Morgunblaðið - 22.11.1979, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979
Bókmenntlr
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
Vilborg Dagbjartsdóttir
Bragð er að þá
barnið finnur
Vilborg Dagbjartsdóttir:
Langsum og þversum
Teikningar: Sigurbjörn Helgason
Bjallan h.f. Reykjavík 1979
Nú í haust gaf Bjallan út hefti
sem vakið hefur athygli þeif-ra er
hafa fengið það í hendur.
Þetta eru krossgátur og mynda-
gátur. Höfundur þeirra er þekktur
rithöfundur, kennarinn Vilborg
Dagbjartsdóttir. Þótt barnabækur
hennar séu fáar og stuttar hafa
þær borið höfundi sínum vitni
þess hve leikandi og margþætt
hæfni hans er í því að ná til barna.
Langsum og þversum sem er af
allt öðrum toga spunnin — sýnir
sömu eiginleika höfundar.
Auk þess að bæði myndþrautir
og krossgátur eru bráðskemmti-
legar og hugkvæmar, örva þær
málþroska og málskynjun barn-
anna, samhliða því að auka ósjálf-
rátt við orðaforða þeirra. Það er
létt yfir þeim og þær eins og kalla
börn til virkni við sig. Höfundur
getur þess í litlum formála fyrir
bókinni að hann reyni að koma
ýmsum málfræðimyndum og heit-
um að án þess að um ítroðslu sé að
ræða. Eftir að hafa farið yfir
heftið með börnum, fullyrði ég að
það hefur tekist. Ég held að þetta
litla hefti búi yfir meiri fræðslu í
þessu formi en maður gerir sér í
fyrstu ljóst. Öllum skólum, þar
sem ungir nemendur sitja við
málfræðinám ætti að vera mikill
fengur að þessari bók — til
hjálpar og skemmtunar. Auk þess
held ég að hún gæti verið kærkom-
in hverjum þeim sem vill hvíla sig
frá amstri dagsins við eitthvert
létt og skemmtilegt viðfangsefni.
Gaman hefði verið að góð
mappa hefði skýlt þessum blöðum,
þau eru þess verð.
Myndir Sigurbjörns Helgasonar
eru bráðskemmtilegar og hæfa vel
efni. Lausnir er að finna á öftustu
blöðum.
i
„Allt sem þér viljið að
aðrir gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra46
Friðrik J. Rafnar: Heilagur
Frans frá Assisi.
Ævi hans og störf.
önnur útgáfa endurskoðuð, 1979.
Útgefandi: Kaþólska kirkjan á
íslandi.
Myndir eftir Toni Schneider.
Þegar mér barst þessi fallega
útgáfa af bók séra Friðriks J.
Rafnar um dýrlinginn og mein-
lætamanninn heimskunna, Frans
frá Assisí, flaug hugur minn til
eins af þeim mönnum í íslenzkri
prestastétt, sem ég taldi mig eiga
mikið að þakka. Það var séra
Jónas Jónasson, sem kenndur var
jafnan við Hrafnagil í Eyjafirði,
þar sem hann var prestur og
prófastur í rúman aldarfjórðung,
en síðan var hann kennari við
gagnfræðaskólann á Akureyri í
sjö ár og gat sér sem slíkur mikinn
hróður. Séra Jónas var fæddur að
Úlfá í Eyjafirði, en ólst upp á
Tunguhálsi í Skagafirði, þar eð
foreldrar hans fluttust þangað í
bernsku hans. Faðir hans, Jónas
Jónsson, gat sér slíkan orðstír sem
læknir, að hann var aldrei annað
kallaður, eftir að hann varð
reyndur að lækningum sínum.
Séra Jónas varð mér fyrst kunnur
og kær af ritdómum sínum í
Nýjum kvöldvökum, en þeir þóttu
mér bera af sakir þess, hve
sanngjarnir þeir voru til lofs og
lasts, hvaða höfundur, erlendur
eða innlendur sem í hlut átti.
Sjálfur var hann að mínum dómi
Bðkmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
merkilegt sagnaskáld. Þó að hann
aðhylltist síður en svo efnishyggju
Brandesar, gerðist hann okkar
djarfmæltasta ádeiluskáld, enda
vöktu sögur hans slíka athygli
erlendis, að úrval úr þeim birtist
bæði á dönsku og þýzku. Hann
réðst á ýmislegt það, sem honum
þótti miður fara og tók rækilega
málstað lítilmagnans. Hefur mér
alltaf þótt miður, að hans hefur
lítt eða ekki verið getið af þeim,
sem ritað hafa um íslenzkar bók-
menntir. En séra Jónas lét fleira
eftir sig en sögur sínar og rit-
dóma. Hann samdi kennslubækur
og dansk-íslenzka orðabók og sá
um útgáfu fyrsta bindisins af
þjóðsagnasafni Odds Björnssonar.
Að honum látnum kom út hið
stórmerka rit hans íslenzkir þjóð-
hættir. Auk þessa kom margt frá
hans hendi, sem hér hefur ekki
verið talið, bæði andlegs og ver-
aldlegs efnis, meðal annars marg-
ar þýðingar.
Er ég nú ekki kominn út á
villigötur? Onei, aldeilis ekki! Það
er næsta fróðlegt að hyggja að því,
hvernig tveir af sonum hins mæta
klerks og rithöfundar hafa ávaxt-
að arfleifðina frá föður og föður-
afa. Jónas Rafnar var ekki aðeins
einn af merkustu læknum lands-
ins, heldur einnig veigamikill rit-
höfundur. Hann vann með Þor-
steini M. Jónssyni að útgáfu á
hinu mikla safni Grímu og enn-
fremur þriggja binda útgáfu af
Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar.
Hann skrifaði og vel gerðar smá-
sögur, einnig ýmsar merkar rit-
gerðir og þýddi margar bækur. Og
allt var þetta unnið af þekkingu og
vandvirkni. Þá er það bróðir hans
Friðrik. Hann varð prestur, próf-
astur og næstfyrsti vígslubiskup á
Norðurlandi. Arið 1928 kom frá
hans hendi bók um hinn heims-
kunna og stórmerka Mahatma
Gandi, sem segja má að hafi auk
gáfna sinna notað rokk að vopni í
stað riffils eða skammbyssu í
hinni árangursríku baráttu fyrir
sjálfstæði sinnar stóru þjóðar. Ari
seinna kom svo út bók séra
Friðriks Saga hins heilaga Frans
frá Assisí — og loks þýðingar
bókanna Viranir frá æðra heimi,
eftir S.S. Singh, og Percival,
síðasti musterisriddarinn, eftir
Brachvogel.
Þegar bók séra Friðriks um
Frans frá Assisí kom út, hafði ég
haft náin kynni af ævi og starfi
hins mikla meinlætamanns og
dýrlings, sem hún fjallar um. A
Seyðisfirði las ég mikið af dönsk-
Bragi og
Sigurður Örn
Kosningar í nánd og nóvember
senn á enda. Allra veðra von og
skammdegi í algleymingi. Það
gæti hæglega læðst í huga fólks,
að ekki væri æskilegur tími til
að halda listsýningar á svo
óhagstæðum tíma, en sagan er
sú, að einmitt þessa dagana eru
sýningar um alla borg og hver
kimi notaður. Svolítið ótrúlegt,
en satt. I Norræna húsinu eru
þeir með sýningu Bragi As-
geirsson og ungur teiknari, sem
ekki hefur áður haldið sýningu á
verkum sínum hér. Hann er
fyrrverandi nemandi Braga og
heitir Sigurður Örn Brynjólfs-
son. Hann er samt ekki alveg
ókunnur þeim, er lesa og skoða
myndaraðir dagblaðanna, þar
sem Bísi og Krimmi eru hugar-
fóstur Sigurðar.
Þessi sýning þeirra félaga
hefur margt að bjóða. Alvöru-
gefnar samsetningamyndir
Braga og glaðværar teikningar
Sigurðar. Þarna eru á ferð mjög
ólíkir listamenn, sem vinna hvor
á sinn hátt, en verk þeirra fara
furðu vel saman, og hvor um sig
segja þeir það, sem þeim býr í
brjósti, án þess að æpa hvor á
annan. Bragi er fyrir löngu
fullmótaður sem myndasmiður
og hefur valið sér nú seinustu
árin einkanlega samsetningar
(Collages) úr ýmsu, er rekið
hefur á fjörur hans. Upp á
síðkastið virðist hann hafa náð
meiri árangri en á undanförnum
árum, hvað þessa myndgerð
snertir. Verk hans hafa öðlast
meiri festu og hreinni tón, ef svo
mætti til orða taka. Hann færist
jafnvel meir í fang en áður, og
hann ber meir úr býtum. Þessi
sýning hjá Braga er helguð
Barnaári, og að mínum dómi fer
vel á því. Börn hljóta að hafa
ánægju af þessum verkum, sem
hafa svo ólíkt innihald, en
mynda samt eina heild. Bragi
notar hina ólíkustu hluti í mynd-
gerð sína og má til nefna sópkúst
og hárgreiður ásamt kjálkabeini
úr sauðkind. En þetta dæmi er
tekið úr einu verki. Síðan er
jafnvel spilað á einlitaðan
Sigurður örn: Fall einræðisherrans.
Eitt af verkum Braga Asgeirssonar.
myndflöt með ólíkri textúru, svo áhorfendum ekki ólíkar kenndir
að notuð sé afleit orðmyndun. og brúðuleikhús á stundum. Sér-
Allt vinnur þetta saman og gefur lega féll mér vel við mynd, er
f J S IIMttl lllllltll M »*•»**»*#»*
tinii * ■* i k s 11 i ■ v * a