Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 5

Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 5 Nýkjörin stjórn Eddu í Kópavogi. Sjálfstæðiskvennafélagið Edda Kópavogi: Ásthildur Pétursdóttir endurkjörin formaður AÐALFUNDUR Sjálfstæðis- kvennafélagsins Eddu var hald- inn 5. nóv. s.l. þar var Ásthildur Pétursdóttir einróma endurkjör- in formaður sem og aðrar í stjórn félagsins en þær eru: Sigríður Pétursdóttir varaform., Jónína Júlíusdóttir gjaldkeri, Guðrún H. Kristjánsdóttir ritari, Ingibjörg Ólafsdóttir meðstj., til vara Stein- unn Sigurðardóttir og Sigrún Guðnadóttir. Starf Eddu stendur með miklum blóma og var mikið starfað á síðasta ári. Fram kom í skýrslu formanns að auk pólitísks starfs var unnið að líknar- og mannúð- armálum í bæjarfélaginu og leggja félagskonur þar á sig óeig- ingjarnt starf sem ber að þakka. Þá kom fram að félagið hélt tvisvar sinnum barnabingó í byrj- un barnaárs og var þeirri nýbreytni vel tekið. 25. nóvember n.k. er fyrirhugað opið hús með kaffisölu og mun ágóðinn renna til söfnunar vegna hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, sem nú stendur yfir. Einnig mun félagið verða starfi eldri borgara í bænum innan handar eins og undanfarin ár. Framundan er mikil vinna vegna kosninganna 2. og 3. des- ember n.k. en hinn 7. des. verður jólafundur sem verður kvöldverð- arfundur með ávörpum og jólalegu efni. Meðal gesta okkar á jóla- fundi vera Birgir ísleifur Gunn- arsson og frú. Þá er orðin árviss hefð að Eddukonur komi saman ásamt fjölskyldum sínum í desember til laufabrauðsgerðar og í ár verður laufabrauðsgerðin sunnudaginn 9. desember n.k. og er allt sjálfstæð- isfólk velkomið í Hamraborg 1, 3. hæð. Eftir áramót hefjast svo aftur hin vinsælu opnu hús, félagsmála- fundir af ýmsu tagi og stjórn- málafundir að ógleymdum nám- skeiðum og margskonar fræðslu. Jólabasar Yinahjálpar BASARINN verður að þessu sinni haldinn laugardaginn 24. nóv. á Hótel Sögu kl. 1 e.h. Eins og flestum er kunnugt er ágóðinn af basarsölu og happdrætti félagsins notaður ár hvert til líknarstarfa, m.a. má nefna, að síðastliðið ár voru gefnar til fæðingardeildar Landspítalans um 4 milljónir króna til kaupa á monitor- tæki. Félagið var stofnað árið 1963 af sendiráðskonum og íslenzkum vin- konum þeirra og hefur það vaxið ár frá ári. Mikið er unnið af fallegri handavinnu og jólaskreytingum. Einnig verður mjög glæsilegt happ- drætti. Það vorgar sig að líta inn á Hótel Sögu á laugardaginn kemur. Stúdentaíélag Reykjavikur: Fullveldisfagnaður 1. des. STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur heldur fullveldisfagnað í Víkingasal Hótels Loftleiða laug- ardaginn 1. desember n.k. og hcfst fagnaðurinn með borðhaldi kl. 19:30. Aðalræðu kvöldsins flytur Guð- mundur Benediktsson, ráðuneytis- stjóri. Veislustjóri verður Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur. Meðal skemmtiatriða verður spurningakeppni milli stjórn- málaflokka, Ólöf Harðardóttir söngkona syngur við undirleik Jóns Stefánssonar, pianóleikara, og fjöldasöngur verður undir stjórn Valdimars Örnólfssonar. Stiginn verður dans fram eftir nóttu. Miðasala og borðapantanir í gestamóttöku Hótels Loftleiða mánudag 26. nóv., þriðjud. 27. nóv., miðvikud. 28. nóv., og fimmtud. 29. nóv. frá kl. 17.00— 19:00 alla dagana. Fáskrúðsfjörður: Nýr Þorri í stað þess sem fórst FáskrúðsfirAi, 21. nóvember. NÝR BÁTUR bættist í flota Fáskrúðsfirðinga í lok síðustu viku, er það Þorri SU 402, áður Jón á Hofi ÁR 41. Þetta er rúm- lega 200 lesta stálskip, byggt á ísafirði 1969. Eigandi er Pólarsíld hf. á Fá- skrúðsfirði, en skipið er keypt í stað Þorra SU, sem sökk austur af Ingólfshöfða í haust. Báturinn fór á síldveiðar um helgina og landaði í gær 90 lestum. Auk þess landaði Guðmundur Kristinn SU 90 lest- um, þannig að saltaðar voru hér í gær 1485 tunnur hjá Pólarsíld hf. og heildarsöltun er þá orðin um 11.500 tunnur. Báðir bátarnir eru á miðunum í dag. Fjölvi gefur út ritsafn um uppruna mannsins BÓKAÚTGÁFAN Fjölvi gefur út margar bækur íyrir þessi jól og hefur nokkurra þegar verið getið hér í blaðinu. Hér á eftir er skýrt frá nokkrum bókum til viðbótar, eins og þeim er lýst í fréttatil- kynningu frá útgáfunni. „Þegar er komin út Stóra heimsstyrjaldarsaga Fjölva, ann- að bindið sem segir frá Seinni heimsstyrjöldinni og þar að finna á einum stað flest sem skiptir máli. Önnur samstæð bók um Fyrri heimsstyrjöldina er á leið- inni, en óvíst að hún komist tímanlega fyrir jólamarkað. Bæk- ur þessar eru fyrstu íslensku bækurnar sem prentaðar eru í Hong Kong í Kína og eiga því eftir að fara langa ferð kringum hálfan hnöttinn. Fjöldi gefur í ár út óvenjulega stórt og glæsilegt safn um upp- komu mannsins. Út eru komin eða um það bil að koma út þrjár bækur. Frumlífssagan sem rekur upphaf lífsins og hið fjölbreytta forndýralíf, forneðlurnar miklu. Þá eru komnar út tvær bækur um forfeður mannsins, og mættum við Islendingar allir halda þeim veg- legt ættarmót. Það eru bækur um Neandertalsmanninn og Kró- magnonmanninn, en nú er sannað að þeir eru báðir skilgetnir forfeð- ur okkar. Væntanleg er einnig bók um Týnda hlekkinn, sem fjallar um nýjustu rannsóknir á Sunnep- ingum Afríku. Nýlega er komin út Ævisaga Vai Goghs, þessa mikla meistara mál- aralistarinnar. Hún er með hundr- uð litmynda. Áður hefur Fjölvi gefið út ævisögur Laonardos, Goya, Manets og margra fleiri og eru þetta vönduðustu listaverka- bækur, sem hafa komið út hér á landi. í tilefni barnaárs hefur Fjölvi gefið út sérlega unaðslega barna- bók. Hún heitir Vía litla, eftir sænsku listakonuna Önnu Marí Lagercrantz. Hún segir frá lang- víuungá í háu bjargi og snertir mjög á vandamáli sjómengunar. Listakonan segir söguna og myndskreytir hana fagurlega. Þá má loks geta um tvær bækur um Frækna landkönnuði, sem eru væntanlega á næstunni. Önnur þeirra fjallar um ferðir Víkinga til Vínlands og Væringja um sléttur Rússlands. Hin fjallar um ferðir Markó Póló til Kína og frá Ibn Battúta hinum fræga förumanni Islams. Síðar eru væntanlegar bækur um Kólumbus og Vaskó da Gama og fleiri frækna landkönn- uði. Fjölvi hefur tekið upp þann hátt vegna óðaverðbólgu, að bjóða fólki allar nýjar útgáfubækur á lægra byrjunarverði, sem gildir fram að áramótum. Þá fyrst mun hið raunverulega verðbólguverð koma í gildi." Byggð á Seyðisfirði kynnt í Norræna húsinu SÍÐASTLIÐIN tvö ár hafa fimm nemar við arkitekta- skólann í Lundi, Svíþjóð, unn- ið að verkefni um byggð á Seyðisfirði. Nemar þessir heita Árni Kjartansson frá Höfn í Hornafirði, Björn Marteinsson frá Selfossi, Páll Gunnlaugsson frá Reykjavík, Valdimar Harðarson frá Kefiavík og Þormóður Sveinsson frá Reykjavík. Verkefnið fjallar um mark- mið og leiðir í skipulagningu og húsbyggingu bæja, og er unnið sem lokaverkefni frá áðurnefndum skóla. Um síðustu helgi kynntu þeir félagar hugmyndir sínar á borgarafundi á Seyðisfirði. í dag, fimmtudaginn þann 22.11.1979, kl. 20.30 kynna þeir verkefnið í Reykjavík í stóra sal Norræna hússins með litskyggnum og kvikmynd. Öllum er heimill aðgangur. HOOVER ekki bara ryksuga... Teppahreinsarinn frá HOOVER ekki aðeins ryksugar teppið, hann hreinsar að auki úr því margskonar önnur óhreinindi sem ryksuga naer ekki eins og t.d. • Klístur »Þráðarenda • Dýrahár • Sand úr botni • Bakteriumyndandi sveppa- og gerlagróður Jafnframt ýfir hann flosið svo að teppið er ætið sem nýtt á að líta, pað á jafnt við um snöggtsem rya. Fjölþætt notagildi fylgihluta. Og það er staðreynd að teppið endist þér lengur. HOOVER er heimilishjálp. BB > ég banka.bursta C" og sýg... FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 FÁLKINN 1904-1979 —Albert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.