Morgunblaðið - 22.11.1979, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.11.1979, Qupperneq 3
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 3 • ^ , n •**« • .»* Haraldur ólafsson: Vill ekki kveða upp úr um afstöðu til vamarliðsins — Steingrímur Hermannsson sammála ólafi um að skilyrði séu ekki til brottfarar varnarliðsins á næsta kjörtímabili „Ég tel að við eigum að skoða stöðuna í varnarmálum mjög vandlega og síðan verði að meta, hvort á að segja her- verndarsamningnum upp, eða gera einhverjar aðrar breyt- ingar. Þessi ummæli ólafs eru væntanlega hans persónulega skoðun, en að svo stöddu vil ég ekki kveða upp úr um það, hvort aðstæður til breytinga eða óbreytts ástands verða á næsta kjörtímabili“, sagði Har- aldur ólafsson þriðji maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, er Mbl. spurði hann í gær um afstöðu hans til varnarliðsins. Ólafur Jóhannesson hefur lýst því yfir í samtali við Mbl., að Haraldur Steingrímur ólafur hann telji, að ekki séu skilyrði fyrir brottför varnarliðsins á næsta kjörtímabili. Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði hins veg- ar í samtali við Mbl. í gær, að honum sýndist sem ólafi, „að ástandið sé því miður ákaflega óöruggt og get ég því tekið undir það með honum, að skilyrði séu ekki fyrir brottför varnarliðsins á næsta kjörtímabili". Haraldur sagðist samþykkur þeirri stefnu Framsóknarflokks- ins að öryggismálin verði tekin til endurskoðunar, en hins vegar gæti hann ekki sagt um það nú, hvernig bezta lausnin væri. „Miðstjórn Framsóknar- flokksins er nú að undirbúa flokksráðstefnu um varnarmálin og er undirbúningurinn tengdur starfi þessarar öryggismála- nefndar, sem Ólafur minnist á,“ sagði Steingrímur. „Við leggjum áherzlu á að finna leið, sem þjóðin sættir sig við, og viljum leysa varnarmálin í friði og vinsemd við aðrar vestrænar þjóðir. Annars teljum við Framsókn- armenn að nú þurfi að vinna af alefli að lausn efnahagsmálanna og að deilur um mál, eins og varnarmálin, eigi að setja til hliðar á meðan." Viktor Korchnoi Bernhöftstorfan leigð til 12 ára MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gengið frá samningi við Torfusamtökin um leigu hús- eigna ríkissjóðs á svonefndri Bernhöftstorfu ásamt meðfylgj- andi eignarlóðum. Gildir samn- ingurinn til 12 ára og er leigan greidd með þeim hætti að Torfu- samtökin annast endurbyggingu og lagfæringu á húsunum. Vilmundur Gylfason mennta- málaráðherra undirritaði í gær ásamt fulltrúum Torfusamtak- anna leigusamning og gaf ráðu- neytið út eftirfarandi fréttatil- kynningu: Gengið hefur verið frá samningi við Torfusamtökin um leigu húseigna ríkissjóðs Banka- stræti 2 og Amtmannsstíg 1 (svo- nefnd Bernhöftstorfuhús) í Reykjavík ásamt meðfylgjandi eignarlóðum. Leigusamningurinn gildir til 12 ára og er leigugreiðsla með þeim hætti að Torfusamtökin munu annast endurbyggingu, lag- færingar og viðhald húsa auk þess sem þau ábyrgjast greiðslur opin- berra gjalda. I samningnum felst ennfremur samþykki ríkisins fyrir því að komið verði upp að nýju þeim mannvirkjum sem orðið hafa eldi að bráð. Forráðamenn Torfusamtakanna tjáðu Mbl. að hér væri miklum áfanga náð í starfi samtakanna, sem stofnuð voru fyrir 8 árum og lægi nú fyrir að setjast á rökstóla til að ákveða hvert yrði fyrsta skrefið í endurreisnarstarfinu. Kváðu fulltrúar samtakanna ljóst að hér væri um fjárfrekar fram- kvæmdir að ræða. — Ég vil þakka tveimur ágætum ráðherrum þ.e. núverandi og fyrrverandi mennta- málaráðherrum að þessum áfanga Neita verðbót- um aðeins fram yfir kosningar BENEDIKT Gröndal forsætisráð- herra var spurður að því í gær, hvort ákvörðun ráðherra Alþýðu- flokksins um að taka ekki við verðbótum á laun eftir 1. desember næði til lengri tíma en desemberm- ánaðar. Sagði Benedikt að um þann möguleika hefði ekki verið hugsað, þ.e. að þessi ríkisstjórn sæti lengur en fram yfir kosningar. Ef myndun nýrrar ríkisstjórnar drægist þá væri því til að svara, að þetta mál7 hefði ekki verið hugsað lengra en fyrir desembermánuð. er náð og hafa þeir sýnt að vilji er allt sem þarf í þessu máli. Von- umst við til að geta staðið við okkar hlut og reynumst trautsins verð, sagði Guðrún Jónsdóttir formaður Torfusamtakanna. — Þetta hefur verið mál þriggja ráðuneyta, sagði Vilmundur Gylfason, þ.e. menntamála-, fjár- mála- og forsætisráðuneyta og milli þeirra hefur verið gott sam- band um að afgreiða málið á þennan hátt, en samningur þessi verður síðan endurskoðaður að 12 árum liðnum. Ljónm. Kristján. Frá undirritun leigusamnings um Bernhöftstorfuna; f.h.: Vilmundur Gylfason menntamálaráðherra, Guðrún Jónsdóttir, Richard Hördal, Hörður Ágústsson og Þorsteinn Bergsson fulltrúar Torfusamtakanna. Tel víst að við verðum við óskum Korchnois“ Utanríkisráðuneytinu hafði ekki síðdegis í gær borizt skeyti Viktors Korchnois, en frá því hefur verið greint að hann ætli m.a. að biðja íslenzku ríkisstjórnina um liðsinni í baráttu sinni fyrir að fá leyfi fyrir konu sína og son til að flytjast frá Sovétríkjunum. — Ég tel víst, að við verðum við óskum Korchnois og gerum það sem við getum til að greiða götu hans og fjölskyldu, sagði Benedikt Gröndal utanríkisráð- herra í samtali við Mbl. í gær. Við munum sennilega láta í ljós óskir við sovézk yfirvöld vegna þessa máls, en hvernig það verður gert er ekki ljóst. Ég vil fyrst sjá skeyti Korchnois og hugmyndir hans um lausn máls- ins ef þær koma fram í skeyti þessu, sagði Benedikt Gröndal. Galloway nautin í Hrís- ey skyld nautum í Kína FYRSTA kýrin utan Hríseyjar var á þriðjudaginn sædd með sæði úr Gallowaynauti en það var kýrin Húfa á Neðra-Skarði í Leirársveit, eins og fram kom i frétt Mbl. í gær. í fréttabréfi upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins, sem Mbl. hefur borizt er skýrt allitarlega frá ræktun holdanautanna i Hrisey og fer sú frásögn hér á eftir: „Á þessu hausti voru liðin 3 ár síðan farið var að sæða kýr á sóttvarnarstöðinni í Hrísey, með sæði úr Galloway nautum í Skot- landi. Þetta er lágmarkstími, sem ákveðið er í lögum, að líða skuli áður en flytja má í land úr eynni sæði úr nautum, fæddum á stöð- inni. Sæðistaka hófst fyrir nokkru og að undangenginni ítarlegrí rannsókn á sæðinu, hefur nú verið heimiluð sala á sæði úr tveim nautum. Ákveðið hefur verið að Nautastöð Búnaðarfé- lags íslands á Hvanneyri selji búnaðarsamböndunum sæði á 2000 kr. hvern skammt (strá) umfram það verð, sem innheimt er af hverri sæddri kú. Þessi tvö naut heita Árni og Fetill. Kvígurnar á sóttvarnarstöð- inni, sem eru jafnöldrur naut- anna þar, eru nú farnar að bera. Handa þeim var notað sæoi úr nauti fengnu frá Skotlandi, sem ekki hafði verið notað úr áður á stöðinni. Þessir kálfar sem fæðst hafa nú eru því að % hlutum Galloway, þ.e. 2. ættliður og sumir nokkru betri því að stofn- kýrnar úr Mýrdalnum voru sumar blendingar. Nautkálfar í þessum hópi ættu að vera orðnir kúnýtir í árslok 1980, svo að upp úr því mætti að mega fara að sáfna sæði úr þeim til notkunar í landi. Meiri skyldleiki nauta til notkunar í landi fæst ekki fyrr en nautkálfar undan kvígunum, sem fæddust í haust að 2. ættlið verða kynþroska. Þær munu bera eftir tvö ár og ári síðar ætti að fara að mega nota nautkálfa undan þeim í ársbyrjun 1983. Þau naut yrðu að 7/8 hlutum af Galloway kyni eða því sem næst hrein. Heimild- armaður að ofangreindri frétt er Ólafur E. Stefánsson nautgripa- ræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands. Til fróðleiks má geta þess að leiðtoga kínverska kommúnista- flokksins Hua-Kuo-Feng var gef- ið Galloway naut þegar hann var fyrir skömmu í opinberri heim- sókn í Bretlandi. Þetta naut var frá sama stað og nautin sem valin voru til sæðistöku fyrir kvígurnar í Hrísey. Svo á næstu árum munu fæðast Galloway kálfar í Kína sem eru mikið skyldir kálfum ættuðum úr Hrísey." Nautið Árni 77602, en sæði úr honum var sett í Húfu á Neðra-Skarði. Árni er fæddur í Hrísey 16. júlí 1977, móðir Eygló 6 frá Garðskoti en faðir Repute of Castle Milk frá Skotlandi. Árni vó 566 kg 5. nóvember s.l. og brjóstmál hans var 198 sentimetrar. Nautið Fetill 77603, fæddur í Hrísey 28. júll 1977, móðir Snegla 16 frú Norður-Fossi en faðir Burnside Remarkable frá Skotlandi. Fetill vó 600 kg 5. nóvember 8.1. og brjóstmál hans var 192 sentimetrar. Ljósm. Guðjón Björnsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.