Morgunblaðið - 22.11.1979, Page 18

Morgunblaðið - 22.11.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1979 íslenskir Norður- landameistarar Tveir íslendingar urðu Norð- urlandameistarar á mótinu, sem haldið var í Norrkjöbing fyrir skömmu. Sólveig Leifsdóttir hreppti Norðurlandatitilinn fyrir klippingu og blástur og Rannveig Guðmundsdóttir hlaut Norðurlandatitilinn fyrir dag- greiðslu í framúrstefnustíl. Auk þess sem Rannveig var nr. 2 i samanlögðum greinunum, mun- aði aðeins 2 punktum á henni og Norðurlandameistaranum, Jytte Gunersen. En hún sigraði á jafntefli vegna sigursins í einni grein. Er þetta besti árangur, sem íslendingar hafa náð í Norð- urlandakeppni, að því er Arnfríð- ur ísaksdóttir, formaður Hár- Verðiaunagreiðsla Sóiveigar greiðslumeistarafélagsins, sagði, en hún var úti með islenzka hópnum.Hlutu íslendingarnir 1134 stig samanlagt i öllum greinum og voru efstir. Næstir voru Norðmenn með 1126. Rannveig og Sólveig voru ný- komnar heim, þegar fréttamaður Mbl. hitti þær og Arnfríði í hárgreiðslustofunni Perlunni, þar sem Sólveig lagði snarlega greiðsl- una sína, sem sigraði, á módelinu sínu, Höllu Leifsdóttur, sem er systir hennar. Og sést árangurinn hér á síðunni á mynd. Báðar voru þær Rannveig og Sólveig með nælur í barmi, sem tréskór sýndu að ættu rætur að rekja til Hollands. Skýringin er sú, að þetta voru boðsmiðar þeirra á Heimsmeistaramótið í Rotter- dam 18. — 23. september á næsta ári. Var skorað á íslendingana, sem voru hæstir á Norðurlanda- mótinu að láta sig ekki vanta þar: Sólveig kvaðst vera ákveðin, enda hafði hollenski dómarinn boðið henni að koma mánuði fyrir mótið og greiða kostnaðinn. Og Rann- veig sagðist að minnsta kosti fara og horfa á, en kostnaður er mikill. — Ef allt gengur vel og guð lofar, fer ég líka í keppni, sagði hún. í hópnum, sem fór til Svíþjóðar í Norðurlandakeppnina, voru 5 hárgreiðslumeistarar, sem efstir voru á íslandsmótinu, þau Sigurð- ur Benónýsson frá stofunni „Hjá Handbragð og daggreiðsla Rannveigar í framúrstefnustíl vakti mikla athygli. Hún sneri hárið upp eins og snæri, en fléttaði ekki. Enda varð hún fyriri hana Norðurlandameistari í sínum flokki. Sólveig Leifsdóttir varð INorðurlandameistari i kiippingu og blæstri. Her er hún ásamt Höllu systur sinni, sem var módelið hennar, og hefur lagt á hana verðiaunagrciðsluna. Ljósmyndir RAX. Brósa", Kristín Hálfdánardóttir frá Salon VEH, Sólveig Loftsdótt- ir frá hárgreiðslustofunni á Hótel Loftleiðum, Rannveig Guðlaugs- dóttir frá Perlu og Jón Bene- diktsson frá Bylgju í Kópavogi. Og einnig voru 3 rakarar í Norður- landakeppninni. í samanlagðri keppni var Rannveig nr. 2, Brósi nr. 4, Sólveig nr. 6. — Þetta er stærsti hópurinn sem farið hefur frá íslandi og langbesti árangurinn, sagði Arnfríður. Við erum farin að læra þetta. Það kostar óskaplega mikla vinnu og þjálfun. Keppendurnir Hitaveituframkvæmdir 1974—1978: 60.000 manns fengxi heitt vatn til húshitunar SIGLUFJÖROUR +BLx)L afsfjörður Jiiii N || HRISEYjl ialvíkKEU. SOOURUREYRl, HÚSAVÍK KRAFLA BLONDUÖSj SAJJÐARKRÖKUR NÁMAFJALL REYKHOLARl HVAMMSTANGI AKRANES SfLTJARNARNES REYKJAVÍK WITAVEITA ^tJRNESJA IOOKM 65!— ▼TV O NYTING JAROVARMA Á ÍSLANDI 1977 AeíubS,'1 rekstri-( byggingu. RAFORKUSTÖÐVAR (í REKSTRI.Í BYGGINGU, ÁÆTLAÐAR) IÐNAÐARFYRIRTÆKI(f REKSTRI.ÁÆTLUÐ) GRÓÐURH ÚSASVÆÐI SUN04.AUGAR í árslok 1978 nutu um 146.000 íslendingar (af um 175.000 á jarðvarmasvæðum) heits vatns til húshit- unar. Þar af fengu um 60.000 manns hitaveitur á ríkisstjórnarárum Geirs Hallgrímssonar eða vegna stjórnvaldsákvarðana 1974—1978. Þar að auki beitti Gunnar Thoroddsen, þáverandi orkuráðherra, sér fyrir kaupum á stórvirkum jarðborum, sem stórbreyttu heitavatnsmöguleikum fjölmargra byggðarlaga. Þeir staðir, sem fengu hitaveitur um þetta leiti, eru: • Hafnarfjörður: Upphafsár framkvæmda 1975. íbúar um 12200. • Kópavogur: Upphafsár framkvæmda 1973. íbúar 13.300. • Garðabær: Upphafsár 1975. íbúar 4500. • Suðurnes: Upphafsár 1975. íbúar 12.000. • A Suðurnesjum hófust framkvæmdir í Grindavík 1976 (íb. 1800), Njarðvík 1978 (íb.1880), Keflavík 1978 (íb. 6600), Garði og Sandgerði 1979 (íb. um 2000). • Vestmannaeyjar: Hraunhitaveita. Upphafsár 1976. Nær til um 1000 íbúa. • Reykhólar: Upphafsár 1974. íbúar 78. • Suðureyri: Upphafsár 1977. íbúar 526. • Hvammstangi: Upphafsár 1973. íbúar 510. • Blönduós: Upphafsár 1978. íbúar 890. • Siglufjörður: Upphafsár 1975. íbúar 2100. • Akureyri: Upphafsár 1977. íbúar 13.000. Hitaveita Reykjavíkur er elzt hitaveitna. Þar hófust framkvæmdir 1930—1943. Hitaveita Reykjavíkur þjónar nú rúmlega 83.000 manns í Reykjavík, auk nágranna- sveitarfélaga. 1930 var og komið upp einkaveitu að Laugarvatni, sem nú nær til 157 manns. Hitaveita náði til Mosfellshrepps 1943. 1944 kom hitaveita í Ólafsfirði og litlu síðar á Sauðárkróki. í lok 1978 var talið að um 132.000 manns nytu heits vatns í Reykjavík og á Reykjanesi, 12.000 manns á Suðurnesjum (þá meðtalin viðbót 1979), 54.00 manns á Suðurlandi, 600 manns á Vestfjörðum (Suðureyri og Reykhólar), 5000 manns á Norðurlandi vestra og 10.500 manns á Norðurlandi eystra. Þá töldust engir nýta heitt vatn á Vesturlandi né á Austfjörðum, en heitavatnslíkur taldar fyrir Akranes (4800 íb.), Borgarnes (1510) og Hvanneyri (100).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.