Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 17 Sr. Friðrik J. Rafnar. um ljóðum og dáði Johannes Jörgensen sem skáld. Ég fékk að gjöf Lignelser hans, varð hrifinn af þeim og þýddi sumar þeirra og birti í blöðum, sem ég stýrði. Ég hafði allt frá bernsku borið hlýjan hug til kaþólskrar kirkju, og kom þar til siðabótarsaga Islendinga, en síðar kynni af hinum ágæta manni, Meulenberg biskupi, afrek- um kaþólskra manna í sjúkra- húsmálum hér á landi og loks náið samfélag við Stefán skáld frá Hvítadal. Svo ákvað ég þá að afla mér einnar af bókum Johannesar Jörgensen um kaþólska dýrlinga, og varð bókin um Frans frá Assisí fyrir valinu, þar eð ég hafði þá þegar fengið vitneskju um ævi hans og það gildi, sem hún hafði haft fyrir líf og starf fjölmargra innan vébanda kaþólsku kirkjunn- ar. Ég las svo af mikilli athygli bók séra Friðriks J. Rafnar, sá, að hann hafði þar haft sem aðal- heimild hið gagnmerka rit Jörg- ensens, en farizt svo vel notkun Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON Bragi kallar „Ungfrúin fína“, og það verk virðist í sjálfu sér þess verðugt, að Bragi geti tileinkað þessi verk Barnaári. Það mætti nefna fleiri verk í þessu sam- bandi, en látum nægja að sinni. Það eru 22 verk á sýningarskrá Braga, en hann sýnir ennfremur nokkrar myndir frá fyrri tímum, sem ekki eru á skrá. Með því að bera þau verk saman við það, er hann er að fást við í dag, má hæglega glöggva sig á, hvernig þróun hans hefur orðið að und- anförnu. Eitt verk enn verð ég þó að minnast á eftir Braga. Það er Búkovsky, sem segir sína sögu, og er nokkuð öruggt, að sumum muni finnast óþægilegt að fá fyrir sjónir almennings, svona rétt fyrir kosningar. En svona er lífið litla manneskja, segir Þór- bergur í Sálminum um blómið, ef ég man rétt. Ég hafði óskipta ánægju af verkum Sigurðar Arnar Brynj- ólfssonar. Hann er fyrst og fremst það, sem þeir í útlöndum kalla „Cartoonist", og kann ég ekki orð yfir þá stétt á vorri tungu. Sigurður hittir oft furðu vel í mark og tekur þá oft á tíðum fyrir málvenjur og hag- ræðir á pappírnum eftir sínu höfði. Hann virðist hafa lært af ólíkustu mönnum í teikningum sínum, og nefni ég aðeins tvo, sem komu mér í hug, er ég sá verk hans. En það eru svo ólíkir listamenn sem Steinbeck og Du- buffet. Sigurður Örn hefur stundað nám hér heima og Diskótekið i Hruna þess, að þar gætti ekki áhrifa í stíl frá hinum danska snillingi, heldur var bókin á hreinu og skýru íslenzku máli og engu sleppt, sem máli varðaði til þess að bókin gæfi sanna mynd af þeim guðsmanni, sem komizt hafði einna næst því að feta í fótspor hins mikla meistara. Bókin var ekki myndskreytt og allur búnaður hennar eins látlaus og á öðrum bókum sem Þorsteinn M. Jónsson gaf út í þennan tíma. Ég var árið 1930 orðinn bókavörður á ísafirði og ég lét fljótlega binda bókina og hafði nokkurn áhuga á að sann- reyna, hvort hún yrði almennt lesin. Segja má, að sú yrði raunin, og það, sem meira var, ég heyrði oftar en einu sinni um hana rætt í þeim hópi, sem safnaðist saman í biðröð, þegar útlán fóru fram. Yfirleitt fannst fólki það fjar- stæða að líf dýrlingsins gæti orðið mönnum hér á landi fyrirmynd. Það væri svo fjarri aðstæðum. Einn nefndi Fjalla-Eyvind og Höllu, annar sagði, að helzt væri hugsanlegt, að maður, sem lifði svipuðu lífi og flakkarar liðins tíma hefðu lifað, gæti að nokkru leyti fetað í fótspor Krists. En einn lét svo um mælt, að bókin sannaði, að jafnvel menn í heitu landi, sem hefðu þá lífsaðstöðu, sem dýrlingurinn hefði haft, hlytu að pína úr sér lífið fyrir aldur fram, ef þeir ætluðu sér að lifa í fyllsta samræmi við kenningar Krists. Ennfremur var sagt í þessu sambandi, að einmitt spillti fyrir kristindóminum, að það, sem þar væri krafizt, væri öllum ofur- efli. Svo var það eitt kvöldið, að mættur var Þórður Kristjánsson, roskinn sjómaður og verkamaður, sem ég var búinn að kenna að lesa góðar bækur. Hann lét þau orð falla, þá er rætt var um þessi efni, að hann væri víst ekki öðrum fremur biblíufastur, en svo mikið myndi hann, að Kristur hefði sagt, að það, sem maðurinn gerði sínum minnstu bræðrum, gerðu þeir hon- um sjálfum. Og svo væri það annað, sem ætti að geta komið hverjum einum að gagni í lífinu. Kristur hefði sagt: Allt, sem þér einnig verið í Hollandi. Viti menn! kemur ekki einn þaðan án þess að vera á kafi í Conception- alisma. Satt að segja var ég búinn að fá þá hugmynd um Holland, að ekkert væri þar á ferð nema það, er þeir kalla Nýlist hér á íslandi. Sigurður Örn hefur sjaldgæfa kímnigáfu, er honum tekst fullkomlega að koma til skila. Þessi kímni hefur vissan undirtón, er ber í sér harða ádeilu á kerfið: t.d. koma hér við sögu Möppudýrin, ráð- herrar, prestar og konungar. Myndröð frá Flatey finnst mér með því besta eftir Sigurð Örn, og er hann þá ekki í blaðastíln- um, heldur er þetta það, er Danir kalla „Farvelagt tegning". Það eru 70 verk eftir Sigurð Örn á þessari fyrstu sýningu hans hér á landi, og geri aðrir betur. Hann er vandvirkur og hefur mikið vald á línu og myndbygg- ingu. Þetta er mikið hól fyrir ungan mann, sem er að byrja feril sinn, ef til vill borgar sig ekki að segja öllu meir. Það er ekki verra að eiga hitt og þetta til góða, er fram líða stundir. í stuttu máli: Þarna kemur fram ungur maður, sem ég hef sérlega gaman að, og hver veit nema hann eigi eftir að veita drjúgt innlegg í myndlist okkar. Skemmtilegt plakat og mjög snotur sýningarskrá fylgir þess- ari sýningu þeirra Braga og Sigurðar. Er það nokkuð óvenjulegt að sjá jafn vandlega búið um hnúta og í þessu tilfelli. En segja mætti mér, að hér væri á ferð reynsla Sigurðar sem auglýsingateiknara, og ef svo er mætti einnig taka þennan þátt með í reikninginn. Vonandi verða ekki allir svo uppteknir af pólitík næstu daga, að þeir gefi sér ekki tíma til að sjá þessa skemmtilegu sýningu. Valtýr Pétursson. viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Menn setti hljóða, og ég hélt áfram afgreiðslu bóka steinþegj- andi. Hin nýja útgáfa af bók séra Friðriks J. Rafnar er með miklum myndarbrag, en um hana hefur séð Torfi Ólafsson, sannkaþólskur og mjög virkur sem slíkur. Hann ritar skilmerkilegan formála, og í honum segir hann meðal annars: „Sáralitlu hefur verið breytt í þessari útgáfu, en mál og stíll séra Friðriks J. Rafnar látið halda sér, enda þarf ekki um það að vanda. Þá ritar Torfi alllangan eftirmála, þar sem hann skýrir fyrst og fremst frá upphafi og þróun Fran- ciskureglunnar, en af þeirri reglu eru nunnurnar, sem vinna af einstæðum áhuga, dugnaði og fórnfýsi að starfrækslu sjúkra- húss, barnaskóla og prentsmiðju. Þær setja og prenta Merki kross- ins og sitthvað fleira, hafa meðal annars vélsett Sögu heilags Frans frá Assisí. í eftirmálanum segir frá því, að það var hinn mæti maður og rithöfundur Oscar Clausen, sem átti frumkvæðið að hinni kaþólsku stofnun og starf- semi í Stykkishólmi, enda leitaði hann þar liðsinnis, sem þess var fyrst og fremst von, fékk til liðs við sig hinn röggsama guðsmann og framkvæmdafrömuð, Meulen- berg biskup og nunnur í Landa- koti. Er saga hinnar fjölþættu starfsemi kaþólskrar kirkju í Stykkishólmi næsta fróðleg og allt að því furðuleg. Bókin er prýdd fjölda litmynda, sem að einu eða öðru leyti tengjast starfi og lífi Frans frá Assisí — og svo er og um bókarkápuna. Ég þakka svo góðum gefanda þessa merku bók og Torfa Ólafs- syni vandaða og fróðlega formála og eftirmála, og ég leyfi mér að fullyrða, að nú — á tímum nægðar og nautna, eigi hún brýnt erindi við fjölmarga. Og víst er um það, að engan mun það mannskemma að lesa hana og hugleiða, hvort hún bendi ekki til þess, að maður- inn lifi ekki á einu saman brauði. Guðmundur Gíslason Hagalin. Þórarinn Eldjárn Erindi Iðunn 1979. Þórarinn Eldjárn er einkenni- legt skáld sem fer sínar eigin leiðir þrátt fyrir samfylgd skálda eins og Jónasar Hallgrímssonar, Jóns Helgasonar og Steins Stein- ars. Ekki má heldur gleyma Jó- hannesi Birkiland, en Harmsaga hans hefur oftar en einu sinni orðið Þórarni að yrkisefni. Hefðbundið form ljóða Þórarins Eldjárns segir ekki allt um þau. Þótt skáldið rími og stuðli af eðlislægri hagmælsku og skorti ekki tilvísanir í gamlan kveðskap og þjóðsögur eru yrkisefnin oft nútímaleg. Til dæmis lýsir hann ungri Reykjavíkurkonu í kvæðinu Rósa á heimleið. Hún hefur fengið sér að borða á Fjarkanum og er nú á leið gangandi heim í Norðurmýri því „heldur vill hún kenna til og ganga/en sitja líkt og Eygló undir stýri/með afborgunarföla báða vanga". Hún bregður sér inn í ísafold, gengur fram hjá frægum bókum, fornum og nýjum, en þegar hún nálgast dyrnar sem snúa út að Austurvelli verður henni litið á hólfin sem geyma erlend blöð. „Og fögnuðurinn fer um hana hér/sem fyllti menn er Grettir deyddi vominn,/hún trúir varla þessu sem hún sér:/HÚN SÉR AÐ DÖNSKU BLÖÐIN ERU KOMIN". Kannski finnst lesendum þetta bara venjulegt grínkvæði, en eitt er víst að með sérkennilegum hætti bregður það ljósi á fortíð og nútíð. í skoplegum myndum af lífi nútímafólks skírskotar Þórarinn Eldjárn sífellt til liðins tíma og bókmennta. „Hún ísafold liggur og logar af banvænni sótt“, yrkir hann um þjóðarvanda. Um skemmtanalíf unga fólksins er sagt: „og nýjustu dansarnir duna /á diskótekinu í Hruna". Þórarinn Eldjárn vakti ungur athygli með Kvæðum (1974) sem höfðuðu einkum til kynslóðar hans, ungs menntafólks. Disney- rímur frá í fyrra juku hróður hins orðhaga samfélagsgagnrýnanda. Nýja bókin er beint framhald Kvæða, en í henni eru líka ljóð Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON sem minna á Disneyrímur, saman- ber Nóbelskvæði þar sem fjallað er um hin kunnu verðlaun: „syndagjöldin fyrir dínamítið". ... erindi vitnar einnig um til- hneigingu skáldsins til að festa á blað hversdagsheim sinn (Sonar- dilla/Föðurdilla) og koma til skila minningum úr bernsku (í safn- tröppunum). Þessi ljóð og fleiri í líkum anda eru að mínu mati dæmi um æskilega þróun í ljóða- gerð Þórarins Eldjárns. Því ber ekki að neita að mörg kvæði bókarinnar eru fyrst og fremst hagmælska og löngun til að skemmta lesendum eða þóknast þeim. Stundum verður gamansemi höfundarins of léttvæg, það sem á að vera fyndið eitthvað annað. Ekki má falla fyrir þeirri freist- ingu að ríma út í bláinn vegna þess hve það er auðvelt. Sjálfur gerir Þórarinn Eldjárn sér grein fyrir takmörkunum sínum því að í bókarlok lætur hann fylgja eftirfarandi játningu: sló éit þar stefin sem nýttust úr nót minni og vörpu á nokkuð svo einstrengingslega hörpu Hógværð skáldsins skal þó ekki lögð honum til lasts. En skiptir hann um hörpu eða bætir við streng? Það ætti ekki að saka. Sinfóníutónleikar Efnisskrá: , Árni Björnsson — Forleikur að Nýársnóttinni Johan Svendsen — Sinfónía nr. 2, óp 15 Rachmaninov — Píanókonsert nr. 2 Einleikari: Rögnvaldur Sigur- jónsson Stjórnandi: Karsten Andersen Forleikurinn að Nýársnóttinni er nærri 30 ára gamalt verk, saminn af manni, sem er, án þess að nokkuð sé ofsagt, einn þeirra er við Islendingar eigum mikið að þakka fyrir ótaldar stundir erfiðis við sköpun Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Það var ánægjulegt að heyra þetta verk leikið við betri skilyrði en voru fyrir hendi hér á landi er það var frumflutt og var mótun stjórnandans, Karstens Ander- sen, á Forleik Árna Björnssonar mjög góð. Annað verkið á efn- isskránni var önnur sinfónían, eftir Johan Svendsen. Sinfóní- una samdi Svendsen 1876, eða um sama leyti og við íslendingar Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON vorum farnir að huga að lúðra- blæstri, en í lúðrum heyrðist fyrst hér á landi árið 1874. Svendsen var einn af glæsi- legustu tónlistarmönnum á Norðurlöndum og frábært tón- skáld. Það mátti finna fyrir stolti í stjórnun Karsteins And- ersen og hljómsveitin lék verkið á köflum mjög vel. Síðasta verkið var svo Píanó- konsert nr. 2 eftir Rachmaninov. Þetta verk hefur haft mikil áhrif og má m.a. merkja þau í kvik- mynda- og dægurtónlist allt til dagsins í dag. Áhrif þess eru samstæð áhrifum þeim er Can- sónettan hafði á óperuna, er hún tók sæti da capo aríunnar. í sinfónískum verkum er heil- steypt laglína ekki skilyrði og þegar píanókonsert breytist úr sviptingum milli píanós og hljómsveitar í glampandi fallega Cansónu, vilja allir syngja með og þar er að finna skýringuna á því hversu oft má heyra lag- línurnar úr þessum píanókonsert fluttar í alls konar blæbrigðum. Rögnvaldur Sigurjónsson er sérkennilegur listamaður og leikur á ýmsu hjá honum. Nú var flutningur hans svo rólegur og yfirvegaður og þó eins og hann væri annars hugar. í hæga kaflanum átti hann falleg tilþrif en heildarsvipur verksins var ef til vill einum of kyrrlátur en þó rómantískur og fallegur. Rögn- valdur, sem listamaður, á margt sammerkt með íslenskri veðr- áttu, stórar og hömlulausar sviptingar og nú virðist kyrrð hvíla um sinn yfir leik þessa bardagamanns og vonandi á hann eftir að leika okkur þau blæbrigði íslenskra veðráttu er fallegast hafa verið túlkuð af skáldum okkar. Jón Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.