Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1979 Málverkið ísjakar eftir Frederic Edwin Church, sem seldist á uppboöi í New York fyrir um einn milljarð íslenskra króna. Málverk á milljarð New York. Reuter. MÁLVERK eftir Banda- ríkjamanninn Frederic Edwin Church, sem var málað 1859 og var um árabil talið glatað, var selt á uppboði í New York nýlega fyrir metfé, 2,5 milljónir dollara, eða sem svarar milljarði ísl. króna. Málverkið heitir „Isjak- ar“. Þetta er hæsta verð sem nokkru sinni hefur ver- ið greitt fyrir málverk eftir Bandaríkjamann og þriðja hæsta uppboðsverð sem hefur nokkru sinni verið borgað. Ekki hefur verið gefið upp nafn kaupandans. Byrjað var að bjóða hálfa milljón og hálfri annarri mínútu síðar var boðið komið í 2,5 milljónir doll- ara. Bjallan sendir frá sér fjórar bækur í HAUST sendir bókaútgáfan BJALLAN frá sér eftirtaldar bækur: ORÐASKYGGNIR sem er myndaorðabók, ætluð börnum á grunnskólaaldri. í bókinni eru um 2000 uppsláttarorð með myndum, setningum og beygingardæmum til skýringar. Félagar úr Foreldra- og styrktarfélagi heyrnadaufra barna unnu að söfnun orðanna og Árni Böðvarsson ritstýrir verkinu. Vilhjálmur Vilhjálmsson teiknari myndskreytir bókina. LANGSUM OG ÞVERSUM sem eru krossgátur og myndagátur eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur rithöfund og kennara. Sigurbjörn Helgason hefur myndskreytt bók- ina. Gáturnar eru ætlaðar til móðurmálskennslu í grunnskól- um. í LANGSUM OG ÞVERSUM eru 25 gátur á lausum blöðum og verður verkið einungis selt skólum fyrst um sinn. SPÁNN eftir Carmen Irizarry. Sonja Diego þýðir bókina. Þetta er þriðja bókin í bókarflokknum „LANDABÆKUR BJÖLLUNN- AR“. Áður eru útkomnar Stóra Bretland og Sovétríkin. Bóka- flokki þessum hefur verið mjög vel tekið í skólum. Efni bókarinnar SPÁNN er fjölbreytt svo sem kaflaheiti gefa til kynna: „Hverjir eru Spánverjar", „Ferðast um Spán“, „Snætt á spænska vísu“, „Saga og listir", „Nautaat", „Borg- arastyrjöldin og Franco" o.s.frv. Bókin er prýdd fjölda litmynda, korta, teikninga og línurita. Ekki er vafi á að þessi bók kemur mörgum Spánarfaranum til góða. Prentstofa G. Benediktssonar sér um setningu, umbrot og filmu- vinnu. Bókin er prentuð í Eng- landi. BÖRN JARÐAR eftir Palle Pet- ersen. Þýðendur eru kristín Unnsteinsdóttir og Fríða S. Har- aldsdóttir. Bókin lýsir í myndum og texta aðstöðu og lífskjörum barna víða um heim. Aftast í bókinni eru leiðbeiningar til for- eldra, kennara og fóstra um hvernig fjalla má um efni bókar- innar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur gefið bókina út í ýmsum löndum. (Fréttatilkynning). Vetrarstarf Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík mun á morgun, föstu- daginn 2. nóvember, hefja vetrar- starfsemi sina með dansleik í Domus Medica. Örvar Kristjáns- son harmonikuleikari mun þar skemmta frá kl. 22.30 til 23.00. Sitthvað fleira mun verða til skemmtunar og hljómsveitin Hrókar leikur fyrir dansi. Helgi teflir í Kópavogi Helgi Ólafsson, alþjóðlegur skákmeistari, mun tefla fjöltefli á vegum Taflfélags Kópavogs n.k. laugardag klukkan 14.00. Fjölteflið er öllum opið og verður þátttökugjald eitt þúsund krónur. Vænt- anlegir þátttakendur mæti að Hamraborg 1 og skulu þeir hafa með sér töfl. „Oft er þörf en nú er nauðsyn „EINKUNNARORÐ okkar nú í upphafi fjáröflunarhelgar okkar þ.e. 2.-4. nóvember n.k., eru: „Oft er þörf en nú er nauðsyn“, sagði Ingvar F. Valdimarsson formaður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavik i samtali við Morgunbiaðið, en sveitin verður með sína árlegu skutlusölu um helgina, en það er eina fjáröflunarleið hennar. „Ástæðan fyrir því, að þessi einkunnarorð eru valin, er sú, að við fórum út í það í sumar að endur- nýja björgunarbílaflota sveitarinn- ar að hluta, við seldum tvo Ford pickup-bíla sem við byggðum yfir að hluta á sínum tíma og keyptum tvo Ford Econoline-sendiferðabíla sem breytt verður í björgunarbíla, þ.e. sett verður undir þá framdrif og innréttingin verður þannig úr garði gerð að bæði verður hægt að flytja björgunarmennina sjálfa á slysstað og svo að flytja sjúklinga á sjúkrahús. Þessi endurnýjun kostar auðvitað mun meira en við fengum fyrir gömlu bílana þannig að það vantar ennþá nokkrar milljónir króna upp á til að endar nái saman," sagði Ingvar ennfremur. Aðspurður um hvaða fyrirbæri þessi skutla væri, sagði Ingvar, að þetta væru ósamsettar pappírs- skutlur sem hefðu ágæta flugeigin- leika ef þær væru rétt saman settar. Þetta væru því góð leikföng fyrir börn á öllum aldri, enda hefði verið tekin ákvörðun um það á sínum tíma að raunhæfara væri að selja eitthvað sem not væri fyrir, heldur en merki eins og áður var. Þið þurfið nú meiri peninga en rétt fyrir bílunum, er ekki svo? „Auðvitað þurfum við mun meira fé en rétt til að fjármagna þessa bíla, en það er bara það vandamál sem við stöndum frammi fyrir í dag. Það kostar óhemjufé aö reka svona björgunarsveitir, bara hvað varðar daglegan rekstur við æf- ingar og leitir. Þá þurfum við að eiga fleira en bíla. Það stendur til dæmis fyrir dyrum að endurnýja talstöðvar sveitarinnar innan tíðar. Þær langdrægu stöðvar sem við notum í dag verða hreinlega úreltar eftir tvö ár vegna þess að Landsími íslands er að skipta um kerfi. Þær stöðvar sem við verðum að kaupa innan fárra ára eru svokallaðar Ingvar F. Valdimarsson formaður FlugbjörgunarsveÍtarinnar i Reykjavik við annan tveggja nýrra bíla sveitarinnar, sem væntanlega verður kominn i gagnið að fullu innan tiðar. Lj&n. mw. Krbtián. Gamli og nýi. Sá til vinstri er sömu tegundar og þeir tveir bilar sem sveitin seldi fyrir skömmu og t.h. er svo arftakinn, en sveitin á nú fimm bíla, þar af einn sem er færanleg stjórnstöð, auk snjóbils. Ljísm. mw. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.