Morgunblaðið - 22.11.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
11
mála í flestum stórmálum,
sem komið hafa upp vestan-
hafs. Kennedy studdi þá
ákvörðun Carters að viður-
kenna Kína. Hann hefur stutt
SALT II samkomulag Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna.
Hann studdi samning Banda-
ríkjanna og Panama um Pan-
amaskurðinn. Hann hefur
stutt stefnu Carters í deilunni
fyrir botni Miðjarðarhafs í
meginatriðum. Hann hefur
lýst stuðningi við stefnu Cart-
ers í mannréttindamálum.
Hann hefur beitt sér gegn
afnámi vopnasölubanns á
Tyrkland. Hann hefur beitt
sér gegn því, að viðskipta-
banni á Ródesíu verði aflétt.
Kennedy hefur verið borinn
þeim sökum, að hann vilji
aukin umsvif ríkisins. Um það
sagði hann nýlega í viðtali, að
hann styddi stefnu Carters í
fjárlögum. „Eini munurinn er
forgangsröðun verkefna,"
sagði hann. Hann segist ekki
hafa nein töframeðul í barátt-
unni gegn verðbólgu eða þeim
afturkipp í efnahagslífi
Bandaríkjanna sem nú ríkir.
Það sem skiptir máli, hefur
hann sagt, er hvernig tökum
málin eru tekin. Kennedy hef-
ur stutt þá ákvörðun Carters
að stefna að 3% aukningu
framlaga til varnarmála, jafn-
framt því að SALT II sam-
komulagið verði samþykkt.
Hann kallaði veru sovéskra
hermanna á Kúbu „ögrun" en
vildi ekki tengja það mál
SALT II samkomulaginu. Það
verður því ekki sagt að
Kennedy hafi reynt að not-
færa sér hið „óvinsæla mál“
Carters sér til framdráttar —
þvert á móti hefur hann í
megindráttum stutt stefnu
forsetans.
Kennedy hefur aflað sér
mikils álits meðal þjóðarinnar
jafnt sem innan þingsins. En
tvennt kann þó að verða hon-
um fjötur um fót í baráttu
sinni fyrir forsetaframboði.
Það er annars vegar hjóna-
band hans, sem hefur gengið
fremur skrykkjótt. Síðustu ár-
in hefur hann ekki búið með
konu sinni Joan. Hún hefur
verið til meðferðar vegna
áfengissýki sinnar. Þegar
hann lýsti yfir forsetafram-
boði sínu, þá stóð hún hins
vegar við hlið hans. En það
sem verður þó fyrst og fremst
haft gegn Kennedy er Chappa-
quiddick. Fyrir liðlega tíu ár-
um ók Kennedy fram af brú
yfir ána Chappaquiddick. Með
honum var Mary Jo Kopenhne.
Hún drukknaði en Kennedy
tókst að bjarga sér en til-
kynnti ekki um atburðinn fyrr
en mörgum klukkustundum
síðar. Nýlega ræddi Kennedy
um þetta atvik í blaðaviðtali.
Þá sagði hann hegðun sína
hafa verið „óábyrga og óskyn-
samlega. Ég tek fulla ábyrgð á
fleiðingum slyssins," sagði
hann. Aðspurður sagðist hann
ekki álíta að ógæfan við
Chappaquiddick rýrði hæfi-
leika hans til að sitja í forseta-
stóli. Hann sagðist vonast til
að fólk dæmdi sig ekki af
þessum eina atburði — heldur
öllum ferli hans.
„Bandaríkin þarfnast leið-
toga. Almenningur skilur, að
ekki eru til nein töframeðul í
baráttu við verðbólgu og aft-
urkipp í efnahagslífinu. En
það sem fólk ætlast til er, að í
Hvíta húsinu sitji maður, sem
getur leitt þjóðina," sagði
hann í blaðaviðtali fyrir
skömmu.
Fjölvi gefur út þrjár
íslenzkar skáldsögur
BÓKAÚTGÁFAN Fjölvi
mun gefa út þrjár skáld-
sögur fyrir jólin, tvær nýj-
ar skáldsögur, Bílabullur
eftir Þorstein Antonsson
og Ferð undir fjögur augu
eftir Aðalstein Ásberg Sig-
urðsson og loks kemur út í
endurútgáfu skáldsagan
Vorið hlær — Dætur
Reykjavíkur eftir Þórunni
Elfu.
í frétt frá útgáfunni segir svo:
„Líklegt er að Bílabullur eftir
Þorstein Antonsson veki töluverða
athygli. Hún er byggð upp af
ólíkum sögum, en viss undir-
straumur er undir þeim öllum,
sem vitnar um ferð íslensku þjóð-
arinnar frá fornum sveitalífshátt-
um til nútíma-borgarlífs. Heiti
eins kaflans er Bílabullur, en
jafnframt vitnar það um vissa
þróun nútímans. Erum við nú-
tímafólk ekki öll orðin Bílabullur,
sem böðlumst áfram?
Hin skáldsagan er eftir ungt
skáld, Aðalstein Ásberg Sigurðs-
son, og heitir Ferð undir fjögur
augu. Höfundurinn hefur áður
gefið út tvær ljóðabækur, en nú
birtist í þessari skáldsögu hans
nýr seiðmagnaður stíll. Hún segir
frá leit ungs manns að staðreynd-
um tilverunnar í henni nútíma
Reykjavík.
Þá hefur Fjölvi ákveðið að gefa
nú út að nýju skáldsögu Þórunnar
Elfu, — Vorið hlær — Dætur
Reykjavíkur. Þar segir frá lífi
ungs fólks og ástum þess á Alþing-
ishátíðinni 1930 og er hún nú gefin
út vegna þess að á næsta ári verða
50 ár frá Alþingishátíðinni. Þetta
verður í endurútgáfunni sérstök
skrautútgáfa og er hún skreytt af
Sigrúnu Eldjárn."
Þórunn Elfa
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al'GLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480
Þorsteinn Antonsson
Þú kemur bara meö gamla
svart/ hvíta tækiö þitt — viö
metum þaö og þú labbar út
meö nýtt litsjónvarpstæki aö
eigin vali, frá NORDMFNDE,
ASA eöa Bang & Olufsen.
P.s. Við tökum líka ónýt
svart/hvít tæki uppí!
BUÐIN Skipholti19