinsælda og leiklistin skuli ekki fá maklegri umfjöllun en raun ber vitni. Því ekki að sleppa mönnum við gagnrýnendastimpilinn og hafa í staðinn viðtal við nokkra áhorf- endur að sýningu lokinni. Þeim myndi áreiðanlega ekki líða jafn illa í dómarasætinu og gagnrýn- endum. Auðvitað er þessi tillaga út í hött, því leiklistinni og áhorfendum veitir svo sannarlega ekki af kunnáttusamlegri gagn- rýni. Hér hafa dagblöðin hlutverki að gegna og það hlutverk hafa þau að mestu vanrækt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.