Morgunblaðið - 22.11.1979, Side 15

Morgunblaðið - 22.11.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 15 Árni Gunnlaugsson hrl. Allir flokkarnir telja sig berj- ast fyrir betra og fegurra mannlífi. — Samt hefir til þessa í kosningabaráttunni ekkert ver- ið minnst á stefnu þeirra á áfengismálum eða kynnt viðhorf frambjóðenda til eins mesta þjóðfélagsmeinsins, sívaxandi áfengisdrykkju. Ljóst ætti þó að vera, að fátt eða ekkert ógnar meir velferð hverrar fjölskyldu en það böl, sem áfengisneyzlunni er samfara, enda sagði hinn merki stjórnvitringur Gladstone á sínum tíma, að „áfengið hefir gert mannkyninu meiri skaða en öll stríð, allar drepsóttir og allar hungurplágur, sem sögur fara af“. Hvers vegna gleyma flokkarn- ir áfengismálunum eða þegja um þau? Þess má geta, að fyrir kosningarnar í Noregi á þessu ári, lýstu flokkarnir þar ítarlega stefnu sinni í áfengismálum og hjá flestum þeirra voru hömlur á sölu og dreifingu áfengis eitt helsta úrræðið í baráttunni við áfengisbölið þar í landi. Einn fremsti maður á Norðurlöndum á sviði áfengisrannsókna, Kettil Bruun, hefir og nýlega á ráð- stefnu í Noregi áréttað þá skoð- un sína, að ómögulegt væri að minnka það tjón og böl, sem af áfengisneyzlunni stafaði nema að ráðast fyrst og fremst gegn sjálfu áfenginu sem háskalegu eiturlyfi og hafa strangar áfeng- ishömlur. Óskiljanleg léttúð og sljóleiki virðist ríkja hér hjá alltof mörg- um gagnvart því mikla vanda- máli, sem áfengið er í þjóðlífinu. Þannig var það eitt fyrsta verkið hjá ríkisútvarpinu á mánu- dagsmorgni eftir að „vikunni gegn vímuefnum" lauk, að tíunda í morgunpóstinum þær áfengistegundir, sem mest höfðu selst á áfengismarkaði í Frakk- landi. — Stuttu síðar var svo efnt til áfengisdrykkju í húsa- kynnum sama útvarpsþáttar og til að auglýsa drykkjuna sem best var sjálfum Forseta íslands boðið til þátttöku. — Og til að kóróna auglýsinguna á kampavínsdrykkjunni birti svo dagblaðið Vísir tvo daga í röð stórar myndir af fyrirbærinu. Það er ekki ónýtt fyrir áfeng- isauðvaldið að fá slíkan áróður í fjölmiðlum. En jaðrar ekki slík kynningarstarfsemi við brot á lögum um bann við áfengisaug- lýsingum? Hvað segir útvarps- ráð um það? Nú hverfa af Alþingi nokkrir einlægir baráttumenn gegn áfengisdrykkju, t.d. Oddur Ólafsson og Vilhjálmur Hjálm- arsson, sem að mínu mati væri ákjósanlegur næsti Forseti íslands, — sannur fulltrúi margs hins besta í ísl. þjóðlífi. — Það er því mikilsvert fyrir málstað bindindis og ábyrgrar afstöðu til áfengismála, að til setu á Al- þingi veljist sem flestir, sem hafa manndóm til að standa gegn viðleitni áfengisvina til að fá opnaðar sem víðast nýjar flóðgáttir fyrir áfengissölu og með því að auka það tjón og böl, sem áfengiu fylgir. — Einkum er nauðsynlegt að koma í veg fyrir, að Vilmundi Gylfasyni, Jóni Sólnes og þeirra skoðanabræðrum um áfengismál takist að innleiða hér kráa- og knæpulíf, sem yrði til að auka enn á spillingu og ófarnað. — Þannig hefir frægur þýskur glæpasérfræðingur haldið því fram, að um helmingur allra morða og líkamsmeiðinga í Þýzkalandi eigi sér stað á knæp- um eða í vímuhring þeirra. — Vonandi verður það gæfa þjóðarinnar, að áfengisvinum takist ekki að brjóta niður múra gildandi áfengislaga, sem hvað stærstan þátt hafa átt í því, að hér er þó þrátt fyrir allt minni áfengisneysla á hvern íbúa skv. opinberum tölum, en víðast ann- ars staðar í Evrópu. Fulltrúaráð Landssambands- ins gegn áfengisbölinu ákvað á fundi sínum um s.l. helgi' að skrifa stjórnmálaflokkunum og frambjóðendum og óska eftir viðhorfi þeirra til áfengismál- anna. Þeir kjósendur, sem láta sig þróun áfengismála einhverju skipta, ættu því að fylgjast með með svörunum og muna eftir þeim í kjörklefanum. Að lokum vil ég þakka Morg- unblaðinu, hve oft og góð skil það gerði viðleitninni, sem höfð var frammi „í vikunni gegn vímuefnum" til að vekja athygli á því, „hvílíkt böl neysla vímuefna og þá einkum áfengis er þjóðinni og hve miklum þján- ingum það veldur börnum", eins og stendur í ávarpi, sem mörg hundruð íslendingar skrifuðu undir og birtist í Morgunblað- inu. Vonandi verða þeir frambjóð- endur, sem undirrituðu ávarpið sjálfum sér samkvæmir, ef þeir hljóta kosningu og berjist ötul- lega fyrir því, að landsmenn „hverfi til heilbrigðari hátta" eins og þei/ hvöttu t il. Árni Gunnlaugsson. Gleymda vandamálið tekjuöflun möguleika á að verð- tryggja ónotað fé. 5. Spariskírteini má kaupa og selja í því magni sem óskað er og er ekki nauðsynlegt að kaupa eða selja allt í einu eins og gerist þegar um fasteign er að ræða. Til samanburðar við fasteign má ennfremur geta þess að fast- eignir tekur oft margar vikur að selja, auk þess að umstang við sölu er talsvert. Ennfremur fæst ekki nema lítill hluti söluverðsins stað- greiddur, en stór hluti „útborgun- arinnar" er greiddur síðar á 12— 16 mánuðum. Oft heyrast þau rök, að við kaup á fasteignum sé hægt að láta verðbólguna greiða niður verulegan hluta kaupverðsins og fá þannig verðbólgugróða. Þegar um nýbyggingar er að ræða er þetta nú sjaldnast möguleiki vegna verðtryggingarákvæða. Ennfremur má geta þess að bygg- ingarkostnaður hefur að jafnaði verið hærri en fasteignarverð við endursölu (samkvæmt upplýsing- um frá Fasteignamati ríkisins), þannig að tap myndast jafnframt því sem eigandi nýbyggingarinnar verður að lána hluta söluverðsins til fimm ára á 18% vöxtum (verðbólgan er nú um 50% p.a.). Þegar eigandi eldri fasteignar selur eign sína verður hann að gefa eftir þann verðbólguhagnað, sem hann fékk við kaupin (hvort eftirgjöfin verður meiri eða minni veltur á hvort verðbólgan var hærri eða lægri við kaupin). Vera má að hægt sé að benda á að fasteignaverð hafi hækkað meir en spariskírteini ríkisins eitt árið eða svo, en slíkt er ekki hægt ef litið er yfir lengra tímabil. Staðreyndin er sú að fasteigna- verð hækkar í stökkum og getur hækkað verulega eitt árið þegar verið er að vinna upp lægðir fyrri ára. Slík stökk á markaðinum geta þeir einir séð fyrir sem þar eru hnútum kunnugir. Jafnframt velt- ur „ágóði" af kaupunum verulega á verðbólguþróun næstu 12—24 mánuðina. Hagnaður eða verðtrygging fjár í fasteignaviðskiptum getur m.ö.o. átt sér stað með eftirfarandi hætti: 1. Kaupa eldri fasteignir áður en uppsveifla á sér stað á markað- inum og selja áður en niður- sveifla hefst. 2. Kaupa á rýmri greiðsluskilmál- um heldur en selt er á. Mikil- vægt er hér að kaupa þegar aukning verðbólgunnar er séð fyrir, en selja þegar séð er að verðbólgan hægi verulega á sér. 3. Kaupa fasteign á stað, sem líklegt er að eigi eftir að verða eftirsóttur og vona að fasteign- in hækki þá síðar í verði vegna mikillar eftirspurnar. Framangreind atriði benda ótvírætt til þess að það krefst talsverðar fjármálalegrar þekk- ingar og þekkingar á markaðinum ef fjárfesting í fasteign á að reynast fjárhagslega hagkvæm. Þessi þekking er ekki útbreidd meðal landsmanna og er það tímafrekt að afla hennar. Enn einn ókostur við fasteignir er, að viðhald og umstang við að leigja fasteignir er oft talsvert og geta fasteignir orðið fyrir ýmis konar tjóni, jafnframt því sem verðstöðvanir ná oft til húsaleigu. Af framangreindu má sjá að spariskírteini eru að jafnaði arðs- amari, áhættuminni, seljanlegri, síður tímafrek fjárfesting og krefjast engrar sérþekkingar. Að vísu má geta þess hér, að gagnvart fasteign sem kaupandi hyggst búa í sjálfur, horfir þetta nokkuð öðruvísi við, þar sem framboð leiguhúsnæðis er lítið og ótraust hér á landi. Sífelldir flutningar og röskun á högum fjölskyldunnar eru fyrir almenning helstu rökin fyrir því að eiga fasteign í stað þess að leigja. Varðandi vaxtaaukareikninga má geta þess hér að lokum, að litlar líkur eru á því, að ávöxtun innistæða á þeim nái verðbólgu- stiginu í náinni framtíð. Þó að allir stjórnmálaflokkarnir séu nú orðnir hlynntir verðtryggingu innlána í einu eða öðru formi og að stefnt skuli að verðtryggingu innlána er ólíklegt að sá vilji haldist verði verðbólgan óbreytt eða magnist, ef marka má um- mæli forráðamanna tveggja stjórnmálaflokkanna. Eins og er sjást þess engin merki, því miður, að verðbólgan muni minnka á næstunni. Þvert á móti er líklegt að sett verði nýtt Islandsmet í verðbólgu á næstu mánuðum, ef tekið er mið af áframhaldandi olíuverðshækkunum, væntan- legum átökum á vinnumarkaðin- um í vetur og almennri óvissu á stjórnmálasviðinu. Samhliða þessu er rétt að hafa í huga að vaxtaaukainnlán eru bundin minnst í þrjá mánuði. Af framangreindu er því ljóst að spariskírteini eru sem stendur hagkvæmasti fjárfestingarkostur- inn fyrir almenning á Islandi. Gunnar Helgi Hálfdánarson. í þessari bók er hann á ferð' með Agnari Kofoed-Hansen um grónar ævislóöir hans, þar sem skuggi gestsins með Ijáinn er aldrei langt undan. Gerð eru skil ættmennum Agnars báðum megin Atlantsála og birtu brugðið á bernsku hans undir súð á Hverfisgötunni, þar sem hann í langvinnum veikindum dreymir um að Jljúga. Rakið er stórfurðulegt framtak hans og þrautseigja í danska flughernum og flugferill hans í þjónustu erlendra flugfélaga, þegar stundum kvað svo rammt að í náttmyrkri og þoku, að lóða varð á jörö með blýlóði. Heimkominn hefur hann forgöngu um stofnun flugfélags — og hefst þá brautryðjandaflug hans, upphaf samfellds flugs á íslandi, oft á tíðum svo tvísýnt flug aö nánast var flogið á faðirvorinu. En Jóhannesi Helga nægir ekki að rekja þessa sögu. Hann lýsir af Á brattann; minningar °9 «1 inn í hugarheim Agnars, Agnars Kofoed-Hansen uían v'ó tíma sögunnar, og er saga um undraverða 90fur henni þannig óvænta þrautseigju og þrek- Vldd’ raunir með léttu og bráöfyndnu ívafi. Höfundurinn er Jó- hannes Helgi, einn af snillingum okkar í ævi- sagnaritun með meiru. Svo er hugkvæmni hans fyrir að þakka aö tækni hans er alltaf ný með hverri bók. é Almenna bókaíélagið Austurstræti 18 sími 19707 Skemmuvegi 36 sími 73055

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.