Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 8

Morgunblaðið - 22.11.1979, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 „Fyrsta ritið sem gefur hug- mynd upi hvernig var að ferð- ast um Island á átjándu öld“ BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur h.f. hefur gefið út ferða- bók Stanleys úr íslandsleið- angri hans 1789. John F. West bjó bókina til prentunar fyrir Fróðskapasetur Færeyja en Steindór Steindórsson frá Hlöðum íslenskaði. íslandsleiðangur Stanleys var annar í röðinni erlendra leiðangra hingað til lands. Hinn fyrsti var leiðangur sir Josephs Banks 1772. Á blaðamannafundi sem haldinn var í tilefni útkomu bókarinn- •ar sagði Steindór Steindórsson að þessi leiðangur Stanleys hefði verið hinn fyrsti sem nefna mætti sportleiðangur, vísindalega hliðin hefði ekki setið í fyrirrúmi eins og hjá Banks. Stanley og félagar hans komu til Islands að nýafstöðn- um móðuharðindum. Er í bók- inni því hægt að finna margt sem lýsir hag þjóðarinnar er hún er að byrja að rétta við eftir hörmungarnar. Engar aðrar lýsingar erlendra manna eru til frá þeim árum. „Þetta er fyrsta hugmynd um hvernig var að ferðast um Island á átjándu öld,“ sagði Steindór. I bókinni eru um 100 penna- teikningar, 23 litmyndir eftir vatnslitamyndum og olíumál- verkum. Þá fylgja bókinni tvær sérprentaðar litmyndir, önnur frá Rauðarárvík við Reykjavík en hin frá bæjar- hlaði í grennd við Heklu. Fæstar myndanna hafa birst áður á bók. Þrír leiðangurs- manna gerðu teikningar af því sem fyrir augu bar hér á landi og er þeir komu aftur til Englands voru fengnir málar- ar til að gera vatnslitamyndir og olíumálverk eftir teikning- unum. Allar pennateikn- ingarnar eru geymdar í hand- ritadeild Landsbótasafns en lituðu myndirnar eru flestar í eigu Þjóðminjasafns. Dr. Finnboga Guðmundssyni — Ferðabók Stanleys kemur út í íslenskri þýðingu Steindórs Steindórsson- ar frá Hlöðum Steindór Steindórsson frá Hlöðum ásamt örlygi Ilálfdánarsyni. Ljósm. Kristján. landsbókaverði, Þór Magnús- syni þjóðminjaverði og tveim- ur öðrum starfsmönnum Þjóð- minja- og Landsbókasafns, Grími Helgasyni og Halldóri Jónssyni, voru afhent fyrstu eintökin af ferðabókinni í þakklætisskyni fyrir veitta að- stoð við útgáfu bókarinnar. Hönnun meginmáls og lit- myndasíðna bókarinnar önn- uðust þeir Ottó Ólafsson og Örlygur Hálfdánarson. Út- litshönnun og titlasíður ann- aðist Ernst Bachmann, um ljósmyndun vatnslitamynda og olíumálverka sá Guðmundur Ingólfsson en filmusetningu og alla prentvinnu framkvæmdi prentsmiðjan Oddi. Litgrein- ing var í höndum Myndamóta h.f., en alla filmuvinnu, skreyt- ingu og plötugerð annaðist Korpus h.f. Bókband var í höndum Sveinabókbandsins. Ferðabókin er í litprentaðri öskju sem unnin var hjá Kassagerðinni. Á öskjunni er ein af vatnslitamyndunum og sýnir hún kirkjuna í Skálholti, leiðangursmenn og tjöld þeirra. Verð bókarinnar er 39.650 kr. út úr búð og fram að áramótum verða fáanleg 1400 eintök. Að sögn Örlygs Hálf- dánarsonar var ætlunin að gefa út 4000 eintök fyrir ára- mót en það reyndist ekki unnt þar sem hiuti pappírsins eyði- lagðist. Kosygin sjúkur Mofikvu, 20. nóvember. AP. ALEXEI Kosygin. forsæti.sráðherra Sovétríkjanna, er veikur sam- kvæmt sovézkum o(í austur-evr- ópskum heimildum og engin visbending er til um það hvenær hann kemur aftur fram i dagsljós- ið. Kosygin hefur ekki sézt síðan 17. október þegar hann kvaddi Hafez Assad Sýrlandsforseta og opinber- lega hefur ekkert verið sagt um hvarf hans. ( Bollaleggingar um að Kosygin sé veikur hafa aukizt og meðal hugsan- legra sjúkdóma sem talað er um eru blóðrásar- eða lifrarmeinsemdir, þreyta eða alvarleg inflúenza. Næsta tækifæri sem vænta mætti að Kosygin kæmi fram opinberlega er fundur Æðsta ráðsins 28. nóv- ember þegar fjallað verður um efnahagsáætlun fyrir næsta ár sem Kosygin hefur átt þátt í að semja. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRAETI • - SÍMAR: 17152-17355 Seltjarnarnes — Einbýlishús Vorum aö fá til sölumeöferðar einbýlishús í smíöum á fallegum staö á Seltjarnarnesi, húsiö er , á einni hæð 161 fm. með tvöföldum bílskúr 41 fm., skipting hússins er þannig, 4 svefn.herb., dag- stofa, borðstofa, skáli, sjónvarpshol, geymsla, búr, baöherb., gestasnyrting og geymsla. Húsinu verður skilaö fokheldu, en fullfrágengu aö utan múruöu, máluöu, glerjuðu og með öllum útihurö- um, þar meö töldum bílskúrshuröum. Fasteignasalan Norðurveri Hátúni 4a. Símar 21870 og 20998. Lóð — Reykjavík Óska eftir aö kaupa lóö undir einbýlishús í Reykjavík eöa Seltjarnarnesi. Staögreiösla fyrir réttu lóðina. Tilboö sendist Mbl. fyrir 1. des. merkt: „Lóö — 4944“. Sala — Skipti 4ra herb. íbúö í Hólahverfi til sölu. Mjög góö eign. Skipti á 2ja herb. íbúö í sama hverfi koma sterklega til greina. Uppl. í síma 72404. Háaleitisbraut Höfum til sölu 3ja herb. fallega og rúmgóöa íbúö á jaröhæö viö Háaleitisbraut. Haröviöarinnréttingar. Sér hiti. Sér inngangur. Uppl. gefur Agnar Gústafsson hrl., Hafnarstræti 11, símar 12600 og 21750, utan skrifstofutíma 41028. K16688 Asbraut 2ja herb. góð íbúð á 2. hæð. Verð 17,5 millj., útb. 14 millj. Hraunbær 3ja herb. 90 fm. skemmtileg íbúð á 2. hæð. Verð 25 millj., útb. 18 millj. Kjarrhólmi 3ja herb. góð íbúð á 2. hæð. Skápar í báöum svefnherb. Þvottaherb. innan íbúöarinnar. Verð 25 millj., útb. 19 millj. Arnarnes Höfum til sölu vandað einbýlis- hús aö norðanverðu Arnarnesi. Raöhús Til sölu fokhelt raðhús á 2 hæöum samtals um 160 fm. Til afhendingar um áramótin. Vesturbær 3ja herb. nýstandsett íbúð á 2. hæö. Engihjalli 4ra herb. 100 fm. sérlega vönd- uö íbúð á 3ju hæð. Vantar Höfum kaupanda að góöri íbúð meö 4 svefnherb. Útb. allt aö 30 millj. EIGnHH UmBODIÞlHfl LAUGAVEGI 87. S: 13837 f/ZPP Heimlr Lárusson s. 10399 ÍOOOO Hgölfur Hjartarson hdl Asgeir Thoroddssen hdl Maríubakki Sérstaklega glæsileg 4ra herb. íbúð á 3. hæö. Þvottahús inn af eldhúsi. Gluggi á baöherb., sér herb. og geymsla í kjallara. Ný teppi. Glæsilegar innréttingar. Gott útsýni. Frábær staöur. Seltjarnarnes Sér hæð í tvíbýlishúsi, um 130 ferm., sér þvottahús inn af eldhúsi. 3 svefnherb., suður svalir. Gott útsýni, bílskúrsrétt- ur. Flyðrugrandi 3ja herb. vönduð íbúð á 3. hæö í nýju sambýlishúsi. Öll sameign fulltrágengin. Vesturbær 3ja—4ra herb. íbúð á efri hæö í tvíbýlishúsi. Húsið er 10 ára gamalt. Stórar svalir. Rúmgóð- ur bílskúr. Fossvogur 4ra herb. íbúð á 1. hæð (mið- hæö) viö Markland, sérstaklega vandaöar innréttingar. Suöur svallr. Kóngsbakki 4ra herb. góð íbúö á 3. hæð. Ný eldhúsinrétting. 3 svefnherb. meö skápum. Fullfrágengin sameign. Njörfasund 4ra til 5 herb. íbúð á efstu hæð í þríbýlishúsi. Sér hiti. Gott útsýni. Tvöfalt gler. Stór garöur. Bílskúrsréttur. Kjöreignr Ármúla 21, R. Dan V.S. Wiium lögfræðingur 85988 • 85009 Arnarhóll ] Fasteignasala ! Hverfisgötu 16 a. Sími: 28311. Til sölu Lækjarkinn Hf. Ca. 115 fm. sér hæð í tvíbýlishúsi. Skemmtileg eign. Jófríöastaðavegur Hf. Parhús úr timbri. 5—6 herb. Miklð endurnýjaö. Suöurvangur Hf. Ca. 100 fm. á 2. hæð. Gamli bærinn 2ja—3ja herb. íbúö í byggingu á besta staö í bænum. Gott verð ef samlö er strax. Höfum kaupendur aö öllum stceröum fasteigna. Kvöld- og helgarsími 17840

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.