Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.11.1979, Blaðsíða 48
Sími á afgreiðslu: 33033 }K«r0iinbtnbi% á ritstjórn og skrifsbfu> 10100 JM*r0nnbI«bib FIMMTUDAGUR l.NÓVEMBER 1979 Flugleiðaátta leigð í 14 mán. til Air Alsír? Flugleiðir í alsírsku áætlunarflugi milli Afríku og Evrópu ÖNNUR DC—8 þota Flugleiða er um þessar mundir í leiguflugi fyrir Air Alsír á áætlunarleiðum félagsins í Norður-Afríku og til Parísar en í næstu viku hefst síðari hluti pilagrímaflugs Flug- leiða fyrir Air Alsír milli Jedda og Oran. Fjórar islenzkar áhafn- ir eru nú í Oran til þess að sinna farþegafluginu á TF-FLB vél- inni, en samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar er útlit fyrir að áttan verði leigð til Air Alsír næstu 14 mánuði með islenzkum áhöfnum til flugs á áætlunarleiðum alsirska félags- ins. Kjördæmisráð: Einn listi sjálfstæð- ismanna KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins i Norðurlandskjör- dæmi eystra kom saman til fundar i gærkvöldi til þess að ræða það sem fram hafði komið i fjölmiðlum varðandi annan lista sjálfstæðismanna en þann sem kjördæmisráð samþykkti. Að sögn Svanhildar Björgvinsdótt- ur formanns kjördæmisráðsins barst fundinum bréf frá Jóni G. Sólnes þar sem hann kvaðst hafa ráðstafað tíma sinum þannig um kvöldið, að hann gæti ekki mætt á fund kjördæmisráðsins til þess að kynna framboðsmál sin, en i bréfi Jóns óskaði hann eftir þvi að kjördæmisráð gerði ekki athugasemd við það að listi hans yrði borinn fram í nafni Sjálf- stæðisflokksins. Benti Jón á það i bréfinu, að listann skipuðu einungis flokksbundnir sjálf- stæðismenn. Kjördæmisráðið samþykkti í fundarlok yfirlýsingu með 44 atkv. gegn 2 þar sem bent var á, að framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins hefði verið samþykktur 28. okt. s.l. í samræmi við skipul- agsreglur flokksins. Þá segir: „Að gefnu tilefni tekur kjör- dæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fram að óheimilt er að aðrir framboðslistar í kjördæminu verði merktir Sjálfstæðisflokkn- um eða bornir fram í nafni hans, þar sem ofangreindur listi er einn ákveðinn samkvæmt skipu- lagsreglum Sjálfstæðisflokksins." Stjórn Kjördæmisráðsins var falið að tilkynna yfirkjörstjórn þessa ákvörðun. í dag fer önnur Boeing-þota Flugleiða til Guatemala í leiguflug fyrir þarlenda flugfélagið Avia Teca og fara þrjár íslenzkar flug- stjórnaráhafnir með vélinni sem verður a.m.k. þrjá mánuði í leigu. Jón Stefánsson hjá Flugleiðum er nú í Guatemala til þess að kenna þarlendum flugfreyjum vinnu- brögð í íslenzku vélinni. Á s.l ári var Arnarflug í verkefnum fyrir Avia Teca. Guðmundar- og Geirfinnsmáiin: Lyfjagjafir til gæzluvarðhalds- fanga rannsakaðar RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur að kröfu ríkissaksóknara hafið rannsókn á lyfjagjöfum til gæzluvarðhaldsfanga i Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Er þetta gert að ósk verjenda þeirra, sem vilja freista þess að fá fram hvort lyfjagjafir kunni að hafa haft áhrif á framburð og hegðun gæzluvarðhaldsfanganna á meðan rannsókn málanna fór fram. Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri tjáði Mbl. í gær, að með bréfi dagsettu 5. október hefði ríkissaksóknari beiðst þess að fram færi rannsókn á lyfjagjöfum til Kristjáns Viðars Viðarssonar og Guðjóns Skarp- héðinssonar þann tíma sem þeir sátu í gazluvarðhaldi og til 19. desember 1977, þegar dómar voru kveðnir yfir þeim. Með bréfi dag- settu 11. október óskaði ríkissak- sóknari að einnig færi fram rann- sókn á lyfjagjöfum til annarra gæzluvarðhaldsfanga í málum þessum, þ.e. til Sævars Marinós Ciesielskis, Erlu Bolladóttur, Al- berts Klahn Skaftasonar og Tryggva Rúnars Leifssonar. RLR leitaði til fangelsislæknis- ins Guðsteins Þengilssonar en hann færðist undan að leggja fram umbeðnar upplýsingar nema um það gengi dómsúrskurður. Var þá óskað úrskurðar en áður en hann var kveðinn upp sættist læknirinn á að leggja fram upp- lýsingar um lyfjagjafir til fyrr- greindra manna ef þeir væru því samþykkir sjálfir, að því er Hall- varður Einvarðsson tjáði Mbl. í gær. íslendingar töpuðu í gærkvöldi fyrir Ungverjum í HM-keppni unglinga í handknattleik, 17—14. íslenska liðið leikur því um 7. til 8. sætið í keppninni og mætir liði Austur-Þjóðverja í kvöld. Á myndinni er Sigurður Gunnarsson að reyna markskot í leiknum við Ungverja í gærkvöldi. Sjá nánar á íþróttasíðu. Símamynd frá ljósmyndara MBL. í Danmörku Kristjáni Einarssyni. Fimmtíu þúsund lestum bætt við aflahámarkið LIÚ vill fá að veiða 100 þúsund lestir til viðbótar í haust FISKIFRÆÐINGAR hafa breytt fyrri tillögum sínum um 600 þúsund lesta hámarksafla á loðnu- vertíðinni í haust og næsta vetur þannig að þeir leggja nú til, að hámarks- aflinn verði ekki yfir 650 þúsund lestir. Þessar til- lögur eru byggðar á niður- stöðum íslensk-norsks leið- angurs sem farin var um Fékk á sig brotsjó í Hornafjarðarós Höfn,Hornafiröi 31. okt. AÐEINS fjórir síldveiðibátar komust á sjó í gærkvöldi vegna óveðurs, en einn báturinn, Sæunn Sæmundsdóttir, fékk á sig brotsjó á útleið í ósnum með þeim afleiðingum, að fjögur net fóru útbyrðis. Tókst að ná þeim strax inn aftur og varna þvi að þau færu í skrúfu skipsins. Hélt Sæunn síðan áfram á miðin þar sem engar skemmdir urðu á bátnum. Báðar söltunarstöðvarnar á Höfn, Stemma og Söltunarstöð Fiskimjölsverksmiðjunnar, fóru í gær yfir 20 þús. tunna markið í söltun. Alls bárust FH 4000—5000 tunnur í gær og Stemma fékk 1300 tunnur. Einar mánaðamótin september- október. Á grundvelli leið- angurs Hjálmars Vil- hjálmssonar á rannsókn- arskipinu Bjarna Sæm- undssyni, sem lauk síðast- liðinn sunnudag, telja fiskifræðingar hins vegar að vænta megi einhverra breytinga á leyfilegum há- marksafla þegar hrygn- ingarganga loðnunnar verður mæld eftir áramót- in. — Þróunin virðist vera í rétta átt, sagði Hjálmar Vilhjálmsson í gær. Kjartan Jóhannsson gefur í dag út reglugerð um stöðvun loðnu- veiðanna einhvern næstu daga með eðlilegum fyrirvara." Ætla má, að þar verði reiknað með að 150—200 þúsund tonn verði geymd þar til kemur fram á hrognatím- ann síðari hluta næsta vetrar. Ef mælingar á loðnunni í janúarmán- uði gefa til kynna að veiða megi meira af loðnu en nú er ætlað, verður leyft að veiða það magn í janúar. Stjórn LÍÚ samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til, að leyft yrði að veiða 100 þúsund tonn til viðbótar í haust og vísar stjórn LÍÚ til niðurstöðu síðasta loðnu- leiðangurs, sem lauk um síðustu helgi. Stjórn LÍÚ mótmælir því, að miðað verði við niðurstöður úr norsk-íslenzka leiðangrinum og segir, að niðurstöður þessara tveggja leiðangra séu mjög mis- munandi. Þannig gefi íslenzki leiðangurinn tilefni til að ætla, að óhætt sé að veiða allt að 200 þúsund lesta meiri afla, en fyrri íeiðangurinn, sem farinn var með Norðmönnum. Sjá nánar bls. 25: Viðtöl við Kjartan Jóhannsson, Hjálmar Vilhjálmsson, Kristján Ragn- arsson og ályktun stjórnar LÍÚ. Verdlagsnefnd: Fjórar hækkunar- beiðnir samþykktar á síðasta fundinum SÍÐASTI fundur verðlagsnefnd- ar var haldinn í gær og voru þar samþykktar fjórar hækkunar- beiðnir. Skipafélögunum var heimilað að hækka farmgjöld um 9% og vöru- geymslugjald um 12%. Þá var heimilað að hækka aðgöngumiða vínveitingahúsa úr 600 í 700 krón- ur eða um 16,7%, heimilað var að hækka húsaleigu um rúmlega 7% til samræmis við hækkun vísitölu húsnæðiskostnaðar og loks var heimiluð 12% hækkun á saltfiski. Ný verðlagslöggjöf tók gildi á miðnætti s.l. og var Verðlags- skrifstofan þá lögð niður og Verð- lagsstofnun tók við hennar hlut- verki. Jafnframt lagðist verðlags- nefnd niður en verðlagsráð mun taka við hlutverki hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.