Morgunblaðið - 22.11.1979, Side 13

Morgunblaðið - 22.11.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 13 ÓHAPPATALA ÞJÓÐARINNAR Fyrir sumá er talan 13 happatalatfyrir aðra óhappatala. Fyrir þjóðina hefur talan 13 verið óhappatala með þrettán mánaða VINSTRI STJÓRN. Sannkallaðri óhappastjórn. 13 mánuðir og verðbólga Verðbólgan hefur magnast hrikalega í tíð vinstri stjórnar. Síðasta hækkun framfærsluvísitölunnar, en hún mælir verðhækkanir á þeim vörum sem við notum daglega, jafngildir 81% verðbólgu á ári. Hækkun byggingarvísitölu, sem mælir hækkun á vörum til húsbyggingaj afngildir nú 74.2% verðbólgu á ári. 13 mánuðir og gengissig Við upphaf vinstri stjórnar fékk ferðamaður 2.246 V-Þýsk mörk í gjaldeyris- skammt. I dag fær þessi sami maður aðeins 1.204 mörk. Eftir þrettán mánaða setu vinstri stjómar fær því hver ferðamaður 1.042 færri V-Þýsk mörk í gjaldeyri. Hækkun 86.5% 13 mánuðir og kauprán Kaupmáttur verkamannakaups hefur lækkað um 12% í tíð 13 mánaða vinstri stjórnar. Verkamaður,sem nú fær 220. þús. kr. í mánaðarlaun,hefði fengið 250 þús eða 30 þús kr. meira á mánuði ef kauprán vinstri stjórnar hefði ekki komið til. Þannig fór fyrir slagorðinu stóra “Samningana í gildi,,. Sama gildir um kaupmátt lífeyrisbóta, elli og örorkulífeyri, mæðralaun og bamalífeyri. Þeir.sem fá í þessum mánuði 228 þús. kr. í ellilífeyri og tekjutryggingu.hefðu fengið 266 þús. kr.,ef kauprán vinstri stjórnar hefði ekki komið til,eða 31 þús. kr. Vall° “T^loorolncro íjKATTAR 13 mánuðir og skattaálögur Einn nýr skattur á mánuði hefði getað verið kosningaloforð 13 mánaða vinstri stjóraar. Svo slæmt var það ekki, en tíu nýja skatta eða viðbótarskatta tókst vinstri stjórninni að setja,sem hafa i för með sér tuttugu milljarða álögur á landsmenn. LENGI GETA VINSTRI STJÓRNIR VERSNAÐ S j álfstæðisflokkurinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.